07 mar Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 96 – 6. mars 2019
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 96. fundur
haldinn að Laugarvatni, 6. mars 2019
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Stefán Short embættismaður, Lilja Ómarsdóttir embættismaður og Halldór Ásgeirsson, áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa.
Dagskrá:
| Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
| 1. | Neðra-Apavatn lóð (L169296); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með risi – 1902037 | |
| Fyrir liggur umsókn Finnu Birnu Steinsson og Baldurs Hafstað dags. 1.03.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti 137,7 m2 á sumarhúsalóðinni Neðra-Apavatn (L169296) í Grímsnes- og Grafningshreppi | ||
| Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
| 2. | Kóngsvegur 16A (L169544); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1902005 | |
| Fyrir liggur umsókn Áslaugar Ásgeirsdóttur dags. 04.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús á tveimur hæðum 287,3 m2 á sumarhúsalóðinni Kóngsvegur 16A í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
| Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
| 3. | Lambholt 8 (L176921); Umsókn um niðurrif; Gestahús mhl 02 – 1902050 | |
| Fyrir liggur umsókn Elísar Andes Hanssonar og Fanneyjar Pálsdóttur dags. 21.02.2019 móttekin sama dag um að fjarlægja gestahús mhl 02, byggingarár 2010, 18,8 m2 á sumarhúsalóðinni Lambholt 8 (176921) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
| Samþykkt. | ||
| 4. | Nesjar (L170877); Umsókn um niðurrif; Sumarbústaður – 1903003 | |
| Fyrir liggur umsókn Klapparás ehf. dags. 01.03.2019 móttekin sama dag um niðurrif á sumarhúsi mhl 01, byggingarár 1965, 32,3 m2 á sumarhúsalóðinni Nesjar (L170877) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
| Samþykkt | ||
| 5. | Seljaland 24 (167959) Umsókn um byggingarleyfi Sumarhús – viðbygging – 1704013 | |
| Fyrir liggur ný umsókn Þórunnar Ingibjargar Reynisdóttur dags. 05.03.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús 14,5 m2 á sumarhúsalóðinni Seljaland 24 (L167959) í Grímsnes- og Grafningshreppi | ||
| Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
| Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál | ||
| 6. | Grandi (L166643)(Sandlækur 1 lóð 5): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1803030 | |
| Fyrir liggur umsókn Helgu Guðrúnar Loftsdóttur dags. 06.03.2018 móttekin 8.03.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 33 m2 á sumarhúsalóðinni Grandi (L166643) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
| Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
| 7. | Skeiðháholt 2B (Skeiðháholt II) L166497; Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – breyting – 1902029 | |
| Fyrir liggur umsókn Jóns Braga Ólafssonar dags. 11.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta innra skipulagi á íbúðarhúsi, bílgeymsla breytt í stofu, baðhergi og eldhús færð og áföst geymsla 12,4 m2 fjarlægð á íbúðarhúsalóðinni Skeiðháholti 2B (L166497) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
| Samþykkt. | ||
| Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
| 8. | Friðheimar (L167088); Umsókn um byggingarleyfi; Véla-Verkfærageymsla mhl 17 – breyting – 1902063 | |
| Fyrir liggur umsókn Helenar Hermundardóttur og Knúts Rafns Ármanns dags. 27.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að innrétta milligólf á 2. hæð í véla- og verkfæra geymslu 182,5 m2 sem aðstöðu og íbúðarrými fyrir starfsfólk mhl 17 á jörðinni Friðheimar (L167088) í Bláskógabyggð. | ||
| Umsókn er synjað. | ||
| 9. | Vallárvegur 24 (L206900); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – stækkun – 1506009 | |
| Fyrir liggur ný umsókn Kjartans Guðbjartssonar dags. 20.02.2019 móttekin 25.02.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús anddyri og geymslu á sumarhúsalóðinni Vallárvegur 24 (L206900) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 116,6 m2. | ||
| Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
| 10. | Heslilundur 2 (L170429); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með risi – 1902027 | |
| Fyrir liggur umsókn Ölmu Bjarkar Ástþórsdóttur og Einars Péturssonar dags. 07.02.2019 móttekin 08.02.2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús með risi 29.5 m2 á sumarhúsalóðinni Heslilundur 2 (L170429) í Bláskógabyggð. | ||
| Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem skilmálar deiliskipulags eru óljósir. | ||
| 11. | Melur (L224158); Umsókn um byggingarleyfi; gistihús mhl 13 – 1902038 | |
