Skipulagsnefnd fundur nr. 116 – 25. ágúst 2016

Skipulagsnefnd – 116. fundur  

haldinn Þingborg, 25. ágúst 2016

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður og Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

 

1.  

Flóahreppur

ÞK-18: Borhola við Þorleifskot: Framkvæmdaleyfi – 1606008

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu umsókn Selfossveitna um framkvæmdaleyfi fyrir borun á heitu vatni á vinnslusvæði við Þorleifskot. Gert er ráð fyrir einni allt að 1.700 m djúpri holu. Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir ofangreindri framkvæmd.
 

2.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Ásborgir 44, 46 og 48: Ásgarður: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1608018

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ásborga. Í breytingunni felst að lóðir nr. 44, 46 og 48 er sameinaðar í eina 17.432 fm lóð fyrir verslun og þjónustu en lóðir nr. 44 og 46 er í dag íbúðarhúsalóðir. Á sameinaðri lóð er afmarkaður byggingarreitur (A) fyrir stækkun núverandi veitingahúss um 1.200 fm (er 716,1 fm í dag), reitur (B) fyrir allt að 600 fm hótelbyggingu reit (C( fyrir allt að 600 fm hótelbyggingu og reit (D) fyrir allt að 120 fm kapellu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auk þess sem hún verði kynnt fyrir eigendum lóða í hverfinu.
3.   Hæðarendi 168254: Náttúrulaug og aðstaða fyrir baðgesti: Fyrirspurn – 1602041
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Suðurlands dags. 7. ágúst 2016 varðandi skilgreiningu á náttúrulaugum og baðstöðum í náttúrunni. Er bréfið m.a. viðbrögð við svörum umsækjenda deiliskipulags baðstaðar í landi Hæðarenda við fyrri umsögn Heilbrigðiseftirlitsins.
Skipulagsfulltrúa falið að koma á fundi með Umhverfisstofnun um hvernig túlka eigi lög og reglur varðandi náttúrulaugar.
4.   Kerbyggð lóðir nr. 13-23(oddatölur): Veitt byggingarleyfi: Kæra til ÚUA – 1608019
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. ágúst 2016 þar sem kynnt er kæra vegna útgáfu byggingarleyfa fyrir hús í Kerbyggð. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Þá er lögð fram til kynningar greinargerð Óskar Sigurðssonar lögfræðings dags. 22. ágúst 2016 um málið sem send var úrskurðarnefnd.
5.   Villingavatn 170831: Villingavatn 3: Stofnun lóðar – 1607006
Lögð fram að nýju umsókn dags. 5. júlí 2016 um stofnun 70.2 ha spildu úr landi Villingavatns. Fyrir liggur samþykki eigenda og ábúenda jarðarinnar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun spildunnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landa. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
6.   Búrfell I: Víðibrekka og Lækjarbakki: Deiliskipulagsbreyting – 1608031
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Víðbrekka 38 úr landi Búrfells I þar sem óskað er eftir að skilmálum deiliskipulags svæðisins verði breytt á þann veg að þakhalli verði frjáls en ekki 14-60 gráður eins og gildandi skilmálar geri ráð fyrir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að auglýst verði breyting á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Mælt er samhliða verði gerð sambærileg breyting á skilmálum frístundabyggðar úr landi Búrfells I sem nær til lóða við Nón- og Þrastarhóla.
7.   Kerhraun B 137 lnr 208923 og B 138 lnr 208924: Sameining lóða: Fyrirspurn – 1608037
Lögð fram fyrirspurn eiganda lóða nr. 136, 137 og 138 í Kerhrauni um hvort að sameina megi lóðir nr. 137 (5.629 fm) og 138 (6.571 fm).
Erindinu hafnað með vísun í afgreiðslu sambærilegra mála undanfarin misseri. Skipulag svæðisins gerir ráð fyrir ákveðnum fjölda lóða og er ekki talið æskilegt að breyta því m.t.t. lagningu og viðhaldi vega, veitna o.fl.
8.   Ásabraut 1-40 og Lokastígur 1-10: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting – 1501013
Lögð fram lagfærð gögn vegna breytingar á deiliskipulagi sem nær til lóða nr. 1-40 við Ásabraut og Lokastíg 1-10 úr landi Ásgarðs. Tillaga að breytingu var grenndarkynnt í byrjun árs 2015 og bárust nokkrar athugasemdir. I lagfærðum gögnum hafa verið gerðar nokkrar breytingar á gögnum.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt að nýju fyrir öllum eigendum lóða á svæðinu með þeirri breytingu að afmarkað verði svæði fyrir heimilissorpsgám.
9.   Bláskógabyggð

