Skipulagsnefnd fundur nr. 101 – 10. desember 2015

Skipulagsnefnd – 101. fundur

haldinn Laugarvatn, 10. desember 2015

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Þorgeirsson, Helgi Kjartansson, Nanna Jónsdóttir, Ragnar Magnússon, Ingibjörg Harðardóttir, Helgi Kjartansson byggingarfulltrúi, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson nýr byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

 

1.

Bláskógabyggð

Einiholt 1 land 1: Verslun- og þjónusta: Aðalskipulagsbreyting – 1502087

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps á spildu úr landi Einiholts. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði á spildu milli Einiholtslækjar og þjóðvegar, sunnan bæjartorfu Einiholts þar sem fyrirhugað er að byggja upp gistiþjónustu. Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi svæðisins 22. október 2015 með athugasemdafresti til 4. desember. Eitt athugasemdarbréf barst frá sömu aðilum og gerðu athugasemdir á fyrri stigum málsins.
Að mati skipulagsnefndar eru þau rök sem sett eru fram í ofangreindri athugasemd og athugasemdum sem bárust á fyrri stigum málsins ekki nægjanleg til að hafna eða gera breytingar á auglýstri aðalskipulagsbreytingu. Mælt er með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna óbreytta og feli skipulagsfulltrúa að svara innkominni athugasemd og senda málið til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
2. Einiholt 1 land 1: Deiliskipulag – 1505030
Lagt fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á spildu úr landi Einiholts 1. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja 10 allt að 60 fm gistihús auk allt að 160 fm þjónustubyggingar. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins 22. október 2015 með athugasemdafresti til 4. desember. Eitt athugasemdarbréf barst sem á bæði við deili- og aðalskipulag svæðisins. Þá liggur fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
Í samræmi við bókun nefndarinnar um aðalskipulagsbreytingu svæðisins telur nefndin að fyrirliggjandi athugasemdir gefi ekki tilefni til breytinga á tillögunni. Mælt er með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna óbreytta og feli skipulagsfulltrúa að svara innkominni athugasemd og senda málið til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
3. Geysir: Haukadalur: Deiliskipulag – 1502036
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðið. Tillagan var auglýst 22. október 2015 með athugasemdafresti til 4. desember. Engar athugasemdir hafa borist en fyrir liggur ný umsögn Umhverfisstofnunar dags. 7. desember 2015. Gerðar hafa verið minniháttar breytingar á greinargerð deiliskipulagsins til að koma til móts við ábendingar Umhverfisstofnunar.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki ofangreint deiliskipulag og feli skipulagsfulltrúa að senda það til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
4. Efsti-Dalur 2: Lóð undir kálfaeldishús: Deiliskipulagsbreyting – 1512015
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi bæjartorfu Efsta-Dals 2 sem felst í að afmörkuð er 2.181 fm lóð utan um kálfaeldishús sem verið er að byggja við eldra hús. Byggingarreitur Ú3 er innan lóðarinnar.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin felur ekki í sér breytingu á byggingarskilmálum.
5. Fljótsholt: Reykholt: Fyrirspurn – 1502075
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar Fljótsholt í Reykholti. Meðfylgjandi er greinargerð þar sem farið er yfir hvernig tekið hefur verið tillit til umsagnar Odds Hermannssonar dags. 20. nóvember 2015.
Mælt er með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið þegar búið er að lagfæra gögn í samráði við skipulagsfulltrúa.
6. Heiðarbær lóð 222397: Fyrirhugað deiliskipulag vegna byggingarframkvæmda: Fyrirspurn – 1507009
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðanna Heiðarbær lnr. 222397 og 170186 til samræmis við bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 13. nóvember sl. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á hvorri lóð fyrir sig verði heimilt að byggja allt að 250 fm frístundahús og allt að 30 fm aukahús.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa ofangreinda tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

7.

