Skipulagsnefnd fundur nr. 104 – 11. febrúar 2016

Skipulagsnefnd – 104. fundur  

haldinn Laugarvatn, 11. febrúar 2016

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Ragnar Magnússon Varaformaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.   Villingavatn 170831: Þverás 1: Stofnun lóðar – 1511009
Lagt fram lagfært lóðablað sem sýnir 24.400 fm lóð í landi Villingavatns lnr. 170831. Fram kemur að fyrirhugað er að skipuleggja frístundabyggð á lóðinni og sýnd er aðkoma að svæðinu sem fer um núverandi frístundabyggð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Bent er á að forsenda uppbyggingar frístundabyggðar er að unnið verði deiliskipulag af svæðinu.
2.   Klausturhólar 1: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1602005
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús á tveimur hæðum úr timbri, 79,6 ferm og 118 rúmm. Heildarstærð verður 131,4 ferm og 258 rúmm.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir aðliggjandi lóðarhöfum skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ef engar athugasemdir berast að þá er málinu vísað til endanlegrar afgreiðslu byggingarfulltrúa.
3.   Hamrar 3: Landnotkun breytt í frístundasvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1602019
Lögð fram umsókn Þorsteins Garðarssonar dags. 15. janúar 2016, f.h. landeigenda Hamra 3, um að breyta landnotkun aðalskipulags úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Skipulagsnefnd mælir með að vísa umfjöllun um breytingu á aðalskipulagi svæðisins í vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
4.   Hamrar 3: Lónakotsbakkar: Deiliskipulag – 1512008
Lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir svæði sem kallast Lónakot í landi Hamra 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að auglýst verði tillaga að deiliskipulagi fyrir þjónustuhús (fjölskylduhús) og tjaldsvæði.
 

 

