Skipulagsnefnd fundur nr. 109 – 25. apríl 2016

Skipulagsnefnd – 109. fundur  

haldinn Aratunga, 25. apríl 2016

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Ragnar Magnússon Varaformaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  

Bláskógabyggð

Efling: Reykholt: Framkvæmdaleyfi – 1604010

Lögð fram umsókn Bláskógabyggðar dags. 8. apríl 2016 um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu vegar og veitukerfa að íbúðarhúsalóðum í landi Eflingar í Reykholti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Bent er á að samþykktin nær ekki til leyfis fyrir efnistöku í tengslum við framkvæmdina.
2.   Heiðarbær lóð 222397: Fyrirhugað deiliskipulag vegna byggingarframkvæmda: Fyrirspurn – 1507009
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi sem nær til tveggja um 1,5 ha frístundahúsalóða í landi Heiðarbæjar á svæði milli Torfadalslækjar og Móakotsár. Athugasemd barst frá ábúendum Heiðarbæjar 1 og 2 með tölvupósti dags. 11. febrúar. Þá liggja fyrir viðbrögð umsækjenda deiliskipulags í tölvupósti dags. 19. febrúar 2016 og nú hafa einnig bæst við umsagnir Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Skipulagsnefnd telur að athugasemdir gefi ekki tilefni til breytinga á tillögunni og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana óbreytta. Að mati nefndarinnar er ekki hægt að skilyrða færslu núverandi aðkomuvegar nema að fyrir liggi samþykki ábúenda, landeigenda og lóðarhafa sumarhúsalóðanna.
3.   Gistiheimilið Iðufell 167389: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1602042
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem felst í að svæði fyrir verslun- og þjónustu á lóð Iðufells í Laugarási stækkar á kostnað íbúðarsvæðis. Ástæða breytingar er að fyrirhugað er að reisa nýtt hótel á svæðinu þar sem í gildandi skipulagi eru gert ráð fyrir íbúðarhúsalóðum. Tillagan var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga frá 14. til 21. apríl 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar hafa borist.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.   Gistiheimilið Iðufell 167389: Hótel- og íbúðabyggð við Hvítá: Deiliskipulag – 1603043
Lögð fram að nýju umsókn Norverk dags. 23. mars 2016 þar sem lagt er fram endurskoðað deiliskipulag fyrir 6,3 ha svæði í Laugarási og nær til lóðarinnar Iðufell auk aðliggjandi svæðis. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir að núverandi húsnæði (Sláturhús) verði áfram nýtt sem gisti- og veitingahús auk þess sem gert var ráð fyrir 48 íbúðum í 5 einbýlishúsum, 18 parhúsum og 8 raðhúsalengjum. Í breyttri tillögu er gert ráð fyrir að rífa núverandi gisti- og veitingahús en í staðinn byggja nýtt 90-150 herbergja hótel sem getur verið allt 6.000 fm auk nokkurra raðhúsa.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
5.   Kjóastaðir 1 land 2 lnr. 220934: Skjól: Ferðaþjónusta: Nýbyggingar: Deiliskipulagsbreyting – 1604038
Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 18. apríl 2016, f.h. eigenda Kjóastaða 1 land 2, þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis sem kallast Skjól. Í breytingunni felst að heimilt verður að byggja allt að 300 fm viðbyggingu milli núverandi húsa fyrir veitingasölu auk allt að 500 fm viðbyggingu vegna stækkunar gistirýmis.
Að mati skipulagsnefndar er breyting deiliskipulagsins í samræmi við gildandi aðalskipulagi og gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn samþykki að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.   Brattholt lóð 193452: Friðlandið við Gullfoss: Stækkun þjónustuhúss: Deiliskipulagsbreyting – 1604029
Lögð fram umsókn Svavars Njarðarsonar dags. 14. apríl 2016 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi friðlandsins við Gullfoss. Nær breytingin til reits M1-ferðaþjónustusvæðis (Gullfosskaffi) og felst í stækkun byggingarreitar til suðurs.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir Umhverfisstofnun.
