Skipulagsnefnd fundur nr. 87 – 30. mars 2015

 

Skipulagsnefnd – 87. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 30. mars 2015

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Ingibjörg Harðardóttir, Varamaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.   Skálmholt land 193160: Aðalskipulagsbreyting – 1412001
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr landi Skálmholts. Í breytingunni felst að 8 ha svæði sem nú er hluti af svæði fyrir frístundabyggð, merkt F15, breytist í landbúnaðarsvæði og þar stofnað nýtt lögbýli. Lýsing aðalskipulagsbreytingar var kynnt 8. janúar 2015 og liggja fyrir umsagnar Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skipulagsstofnunar og Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd mælir með tillagan verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Björgvin Skafti vék sæti við afgreiðslu málsins.
2.   Urðarlaut 193160: Skálmholt: 8,22 ha lögbýli: Deiliskipulag – 1503023
Lögð fram tillaga Landforms að deiliskipulagi um 8 ha lögbýlis á spildu úr landi Skálmholts í Flóahreppi sem kallast mun Urðarlaut. Er tillagan í samræmi við tillögu að breytingu aðalskipulags sama svæðis sem er í vinnslu. Svæðið liggur við aðkomuveg að Skálmholtshrauni og samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að þar verði heimilt að reisa allt að 360 fm íbúðarhús og bílgeymslu og allt að 600 fm fjölnota skemmu. Á landinu stendur tæplega 37 fm sumarhús og 22 fm gestahús og verður heimilt að stækka þessar byggingar í 170 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og mælir með að hún verði kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
3.   Efri-Gróf 166329: Efri-Gróf lóð 5: Stofnun lóðar – 1503060
Lagt fram erindi Eflu verkfræðistofu dags. 25. mars 2015, f.h. landeigenda Efri-Grófar í Flóahreppi ásamt lóðablaði dags. dags. 15. október 2014, br. 25. mars 2015. Um er að ræða beiðni um að stofna 30 ha spildu úr jörðinni norðanverðri. Beiðni um sömu lóðastofnun var tekin fyrir í skipulagsnefnd 11. nóvember 2014 en er nú lögð fram með breytingu er varðar aðkomu að lóðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
4.   Krækishólar lóð 166421: 3,6 ha frístundasvæði: Deiliskipulag – 1503024
Lögð fram tillaga Landforms að deiliskipulagi 5 frístundahúsalóða á 3,6 ha svæði úr spildunni Krækishólar lóð 166421 í Flóahreppi sem er í dag 9,9 ha að stærð. Fram kemur að heimilt verði að reisa 1 frístundahús á tveimur hæðum og 1 aukahús á einni hæð, samtals allt að 160 fm, þar af getur stærð aukahúss verið 40 fm að hámarki.
Skipulagsnefnd mælir með að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Björgvin Skafti vék af fundi við afgreiðslu málsins.
5.   Laugardælur: Golfvöllur Selfoss við Svarfhólsvöll: Deiliskipulag – 1503053
Lagt fram erindi Sveitarfélagsins Árborgar dags. 11. mars 2015 þar sem óskað er eftir að skipulagslýsing skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga vegna deiliskipulags 18 holu golfvallar í landi Laugardæla í Flóahreppi verði tekin meðferðar í samræmi við ákvæði skipulagslaga.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu og mælir með að hún verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til umsagnar.
6.   Torfdalur og Vesturbrún: Flúðir: Torfdalur 2: Deiliskipulagsbreyting – 1503025
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Torfdals og Vesturbrúnar á Flúðum, Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst að iðnaðarlóðin Torfdalur 2 (Límtré) stækkar úr 21.608 fm í 31.124 fm auk þess sem byggingarreitur stækkar þannig að hann verði 5 m frá lóðarmörkum. Nýtingarhlutfall lóðarinnar breytist ekki en það er 0.5 (fyrir utan milliloft, og hámarkshæð verður áfram 12 m. Þar sem lóðin stækkar um 9.516 fm eykst hámarksbyggingarmagn lóðar um 4.758 fm, úr 10.804 í 15562 fm. Núverandi hús á lóðinni eru samtals 6168,6 fm.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillögu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslagag. nr. 123/2010.
7.   Kerlingarfjöll: fyrirspurn um skilmála hótels – 1503071
Lögð fram fyrirspurn Jóns Stefán Einarssonar arkitekts dags. 27. mars 2015 varðandi skilmála fyrir reiti A og B í Ásgarði, Kerlingarfjöllum. Samkvæmt skilmálum deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að á reit B megi byggja hús á tveimur hæðum sem er allt að 550 fm að grunnfleti og á aðliggjandi reit A er gert ráð fyrir sambærilegu húsi nema að þar er grunnflötur allt að 450 fm. Nú liggja fyrir frumdrög að hönnun hótels á svæðinu og miðað við þá hönnun er eingöngu gert ráð fyrir að grunnflötur húss á reit B verði um 300 fm en 540 fm á reit A. Heildarbyggingarmagn á reitunum tveimur er því í samræmi við gildandi skilmála en þeir dreifast með öðrum hætti á reitina en skipulagið gerir ráð fyrir. Óskað er eftir endurskoðun í samræmi við breyttar forsendur.