Flóahreppur

Vatnsendi: Alifuglabú: Deiliskipulag – 1508012

Lögð fram að nýju lýsing deiliskipulags fyrir nýtt kjúklingabú á jörðinni Vatnsenda ásamt innkomnum athugasemdum og umsögnum. Þá liggur nú fyrir umsögn umsækjenda deiliskipulagsins um fyrirliggjandi athugasemdir.
Að mati skipulagsnefndar þarf að gera betur grein fyrir mögulegum umhverfisáhrifum af fyrirhugaðri starfsemi og þá sérstaklega lyktarmengun í tengslum við ríkjandi vindáttir á svæðinu áður en ákvörðun er tekin um framhald málsins. Ákvæði reglugerðar um 50 m fjarlægð er lágmarksviðmið og telur nefndin líklegt að í þessu tilviki þurfi fjarlægðin að vera meiri eða nær 200 m frá lóðarmörkum til að starfsemin verði ekki íþyngjandi fyrir nærliggjandi lóðir.
8. Tún 166281: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – stækkun – 1511080
Sótt er um leyfi til að byggja við núverandi fjós, 315 ferm og 1.446 rúmm tvo vegu auk annara breytinga.
Nefndin samþykkir að ekki sé þörf á grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og mælir með að sveitarstjórn heimili byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.
9. Tún 166281: Tún 2 177744: Sameining lóða – 1512014
Lögð fram umsókn dags. 4. desember 2015 um að lóðin Tún 2 177744 verði felld inn í jörðina Tún 166281.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lóðin verði sameinuð jörðinni Tún.
10. Langholt 1 166247: Fossmýri: Stofnun lóðar – 1512010
Lögð fram umsókn um stofnun 50 ha spildu úr landi Langholts 1 lnr. 166247 sem mun fá nafnið Fossmýri. Fram kemur að spildan liggi upp að Hallanda 2 (lnr. 198598) og Hallandi land (lnr. 196163) og hafa eigendur beggja skrifað undir uppdráttinn auk eigenda Langholts 1 (lnr. 166247).
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
11.  

Bitra 166223: Bitra viðbótarlóð og Bitra þjónustumiðstöð: Stofnun lóðar og sameining – 1512016

Lögð fram umsókn um stofnun 15.084,5 fm spildu úr landi Bitru lnr. 166223 sem fyrirhugað er að sameina aðliggjandi landi. Gert er ráð fyrir að byggð verði upp þjónustumiðstöð á lóðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar úr landi Bitru með fyrirvara um að lóðin verði eingöngu vestan Skeiða- og Hrunamannavegar. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
12. Bitra: Þjónustumiðstöð: Deiliskipulag – 1512011
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir þjónustumiðstöð á spildu úr landi Bitru við vegamót Suðurlandsvegar og Skeiða- og Hrunamannavegar.
Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að leita umsagnar Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Minjastofnunar Íslands og Veðurstofu Íslands. Tillagan verður tekin til afgreiðslu að nýju þegar þessar umsagnir liggja fyrir.
13.  

Þorleifskot lóð 187517: Umsókn um byggingarleyfi: Reiðskemma – viðbygging – 1512006

Sótt er um leyfi til að byggja haughús við reiðskemmu, 32,3 ferm og 143,9 rúmm úr steypu.
Nefndin samþykkir að ekki sé þörf á grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og mælir með að sveitarstjórn heimili byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.
14. Langholt 2 lnr. 166249: Deiliskipulag – 1509072
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi fyrir um 1 ha spildu úr landi Langholts 2 til samræmis við bókun sveitarstjórnar Flóahrepps 19. nóvember 2015. Í breytingunni felst að skipulagsmörk svæðisins minnkar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

15.

