Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 94 – 6. febrúar 2019

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 94. fundur  

haldinn að Laugarvatni, 6. febrúar 2019

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi, Stefán Short embættismaður, Lilja Ómarsdóttir embættismaður og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson,aðstoðarmaður byggingarfulltrúa

 

Dagskrá:

 

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Miðás (L211096); Umsókn um byggingarleyfi; Bílskúr – breyting á notkun – 1901051
Fyrir liggur umsókn Ástu B. Ólafsdóttur og Gísla Sveinssonar dags. 21.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta bílgeymslu 47,6 m2 í eldhús á jörðinni Miðás (L211096) í Ásahreppi.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
2.  Húsar 1 land (L165337); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – breyta skráningu í íbúðarhús – 1901065
Fyrir liggur umsókn Óðins Arnar Jóhannessonar dags. 16.01.2019 móttekin 18.01.2019 um byggingarleyfi til að breyta skráningu á sumarhúsi í íbúðarhús á lóðinni Húsar 1 land (L165337) í Ásahreppi.
Þar sem núverandi teikningar uppfylla ekki kröfur byggingarreglugerðar 112/2012 fyrir íbúðarhús er umsókninni synjað.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
3.  Kattargil 8 (L170908); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1812034
Fyrir liggur umsókn Liv Bergþórsdóttur og Sverris Viðarsonar dags. 12.12.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja við núverandi hús viðbyggingu á tveimur hæðum á sumarhúsalóðinni Kattargil 8 (170908) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Lilja Ómarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
4. Bústjórabyggð 8 (L221731); Stöðuleyfi; Hús á hjólum – 1901076
Fyrir liggur umsókn e-gulls dags. 29.01.2019 móttekin sama dag um stöðuleyfi fyrir hús á hjólum á sumarhúsalóðinni Bústjórabyggð 8 (L221731) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað.
5. Hrauntröð 36 (L22148); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1901012
Fyrir liggur umsókn Sigvaldar S. Haukssonar dags. 04.01.2019 móttekin 07.01.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með bílgeymslu á neðri hæð 189 m2 á sumarhúsalóðinni Hrauntröð 36 (L221148) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6. Hrauntröð 36 (L221148); Stöðuleyfi; Vinnuskúr – 1901010
Fyrir liggur umsókn Sigvaldar S. Haukssonar dags. 4.01.2019 móttekin sama dag um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á sumarhúsalóðinni Hrauntröð 36 (L221148) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.2.2020.
7.  Réttarhólsbraut 10 (L169939); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1901066
Fyrir liggur umsókn Huldu Einarsdóttur dags. 24.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja við sumarhúsið 39,5 m2 á sumarhúsalóðinni Réttarhólsbraut 10 (L169939) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Málinu er frestað þar sem björgunarop uppfylla ekki kröfur byggingarreglugerðar 112/2012.
8.  Hestur lóð 101 (L168607); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús og bílgeymsla – 1901035
Fyrir liggur umsókn Ásrúnar Kristjánsdóttur dags. 10.01.2019 móttekin 11.01.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 86,2 m2 og gestahús 29,8 m2 undir sama þaki ásamt að byggja stakstæða bílageymslu 28 m2 á sumarhúsalóðinni Hestur lóð 101 (L168607) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9.  Bjarkarbraut 5 (L169155); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging og geymsla – 1809066
Móttekinn var tölvupóstur þann 24.01.2019 frá Hallborgu Arnardóttur þar sem óskað er eftir að breyta erindi sem var samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 23.01.2019. Nú er sótt um að byggja við sumarhús 10,5 m2 en hætt er við að byggja geymslu á sumarhúsalóðinni Bjarkarbraut 5 (169155) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 92,6 m2
Samþykkt
10.  Kiðhólsbraut 16 (L170079); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – viðbygging – 1901075
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Óskarssonar dags. 24.01.2019 móttekin 30.01.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhúsið 47,1 m2 á sumarhúsalóðinni Kiðhólsbraut 16 (L170079) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 93,3 m2
Samþykkt.
11. Höfðabraut 3 (L196605); Tilkynningarskyld framkvæmd, gestahús – 1901021
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 28.01.2019 móttekin 31.01.2019 frá löggildum hönnuði Sigurði Þorvarðssyni til að byggja gestahús 36,7 m2 á sumarhúsalóðinni Höfðabraut 3 (L196605) í Grímsnes- og Grafningshreppi
Samþykkt.
Bláskógabyggð – Almenn mál
12.  Eskilundur 8 (L170397); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1901034
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 09.01.2019 móttekin 11.01.2019 frá löggildum hönnuði Einari Ólafssyni til að byggja við sumarhús 21,4 m2 á sumarhúsalóðinni Eskilundi 8 (L170397) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun á sumarhúsi verður 72,7 m2. Þinglýstur eigandi skv. Þjóðskrá Íslands er Benjamín Gunnarsson
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Flóahreppur – Almenn mál
13.  Lofsstaðir-Vestri (L165512); Umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – breyting á notkun – 1902001
Fyrir liggur umsókn Péturs Þórs Sigurðssonar með umboð frá Þvottahúsinu Lín ehf. og Austri ehf. dags. 31.01.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta íbúðarhúsi í þjónustuhús á eyðijörðinni Loftsstaðir – Vestri (L165512) í Flóahreppi
Málinu er frestað þar til fyrir liggur skipulag af svæðinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

