Skipulagsnefnd fundur nr. 102 – 7. janúar 2016

Skipulagsnefnd – 102. fundur  

haldinn Laugarvatn, 7. janúar 2016

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Varamaður, Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.   Bláskógabyggð

Lindarbraut 3: Laugarvatn: Stækkun byggingarreits: Deiliskipulagsbreyting – 1601003

Lögð fram umsókn dags. 30. desember 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á byggingarreit lóðarinnar Lindarbraut 3 á Laugarvatni. Óskað er eftir að byggingareitur lóðarinnar verði stækkaður um 1,5 m til norðurs þannig að hann verði um 3,5 m fróða lóðarmörkum Lindarbrautar 5 í stað 5 m. Meðfylgjandi er samþykki eigenda Lindarbrautar 5.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulaginu verði breytt í samræmi við ofangreinda umsókn. Að mati nefndarinnar er breytingin óverulega og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna málið í ljósi fyrirliggjandi samþykkis aðliggjandi lóðarhafa.
2.   Laugarvatn: Deiliskipulag fyrir þéttbýlið: Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1601004
Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi samþykkt sveitarstjórnar Bláskógabyggðar á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Laugarvatn frá 8. nóvember 2012. Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun sveitarstjórnar þar sem ekki er talið að um neina annmarka sé að ræða.
3.   Brú lóð 167223: Afmörkun og staðsetning lóðar – 1509089
Lagt fram bréf Hlöðver Kjartanssonar dags. 11. desember 2015, f.h. eigenda lóðarinnar Brú lóð 167223 en ágreiningur er milli lóðarhafa og eigenda jarðarinnar Brúar um staðsetningu lóðarinnar. Einnig er lagt fram bréf eigenda lóðarinnar dags. 12. september 2015 og einnig bréf eigenda Brúar dags. 1. nóvember 2015.
Skipulagsnefnd telur sig ekki geta úrskurðað um nákvæma staðsetningu lóðarinnar byggt á fyrirliggjandi gögnum. Nefnin telur að ekki sé hægt að stofna nýjar lóðir á umræddu svæði, byggt á gildandi deiliskipulagi, fyrr en niðurstaða um eignarhald liggur fyrir.
4.   Skálabrekka lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og bátaskýli – 1504021
Lögð fram beiðni Axel Helgasonar eigenda frístundahúsalóðar úr landi Skálabrekku dags. 6. nóvember 2015 (tölvupóstur) um endurupptöku á afgreiðslu skipulagsnefndar frá 13. maí 2015 á máli er varðar byggingarleyfi á lóðinni. Í tölvupóstinum er farið yfir feril málsins hvað varðar uppbyggingu á lóðinni allt frá árinu 2000. Kemur m.a. fram að 26. júní 2007 hafi verið samþykkt byggingarleyfi fyrir byggingu sumarhúss á lóðinni og að nú sé verið að óskað eftir endurnýjun á þeirri samþykkt. Þá er lagður fram tölvupóstur frá Óskari Sigurðssyni lögfræðingi varðandi málið.
Skipulagsnefnd telur ekki forsendur fyrir því að breyta afgreiðslu sinni frá 13. maí 2015 sem var eftirfarandi: Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2015 í máli nr. 71/2011 varðandi byggingarleyfi viðbyggingar á lóðinni Hvannalundur 8 að þá telur skipulagsnefnd að ekki sé hægt að gefa út byggingarleyfi á lóðum innan fyrrum Þingvallasveitar nema á grundvelli deiliskipulags eða þá að ákvæði aðalskipulags um að deiliskipulag þurfi að vera forsenda byggingarleyfa en ekki grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga verði fellt út. Afgreiðslu málsins er því frestað. Byggingarleyfið sem samþykkt var árið 2007 er fallið úr gildi og hefur því ekki áhrif á málið.
5.   Einiholt 1 lnr. 167081: 3 nýjar lóðir: Stofnun lóða – 1512037
Lögð fram umsókn dags. 25. nóvember 2015 um stofnun þriggja lóða úr landi Einiholts 1 lnr. 167081.Um er að ræða 720fm lóð (Einiholt 1 fjós) á bæjartorfu, um 3,9 ha spildu (Dyngja – minjasvæði)sem liggur upp að Einiholtsvegi og 10,9 ha spildu (Dyngjubakki) sem liggur milli Einiholtsvegar og Einiholtslækjar.
Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að fara yfir málið með umsækjendum.
 

6.  

