Skipulagsnefnd fundur nr. 107 – 23. mars 2016

Skipulagsnefnd – 107. fundur  

haldinn á Borg, 23. mars 2016

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Ragnar Magnússon Varaformaður, Ingibjörg Harðardóttir Varamaður og Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  

Bláskógabyggð

Brekka: Frístundabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1506082

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1.mgr. 31. gr. tillaga að breytingu á 7 ha svæði í landi Brekku í Bláskógabyggð úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Tillagan var auglýst 7. janúar 2016 með athugasemdarfresti til 19. febrúar. Ein athugasemd barst, frá BHM með bréfi dags. 10. febrúar 2016. Þá liggja fyrir viðbrögð umsækjenda við athugasemd, í bréfi dags. 16. mars 2016.
Skipulagsnefnd telur að athugasemd gefi ekki tilefni til breytinga á tillögunni og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana óbreytta.
2.   Geysir: Haukadalur: Deiliskipulag – 1502036
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 12. febrúar 2016 þar sem gerðar eru nokkrar athugasemdir við deiliskipulag fyrir Geysissvæðið í Haukadal. Þá eru jafnframt lögð fram lagfærð deiliskipulagsgögn þar sem komið er til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið að nýju með breytingum til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
3.   Sporðholt 1 lnr. 202230: Breyting á stærð lóðar – 1603028
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Sporðholt 1 um að hnitsett afmörkun lóðarinnar verði staðfest. Lóðin er í dag skráð 10.000 fm en er skv. meðfylgjandi lóðablaði dags. 28. febrúar 2016 11.190 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nýtt lóðablað fyrir fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu lóðamarka.
4.   Dalsmynni lóð 189781 og 189782: Breyting á heitum lóða – 1603029
Lagt fram erindi Sigurðar I. Halldórssonar hdl. dags. 15. mars 2016, f.h. eigenda jarðarinnar Dalsmynnis lnr. 167074 um breytingu á heiti lóða með lnr. 189781 og 189782. Óskað er eftir að lóðirnar fái heitið Sölvagil 3 og 5, til vara Hæðagil.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lóðirnar fái heitið Sölvagil.
5.   Miðhús 167418: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1603018
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti úr timbri, 79,6 ferm og 277 rúmm, eldra hús verður fjarlægt af lóð.
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir aðliggjandi lóðarhafa skv. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Ef engar athugasemdir berast er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

6.  

Hrunamannahreppur

Þórarinsstaðir 166842: Þórarinsstaðir 2: Stofnun lóðar – 1603027

Lögð fram umsókn dags. 7. mars 2016 og stofnun 3.089 fm lóðar úr landi Þórarinsstaðar lrn. 166842. Ný lóð mun fá heitið Þórarinsstaðir 2. Einnig er sýndur byggingarreitur fyrir allt að 250 fm íbúðarhús og 50 fm bílskúr.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti sk. 13. gr. jarðalaga. Þá er ekki gerð athugasemd við veitingu byggingarleyfis fyrir íbúðarhúsi innan byggingarreits sem sýndur er á lóðinni, með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar. Ekki er talin þörf á að kynna málið fyrir öðrum.
 

7.  

Flóahreppur

Ölvisholt 4 lnr. 207867: Ölvisholt 3, 8 og 9: Stofnun lóða – 1603030

Lagðar fram umsóknir dags. 7. mars 2016 um stofnun þriggja lóða úr landi Ölvisholts 4 lnr. 207867. Um er að ræða lóðirnar Ölvisholt 3 sem er 7,398 ha, Ölvisholt 8 sem er 15,291 ha og Ölvisholt 9 sem er 21, 486 ha. Þá er einnig lögð fram lagfærð mæling á upprunalandinu en skv. núverandi skráningu er landið 51,9 ha en skv. lóðablaði 52,79 ha.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um lagfæringu á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
8.   Bitra: Þjónustumiðstöð: Deiliskipulag – 1512011
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi þjónustumiðstöðvar í landi Bitru við vegamót Suðurlandsvegar og Skeiða- og Hrunamannavegar. Þá liggja fyrir umsagnir Veðurstofunnar, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst þegar umsögn Minjastofnunar liggur fyrir og að komið verði til móts við athugasemdir í fyrirliggjandi umsögnum.
9.   Egilsstaðir lóð 196512: Aðalskipulagsbreyting – 1511084
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps sem felur í sér að hluti svæðis fyrir frístundabyggð, merkt F8, úr landi Egilsstaða breytist í landbúnaðarsvæði. Svæðið er um 10 ha að stærð og er fyrirhugað að stofna nýtt lögbýli á spildunni.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga samhliða deiliskipulagi svæðisins.
 

 

10.   Egilsstaðir lóð 196512: Deiliskipulag – 1509058
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi 9,8 ha spildu (lnr. 196512) úr landi Egilsstaða 1. Í ferli er breyting á aðalskipulagi svæðisins úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði þar sem fyrirhugað er að stofna lögbýli á spildunni. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss, útihúss og skemmu. Tillagan er nú lögð fram með breyttri aðkomu til að koma til móts við umsögn Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd mælir með að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynnt sérstaklega fyrir eigendum aðliggjandi frístundahúsalóða. Einnig þarf að leita eftir nýrri formlegri umsögn Vegagerðarinnar.
 

11.  

Ásahreppur

Hrútur 2: Hrútshagi: Deiliskipulag – 1505032

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi fyrir 22,7 ha spildu úr landi Hrútshaga og liggur upp að Bugavegi. Ný spilda kallast Hrútur 2 og er fyrirhugað að byggja þar íbúðarhús, gestahús og útihús á tveimur afmörkuðum byggingarreitum. Fyrir liggja umsagnar Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands.
Skipulagsnefnd mælir með að deiliskipulagið verði samþykkt með fyrirvara um að í skilmálum komi skýrt fram að á landi Hrúta 2 sé aðkoma að aðliggjandi landi (Hrútshaga).
 

12.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulagsbreyting – 1602043

Lögð fram lagfærð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar sem varðar Búrfellsvirkjun 2. Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt í sveitarstjórn 2. mars 2016 með fyrirvara um umsagnir Umhverfisstofnunar, Minjastofunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Allar umsagnir liggja fyrir og hafa verið gerðar minniháttar breytingar til að koma til móts við þær.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki breytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga ásamt meðfylgjandi umhverfisskýrslu.
13.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-26 – 1603004F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 16. mars 2016.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

 

___________________________                      ___________________________