Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 30. maí 2018

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18 – 80. fundur

haldinn  að Laugarvatni, 30. maí 2018

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson Áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál

1.  Jaðar 1 (L166785): Umsókn um byggingarleyfi: Frístundahús – 1805062
Lögð er fram umsókn Guðna Guðbergssonar og Elínar Kristrúnar Guðbergsdóttur um byggingarleyfi til að byggja frístundahús með geymslulofti 37,4 m2 á jörðinni Jaðar 1, L1666785 í Hrunamannahreppi.
Synjað, gögn ófullnægjandi og standast ekki kröfur byggingarreglugerðar 112/2012.

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

2. Kiðjaberg lóð 129 (L201719): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsluskýli – 1805070
Lögð er fram umsókn Main ehf. dags. 23.05.2018 móttekin 24.05.2018 um byggingarleyfi fyrir sumarhús sem verður samtals 306 m2 og geymsluskýli sem verður samtals 40,3 m2 á lóðinni Kiðjaberg lóð 129, Grímsnes- og Grafningshreppur.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

3. Villingavatn (L170960): Stöðuleyfi: Gámur – 1805060
Lögð er fram umsókn Þórólfs H. Jóhannessonar dags. 14.05.2018 um stöðuleyfi fyrir gám.
Umsókn er synjað.

4. Kóngsvegur 7 (L169464): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1805064
Lög er fram umsókn Ágústs Jenssonar og Hrundar Kristjánsdóttir dags. 4. maí 2018 um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á sumarhúsi sem verður eftir stækkun samtals 94 m2 á lóðinni Kóngsvegi 7, L169464 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

5. Kiðjaberg lóð 125 (L202124): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1805068
Lögð er fram umsókn Guðmundar K. Ásgeirssonar dags. 30.04.2018 móttekin 18.05.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með innbyggðum bílskúr sem verður 195,4 m2 á lóðinni Kiðjabergi lóð 125, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

6. Borgarbraut 5 (L204149): Tilkynningarskyld framkvæmd; Íbúðarhús – viðbygging – 1805074
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 25.05.2018 móttekin 28.05.2018 frá löggildum hönnuði Þorsteini Aðalbjörnssyni fyrir viðbyggingu á íbúðarhúsi sem verður samtals 252,2 m2 á lóðinni Borgarbraut 5, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
7. Löngudælaholt lóð 21 (L166670): Tilkynningarskyld framkvæmd: Aðstöðuhús – 1805072
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 25.05.2018 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði Árna G. Kristjánssyni fyrir byggingu aðstöðuhús sem verður samtals 38,5 m2 á lóðinni Löngudælaholt lóð 21, Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

Bláskógabyggð – Almenn mál

8. Árbakki: Umsókn um byggingarleyfi: Stækkun íbúðarhúss – 1703029
Sótt er um stækkun setustofu á 1. hæð og eldhúsi í mhl 01.
Samþykkt.

9. Sandskeið G-Gata 9 (170727): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1804045
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 36,1 m2 og 108,6 m3 úr bjálkum.
Synjað, gögn ófullnægjandi og standast ekki kröfur byggingarreglugerðar 112/2012.

10. Lindargata 7: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1805031
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 68,6 m2 og 182,1 m3 úr timbri.
Samþykkt.

11. Brekka lóð (L167210): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús mhl 12 – 1805036
Sótt er um að fjarlægja sumarhús 46,2 m2, byggingarár 1979 og byggja nýtt á sömu undirstöður 58,6 m2 og 202,7 m3 úr timbri
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

12. Brekka lóð (L167210: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús mhl 13 – 1805037
Sótt er um að fjarlægja sumarhús 46,2 m2, byggingarár 1980 og byggja nýtt á sömu undirstöður 58,6 m2 og 202,7 m3 úr timbri
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

13. Friðheimar (167088): Umsókn um byggingarleyfi: Vélageymsla – 1804084
Sótt er um leyfi til að byggja vélageymslu 635,8 m2 og 2.837,3 m3
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

14.  Furustekkur 7 (L170564): Umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd: Kvistar á sumarhús – 1805063
Lögð er fram tilkynning frá löggildum hönnuði Jóni R. Sigmundarsyni fyrir byggingu kvista og breytingu á gluggaskipan á sumarhúsi að Furustekk 7 (L170564) Bláskógabyggð. Skráður eigandi skv. Þjóðskrá Íslands er Kolbeinn Guðmundsson
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.

