Skipulagsnefnd fundur nr. 100 – 26. nóvember 2015

Skipulagsnefnd – 100. fundur  

haldinn Laugarvatn, 26. nóvember 2015

og hófst hann kl. 10:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Þorgeirsson, Helgi Kjartansson, Nanna Jónsdóttir, Ragnar Magnússon, Helgi Kjartansson og Pétur Ingi Haraldsson

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  

Flóahreppur

Egilsstaðir I: Ferðaþjónustusvæði: Deiliskipulag – 1504017

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi fyrir jörðina Egilsstaðir I í Flóahreppi. Tillagan var auglýst 13. maí 2015 með athugasemdafresti til 25. júní. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Vegagerðarinnar og Minjastofnunar Íslands. Gerðar hafa verið minniháttar lagfæringar á auglýstri deiliskipulagstillögu til að koma til móts við ábendingar umsagnaraðila, s.s. rotþró hefur verið færð, aðkoma að svæði C hefur verið færð auk þess sem bætt hefur verið við ákvæði um að minjavörður þarf að vera viðstaddur framkvæmdir á ákveðnu svæði.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með breytingum sem gerðar hafa verið til að koma til móts við fyrirliggjandi umsagnar.
 
2.   Langholt 2 lnr. 166249: Deiliskipulag – 1509072
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi fyrir Langholt 2 í kjölfar afgreiðslu sveitarstjórnar Flóahrepps frá 19. nóvember 2015. Það sem breytist er að hús sem fyrirhugað var að reisa á reit B1 þar sem vélaskemma stóð áður verða reist á reit B2.
Skipulagsnefnd vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.
 
3.   Bitra land 166291: Bitra viðbótarlóð: Stofnun lóðar – 1511048
Lögð fram umsókn dags. 2. nóvember 2015 um stofnun 14.915 fm spildu úr landinu Bitra land 166291 sem er í eigu ríkisins í tengslum við makaskipti við eigendur jarðarinnar Bitru (lnr. 166223).
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
4.   Bitra 166223: Bitra vegsvæði: Stofnun lóðar – 1511049
Lögð fram umsókn um stofnun um 8,3 ha spildu úr landi Bitru 16623 undir vegsvæði. Hluti landsins er þegar í eigu Vegagerðarinnar þó svo að það hafi ekki verið formlega skráð til þessa. Gert er ráð fyrir þessi spilda verði síðar sameinuð því landi sem eftir verður af Bitra land 166291.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda stofnun lóðar og síðar sameiningu hennar við aðliggjandi spildu. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. jarðalaga.
 
5.   Álfaströnd 178801: Ásahraun: Breyting á heiti lóðar – 1511063
Lögð fram til kynningar beiðni til Örnefnanefndar um breytingu á nafni býlisins Álfaströnd. Óskað er eftir að það fái í staðinn nafnið Ásahraun.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda breytingu á heiti býlisins.
 
 

6.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Deiliskipulag – 1509062

Lögð fram drög að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun. Lýsing deiliskipulagsins var kynnt 21. október 2015 með athugasemdafresti til 4.nóvember. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands,Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar. Þá liggur fyrir tölvupóstur frá Skipulagsstofnun þar sem tilkynnt er að afgreiðslu hennar á lýsingu verði frestað til 11. desember 2015.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu þar til umsögn Skipulagsstofnunar um lýsingu deiliskipulagsins liggur fyrir.
 
7.   Hæll 1 166569: Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús – 1511040
Sótt er um leyfi til að byggja starfsmannahús 80 ferm og 266,5 rúmm úr timbri.
Afgreiðslu frestað og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjenda um staðsetningu hússins.
 
8.   Grímsnes- og Grafningshreppur

Garðyrkjubýlið Reykjalundur: Reykjanes: Deiliskipulagsbreyting: Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála – 1511046

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 12. nóvember 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reykjaness í Grímsnes- og Grafningshreppi, vegna garðyrkjubýlisins Reykjalundar. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki eru ágallar á meðferð eða efni hinnar kærðu deiliskipulagsbreytingar og er kröfu um ógildingu hafnað.
 
9.   Nesjar 170824: Nesjar spennistöð: Stofnun lóðar – 1511050
Lögð fram umsókn Rarik ohf. dags. 9. nóvember um stofnun 56 fm lóðar undir spennistöðu úr landi Nesja lnr. 170824. Meðfylgjandi er lóðablað dags. 31. ágúst 2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um lagfæringu lóðablaði í samráði við skipulagsfulltrúa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
 

10.  

Bláskógabyggð

Iða 1a lnr. 222027: Heimatún og Vesturás 1-3: Stofnun lóða – 1511045

Lögð fram umsókn dags. 11. nóvember 2015 um skiptingu lóðarinnar Iða 1 lnr. 222027 í 5 lóðir. Landið er í dag 10,63 ha en nýjar lóðir verða á bilinu 4.620 – 26.400 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreind skipti lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
11.   Bergsstaðir hitaveitulóð: Framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitu – 1511051
Lögð fram umsókn hitaveitu Bergsstaða dags. 10. nóvember 2015 um framkvæmdaleyfi fyrir hitaveitu í landi Bergsstaða. Fyrir liggur að þegar er búið að leggja veituna í samræmi við umsókn.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við erindið. Skila þarf inn innmældri legu hitaveitulagna.
 
