Skipulagsnefnd fundur nr. 112 – 9. júní 2016

Skipulagsnefnd – 112. fundur  

haldinn Flúðir, 9. júní 2016

og hófst hann kl. 09:45

 

Fundinn sátu:

Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Ragnar Magnússon Varaformaður, Margrét Jónsdóttir Varamaður, Valgerður Sævarsdóttir Varamaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1.   Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1603003
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 3. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna 9,9 MW vatnsaflsvirkjunar í Tungufljóti í landi Brúar. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 19. maí með fresti til athugasemda til 30. maí. Engar athugasemdir og umsagnir hafa borist umfram þær sem bárust við lýsingu tillögunnar. Gert hefur verið samkomulag við ÍSOR um að kanna möguleg áhrif virkjanaframvæmda á vatnstökusvæði og vatnsból.
Skipulagsnefnd telur að áður en hægt er að taka afstöðu til auglýsingar tillögunnar þurfi álit Ísor að liggja fyrir.
 
2.   Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Deiliskipulag – 1605007
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Brúarvirkjun í landi Brúar sett fram á uppdrætti sem sýnir yfirlitsmynd í mkv. 1:10.000, stöðvarhússvæði í mkv.1:1.000 og stíflu-/lónssvæði í mkv. 1:2.500 auk greinargerðar dags. 18. mars 2016.
Skipulagsnefnd telur að áður en hægt er að taka afstöðu til auglýsingar tillögunnar þurfi álit Ísor að liggja fyrir.
 
3.   Brú: Biskupstungum: Frístundasvæði: Deiliskipulagsbreyting – 1606013
Lögð fram umsókn Mannvits hf. dags 6. júní 2016, f.h. landeigenda, um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Brúar í Bláskógabyggð. Í tillögunni felst að 20 frístundahúsalóðir eru felldar út og verða eftir breytingu 10 talsins í stað 30.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
 
4.   Borgarhólsstekkur 1: Miðfellsland: Óleyfisframkvæmd:: Kæra til ÚUA – 1606005
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2016 þar sem kynnt er kæra dags. 26. maí um synjun á því að fjarlægja gesthús án lögmæts byggingarleyfis af lóðinni Borgarhólsstekkur 1. Kæran ásamt fylgigögnum er meðfylgjandi.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela lögfræðingi sveitarfélagsins að senda inn umsögn um málið í samráð við sveitarstjóra, skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa.
 
5.   Stekkatún 1-5: Efri-Reykir: Deiliskipulag – 1606010
Lögð fram umsókn Gunnars Ingvarssonar dags. 3. júní 2016 þar sem lögð er fram tillaga að deiliskipulagi 5 lóða undir frístundabyggð á um 13 ha lands úr landi Efri-Reykja. Tvær lóðanna eru um 0,6 ha, ein um 0,9 ha en hinar tvær 4,33 og 6,57 ha. Á þremur minnstu lóðunum (Stekkatún 2, 3 og 4) er gert ráð fyrir allt að 130 fm frístundahúsi og 40 fm aukahúsi en á stærri lóðunum, Stekkatúni 1 og 5, verði heimilt að byggja 150 fm íbúðarhús, 50 fm bílskúr og 40 fm aukahús. Á lóðinni Stekkatún 1 er gamalt fjárhús sem mun standa áfram.
Þar sem allt svæðið er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem svæði fyrir frístundabyggð er ekki hægt að samþykkja að byggð verði íbúðarhús á tveimur lóðanna. Erindinu hafnað.
 
6.   Skálabrekka 170163: Vestur hluti: Stofnun lóðar – 1606011
Lögð fram umsókn eigenda Skálabrekku lnr. 170163 dags. 6. júní 2016 þar sem óskað er umsagnar um skiptasamning fyrir vestari hluta landsins en áður var búið að fjalla um skipti vegna eystari hluta landsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu skv. fyrirliggjandi gögnum með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á hnitsetningu landamarka. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
7.   Miklholtshellir: Svæði fyrir landbúnaðarstarfsemi: Deiliskipulag – 1601002
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi alifuglabús í landi Miklholtshellis í Flóahreppi. Lýsing deiliskipulagsins var kynnt frá 19. til 30. maí 2016 og barst ein athugasemd auk umsagna frá Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands. Einnig liggur fyrir bréf landeigenda dags. 7. júní 2016 þar sem fram koma viðbrögð þeirra við atriðum innkominnar athugasemdir
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
 
8.   ÞK-18: Borhola við Þorleifskot: Framkvæmdaleyfi – 1606008
Lögð fram umsókn Selfossveitna dags. 1. júní 2016 um leyfi til borunar eftir heitu vatn á núverandi vinnslusvæði við Þorleifskot. Gert er ráð fyrir að boruð verði ein borhola sem verður um 1.700 m djúp. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir stasetningu holunnar og borplan.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir landeigendum og eigendum aðliggjandi íbúðarhúsa.
 
9.   Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Fyrirspurn – 1602041
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi fyrir baðaðstöðu á svæði umhverfis núverandi fjárhús og hlöðu á jörðinni Hæðarendi, sunnan frístundabyggðar við Selhól.Gert er ráð fyrir að breyta núverandi húsum í þjónustubyggingu í tengslum við starfsemina auk þess sem heimilt verð að byggja allt að 900 fm til viðbótar. Aðgengi að svæðinu verður um núverandi veg frá Búrfellsvegi. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggur umsögn Heilbrigðieftirlits Suðurlands dags. 19. maí 2016 og Vegagerðarinnar dags. 14. apríl 2016.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja viðbrögð við athugasemdum sem fram koma í umsögn Heilbrigðieftirlits Suðurlands.
 