14.  Langholt 2 (L166249); Umsókn um byggingarleyfi; Bílskúr – breyting – 1812040
Fyrir liggur umsókn Ragnars Vals Björgvinssonar dags. 18.12.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta bílskúr mhl 16 í gistiaðstöðu á jörðinni Langholt 2 (L166249) í Flóahreppi
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012
15. Árheimar 4 (L227371); Umsókn um byggingarleyfi, gestahús – 1901041
Fyrir liggur umsókn Ingjalds Aam móttekin 16.01.2019 um byggingarleyfi, leyfi til að flytja 59,2 m2 gestahús á lóðina Árheimar 4 (L227371) í Flóahreppi.
Samþykkt
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir
16.  Vesturbrún 1 (L166741); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting með áfengisveitingum – 1901070
Móttekinn var tölvupóstur þann 28.01.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV, gististaður með áfengisveitingum, hótel (A) frá Hótel Flúðum á viðskipta- og þjónustulóðinni Vesturbrún 1 (F2203175) í Hrunamannahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé rekstrarleyfi í fl. IV. Hótel fyrir allt að 64 manns í 32 herbergjum.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
17. Austurbyggð 24 (L167405); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1809041
Móttekinn var tölvupóstur þann 29.08.2018 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II frá Sigurhæðum Laugarási ehf., kt. 640914 – 0330, fasteignanúmer F220-5567, íbúðir (F) á lóðinni Austurbyggð 24 í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 10 manns.
18. Austurbyggð 7 (L192591); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1809040
Móttekinn var tölvupóstur þann 29.08.2018 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II frá Sigurhæðum Laugarási ehf., kt. 640914 – 0330, fasteignanúmer F229-5713, íbúðir (F) á lóðinni Austurbyggð 7 í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 10 manns.
 19.  Háholt 2A (L194908); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1901057
Móttekinn var tölvupóstur þann 16.01.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C) frá Katrine ehf. á íbúðarhúsalóðinni Háholt 2A (F2276318) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 8 manns.
20. Snorrastaðir lóð 15 (L168100); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1902020
Móttekinn var tölvupóstur þann 06.02.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, frístundahús (G) frá Benedikt Jónssyni á sumarhúsalóðinni Snorrastaðir lóð 15 (F2206554) í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Snorrastöðum lóð 15, á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir
21. Mosató 3 hótel (L225133) Umsögn um rekstrarleyfi – 1806080
Móttekinn var tölvupóstur þann 1.06.2018 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV frá 360 gráður ehf. kt. 531016 – 1060, fasteignanúmer F2363573, gististaður með áfengisveitingum – Hótel (A) í landi Mosató 3 hótel, L225133 í Flóahreppi.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis þar sem fullnægjandi lokaúttekt hefur ekki farið fram.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30

 

Davíð Sigurðsson    Rúnar Guðmundsson
 Stefán Short    Lilja Ómarsdóttir