Skipulagsnefnd fundur nr. 152 – 8. mars 2018

Skipulagsnefnd – 152. fundur Skipulagsnefndar

haldinn  Flúðir, 8. mars 2018

og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

 

1.  

Bláskógabyggð

Lindarskógur 6-8: Laugarvatn: Deiliskipulagsbreyting – 1504050

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Lindarskógur 6-8 á Laugarvatni. Á fundi skipulagsnefndar 22. apríl 2015 var lögð fram beiðni um breytingu á afmörkun byggingarreitar og var samþykkt að grenndarkynna slíka breytingu. Af því varð ekki en nú er hér lögð fram að nýju tillaga að breytingu til samræmis við fyrri beiðni.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna breytinguna fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
2.   Þingvallavegur (36-04): Endurbætur milli Þjónustumiðstöðvar og vegamóta við Vallaveg: Framkvæmdaleyfi – 1708019
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 26. febrúar 2018 um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á 8 km kafla Þingvallavegar milli þjónustumiðstöðvar og vegamóta við Vallaveg. Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar dags. 16. febrúar 2018 um að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsnefnd geriri ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir endurbótum vegarins í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Er þetta með fyrirvara um að ekki er komið framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Svartagili, en það mál verður afgreitt sérstaklega. Nefndin lýsir þó áhyggjum sínum af því að verkið sé unnið í tveimur áföngum en ekki einum vegna mikillar röskunar á umferð íbúa og gesta um þjóðgarðinn.
3.   Launrétt 1 lnr 167386: Laugarás: Leyfi fyrir heimagistingu: Fyrirspurn – 1803009
Lögð fram fyrirspurn Erlings Sæmundssonar dags. 5. mars 2018 um hvort að heimild fáist til að vera með heimagistingu í 3 herbergjum í íbúðarhúsinu Launrétt 1 í Laugarási. Húsið er á svæði sem í skipulagi er skilgreint sem svæði fyrir opinbera þjónustu.
Skipulagsnefnd telur að forsenda leyfisveitingar fyrir heimagistingu umfram 90 daga sé að gerð sé breyting á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.
4.   Kjanholt 1 lnr 167127: Kjarnholt 1 lóð 7, 8 og 9: Nýjar lóðir: Deiliskipulagsbreyting – 1803005
Lögð fram umsókn Magnúsar Einarssonar dags. 10. janúar 2018 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Kjarnaholta 1. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir þremur nýjum frístundahúsalóðum á svæði austan við lögbýlið Dalsholt (lnr. 209270).
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Kynna þyrfti breytinguna sérstaklega fyrir eigendum aðliggjandi lóðar auk þess sem sýna þarf með greinilegri hætti hvernig aðkoma er að lóðunum þremur. Leita þarf umsagnar Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
5.   Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Hraunhólar lnr 166567: Íbúða- og frístundabyggð: Stækkun svæðis og fjölgun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1803003