5.   Tjarnarvík lnr. 222808: Íbúðarhús: Deiliskipulag – 1508010
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi 5.000 fm lóðar fyrir frístundabyggð úr spildu sem heitir Tjarnarvík við Þingvallavatn. Tillagan var auglýst 22. október 2015 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.
Skipulagsnefnd mælir með að deiliskipulagið verði samþykkt með breytingum til að koma til móts við ábendingar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
6.   Skyggnisbraut 2 og 2a-c: Hæðarendi: Deiliskipulagsbreyting – 1512041
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Skyggnisbraut 2b úr landi Hæðarenda dags. 28. janúar 2016 þar sem óskað er eftir að lóðinni verði breytt í verslunar- og þjónustuhús þar sem vera má með gistihús. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd mælir ekki með að lóðinni verði breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu né að heimilt verði að vera með gistihús á lóðinni. Lóðin er hluti af deiliskipulögðu frístundahúsahverfi þó svo að mistök hafi verið gerð í afmörkun svæðisins í aðalskipulagi og ekki er heimilt að vera með gisihús í slíkum hverfum.
7.   Stangarbraut 19 lnr. 202453: Öndverðarnes: Deiliskipulagsbreyting – 1602018
Lögð fram fyrirspurn Guðnýar Kristínar Ólafsdóttur dags. 1. febrúar 2016 um hvort að heimilt verði að stækka núverandi hús á lóðinni Stangarbraut 19 úr 136,5 fm í 234,4 fm. Lóðin er 6.300 fm og skv. skilmálum svæðisins miðast byggingarmagn við nýtingarhlutfallið 0.03 og með þessari stækkun fer nýtingarhlutfallið í 0.037.
Að mati skipulagsnefndar er ekki hægt að samþykkja að stækka hús á lóðinni í samræmi við fyrirspurn þar sem það er í ósamræmi við byggingarskilmála svæðisins. Þá mælir nefndin ekki með að skilmálum svæðisins verði breytt þar sem það væri í ósamræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags.
8.   Nesjavellir 170825: Nesjavellir spennistöð: Stofnun lóðar – 1602015
Lögð fram umsókn Rarik ohf dags. 27. janúar 2016 um stofnun 56 fm lóðar úr landi Nesjavalla lnr. 170825. Meðfylgjandi er lóðablað dags. 27. janúar 2016 sem sýnir afmörkun lóðarinnar. Fyrir liggur tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 8. febrúar 2015 þar sem staðfest er samráð varðandi staðsetningu lóðarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar.
9.   Bíldsfell 6 land 5 lnr. 220399: Frístundasvæði: Deiliskipulag – 1602016
Lögð fram umsókn Guðmundar H. Grétarsson um deiliskipulag 9,4 ha spildu úr landi Bíldsfells. Meðfylgjandi er deiliskipulagstillaga Landforms ehf. dags. 26. janúar 2016 sem sýnir 12 lóðir.
Afgreiðslu málsins frestað þar til umsagnir Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands liggja fyrir.
10.   Egilsstaðir lóð 196512: Deiliskipulag – 1509058
Lögð fram tillaga Landforms ehf. að deiliskipulagi 9,8 ha spildu (lnr. 196512) úr landi Egilsstaða 1. Í ferli er breyting á aðalskipulagi svæðisins úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði þar sem fyrirhugað er að stofna lögbýli á spildunni. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss, útihúss og skemmu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði kynnt samhliða breytingu aðalskipulags svæðisins sem kynnt verður á næstu vikum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Að auki er skipulagsfulltrúa falið að leita umsagnar Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands og kynna málið fyrir aðliggjandi landeigendum.
11.   Galtastaðir: Flóahreppur: Aðalskipulagsbreyting – 1502072
Lögð fram umsögn Isavia dags. 5. febrúar 2016 um athugsemdir sem bárust við lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir jörðina Galtastaði sem kynnt var með auglýsingu sem birtist 22. október 2015.
Að mati skipulagsnefndar er búið að svara þeim atriðum sem fram koma í athugasemdum við lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar og mælir með að tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Æskilegt væri að tillaga að deiliskipulagi svæðisins yrði hluti af skipulagsgögnum.
12.   Miklholtshellir: Svæði fyrir landbúnaðarstarfsemi: Deiliskipulag – 1601002
Lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir nýtt alifuglahús í landi Miklaholtshellis. Gert er ráð fyrir að í nýju húsi verði pláss fyrir allt að 17.500 fugla.
Skipulagsnefnd telur að í lýsingu þurfi að gera betur grein fyrir hvernig fyrirhugað er að meta umhverfisáhrif og hvaða þættir það eru sem á að meta t.d. lyktarmengun. Þá þyrfti einnig að gera betur grein fyrir hvað gert verður við skít frá starfseminni. Nefndin gerir þó ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga þegar komið hefur verið til móts við fyrrnefndar athugasemdir.
13.   Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Deiliskipulag – 1509062
Lögð fram til kynningar umsögn Skipulagsstofnunar dags. 14. janúar 2016 um lýsingu deiliskipulags fyrir Hvammsvirkjun. Þar kemur m.a. fram að mælt er með því að deiliskipulagstillagan verði unnin samhliða eða í kjölfar endurskoðunar umhverfismats Hvammsvirkjunar.
14.   Miðholt 14-16: Reykholt: Deiliskipulagsbreyting – 1602023
Lögð fram umsókn Geysis ehf. dags. 4. febrúar 2016 um breytingu á deiliskipulagi Miðholts í Reykholti. Breytingin nær til lóðarinnar Miðholt 14-16 þar sem skv. gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir parhúsi. Óskað er eftir að í stað parhúss verði gert ráð fyrir raðhúsi með 5 íbúðum á bilinu 40-80 fm. Heildarbyggingarmagn breytist ekki og heldur ekki útmörk byggingarreits.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagi svæðisins verði breytt til samræmis við fyrirliggjandi umsókn. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og skal hún grenndarkynnt fyrir eigendum Miðholts 17-23.
15.   Miðholt 33 og 35: Reykholt: Deiliskipulagsbreyting – 1602022
Lögð fram umsókn Geysis ehf. dags. 4. febrúar 2016 um breytingu á deiliskipulagi Miðholts í Reykholti. Breytingin nær til lóðanna Miðholt 33-35 þar sem skv. gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einbýlishúsum. Óskað er eftir að í stað einbýlishúsa verði gert ráð fyrir raðhúsi með 3 íbúðum á bilinu 40-100 fm á hvorri lóð. Heildarbyggingarmagn breytist ekki og heldur ekki útmörk byggingarreits.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagi svæðisins verði breytt til samræmis við fyrirliggjandi umsókn. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og skal hún grenndarkynnt fyrir eigendum Miðholts 17-31 og Kistuholt 10-16.
16.   Efri-Reykir (Stekkatún) lnr. 167080: Stekkatún 3, 4 og 5: Stofnun lóða – 1602021
Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu f.h. eigenda Efri-Reykja dags. 4. febrúar 2016 um stofnun þriggja lóða úr landi Efri-Reykja lnr. 167080.
Ekki er gerð athugasemd við stofnun lóðanna en bent á að áður en hægt er að sækja um byggingarleyfi á einstökum lóðum þarf að vinna deiliskipulag fyrir svæðið í heild, þ.e. allar lóðir við Stekkatún. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
17.   V-gata 16 og 18: Sameining lóða: Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1602017
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlinda dags. 28. janúar 2016 um ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um að hafna sameiningu frístundahúsalóða nr. 16 og 18 við V-götu í landi Miðfells. Niðurstaðan var að hafna kröfu um ógildingu á ákvörðun sveitarstjórnar.
18.   Veiðilundur frístundasvæði: Miðfell: Deiliskipulag – 1511043
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina Veiðilund úr landi Miðfells. Er tillagan sett fram á ódags. uppdrætti í mkv. 1:2.500 og er greinargerð á uppdrætti auk þess að fylgja með í sér hefti. Þá fylgir einnig með bréf eigenda lóða við Eikarlund og Asparlund þar sem farið er fram á sameiningu lóðar í þeirra eigu.
Skipulagsnefnd fagnar því að unnið sé að deiliskipulagi fyrir hluta Miðfellshverfisins sem felur í sér að settir eru samræmdir skilmálar fyrir hverfi sem hefur verið í töluverðri endurnýjun. Að mati nefndarinnar skulu skilmálar miðað við að hámarksstærð húsa sé 100 fm og að hámarks mænishæð sé 5,5 m frá jörðu. Einnig að ekki megi vera fleiri aukahús en eitt sem að hámarki getur verið 30 fm. Mælt er með að áður en tillagan verði auglýst að þá verði hún kynnt öllum lóðarhöfum í 1-3 vikur og þeim gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar.
19.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-23 – 1602001F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. febrúar 2016.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

 

___________________________                      ___________________________

 

 

 

___________________________                      ___________________________