Hrunamannahreppur

Dalbær 3: Markaflöt: Stofnun lóðar – 1512007

Lögð fram umsókn um stofnun 20,1 ha spildu úr landi Dalbæjar 3. Er spildan utan um frístundahúsalóðir skv. gildandi deiliskipulagi Markarflatar.
Ekki er gerð athugasemd við stofnun spildunnar með fyrirvara um að á uppdrætti komi fram skýr kvöð um aðkomu um land Dalbæjar 3 og samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu landamarka. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
16. Tungufell: Íbúðar- og útihús: Deiliskipulagsbreyting – 1512012
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi bæjartorfu Tungufells. Gildandi deiliskipulag nær eingöngu utan um nýtt íbúðarhús sem byggt var á þeim grunni en með breytingunni er gert ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins þannig að það nái yfir öll hús torfunnar. Nú er gert ráð fyrir 1.270 fm lóð utan um núverandi íbúðarhús með heimild til að stækka húsið upp í 350 fm. Þá er gert ráð fyrir 12.500 byggingarreit utan um núverandi útihús með heimild til að byggja ný eða stækka núverandi þannig að heildarbyggingarmagn verði 2.500 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leita umsagnar Minjastofnunar Íslands. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti í tengslum við stofnun íbúðarhúsalóðar.
17. Efra-Sel 203095: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlihús – breyting á notkun – 1512005
Sótt er um leyfi til að breyta íbúðarhúsi í gistiheimili.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. ákvæðum 44. gr. skipulagslaga. Ef engar athugasemdir berast er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
18. Efra-Sel golfvöllur 203094: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – breyting – 1512022
Sótt er um leyfi til að breyta fjósi í bændamarkað 39,8 ferm.
Nefndin samþykkir að ekki sé þörf á grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og mælir með að sveitarstjórn heimili byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.
19. Flúðir 166740: Umsókn um byggingarleyfi: Skilti – 1512004
Sótt er um leyfi til að setja upp auglýsingaskilti frá Límtré Vírnet við aðkeyrslu frá Skeiða- og Hrunamannavegi. Auglýsingarskiltið er skeifa úr timbri auk stálplötu með nafni fyrirtækisins.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi fyrir skilti í samræmi við umsóknina með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar.
 

 

 

 

 

20.

Grímsnes- og Grafningshreppur

Hamrar 3: Lónakotsbakkar: Deiliskipulag – 1512008

Lagt fram erindi Þorsteins Garðarssonar dags. 16. nóvember 2015 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa sumarhús á bökkum Hvítár í landi Hamra 3.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda þess að heimilt verði að byggja frístundahús að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Í gildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir byggingu nýrra frístundahúsa á landbúnaðarsvæðum og því þarf fyrst að óska eftir breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Þá er að mati nefndarinnar ekki mælt með að heimilað verði að byggja frístundahús nær árbakka en 50 m.
21. Lyngborgir: Minniborg: Deiliskipulagsbreyting – 1512013
Lögð fram beiðni um breytingu á deiliskipulagi Lyngborga sem felst í breytingu á hnitsetningu og þar með afmörkun og stærð þeirra. Þær lóðir sem breytast hafa ekki verið stofnaðar sem fasteignir.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem lóðirnar hafa ekki verið stofnaðar og breytingin hefur ekki áhrif á aðra hagsmunaaðila en núverandi eigenda landsins.
22. Villingavatn 170831: Þverás 1: Stofnun lóðar – 1511009
Lögð fram að nýju tillaga að nýrri 24.400 fm lóð úr landi Villingavatns 1 (lnr. 170831) sem mun fá nafnið Þverás 1.
Afreiðslu frestað.
 

23.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulag – 1502079

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi fyrir Búrfellsvirkjun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, ásamt umhverfisskýrslu. Í tillögunni er gert ráð fyrir framkvæmdum við stækkun virkjunarinnar auk þess sem verið er að setja ramma utan um þau mannvirki sem þegar eru til staðar á svæðinu. Tillagan var í kynningu frá 23. október 2015 til 4. desember. Til viðbótar við umsagnir sem bárust á fyrri stigum málsins að þá hafa borist nýjar umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Hekluskógum, Skógrækt ríkisins, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Umhverfisstofnun.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með minniháttar breytingum til að koma til móts við innkomnar umsagnir.
24. Hæll 1 166569: Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús – 1511040
Sótt er um leyfi til að byggja starfsmannahús 80 ferm og 266,5 rúmm úr timbri.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leita eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar frá vegi. Þá er jafnframt samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir eigendum aðliggjandi fasteigna.
 

 

 

 

25.

 

 

 

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-20 – 1512002F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 9. desember 2015.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30