Lögð fram umsókn Skaftholts, sjálfseignarstofnunar dags. 28. febrúar 2018, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hraunhóla. Í breytingunni felst að afmarkaðar eru 6 nýjar stórar íbúðarhúsalóðir auk þess sem afmörkun þriggja núverandi íbúðarhúsalóða breytist (lóðirnar stækka).
Að mati skipulagsnefndar er forsenda deiliskipulagsbreytingarinnar að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins. Lóðirnar virðast ekki vera innan svæðis sem afmarkað er sem blanda íbúðarsvæðis- og landbúnaðarsvæðis auk þess sem í aðalskipulaginu kemur fram að eingöngu sé gert ráð fyrir 3 íbúðarhúsalóðum á þessu svæði.
6.   Hellnaholt: Fossnes: Nýjar lóðir: Deiliskipulag – 1803004
Lögð fram umsókn Sigrúnar Bjarnadóttur um hvort að gera megi deiliskipulag fyrir land Fossness þar sem afmarkaðar eru þrjár nýjar frístundahúsalóðir og gert ráð fyrir nýju íbúðarhúsi og fjölnota skemmu.
Að mati skipulagsnefndar er fyrirliggjandi tillaga ekki samræmi við gildandi aðalskipulag svæðisins. Fyrirhugað íbúðarhús og skemma virðist vera á svæði fyrir frístundabyggð og a.m.k. 1 frístundahúsalóðin virðist vera á landbúnaðarsvæði. Breyting á aðalskipulagi er því forsenda þess að hægt sé að samþykkja deiliskipulag í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
7.   Fossnes lnr 176269: Sumarhúsalóð: Nýtt lögbýli: Fyrirspurn – 1803007
Lögð fram fyrirspurn Sigrúnar Bjarnadóttur dags. 15. janúar 2018 um hvort að breyta megi frístundahúsalóð í landi Fossnes með lnr. 176269 í lögbýli. Lóðin er 9.000 fm að stærð og á henni er 68,8 fm frístundahús byggt 1996.
Þar sem lóðin er á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreind sem frístundabyggð er ekki hægt að breyta lóðinni í lögbýli nema að aðalskipulagi svæðisins verði breytt. Skipulagsnefnd mælir ekki með að aðalskipulagi fyrir staka lóð innan frístundabyggðar sé breytt í lögbýli. Þá liggur ekki fyrir hvort að hús sem er á lóðinni samræmist kröfum byggingarreglugerðar um íbúðarhús.
8.   Reykholt í Þjórsárdal: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1709046
Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hótels- og baðlóns við Reykholt í Þjórsárdal. Er búið að gera breytingar til að koma til móts við ábendingar sem fram koma í fyrirliggjandi umsögnum og bréfi Skipulagsstofnunar dags. 16. febrúar 2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða deiliskipulagi svæðisins. Senda skal tilkynningu til umsagnaraðila um leið og tillagan er auglýst.
9.   Reykholt í Þjórsárdal: Svæði umhverfis Þjórsárdalslaug: Deiliskipulag – 1712021
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi vegna uppbyggingar hótels- og baðlóns við Reykholt í Þjórsárdal, ásamt umhverfisskýrslu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið, ásamt umhverfisskýrslu, verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Senda skal tilkynningu til umsagnaraðila um leið og tillagan er auglýst.
10.   Ásahreppur

Ás 1 spilda 2 (Faxaborg) lnr 220760: Ný íbúðar- og hesthúsalóð: Deiliskipulagsbreyting – 1711034

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til landsins Ásborgar og tveggja spildna úr landi Áss. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri rúmlega 2 ha lóð úr landinu Ás 1 spilda 2 (lnr. 220760) þar sem heimilt verði að byggja 100 fm íbúðarhús og 300 fm útihús/skemmu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Gert er ráð fyrir að lóðin fái heitið Laufásvegur 4.
11.   Hrunamannahreppur

Suðurbrún 10 lnr. 167038: Flúðir – Miðsvæði og garðyrkjulóðir: Deiliskipulagsbreyting – 1802038

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi á Flúðum sem nær til lóðarinnar Suðurbrún 10. Í breytingunni felst að lóðin er minnkuð úr 6.858 fm í 1.200 til samræmist við lóðarleigusamning.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og er hún að mati nefndarinnar óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.   Melar lnr 166840: Flúðir: Miðsvæði og garðyrkjulóðir: Deiliskipulagsbreyting – 1803010
Lögð fram umsókn Guðjóns Birgissonar og Sigríðar Helgu Karlsdóttur dags. 19. febrúar 2018 um breytingu á deiliskipulagi á Flúðum sem nær til lands Mela. Er hugmyndin að afmarka byggingarreiti fyrir allt að 10 starfsmannahús sem geta verið allt að 80 fm að stærð. Þá er einnig gert ráð fyrir breytingu á vegum innan svæðisins. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem lanbúnaðarsvæði.
Vegna umfangs fyrirhugaðrar byggðar að þá telur nefndin að forsenda deiliskipulagsbreytingarinnar sé að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins úr landbúnaðarsvæði í íbúðarsvæði.
13.   Öll sveitarfélög

Frumvarp til breytinga á mannvirkjalögum: Tillögur til umfjöllunar: Umsagnarbeiðni – 1803020

Lagt fram til frumvarp til breytinga á mannvirkjalögum sem varðar stjórnsýslu við mannvirkjagerð o.fl. Þá er jafnframt lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. febrúar 2018 um frumvarpið.
Byggingarfulltrúa falið að vinna greinargerð vegna athugasemda við breytingar á mannvirkjalögum í samræmi við umræður á fundi. Senda skal greinargerðina til nefndarmanna í tölvupósti þegar hún verður til.
14.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18-74 – 1802005F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 28. febrúar 2018.
 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________