7.   Rauðiskógur 2: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1604006
Lögð fram umsókn eigenda íbúðarhúsalóðarinnar Rauðiskógur 2 dags. 31. mars 2016 um leyfi til að flytja 36,2 fm sumarhús og 117,7 rúmm frá Heiðarbraut í Grímsnesi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir ofangreindu húsi og það skráð sem gestahús. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna byggingarleyfið skv. 44. gr. skipulagslaga og málinu því vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
8.   Tjörn 167174: Kötluholt: Stofnun lóðar – 1604025
Lögð fram umsókn eigenda Tjarnar í Bláskógabyggð dags. 11. apríl 2016 um stofnun lóðar utan um núverandi frístundabyggð á jörðinni. Heildarstærð hins deiliskipulagða svæðis er um 42 ha en þegar búið er að draga frá þegar stofnaðar lóðir er landið sem verið er að stofna 29,6 ha að stærð. Óskað er eftir að landið fái heitið Kötluholt.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun landsins í samræmi við fyrirliggjandi gögn og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
9.   Goðatún 196075: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1604024
Lögð fram umsókn eigenda Goðatúns lnr. 196075 dags. 18. apríl 2016 þar sem óskað er eftir að aðalskipulagi um 1 ha svæðis innan lögbýlisins verði breytt úr frístundabyggð þannig að heimilt verði að reisa allt að 10 smáhýsi.
Að mati skipulagsnefndar þarf umrædd starfsemi að vera á svæði sem skilgreint er sem verslun- og þjónusta en ekki landbúnaðarsvæði eða frístundabyggð. Málinu vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar.
10.   Efri-Reykir lóð 1 lnr. 167257: Smáhús til útleigu: Deiliskipulagsbreyting – 1604026
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Efri-Reykir lóð 1 lnr. 167257 dags. 11. apríl 2016 um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunni felst að á lóðinni, sem er um 3 ha að stærð, verði heimilt að byggja tíu 60-65 fm hús til útleigu. Á lóðinni er þegar 100 fm frístundahús og 39 fm baðhús.
Sambærilegt erindi var lagt fram á fundi nefndarinnar 13. maí 2015 og var þá ekki mælt með því að sveitarstjórn samþykkti breytinguna og á fundi sveitarstjórnar 4. júní 2015 var því hafnað að gera breytingu á deiliskipulagi svæðisins með eftirfarandi rökum „Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir ekki ofangreinda umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðar í grónu hverfi sem felur í sér umfangsmikla atvinnustarfsemi. Að mati sveitarstjórnar á svona starfsemi heima á svæðum sem í aðalskipulagi er skilgreind fyrir verslun- og þjónustu.“ Ekki er séð að forsendur hafi breyst og því er erindinu hafnað.
11.   Bjarkarbraut 2 og 4: Laugarvatn: Deiliskipulagsbreyting – 1604016
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Laugarvatns sem felst í breytingar á lóðamörkum Bjarkarbrautar 2 og 4 (Hlíð og Mörk). Fyrir liggur að Ríkiseignir gera ekki athugasemdir við breytinguna, sbr. meðfylgjandi tölvupóstur dags. 7. apríl 2016.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
12.   Stekkjarlundur frístundasvæði: Miðfell: Deiliskipulag – 1604012
Lögð fram umsókn Félags bústaðaeigenda í Stekkjarlundi úr landi Miðfells dags. 7. apríl 2016 þar sem lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til 125 frístundahúsalóða. Er um sambærilega tillögu að ræða og var lögð fram fyrir aðliggjandi svæði, Veiðilund.
Áður en skipulagsnefnd tekur formlega afstöðu til deiliskipulagsins felur hún skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum á svæðinu. Áður en tillagan Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Breyta þarf skilmálum á þann veg að hámarksstærð húsa megi vera 100 fm (birt stærð, ekki grunnflötur) og að hámarksmænishæð sé 5,5 m frá jörðu. Á sú hæð þó ekki við um hús með flötu þaki en þá skal miða hámarkshæð við 4 m. Á hverri lóð má gera ráð fyrir aðalhúsi og einu aukahúsi, en stærð aukahúss má að hámarki vera 30 fm og heildarflatarmál húsa á hverri lóð má ekki fara upp fyrir 110 fm.
 