Að mati skipulagsnefndar er um svo óverulegt frávik að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn og fellur því undir ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Það er því ekki talin þörf á að breyta deiliskipulagi svæðisins.
8.   Túnsberg 166835: Túnsberg lóð: Stofnun lóðar – 1503043
Lagt fram lóðablað yfir nýja 3.490 fm íbúðarhúsalóð úr landi Túnsbergs (lnr. 166835) Í Hrunamannahreppi. Á lóðinni er einnig sýndur byggingarreitur fyrir 162 fm íbúðarhús og allt að 60 fm bílskúr.
Skipulagsnefnd telur ekki að deiliskipulag sé forsenda veitingu leyfis fyrir nýju íbúðarhúsi heldur falli málið undir ákvæði skipulagslaga og skipulagsreglugerðar (gr. 5.9.1) um grenndarkynningu. Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og fyrirhugaðar byggingar með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.
9.   Syðra-Langholt 1a: Bygging íbúðarhúss: Fyrirspurn – 1503057
Lögð fram fyrirspurn Finns Kristinssonar dags. 20. mars 2015 varðandi fyrirhugaða byggingu íbúðarhúss á 5.000 fm til 3 ha lóð úr landi Syðra-Langholts 1a í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd telur ekki að deiliskipulag sé forsenda veitingu leyfis fyrir nýju íbúðarhúsi heldur falli málið undir ákvæði skipulagslaga og skipulagsreglugerðar (gr. 5.9.1) um grenndarkynningu. Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og fyrirhugaðar byggingar með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar.
10.   Nesjavallavirkjun: Borun vinnsluholu: Framkvæmdaleyfi – 1503044
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 18. mars 2015 um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir borun vinnsluholu á Nesjavöllum til að mæt gufurýrnum virkjunarinnar. Í framkvæmdinni felst að boruð verður ný hola ofan við Nesjalaugagil þar sem holutoppur holu NJ-13 er nú.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við fyrirliggjandi erindi, með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
11.   Markabraut 1 169744: Markabraut 2: Stofnun lóðar – 1503063
Lögð fram lóðablöð sem sýna skiptingu sumarhúsalóðarinnar Markabraut 1 í Vaðnesi, Grímsnes- og Grafningshreppi, í tvennt. Lóðin er í dag 36.600 fm samkvæmt fasteignaskrá en eftir skiptin verður önnur 21.000 fm og hin 15.000 fm. Núverandi hús verður hluti af stærri lóðinni. Gert er ráð fyrir að hinn hlutinn verði sameinaður lóðinni Vaðnesvegur 2 (lnr. 169743)
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að ný spilda verði sameinuð aðliggjandi lóð.
12.   Hamrar 1 168249: Hamrar 3: Stofnun lóðar – 1503045
Lagt fram erindi Þorsteins Garðarssonar dags. 20. mars 2015, f.h. eigenda Hamra 1 (lnr. 168429) þar sem óskað er eftir samþykki fyrir skiptingu jarðarinnar í Hamra 1 og Hamra 3. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhuguð skipti. Þá er jafnfram óskað eftir heimild til að gera landamerkjaskurð milli Hamra 1 og Hamra 3 (frá hniti 10 að hniti 11) og gera veg á mörkum frá Sólheimum að núverandi vegslóða.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda skiptingu og heldur ekki við fyrirhugaða veglagningu, þegar fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda Sólheima.
13.   Nesjavallavirkjun 170925: Nesjavellir lóðir 170930, 212495 og 170926: Samruni lóða – 1503046
Lagt fram erindi Eflu verkfræðistofu dags. 20. mars 2015, f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem óskað er eftir að lóðir með lnr. 212495, 170930 og 170925 verði sameinaðar lóðinni Nesjavallavirkjun lnr. 170925. Þá er einnig verið að lagfæra stærð lóðarinnar Nesjavallavirkjun. Tvær lóðanna eru skráð sem lóðir fyrir frístundabyggð ein sem einbýlishúsalóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að stærð iðnaðarlóðar Nesjavallavirkjun verði lagfærð en samþykkir ekki að sumarhúsalóðirnar tvær og lóð undir starfsmannahús verði sameinaðar iðnaðarlóð virkjunarinnar. Að mati nefndarinnar samræmist nýting sumarhúsa og íbúðarhúss ekki landnotkun iðnaðarsvæðis.