Flóahreppur

Langholt 1 land 197706: Stekkholt land 4: Stofnun lóðar – 1512038

Lögð fram umsókn dags. 23. nóvember 2015 þar sem óskað er eftir að stofnuð verði 10 ha spilda (Stekkholt – land 4) úr landi Langholts 1 land 197706. ATH aðkoma – lagfærð gögn koma væntanlega fyrir fund.
Afgreiðslu málsins frestað þar sem ekki er gerð grein fyrir aðkomu að spildunni.
7.   Miklholtshellir: Svæði fyrir landbúnaðarstarfsemi: Deiliskipulag – 1601002
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir spildu úr landi Miklaholtshellis, vestan Ölvisholtsvegar og sunnan bæjartorfu þar sem gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir allt að 3.000 fm landbúnaðarbyggingu.
Að mati skipulagsnefndar er nauðsynlegt að unnin verði lýsing í samræmi við 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga og að þar komi fram til hvaða nota nýta eigi fyrirhuguð mannvirki.
8.   Laufhóll 208881: Gegnishólapartur 3: Breyting á heiti lóðar – 1512040
Lögð fram umsókn dags. 17. desember 2015 þar sem óskað er eftir heimild til að breyta heiti á lóðinni Laufhóll (lnr. 208881) í Gegnishólapart 3.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafnabreytinguna.
 

9.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Heiðarbraut 14: Lækjarbraut 2a: Breyting á heiti lóðar – 1512042

Lögð fram umsókn dags. 27. desember 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á heiti lóðarinnar Heiðarbraut 14 í Lækjarbraut 2a.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á heiti lóðarinnar.
10.   Kerið: Deiliskipulag – 1512043
Lögð fram tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags sem nær til Kersins í Grímsnes- og Grafningshreppi. Markmið deiliskipulagsins verður að móta ramma fyrir uppbyggingu og þróun áningarstaðarins.
Að mati skipulagsnefndar samræmist sú uppbygging sem fyrirhuguð er á svæðinu ekki ákvæðum gildandi aðalskipulags. Í aðalskipulaginu kemur eftirfarandi fram: Kerið í Grímsnesi (H1), Kerhóll í Grímsnesi (H2) og ósnortið hraun í Öndverðarnesi II (H3) verði vernduð sem einstakar landslagsgerðir og náttúrufyrirbæri. Öll mannvirkjagerð og jarðrask er með öllu bannað í grennd við náttúruminjarnar.
11.   Víkurbraut 10: Vatnsholt: Aukahús: Deiliskipulagsbreyting – 1512044
Lögð fram umsókn dags. 18. desember 2015 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 40 fm glerskála á lóðinni Víkurbraut 10 úr landi Vatnsholts. Forsenda leyfisins er að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagsskilmálum.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að gerð verði breyting á ákvæðum 2.3 og 2.4 í gildandi skipulagsskilmálum sem varða húsagerðir og húsastærðir til samræmis við það sem almennt tíðkast í frístundabyggðum í sveitarfélaginu. Felur það í sér að byggingarmagn lóða miðist við nýtingarhlutfallið 0.03 og að heimilt verði að byggja allt að 40 fm aukahús til viðbótar við sumarhús. Einnig að gerð verði breyting á ákvæðum hvað varðar lögun húsa á þann veg að hún verði frjáls.
12.   Álfabyggð: Miðengi: Deiliskipulag – 1512045
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Miðengis. Svæðið er um 48 ha að stærð og er í aðalskipulagi merkt F21a og að hluta 21b, með aðkomu frá Bústjórabraut. Í deiliskipulaginu er afmarkaðar 56 lóðir á bilinu 5.611 fm til 11.350 fm. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 30. júní 2014 auk þess sem nú liggur fyrir úttekt Fornleifastofnunar á svæðinu.
Afgreiðslu málsins frestað þar til ný umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
13.   Skyggnisbraut 2 og 2a-c: Hæðarendi: Deiliskipulagsbreyting – 1512041
Lögð fram beiðni um breytingu á skipulagi við Skyggnisbraut 2 og 2 a-c í landi Hæðarenda. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um framhald málsins.
 

14.  

Öll sveitarfélög

Alifugla-, svína- og loðdýrabú: Fjarlægð bygginga að lóðamörkum – 1512039

Á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps þann 17. desember 2015 var óskað eftir því að skipulagsnefnd tæki til umræðu og marki stefnu um fjarlægð bygginga að lóðarmörkum fyrir alifugla, svína og loðdýrabú,
Ljóst er að taka þarf tillit til margra umhverfisþátta þegar metið er hvaða fjarlægðarmörk skuli miðað við þegar tekin er ákvörðun um staðsetningu alifugla-, svína- og loðdýrabúa auk annarrar lyktarmengandi starfsemi. Skipulagsfulltrúa er falið að skoða hvaða reglur gilda um viðlíkja starfsemi í öðrum löndum og hvaða gögn þurfi að liggja fyrir við gerð skipulags.
15.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-21 – 1601002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 5. janúar 2016.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:41