13.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Neðan-Sogsvegar 14 lnr. 169341; Sumarhús; Deiliskipulagsbreyting – 1604023

Lögð fram fyrirspurn eigenda lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 14 úr landi Norðurkots dags. 12. apríl 2016 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 127,9 fm frístundahús á lóðinni. Lóðin er í þjóðskrá skráð 5 ha en skv. deiliskipulagi skiptist landið í tvo hluta sem samtals eru 3,18 ha. Á lóðinni er í dag hús sem er 54,1 fm hús byggt 1960.
Þar sem ekki er afmarkaður byggingarreitur á því svæði sem fyrirhugað er að reisa nýtt frístundahús telur nefndin að gera þurfi bretingu á deiliskipulagi svæðisins áður en hægt er að veita leyfi fyrir nýju húsi.
14.   Álfabyggð: Miðengi: Deiliskipulag – 1512045
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi 48 ha svæðis úr landi Miðengis fyrir frístundabyggð sem kallast mun Álfabyggð. Tillagan var auglýst frá 25. febrúar til 8. apríl 2016 og bárust tvær athugasemdir sem báðar varða aðkomu að svæðinu.
Afgreiðslu málsins frestað þar til fyrir liggja viðbrögð umsækjenda við innkomnum athugasemdum.
15.   Nesjavellir-Orkuver: Orkuvinnslusvæði: Breyting á deiliskipulagi – 1604032
Lögð fram umsókn Orku náttúrunnar dags. 15. apríl 2016 um breytingu á deiliskipulagi Nesjavalla. Breytingin er gerð í tengslum við framkvæmdir er varðar förgun affalsvatns frá virkjuninni og er m.a. afmarkaður er byggingarreitur fyrir alt að 70 fm dæluhús norðan aðkomuvegar að borholustæði NJ-16 auk tilheyrandi lagna.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Umhverfisstofnun.
 

16.  

Flóahreppur

Galtastaðir: Flóahreppur: Aðalskipulagsbreyting – 1502072

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps sem nær til hluta lands Galtastaða (lnr. 198977) í Flóahreppi. Landið er í eigu Isavia og er fyrirhugað að setja upp varamóttökuloftnet vegna flugfjarskipta flugumferðar auk þess sem einnig verður gert ráð fyrir byggingu 1-3 frístundahúsa. Landið, sem í heild er um 80 ha að stærð, er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði en með breytingu er gert ráð fyrir 0,35 ha iðnaðarsvæði og 4,6 ha sem frístundabyggð. Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma.
Að mati skipulagsnefndar koma ekki fram nægjanleg rök fyrir því að hafna beiðni ISAVIA um breytingu á aðalskipulagi á landi þeirra, enda er ekki verið að óska eftir framkvæmdum sem eru í ósamræmi við almenna stefnumörkun sem fram kemur í aðalskipulagi sveitarfélagsins eða stefnu nýsamþykktrar þingsályktunartillögu um landsskipulagsstefnu. Víða í sveitarfélaginu eru fjarskiptmöstur sem eru jafnvel stærri en sú móttökustöð sem reisa á í landi Galtastaða og víða er gert ráð fyrir byggingu frístundahúsa. Í ljósi þessa mælir nefndin með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.
17.   Galtastaðir: Flóahreppur: Deiliskipulag – 1508027
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til hluta af landi Galtastaða lnr. 198977 sem er í eigu ISAVIA. Í tillögunni er afmarkað svæði fyrir byggingu varamóttökustöðvar auk þess sem afmarkaðar eru 3 frístundahúsalóðir. Er tillagan í samræmi við tillögu að breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem er í vinnslu. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
18.   Langholt 2 lnr. 166249: Deiliskipulag – 1509072
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. apríl 2016 varðandi deiliskipulag fyrir Langholt 2 lnr. 166249. Eru þar gerðar nokkrar athugasemdir varðandi deiliskipulagið. Þá er lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi svæðisins þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir stofnunarinnar.
Að mati skipulagsnefndar hefur verið komið til móts við allar athugasemdir Skipulagsstofnunar og mælir með að sveitarstjórn samþykki tillöguna með breytingum.
19.   Hurðarbak: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – viðbygging – 1603035
Lögð fram umsókn Ólafs Einarssonar dags. 16. apríl 2016 um viðbyggingu við fjós í landi Hurðarbaks. Heildarstærð eftir stækkun er 1.060 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við málið og vísar útgáfu byggingarleyfis til byggingarfulltrúa. Ekki er þörf á grenndarkynningu.
 