| Fyrir liggur umsókn Geysisholts ehf. dags. 18.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gistihús mhl 13, 94,8 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Melur (L224158) í Bláskógabyggð. | ||
| Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
| 12. | Melur (L224158); Umsókn um byggingarleyfi; gistihús mhl 14 – 1902039 | |
| Fyrir liggur umsókn Geysisholts ehf. dags. 18.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gistihús mhl 14, 94,8 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Melur (L224158) í Bláskógabyggð. | ||
| Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
| 13. | Melur (L224158); Umsókn um byggingarleyfi; gistihús mhl 15 – 1902040 | |
| Fyrir liggur umsókn Geysisholts ehf. dags. 18.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gistihús mhl 15, 94,8 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Melur (L224158) í Bláskógabyggð. | ||
| Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
| 14. | Melur (L224158); Umsókn um byggingarleyfi; gistihús mhl 16 – 1902041 | |
| Fyrir liggur umsókn Geysisholts ehf. dags. 18.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gistihús mhl 16, 94,8 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Melur (L224158) í Bláskógabyggð. | ||
| Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
| 15. | Melur (L224158); Umsókn um byggingarleyfi; gistihús mhl 17 – 1902042 | |
| Fyrir liggur umsókn Geysisholts ehf. dags. 18.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gistihús mhl 17, 94,8 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Melur (L224158) í Bláskógabyggð. | ||
| Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
| 16. | Suðurbraut 11 (L170352); Umsókn um niðurrif; Geymsla mhl 02 og gróðurhús mhl 03 – 1812035 | |
| Fyrir liggur umsókn Ólafar Stefaníu Höjgaard og Martins Guðmundssonar dags. 29.11.2018 og móttekin 11.12.2018 um niðurrif á geymslu mhl 02, 8,2 m2, byggingarár 1994 og gróðurhús mhl 03, 10,9 m2, byggingarár 1994 á sumarhúsalóðinni Suðurbraut 11 (L170352) í Bláskógabyggð | ||
| Samþykkt. | ||
| 17. | Efsti-Dalur 1 lóð (L167738); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1902051 | |
| Fyrir liggur umsókn Bryndísar Kvaran dags. 22.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 113,5 m2 á sumarhúsalóðinni Efsti-Dalur 1 lóð (L167738) í Bláskógabyggð. Eldra hús verður fjarlægt af lóð þegar nýtt hús verður tekið í notkun. | ||
| Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
| Flóahreppur – Almenn mál | ||
| 18. | Eystri-Loftsstaðir 2 (L227141); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1902034 | |
| Fyrir liggur umsókn Hafrúnar Óskar Gísladóttur dags. 13.02.2019 móttekin 14.02.2019 um byggingarleyfi til að flytja 60 m2 hús á íbúðarhúsalóðina Eystri-Loftsstaði 2 (L227141) í Flóahreppi. | ||
| Samþykkt. | ||
| Ásahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
| 19. | Skammilækur (L202060); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1902002 | |
| Móttekinn var tölvupóstur þann 31.01.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C) frá Reyni Erni Pálmasyni á jörðinni Skammilækur (F2287351) í Ásahreppi. | ||
| Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 10 manns. | ||
| Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir | ||
| 20. | Brekkur 9 (L 219238); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1903010 | |
| Móttekinn var tölvupóstur þann 28.02.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C) frá Hrafni Guðmundssyni á sumarhúsalóðinni Brekkur 9 (L219238) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
| Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Brekku 9 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags. | ||
| Flóahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
| 21. | Mosató 3 hótel (L225133) Umsögn um rekstrarleyfi – 1806080 | |
| Erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa. Til umsagnar er tölvupóstur sem var móttekinn 01.06.2018 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV frá 360 gráður ehf. kt. 531016 – 1060, fasteignanúmer F2363573, gististaður með áfengisveitingum – Hótel (A) í landi Mosató 3 hótel, L225133 í Flóahreppi. | ||
| Borist hafa ný gögn og veitir byggingarfulltrúi nú tímabundna jákvæða umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV. að Mosató 3 hótel, L225133 í Flóahreppi. Frestur til úrbóta er gefinn til 1.4.2019. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00
| Davíð Sigurðsson | Rúnar Guðmundsson | |
| Stefán Short | Lilja Ómarsdóttir | |