Skipulagsnefnd fundur nr. 90 – 28. maí 2015

Skipulagsnefnd – 90. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 28. maí 2015

og hófst hann kl. 13:30

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Gunnar Þorgeirsson, Formaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

1.   Bugðugerði 3a og 3b: Árnes: Deiliskipulagsbreyting – 1503068
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi innan þéttbýlisins Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir parhúsalóð, Bugðugerði 3a og 3b. Tillagan var kynnt með bréfi dags. 16. apríl 2015 með athugasemdafresti til 15. maí. Ein athugasemd barst á kynningartíma.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga óbreytta en að möguleiki á byggingu bílskúra á öðrum lóðum við götuna verði skoðaður í tengslum við endurskoðun deiliskipulags svæðisins í heild.
2.   Vorsabær 1 166501: Vorsabær 1 land 3 og Vorsabær 1 lóð lnr. 192936: Stofnun lóðar og sameining – 1505058
Lögð fram umsókn dags. 20. maí 2015 um stofnun 20,98 ha lóðar úr landi Vorsabæjar 1 (lnr. 166501). Eftir stofnun er gert ráð fyrir að lóðin verði sameinuð lóðinni Vorsabær 1 lóð (lnr. 192936) sem verður 25 ha að því loknu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og að hún verði síðan sameinuð við lóðina Vorsabær 1 lóð. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Er þetta með fyrirvara um að fyrst verði stærð Vorsabæjar 1 lagfærð í fasteignaskrá í samræmi við þinglýst gögn.
Flóahreppur
3.   Loftsstaðir-Eystri:Deiliskipulag – 1501001
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 10 ha svæðis úr jörðinni Loftsstaðir-Eystri í Flóahreppi, Sunnan Villingaholtsvegar. Í tillögunni eru afmarkaðar sex 1,27 ha lóðir og er á þremur þeirra gert ráð fyrir íbúðarhúsum auk minniháttar atvinnustarfsemi (hugsanlega lögbýli) og á þremur verður heimilt að reisa frístundahús og fjölnotahús. Ennfremur er gert ráð fyrir 2 ha sameiginlegu svæði. Tillagan var kynnt með auglýsingu sem birtist 9. apríl. Engar ábendingar eða athugasemdir hafa borist.
Skipulagsnefnd mælir með að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.   Ragnheiðarstaðir 2: Deiliskipulag – 1501005
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi nýs lögbýlis á landi úr jörðinni Ragnheiðarstaðir í Flóahreppi. Svæðið er í heild 193,7 ha og er 77,7 ha norðan Villingaholtsvegar og 116 ha sunnan vegarins. Gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, vélageymslu, hesthúss og annarra landbúnaðarbygginga. Tillagan var auglýst 9. apríl 2015 með athugasemdafresti til 22. maí. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir Samgöngustofu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Vegagerðinni. Tillagan er lögð fram með þeirri breytingu að skipulagssvæðið minnkar án þess að það hafi áhrif á framkvæmdasvæði.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með breytingu á afmörkun skipulagssvæðis.
5.   Vatnsendi: Alifuglabú: Fyrirspurn – 1505062
Lögð fram fyrirspurn Eflu verkfræðistofu dags. 21. maí 2015, f.h. landeigenda Vatnsenda (lnr. 166394) um skipulagsferil vegna stækkunar alifuglabús úr 15000 fuglum í allt að 40.000 fugla. Meðfylgjandi erindi er yfirlitsmynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu nýrra bygginga norðan Villingaholtsvegar.
Skipulagsnefnd samþykkir að leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um tillögu þar sem sýnt er hvernig fjarlægðarmörk eru frá fyrirhuguðu alifuglabúi. Afgreiðslu frestað þar til umsögnin liggur fyrir. Ef Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemd við staðsetningu alifuglabúsins er næsta skref að leggja fram lýsingu deiliskipulags.
6.   Vestur-Meðalholt 165513: Vestur-Meðalholt lóð 1: Stofnun lóðar – 1505053
Lögð fram umsókn Búnaðarsambands Suðurlands dags. 21. maí 2015, f.h. landeigenda, þar sem óskað er eftir að stofnuð verði 7.630 fm lóð úr landi Vestur-Meðalholts (165513). Fyrirhugað er að sameina lóðina við aðliggjandi land.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