20.  

Hrunamannahreppur

Hverabakki 2 166774: Umsókn um byggingarleyfi: Gróðurhús – 1604022

Lögð fram umsókn eigenda Hverabakka II lnr. 166774 dags. 12. apríl 2016 um stækkun á gróðurhúsi til samræmis við meðfylgjandi uppdrátt. Viðbygging er um 768 fm að stærð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina og vísar afgreiðslu málsins til byggingarfulltrúa. Ekki er þörf á grenndarkynningu.
21.   Túnsberg: Túnsberg 2 og 3: íbúðarhúsalóðir: stofnun lóðar og afmörkun – 1604030
Lögð fram umsókn eigenda Túnsbergs lnr. 166835 dags. 16. apríl 2016 þar sem óskað er eftir stofnun nýrrar lóðar, Túnsberg 2, auk þess sem afmörkun lóðarinnar Túnsberg 3 breytist.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar Túnsberg 2 og ekki heldur við breytta afmörkun Túnsbergs 3. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
22.   Langholtsvegur við Hrafnkelsstaði: Endurnýjun 66kV jarðstrengs: framkvæmdaleyfi – 1604034
Lögð fram umsókn Landsnets dags. 16. apríl 2016 um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar 66 kV jarðstreng frá endamastri við Langholtsveg og að tengivirki skammt frá Hrafnkelsstöðum (285 m) og þaðan að endamastri rétt við gatnamót við Hrafnkelsstaða veg (154 m). Meðfylgjandi er greinargerð dags. apríl 2016 þar sem framkvæmdinni er lýst.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir ofangreindri framkvæmd þegar samþykki landeigenda liggur fyrir.
 

23.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Húsatóftir 2 lóð 2 lnr. 222395: Húsatóftir 2a-c: Stofnun lóða – 1604035

Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 18. apríl 2016, f.h. eigenda Húsatófta 2 lóðar 2 lnr. 222395, þar sem óskað er eftir skiptingu lóðarinnar í fjórar lóðir sem hver um sig verður 7508,4 fm að stærð. Fram kemur að kvöð sé á landi Húsatófta 2 um aðkomu að landinu sbr. meðfylgjandi afsal dags. 22. október 2014.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna með fyrirvara um að aðkoma að lóðunum verði sýnd á uppdrætti. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 

24.  

Ásahreppur

Ásmúli 1 165264: Ásmúli 1A-1C og Ásmúlasel: stofnun lóða – 1604037

Lögð fram umsókn Hellatúns ehf. dags. 12. apríl 2016 þar sem óskað er eftir stofnun fjögurra lóða úr landi Ásmúla lnr. 165264.
Afgreiðslu málsins frestað þar til umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir.
 

25.  

Flóahreppur

Hnaus 2: Gistiskálar fyrir ferðaþjónustu: Deiliskipulag – 1601033

Lagt fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 1,38 ha svæðis á jörðinni Hnausar II á svæði sem liggur sunnan aðkomuvegar að bæjunum Hnaus 1 og 2, um 1,2 km frá þjóðvegi. Á svæðinu er fyrirhugað er að reisa allt að sjö 65 fm gistiskála fyrir ferðaþjónustu. Tillagan var auglýst frá 25. febrúar til 8. apríl 2016 og barst ein athugasemd. Þá liggur fyrir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 20. apríl 2016.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið óbreytt með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
 

26.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Hraunvellir: Ólafsvellir: Aðalskipulagsbreyting – 1508074

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkað er svæði fyrir verslun- og þjónustu á lögbýlinu Hraunvellir þar sem fyrirhuguð er uppbygging gistiþjónustu fyrir ferðamenn. Tillagan var auglýst frá 25. febrúar til 8. apríl 2016 og bárust engar athugasemdir.
Þar sem engar athugsemdir bárust á kynningartíma mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna óbreytta og feli skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
27.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-28 – 1604003F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa 13. apríl 2016.