Skipulagsnefnd fundur nr. 110 – 12. maí 2016

Skipulagsnefnd – 110. fundur  

haldinn Þingborg, 12. maí 2016

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Ragnar Magnússon Varaformaður og Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

1.   Bláskógabyggð

Heiðarbær 1 lnr. 170157 og Heiðarbær 2 lnr. 170158: Spennistöð: Stofnun lóðar – 1605002

Lögð fram umsókn Rarik ohf dags. 28. apríl 2016 um stofnun 56 fm lóðar fyrir spennistöð úr óskiptu landi Heiðarbæjar 1 og 2 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
2.   Skógarholt 1-12: Laugarvatn: Fyrirspurn – 1605001
Lögð fram fyrirspurn Stefáns Halldórssonar f.h. Ættarráðs Laugarvatnsættarinnar dags. 29. apríl 2016 varðandi skiptingu frístundahúsalóða við Skógarholt 1-12 úr Laugarvatni. Meðfylgjandi er m.a. uppdráttur sem sýnir staðsetningu lóðanna frá 1977.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið þar sem gert er ráð fyrir að núverandi lóðum verði skipt í tvennt auk þess sem settir verði byggingarskilmálar og að tryggð verði aðkoma að öllum lóðum.
 
3.   Hvannalundur 8: Synjun um fjarlægingu mannvirkis: Kæra til ÚUA – 1605003
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. apríl 2016 þar sem kynnt er kæra dags. 25. apríl 2016 um höfnun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á því að fjarlægja mannvirki á lóðinni Hvannalundur 8.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn feli lögfræði sveitarfélagsins að senda inn umsögn um málið í samráð við sveitarstjóra, skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa.
 
4.   Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1603003
Lýsing breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar vegna Brúarvirkjunar var kynnt með auglýsingu 17. mars auk þess sem hún var send til umsagnar. Nú liggja fyrir umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skipulagsstofnunar, Skógræktar ríkisins og Fiskistofu auk þess sem ein athugasemd barst. Þá liggur fyrir minnisblað Mannvits dags. 6. maí 2016 þar sem farið er yfir ábendingar varðandi nálægð við vatnsverndarsvæði og núverandi vatnstökusvæði. Byggt á þessum upplýsingum hefur verið unnin tillaga að breytingu á aðalskipulagi, sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 10. maí 2016. Í breytingunni felst að bætt er við nýju iðnaðarsvæði, gert ráð fyrir þremur nýju efnistöku- og efnislosunarsvæðum, frístundasvæði F8 minnkar, afmarkað er um 8,6 ha virkjunarlón og að lokum er staðsetning vatnsbóla leiðrétt og afmörkun vatnsverndarsvæðis breytt.
Skipulagsnefnd mælir með að ofangreind tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslag nr. 123/2010.
 
5.   Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Deiliskipulag – 1605007
Lögð fram umsókn Mannvits dags. 6. maí 2016 f.h. HS Orku um deiliskipulag fyrir Brúarvirkjun í landi Brúar. Meðfylgjandi eru drög að deiliskipulagi sett fram á uppdrætti sem sýnir yfirlitsmynd í mkv. 1:10.000, stöðvarhússvæði í mkv.1:1.000 og stíflu-/lónssvæði í mkv. 1:2.500 auk greinargerðar dags. 18. mars 2016.
Skipulagsnefnd mælir með að ofangreind tillaga að deiliskipulagi verði kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðis og samhliða verði tillagan send umsagnaraðilum til skoðunar.
 
 

6.  

Flóahreppur

Egilsstaðakot 166330: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – 1604044