7.   Austur-Meðalholt 165466: Austur-Meðalholt lóð 3: Stofnun lóðar – 1505054
Lögð fram umsókn Búnaðarsambands Suðurlands dags. 21. maí 2015, f.h. landeigenda, þar sem óskað er eftir að stofnuð verði um 6 ha lóð úr landi Austur-Meðalholts (165466). Fyrirhugað er að sameina lóðina við aðliggjandi land.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
8.   Austur-Meðalholt lóð 188172: Vestur-Meðalholt lóð 1 og Austur-Meðalholt lóð 3: Sameining lóða – 1505055
Lögð fram umsókn Búnaðarsambands Suðurlands dags. 21. maí 2015, f.h. landeigenda, þar sem óskað er eftir að sameinaðar verði tvær nýjar lóðir úr Vestur- og Austur Meðalholti við landið Austur-Meðalholt lóð (lnr. 188172).
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna.
 Hrunamannahreppur
9.   Hvammsvegur: Hrunamannahreppur: Aðalskipulagsbreyting – 1505018
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps vegna færslu Hvammsvegar. Lýsing aðalskipulagsbreytingar hefur verið send Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Fiskistofu og Minjastofnunar Íslands til umsagnar auk þess sem hún hefur verið auglýst í Dagskránni. Umsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir en ekki frá hinum stofnununum.
Skipulagsnefnd mælir með að tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
10.   Iðnaðarsvæði: Flúðir: Aðalskipulagsbreyting – 1501021
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem varðar iðnaðarsvæði norðan Flúða sem nýtt hefur verið til móttöku úrgangs (gámastöð), merkt P1. Er breytingin gerð í tengslum við nýtt deiliskipulag fyrir svæðið og fyrirætlanir um að bæta við starfsemi sem tengist meðhöndlun á lífrænun úrgangi og er gert ráð fyrir að svæðið stækki úr um 0,7 ha í 3 ha. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi svæðisins þann 9. apríl 2015 með athugasemdafresti til 22. maí. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna og feli skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
11.   Iðnaðarsvæði P1: Flúðir: Deiliskipulag – 1501022
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi fyrir iðnðarsvæði/gámasvæði á svæði norðan við Flúðir í Hrunamannahreppi. Svæðið er í aðalskipulagi merkt P1. Í dag er þar starfrækt móttökusvæði fyrir úrgang, gámasvæði, en með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir stækkun svæðisins úr 0,7 ha í 3 ha auk þess sem starfsemin er útvíkkuð í tengslum við frekari meðhöndlun á lífrænum úrgangi.Tillagan var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu fyrir svæðið þann 9. apríl 2015 með athugasemdafresti til 22. maí. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið óbreytta og feli skipulagsfulltrúa að senda það til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
Bláskógabyggð
12.   Aðalfundur Veiðifélags Apavatns: Til kynningar – 1505061
Lagt fram bréf Snæbjörn Þorkelssonar dags. 25. apríl 2015, f.h. Veiðifélags Apavatns, þar sem því er beint til embættisins að sumarhús og sólpallar verði ekki byggð nær vatnsbakka en lög og reglur segja til um.
13.   Efling: Reykholt: Aðalskipulagsbreyting vegna aðkomu að svæði – 1412012
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan Reykholts sem felst í að gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að íbúðarsvæði (svæði Eflingar) upp á holtinu austan við grunnskólann. Fyrirhugað er að leggja nýjan um 220 m langan veg frá Kistuholti sunnan Aratungu, framhjá skólastjórabústað og þaðan upp á holtið. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi svæðisins þann 9. apríl 2015 með athugasemdafresti til 22. maí. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna og feli skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
14.   Efling: Reykholt: deiliskipulagsbreyting – 1502074
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis innan lands Eflingar sem liggur austan við grunnskólann í Reykholti. Í breytingunni felst að íbúðarhúsalóðum fjölgar úr 7 í 12 auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að svæðinu sem liggur um land Brautarhóls frá íbúðarbyggð við Kistuholt. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna nýs vegar er auglýst samhliða.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið óbreytt og feli skipulagsfulltrúa að senda það Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