12.   Kjarnholt I: Kjarnholt I lóð 1 og 2: Þakhalli og mænishæð: Deiliskipulagsbreyting – 1511055
Lögð fram umsókn Geysisholts dags. 20. nóvember 2015 þar sem óskað er eftir breytingu á skilmálum deiliskipulags sem nær til frístundahúsalóða og landbúnaðarlóða úr landi Kjarnolta 1. Óskað er eftir að skilmálum tveggja frístundahúsalóða verði breytt þannig að þakhalli verði á bilinu 0-45 gráður og að mænishæð fari úr 5,5 m í 6,5 m.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vegna fjarlægðar byggingarreita frá aðliggjandi lóðum er fallið frá grenndarkynningu.
 
13.   Heiðarbær: Aðalskipulagsbreyting – 1511053
Lögð fram umsókn Kára G. Hallgrímssonar um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar fyrir Þingvallasveit. Meðfylgjandi er bréf Sigurgeirs Bárðasonar hrl. dags. 12. nóvember 2015 þar sem erindinu er lýst en óskað er eftir að ákvæðum um að deiliskipulag þurfi að vera forsenda byggingarleyfis verði fellt út.
Sveitarfélagið Bláskógabyggð er að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins um þessar mundir og er gert ráð fyrir að það taki gildi um mitt næsta ár. Vitað er að þetta ákvæði verður tekið til umfjöllunar í vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins og er því ekki mælt með að farið verði í sérstaka breytingu í samræmi við ofangreinda beiðni.
 
14.   Frístundasvæði VM: Snorrastaðir: Vegaframkvæmdir – 1511056
Lagður fram uppdráttur sem sýnir innmælingu á nýjum vegi í landi VM á Snorrastöðum og hvernig sú mæling samræmist afmörkun vegarins í gildandi deiliskipulagi. Þá er lagður fram tölvupóstur frá formanni sumarhúsafélags aðliggjandi hverfis með nokkrum spurningum um framkvæmdirnar.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við fulltrúa félags sumarhúsaeigenda og VM um framhald málsins.
 
15.   Fljótsholt: Reykholt: Fyrirspurn – 1502075
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar Fljótsholt (Sólbraut 8) í Reykholti. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir 6 parhúsum á einni hæð sem geta verið 100-140 fm að stærð og 4 einbýlishúsum sem geta verið á bilinu 100-120 fm. Þá er lögð fram umsögn Odds Hermannssonar landslagsarkitekts dags. 20. nóvember 2015 um tillöguna.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur byggt á umræðum á fundinum og fyrirliggjandi umsögn.
   

 

16.   Heiðarbær lóð 170196: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1511061
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri 96,7 ferm og 313,5 rúmm og fjarlægja núverandi sumarhús á lóð byggt árið 1965, 33,2 ferm.
Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2015 í máli nr. 71/2011 varðandi byggingarleyfi viðbyggingar á lóðinni Hvannalundur 8 að þá telur skipulagsnefnd að ekki sé hægt að gefa út byggingarleyfi á lóðum innan fyrrum Þingvallasveitar nema á grundvelli deiliskipulags eða þá að ákvæði aðalskipulags um að deiliskipulag þurfi að vera forsenda byggingarleyfa en ekki grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga verði fellt út. Afgreiðslu málsins er því frestað.
 
 

17.  

Hrunamannahreppur

Hvammsvegur: Framkvæmdaleyfi fyrir nýjum 800 m vegi – 1511052

Lögð fram umsókn Hrunamannahrepps dags. 9. nóvember 2015 um framkvæmdaleyfi fyrir færslu Hvammsvegar á 800 m kafla. Þá verða gerðar nýjar tengingar að Hvammi og Högnastöðum auk þess sem reiðstígur verður byggður upp. Meðfylgjandi eru hönnunargögn vegarins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis fyrir veginum þegar Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Tekið skal fram að framkvæmdaleyfið nær ekki til efnistöku vegna framkvæmdanna þar sem ekki kemur fram í gögnum hvar efni til vegarins verður fengið.
 
18.   Suðurhof 2: Flúðir: Breikkun bílskúrs út fyrir byggingarreit: Fyrirspurn – 1511054
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Suðurhofs 2 á Flúðum um hvort mögulegt sé að breikka byggingarreit bílskúr um 1,2 m. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir fyrirhugaða stækkun bílskúrs.
Að mati skipulagsnefndar er um það óverulegt frávik að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Ekki er því talin þörf á breytingu á deiliskipulagi svæðisins og afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.
 
 

19.  

Ásahreppur

Sprengisandslína 220kV: Mat á umhverfisáhrifum: Beiðni um umsögn – 1511062

Lögð fram tillaga Landsnets að matsáætlun fyrir 220 kV Sprengisandslínu dags. október 2015. Óskað er eftir umsögn um hvort tillagan geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar, hvort gerðar séu athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, valkosti sem leggja á mat á, gagnaöflun sem er fyrirhuguð, hvernig til standi að vinna úr gögnunum til að meta umhverfisáhrif og hvernig eigi að setja þau fram í frummatsskýrslu. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi Ásahrepps og þarf jafnframt að vera í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að umsögn í samræmi við umræður á fundinum og senda nefndarmönnum til staðfestingar.
 
 

20.  

Öll sveitarfélög

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-18 – 1511003F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa dags. 11. nóvember 2015
   
21.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-19 – 1511006F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45