Skipulagsnefnd fundur nr. 108 – 7. apríl 2016

Skipulagsnefnd – 108. fundur  

haldinn Laugarvatn, 7. apríl 2016

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Ragnar Magnússon Varaformaður og Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Sólheimar 168279:Umsókn um byggingarleyfi: Farsímaloftnet – 1603038

Sótt er um leyfi til að reisa farsímaloftnet á stálsúlu sem verður staðsett á klöpp milli Sólheimabyggðar og Sólheimavegar (354).
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi fyrir farsímaloftnet á Sólheimum.
2.   Tjarnarvík lnr. 222808: Íbúðarhús: Deiliskipulag – 1508010
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. mars 2016 þar sem gerð er athugasemd við deiliskipulag frístundahúsalóðar á spildunni Tjarnarvík þar sem afmörkun skipulagssvæðisins nær ekki til allra fyrirhugaðra framkvæmda.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið að nýju með þeirri breytingu að skipulagssvæðið stækkar þannig að það nái yfir allar framkvæmdir sem gert er ráð fyrir í deiliskipulaginu.
3.   Minni-Bær 168264: Efnistaka í námu: Framkvæmdaleyfi – 1604002
Lögð fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir námu í landi Minnibæjar lnr. 168264. Samkvæmt greinargerð sem unnin er af Landark ehf dags. 15. mars 2016 hefur náman verið í notkun í 48 ár og búið að vinna úr henni 125.000 m3 á um 4.5 ha svæði. Er núna sótt um að taka allt að 100.000 m3 í viðbót þannig að heildarefnistaka verði 225.000 m3 á 7 ha svæði.
Þar sem efnistakan er í samræmi við gildandi aðalskipulag gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við fyrirhugaða efnistök með fyrirvara um niðurstöðu Skipulagsstofnunar varðandi ákvörðun um matsskyldu. Afgreiðslu framkvæmdaleyfis frestað þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir.
 

4.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Hraunvellir: Ólafsvellir: Deiliskipulagsbreyting – 1503011

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hraunvalla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem felst í að gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 1.000 fm af gisti- og þjónustubyggingum. Er breytingin í samræmi við breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem nú er í auglýsingu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.   Búrfellsvirkjun: Stækkun virkjunar: Framkvæmdaleyfi – 1601024
Lögð fram til kynningar drög að samningi um eftirlit með framkvæmdum við stækkun Búrfellsvirkjunar ásamt tillögu að eftirlitskostnaði.
 

6.  

Bláskógabyggð

Hrauntún 167113: Byggingareitur nr. 3: Stofnun lóðar – 1604001

Lögð fram umsókn eigenda jarðarinnar Hrauntúns dags. 13. mars 2016 um stofnun lóðar 3 undir sumarhúsalóð, með vísun í gildandi deiliskipulag fyrir frístundabyggð. Í skipulaginu eru þó ekki afmarkaðir 10 byggingarreitir sem eru 50 x 50 m að stærð en ekki eru afmarkaðar sérstakar lóðir utan um þá.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda lóðarstofnunar að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins sem felst í að afmarkaðar verði lóðir utan um byggingarreitina. Slík breyting er óveruleg að mati nefndarinnar og mælir með að hún verði samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um samþykki allra landeigenda.
7.   Gistiheimilið Iðufell 167389: Verslunar- og þjónustusvæði: Deiliskipulag – 1603043
Lögð fram umsókn Norverk dags. 23. mars 2016 þar sem lagt er fram endurskoðað deiliskipulag fyrir 6,3 ha svæði í Laugarási og nær til lóðarinnar Iðufell auk aðliggjandi svæðis. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að núverandi húsnæði (Sláturhús) verði áfram nýtt sem gisti- og veitingahús auk þess sem gert var ráð fyrir 48 íbúðum í 5 einbýlishúsum, 18 parhúsum og 8 raðhúsalengjum. Í breyttri tillögu er gert ráð fyrir að rífa núverandi gisti- og veitingahús en í staðinn byggja nýtt 90-120 herbergja hótel sem getur verið allt að 5.500 fm auk 70-120 fm raðhúsaíbúða og 16 smáhýsa.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
8.   Koðrabúðir lóð 12 lnr. 193027: Heiði: Fyrirspurn – 1511006
Lögð fram að nýju umsókn um viðbyggingu við sumarhús á lóðinni Koðrabúðir 12 í landi Heiðar. Ferli skipulagsbreytingar hefur verið í gangi í nokkurn tíma og er nú til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun. Við þá málsmeðferð kom í ljós að upphaflegt deiliskipulag svæðisins tók líklega aldrei gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda og þess vegna er ekkert deiliskipulag í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd telur að þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu megi afgreiða umsókn um viðbyggingu í samræmi við 44. gr. skipulagslaga, þ.e. grenndarkynna byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi. Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma að þá er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

9.  

Flóahreppur

Egilsstaðir 2 166332: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – viðbygging – 1603033

Sótt er um leyfi til að byggja við kartöflugeymslu. Heildarstærð er 219,5 ferm og 1.133,7 rúmm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi í samræmi við ofangreint. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
10.   Landsskipulagsstefna 2015-2026 – 1501017
Lögð fram til kynningar samþykkt þingsályktunartillaga um Landsskipulagsstefnu 2015-2026
11.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-27 – 1603006F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 31. mars 2016.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

 

___________________________                      ___________________________