15.   Sandamýri: Einiholt 1: Stofnun lóðar – 1502085
Lagt fram lagfært lóðablað sem sýnir 5,37 ha spildu úr landi Einiholts lnr. 167081. Fram kemur að landið sé landbúnaðarland og sýnt er hvar fyrirhuguð aðkoma er að landinu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga, með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar vegna tengingu við þjóðveg og samþykki aðliggjandi landeigenda á landamörkum.
16.   Fljótsholt: Reykholt: Fyrirspurn – 1502075
Lögð fram endurskoðuð tilllaga að nýtingu íbúðarhúsalóðarinnar Fljótsholt í Reykholti, Bláskógabyggð. Samkvæmt fyrri tillögu var gert ráð fyrir uppbyggingu 16 orlofshúsa á lóðinni en nú er gert ráð fyrir að húsin verði íbúðarhús. Gert er ráð fyrir tólf 50-70 fm íbúðarhúsum og fjórum 70-90 fm íbúðarhúsum. Óskað er eftir að farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Að mati nefndarinnar þarf, í ljósi þéttleika byggðar, að gera betur grein fyrir byggingaráformum t.d. með tillöguteikningum af fyrirhuguðum húsum. Þá telur nefndin ekki að um óverulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða.
17.   Heiðarbær lóð 170216: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús-viðbygging og geymsla – 1505023
Sótt er um viðbyggingu og breytingu á sumarhúsi auk geymslu. Stækkun sumarhús 138,9 ferm og 522,4 rúmm.,geymsla 32 ferm og 97,4 rúmm.Heildarstærð verður 257,6 ferm og 792,4 rúmm.
Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2015 í máli nr. 71/2011 varðandi byggingarleyfi viðbyggingar á lóðinni Hvannalundur 8 að þá telur skipulagsnefnd að ekki sé hægt að gefa út byggingarleyfi á lóðum innan fyrrum Þingvallasveitar nema á grundvelli deiliskipulags eða þá að ákvæði aðalskipulags um að deiliskipulag þurfi að vera forsenda byggingarleyfa en ekki grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga verði fellt út. Afgreiðslu málsins er því frestað.
18.   Brennimelslína: Aðalskipulagsbreyting – 1505060
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016, Bláskógabyggð, er varðar endurbyggingu Brennimelslínu 1. Breytingin er gerð vegna stækkunar Brennimelslínu úr 220 kv í 400 kV. Tillagan hefur verið kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og bárust þá athugasemdir varðandi landamerki.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.
Grímsnes- og Grafningshreppur
19.   Nesjavellir 170930: Afmörkun lóðar – 1505059
Lögð fram umsókn um staðfestingu á afmörkun og stærð lóðar með lnr. 170930 utan um 41,9 fm sumarhús í landi Nesjavalla í Grímsnes- og Grafningshreppi. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir hnitsetta afmörkun lóðarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun og stærð lóðarinnar.
Flóahreppur
20.   Vatnsholt 2 lnr. 166398: Afmörkun á skiptu og óskiptu landi – 1505057
Lagður fram uppdráttur sem sýnir afmörkun Vatnsholts 2 lnr. 166398. Landið er í dag án stærðar í fasteignaskrá og er nú óskað eftir samþykki á stærð og afmörkun landsins sem samkvæmt uppdrætti er 88,19 ha fyrir utan sameignarland í Villingaholtsvatni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gögn með fyrirvara um samþykki aðliggjandi eigenda.
21.   Vatnsholt 1 lnr. 166395: Afmörkun á skiptu og óskiptu landi – 1505056
Lagður fram uppdráttur sem sýnir afmörkun Vatnsholts 1 lnr. 166395. Landið er í dag án stærðar í fasteignaskrá og er nú óskað eftir samþykki á stærð og afmörkun landsins sem samkvæmt uppdrætti er 85,42 ha fyrir utan sameignarland í Villingaholtsvatni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi gögn með fyrirvara um samþykki aðliggjandi eigenda.
22.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-07 – 1505002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa dags. 20. maí 2015.

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:35