Sótt er um leyfi til að byggja fjós fyrir geldneyti ásamt fóðuraðstöðu, 1.024,2 ferm og 4.299 rúmm.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Minjastofnunar Íslands. Ef engar athugasemdir berast við grenndarkynninguna er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
7.   Laugardælur 166253: Umsókn um byggingarleyfi: Svínahús – breyting á notkun – 1604042
Lögð fram fyrirspurn eigenda Laugardæla lnr. 166253 um hvort að heimilt verði að breyta svínahúsi í þrjár íbúðir. Heildarstærð á húsi er 270,9 ferm. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Að mati skipulagsnefndar samræmist fyrirspurnin gildandi aðalskipulagi og samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir aðliggjandi hagsmunaaðilum. Ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
8.   Langholt 2 og 3: Kæra vegna samþykkts deiliskipulags: Úrskurður ÚUA – 1605008
Lagður fram til kynningar úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi deiliskipulag fyrir hluta Langholts 2 og 3.
Þar sem hluti deiliskipulagsins er felldur úr gildi telur skipulagsnefnd að sá hluti verði merktur sérstaklega af skipulagsfulltrúa og að úrskurðurinn verði geymdur með skipulagsgögnum til að tryggja rétta framkvæmd skipulagsins.
 
9.   Efri-Gróf 166329: Þingás: stofnun lóðar – 1605010
Lögð fram umsókn Hauks Baldvinssonar dags. 26. apríl 2016 um stofnun 10,42 ha spildu úr landi Efri-Grófar lnr. 166329. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir hnitsetta afmörkun spildunnar sem óskað er eftir að fái nafnið Þingás. Fram kemur að kvöð er á jörðinni Efri-Gróf (lnr. 166329) að spildunni auk þess sem kvöð er á nýrri spildu um aðkomu að landinu Efri-Gróf Lóð 5 (lnr. 223471).
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
10.   Fljótshólar 1 lnr. 165474: Krákumýri: Stofnun lóðar – 1604054
Lögð fram umsókn Sturlu Þórmóðssonar dags. 19. apríl 2016 um stofnun spildunnar Krákumýri úr landi Fljótshóla 1 og 4 lnr. 165474. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir hnitsetta afmörkun spildunnar sem er 52,4 ha að stærð með aðkomu frá Villingaholtsvegi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsettningu landamarka og samþykki Vegagerðarinnar fyrir aðkomu. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
 

11.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Álfabyggð: Miðengi: Deiliskipulag – 1512045

Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Álfabyggð í landi Miðengis. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 25. febrúar sl. með athugasemdafrestil til 8. apríl. Athugasemdir bárust og eru þær hér lagðar fram ásamt viðbrögðum umsækjenda við þeim.
Skipulagsnefnd telur að fyrirliggjandi athugasemdir gefi ekki tilefni til breytingu á deiliskipulaginu og mælir með að það verði samþykkt óbreytt. Bent er á að samkvæmt leiðbeiningum Skipulagsstofnunar um deiliskipulag kemur fram að samningsatriði eins og kostnaðarskipting eða hvaða aðili eigi að sjá um ákveðna verkþætti á ekki heima í skilmálum deiliskipulags.
 
12.   Snæfoksstaðir lóð 103a: Frístundahúsalóð: Aðalskipulagsbreyting: Umsókn – 1604055
Lögð fram umsókn Sólfríðar Guðmundsdóttur dags. 22. apríl 2016 þar sem óskað er eftir að frístundahúsalóðinni Snæfoksstaðir lóð 103a verði breytt í íbúðarhúsalóð.
Ekki er hægt að breyta lóðinni í íbúðarhúsalóð þar sem svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem frístundabyggð. Erindinu hafnað.
 
 

13.  

Hrunamannahreppur

Holtabyggð: Syðra-Langholt IV: Deiliskipulagsbreyting – 1601023

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtabyggðar úr landi Syðra-Langholts IV. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 25. febrúar með athugasemdafresti til 8. apríl samhliða því sem óskað var eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi fjarlægð frístundahúsa á stofn- og tengivegum. Engar athugasemdir bárust. Þá liggur fyrir jákvæð umsögn Skipulagsstofnunar um undanþágu en í tpósti frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 29. apríl kemur fram að óljóst sé hvort að verið sé að óska eftir undanþágu vegna lóða nr. 501 og 501B.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytinguna óbreytta frá auglýstri tillögu auk þess sem að ekki verði gerð athugasemd við að byggingarreitur lóða nr. 501 og 501B fari nær Langholtsvegi en 100 m, þ.e. að veitt verði undanþága frá ákvæðum skipulagsreglugerðar.
 
 

14.  

Öll sveitarfélög

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-29 – 1604005F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 28. apríl 2016.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

 

___________________________                      ___________________________