15. Gamlatún 9 (L215987); Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1805069
Lögð er fram umsókn Dóru Maríu Baldvinsdóttur dags. 18.05.2018 móttekin 23.05.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 136,2 m2 á lóðinni Gamlatún 9, Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

16. Dynjandisvegur 38: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús með bílskýli – 1708062
Erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir tilfærslu á sumarhúsi á lóð en nú út fyrir byggingarreit, húsastærð óbreytt
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

17. Iða 2 lóð (L200300): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1805071
Lögð er fram umsókn Kristínar Hrundar Whitehead og Balema Alou dags. 25.05.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús og geymslu 73,6 m2 á Iðu 2 lóð, Bláskógabyggð.
Vísað á skipulagsnefnd til afgreiðslu.

Flóahreppur – Almenn mál

18. Fljótshólar lóð (165476): Umsókn um niðurrif: Sumarhús mhl 01 – 1805047
Sótt er um leyfi til að fjarlægja sumarhús mhl 01 19,7 m2, byggingarár 1970
Samþykkt.

Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir

19. Þórsstígur 17 (198172): Umsögn um rekstrarleyfi: Gististaður – 1805039
Móttekin var tölvupóstur þann 10/05 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II frá Viator ehf kt. 571002 – 4180, fastanúmer 227-8142, gististaður án veitinga – frístundahús (G)
Byggingarfulltrúi synjar umsókn um rektrarleyfi í fl. II. í sumarhúsabyggð.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir

20.  Nónsteinn (L166533): Umsögn um rekstrarleyfi – 1805078
Móttekin var tölvupóstur þann 25/05 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II frá Nico ferðaþjónustu kt. 540518-0170, gististaður án veitinga, stærra gistiheimili(B)í Nónstein (L166533),fasteignanúmer F2202218 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði rekstrarleyfi í fl.II (gististaður án veitinga)til 15. september 2018.
Hámarksfjöldi gesta er 20 manns. (samtals 10 herbergi)
Bláskógabyggð – Almenn mál umsagnir og vísanir

21. Austurey 1 (167622): Umsögn um rekstrarleyfi: Gististaður – 1804068
Móttekin var tölvupóstur þann 20/03 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga – frístundahús (G) í mhl 16,17,18,19,20 og 21 í Austurey 1.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verði út rektstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 2 manns í hverju húsi. Samtals 6 hús.

22. Reykjavellir (167436): Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting – 1804073
Móttekin var tölvupóstur þann 6/04 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga – frístundahús (G)á fastanúmer 220-5623 á Reykjavöllum lnr. 167436.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verð út rektstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 4 manns.

23. Myrkholt lóð 1 (217197): Umsögn um rekstrarleyfi: Gistiskáli – 1805003
Móttekin var tölvupóstur þann 27/04 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II frá Glásteini ehf. kt. 500706 – 0230, fastanúmer 228-8499, gististaður án veitinga – gistiskáli (D)
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verði út rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án seldra veitinga.
Leyfið gildir fyrir allt að 32 manns í alls 8 herbergjum.
Einnig leyfi fyrir 50 manns í sal.

24. Dalbraut 6 (L167846): Umsögn um rekstrarleyfi: Veitingastaður – 1805081
Móttekin var tölvupóstur þann 31/05 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II frá Goodfood ehf. kt. 490518-1420, fasteignanúmer F2206303, veitingastofa og greiðasala(C) á Dalbraut 6, Bláskógabyggð
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði rekstrarleyfi í fl. II (veitingahús,veitingastofa og greiðasala)
Hámarksfjöldi gesta er 20 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Davíð Sigurðsson

Rúnar Guðmundsson