14.   Frístundabyggð Hagavík reitur B: Deiliskipulag – 1501004
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á svæði úr landi Hagavíkur við Þingvallavatn í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillagan anær til reits B samkvæmt þinglýstum skiptum fyrir land Hagavíkur. Innan svæðisins eru tvö eldri frístundahús auk bátaskýlis. Í tillögunni er afmörkuð 0,9 ha lóð utan um annað frístundahúsið og 0,2 ha lóð utan um bátaskýlið. Þá er afmörkuð ný 0,9 ha lóð fyrir nýtt frístundahús. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 8. janúar 2015 með athugasemdafresti til 20. febrúar. Ein athugasemd barst auk þess sem fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands. Fyrir liggur að sátt er um að lagfæra gögn til samræmis við innkomna athugasemd.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með breytingum til samræmis við innkomna athugasemd og til að koma til móts við ábendingar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þegar lagfæringar hafa verið gerðar verði deiliskipulagið sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu.
15.   Efri-Reykir: Endurnýjun á holutoppi ER-23: Tilkynning um framkvæmd – 1503047
Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur dag. 17. mars 2015 þar sem tilkynnt er um framkvæmdir við endurnýju á holutoppi ER-23 í landi Efri-Reykja, Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar framkvæmdir með fyrirvara um að þær verði unnar í samráði við og með samþykki landeigenda.
16.   Skálabrekka lóð 201323: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1501065
Sótt er um að byggja gestahús 28,8 ferm. úr timbri.
Skipulagsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsóknin verði grenndarkynnt fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Ef engar athugsaemdir berast er endanlegri afgreiðslu vísað til byggingarfulltrúa.
17.   Kjarnholt III spilda 212298: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting – 1503052
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu beiðni um að breyta notkun íbúðarhúss á lóðinni Kjarnholt III (lnr. 212298). Ein athugasemd barst á kynningartíma.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki breytta notkun íbúðarhússins. Skipulagsfulltrúa er falið að svara innkominni athugasemd.
18.   Geysir: Haukadalur: Deiliskipulag – 1502036
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðið í Haukadal, Bláskógabyggð. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 20. mars 2015 sem einnig innifelur umhverfisskýrslu ásamt skipulagsuppdrátti og yfirlitsuppdrætti dags. 19. mars 2015. byggir tillagan á nánari úrvinnslu á vinningstillögu í „Hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geysissvæðisins í Haukadal“ sem haldin var 2013-2014.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að kynna ofangreinda deiliskipulagstillögu með þeirri breytingu að ekki verði gert ráð fyrir stækkun bílastæða ofan við þjóðveg.
19.   Austurey 1: Verslun- og þjónusta í stað íbúðarsvæðis: deiliskipulagsbreyting – 1502012
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis í landi Austureyjar 1 í Bláskógabyggð þar sem komið hefur verið til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar í bréfi dags. 19. febrúar 2015. Nú kemur fram að byggja megi 1.600 fm húsnæði, í 1-2 byggingum og að bílastæði verði innan lóðar og fjöldi þeirra í samræmi við fyrirhugaða notkun. Einnig kemur fram að ekki er verið að breyta hámarkshæð húsa miðað við gildandi deiliskipulag.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingar á gögnum og mælir með að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að senda lagfærð gögn til Skipulagsstofnunar.
20.   Vatnsleysa 1 land 5: Vatnsleysa 3: Stofnun lóðar – 1503055
Lagt fram lóðablað unnið af Landhönnun efh. sem sýnir 4 nýjar lóðir úr landi Vatnsleysu 3 lnr. 217915.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna en bendir á að ekki er hægt að sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahúsum nema á grundvelli deiliskipulags. Helgi Kjartansson í Bláskógabyggð vék sæti við afgreiðslu málsins.
21.   Bugðugerði 3a og 3b: Árnes: Deiliskipulagsbreyting – 1503068
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi innan þéttbýlisins Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir parhúsalóð, Bugðugerði 3a og 3b.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
22.   Hæll 2 166570: Umsókn um byggingarleyfi: Geldneytahús – viðbygging – 1503050
Sótt er um að byggja geldneytahús (stálgrindarhús)með haugkjallara við fjós. Stærð 672,8 ferm og 2.612,6 rúmm.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga.
23.   Sultartangavirkjun: Deiliskipulag – 1503054
Lagt fram erindi Landsvirkjunar dags. 16. mars 2015 þar sem óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Sultartangavirkjun. Fram kemur að deiliskipulagið muni taka til næsta umhverfis við stöðvarhús virkjunar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að unnið verði að gerð deiliskipulags fyrir virkjunarsvæðið en mælir með að skipulagssvæðið nái yfir öll mannvirki virkjunarinnar, þ.m.t. Sultartangastíflu.
24.   Berustaðir 2 165270: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – viðbygging – 1503036
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun fjóss á Berustöðum 2 í Ásahreppi.
Nefndin samþykkir að falla frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. þar sem fyrirhuguð framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og sveitarfélagsins.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00