10.   Nesjar 170896 (Hestvíkurvegur 24): Bátaskýli: Fyrirspurn – 1606012
Lögð fram fyrirspurn Páls Hjaltasonar dags. 25. maí 2016, f.h. eiganda Hestvíkurvegar 24 í landi Nesja um hvort að heimilt verði að reisa bátaskýli skv. meðfylgjandi teikningum.
Samkvæmt ákvæðum skipulagsreglugerðar skulu mannvirki frístundahúsalóða ekki vera nær lóðarmörkum en 10 m. Þá eru einnig ákvæði í reglugerðinni um að ekki megi byggja nær ám og vötnum en 50 m. Í aðalskipulagi sveitarfélagsins er jafnframt gert ráð fyrir að ekki verði byggt nær Þingvallavatni en 100 m að jafnaði. Í ljósi þessa telur nefndin ekki mögulegt að byggt verði bátaskýli í samræmi við fyrirliggjandi erindi.
 
11.   Lyngbrekka 2: Færsla byggingarreits: Deiliskipulagsbreyting: Fyrirspurn – 1605055
Lögð fram fyrirspurn eigenda lóðarinnar Lyngbrekku 2 í landi Syðri-Brúar um hvort að heimilt verði að reisa frístundahús á púða sem stendur utan við byggingarreit lóðarinnar.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda þess að byggt verði á núverandi púða sú að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins. Að mati nefndarinnar er slík breyting óveruleg og mælir með að sveitarstjórn samþykki slíka breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.
 
12.   Flúðalína 1: Búrfell: Lagning 66 KV jarðstrengs: Þverun Fossár: Framkvæmdaleyfi – 1606006
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 66 kV jarðstrengs við Fossá. Fyrir liggja leyfi Forsætisráðuneytisins, Fiskistofu og veiðifélagsins, umsögn Umhverfisstofnunar og úttekt Veiðimálastofnunar auk álit Skipulagsstofnunar um matsskyldu. Þá liggur fyrir að sveitarstjórn bókaði 4. maí 2016 að ekki væri gerð athugasemd við framkvæmdina.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
 
13.   Réttarholt B lnr. 223803: Urðarholt: Aðalskipulagsbreyting: Umsókn – 1606007
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Réttaholt B lnr. 223803 dags. 31. maí 2016 þar sem óskað er eftir að aðalskipulagi hluta svæðisins verði breytt til samræmis við aðliggjandi svæði, þe. í blandaða landnotkun íbúðar- og landbúnaðarsvæðis. Svæðið er í dag skilgreint sem athafnasvæði að hluta og opið svæði til sérstakra nota að hluta.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að svæðinu verði breytt til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Að mati nefndarinnar er um verulega breytingu á aðalskipulagi að ræða og er fyrsta skref ferilsins að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem byggir á fyrirliggjandi gögnum. Æskilegt væri að deiliskipulagi svæðisins yrði breytt samhliða.
 
14.   Þrándarholt 166618: Umsókn um byggingarleyfi: Skemma og fjárhús – 1604011
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir skemmu og fjárhús Sótt er um leyfi til að byggja skemmu og fjárhús norðan við núverandi fjós, ofan á tilbúna steypta stæðu.
Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir öðrum landeigendum bæjartorfunnar. Þar sem fyrir er steypt þró er ekki þörf á umsögn Minjastofnunar.
 
15.   Ölvisholt 7 lnr. 207871: Ölvisholt 10: Stofnun nýrrar lóðar – 1606009
Lögð fram umsókn eigenda landsins Ölvisholt 7 lnr. 207871 dags. 24. maí 2016 um stofnun 39.520 fm spildu úr landinu sem mun fá nafnið Övisholt 10. Aðgengi að nýrri spildu verður um land Hryggs 2 eins og fram kemur á uppdrætti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda Hryggs 2 vegna aðkomu að spildunni. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
16.   Bitra land 215992: Stækkun hótels: Deiliskipulagsbreyting – 1605056
Lögð fram umsókn Árbergs ehf. dags. 3. mars 2016 um deiliskipulag fyrir lóðina Bitra land 215992. Lóðin er 5 ha að stærð og er þar í dag hótel sem er um 580 fm að stærð. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að heimilt verði að stækka hótelið um 5.000 fm og að herbergjafjöldi verði allt að 120 talsins. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem blanda svæðis fyrir opinber þjónustu og verslun- og þjónustu.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda deiliskipulagsins að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins sem felur í sér að landnotkunin opinber þjónusta verði felld út og eingöngu gert ráð fyrir verslun- og þjónustu. Að mati nefndarinnar er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin gerir ekki athugasemd við að ofangreind deiliskipulagstillaga verði auglýst skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga samtímis og auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar varðandi breytingu á aðalskipulagi. Leita þarf umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands.
 
17.   Jaðar 1 166785: Nýbygging-sumarhús: Aðalskipulagsbreyting – 1605051
Lagt fram erindi Guðna Guðbergssonar dags. 19. maí 2016 þar sem óskað er eftir að aðalskipulagi Hrunamannahrepps verði breytt á þann veg að jörðin Jaðar verði skilgreind sem landbúnaðarsvæði í stað þess að vera óbyggt svæði. Óskað er eftir að farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga þar sem ekki er verið að breyta raunverulegri notkun landsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að landnotkun svæðisins verði breytt í samræmi við fyrirliggjandi erindi. Að mati nefndarinnar er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
18.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-31 – 1605004F
Lagðar fram til kynningar afgreðislur byggingarfulltrúa frá 1. júní 2016.
 

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11