Neðraberg: Bergsstaðir 167060 og Bergsstaðir lóð A3 lnr. 219953: Deiliskipulag – 1607007

Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi úr landi Bergsstaða sem nær til tveggja spildna. Er gert ráð fyrir tveimur nýjum frístundahúsalóðum á landi lnr. 219953 (frístundabyggð skv. aðalskipulagi) og á spildu með lnr. 167060 (landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi) eru afmarkaðar lóðir utan um núverandi íbúðarhús og útihús auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri íbúðarhúsalóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

10.   Lindartunga 167075: Nýr byggingarreitur: Deiliskipulagsbreyting – 1608032
Lögð fram fyrirspurn Erlendar Geirs Arnarssonar dags. 16. ágúst 2016 um hvort að heimilt verði að breyta deiliskipulagi lands úr Lindatungu á þann veg að heimilt verði að afmarka byggingarreit fyrir gistirými. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja einbýlishús og skemmu á landinu.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda uppbyggingar gistirýmis á landinu að svæðið verði í aðalskipulagi skilgreint sem svæði fyrir verslun og þjónustu.
11.   Gufuhlíð 167096: Nýbyggingar: Deiliskipulagsbreyting: Fyrirspurn – 1608034
Lögð fram fyrirspurn eiganda Gufuhlíðar dags. 15. ágúst 2016 um hvort að heimilt verði að reisa 36 fm verkfærageymslu og 55 fm gróðurhús lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingu gróðurhúss og verkfærageymslu fyrir eigendum aðliggjandi lóðar.
12.   Brúarhvammur lóð 1 lnr 167225 og lóð 2 lnr 174434: Deiliskipulagsbreyting – 1608035
Lögð fram umsókn Eflu Verkfræðistofu f.h. eiganda lóðanna Brúarhvammur 1 og 2 um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunni fellst að skipulagssvæðið stækkar þannig að það nær yfir verslunar- og þjónustulóð sem liggur upp að þjóðvegi. Á þeirri lóð er gert ráð fyrir allt að 500 fm gistiheimilis.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga enda er tillagan í samræmi við gildandi aðalskipulag.
13.   Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1603003
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 22. júlí 2016 um breytingu á aðalskipulagi í landi Brúar vegna Brúarvirkjunar í Tungufljóti. Þá eru jafnframt lögð fram lagfærð skipulagsgögn þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Að mati skipulagsnefndar hefur verið komið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar og mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna og sendi hana til athugunar Skipulagsstofnunar að nýju.
14.   Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Deiliskipulag – 1605007
Lögð fram lagfærð gögn vegna deiliskipulags Brúarvirkjunar sem áður var búið að samþykkja að auglýsa ásamt breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Eru breytingar gerðar til að koma til móts við athugasemdir sem borist hafa í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að nýju að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
15.   Hakið: Þingvellir: Aðkoma að þjóðgarði: Stækkun bílastæða: Deiliskipulagsbreyting – 1608015
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til Haksins á Þingvöllum ásamt umhverfisskýrslu. í breytingunni felst stækkun bílastæða og breytinga á fyrirkomulagi þeirra, þá stækkar lóð og byggingarreitur starfsmannahús til austur auk þess sem gert er ráð fyrir tveimur nýju salernisbyggingum við ný bílastæði. Matslýsing breytingarinnar er til umfjöllunar hjá Skipulagsstofnun
Afgreiðslu frestað þar til umsögn Skipulagsstofnunar um matslýsingu liggur fyrir.
16.   Eyvindartunga 167632: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1608044
Lögð fram umsókn um heimild til að flytja sumarhús af lóð úr landi Eyvindartungu (lnr. 167782) að bæjartorfu jarðarinnar. Sótt er um leyfi til að flytja sumarhús að Eyvindartungu (lnr. 167632).
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við flutning hússins. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu og málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
17.   Brekka lóð 167210: Áhaldahús – stækkun byggingarreits: Deiliskipulagsbreyting – 1606054
Lagður fram tölvupóstur Gissurs Kolbeinssonar f.h. BHM dags. 12. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir að mál er varðar breytingu á deiliskipulagi orlofssvæðis BHM í Brekkuskógi verður tekið fyrir að nýju. Um er að ræða breytingu á byggingarreit fyrir áhaldahús.
Skipulagsnefnd telur ekki ástæðu til að breyta fyrir afgreiðslu nefndarinnar og mælir ekki með að sveitarstjórn samþykki að gera breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi erindi.
 

18.  

Öll sveitarfélög

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-35 – 1608001F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 3. ágúst 2016.
Gerð er athugasemd við bókun á máli nr. 4 um að málið sé tilkynningarskyld framkvæmd.
19.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-36 – 1608003F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 17. ágúst 2016.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________