19 nóv Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 238 – 19. nóvember 2025
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-238. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 19. nóvember 2025 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
| Ásahreppur – Almenn mál
|
||
| 1. | Þjóðholt (L219274); byggingarleyfi; einbýlishús – 2509084 | |
| Móttekin var umsókn þann 29.09.2025 um byggingarleyfi fyrir 162 m2 einbýlishúsi með innbyggðum bílskúr á landinu Þjóðholt (L219274) í Ásahreppi. | ||
| Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir. -Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn. – Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða. – Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
| Hrunamannahreppur – Almenn mál
|
||
| 2. | Auðsholt 4 lóð (178640); niðurrif; íbúð mhl 01 – 2511027 | |
| Móttekin var umsókn þann 05.11.2025 um niðurrif á mhl 01 íbúð 152,2 m2, byggingarár 1952 á íbúðarhúsalóðinni Auðsholt 4 lóð (L178640) í Hrunamannahreppi. | ||
| Niðurrif mannvirkja fellur undir umfangsflokk 1 skv. byggingarreglugerð gr. 1.3.2 og er háð byggingarheimild. Byggingarheimild til niðurrifs verður gefið út þegar yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð sína á framkvæmd liggur fyrir skv. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar. Farga skal efni á viðurkenndan hátt. |
||
| 3. | Kotlaugar (L166794); byggingarheimild; fjós mhl 16 – 2511034 | |
| Móttekin var umsókn þann 13.11.2025 um byggingarheimild fyrir 1.380 m2 fjósi með áburðarkjallara byggt við núverandi fjós mhl 15 á jörðinni Kotlaugar (L166794) í Hrunamannahreppi. | ||
| Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
| 4. | Hrunamannavegur 3 (L224583); byggingarleyfi; innrétting rýmis 0104 – apótek – 2511038 | |
| Móttekin var umsókn þann 17.11.2025 um byggingarleyfi til að innrétta rými 0104 sem apótek á verslunar- og þjónustulóðinni Hrunamannavegur 3 (L224583) í Hrunamannahreppi. | ||
| Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir. -Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn. – Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða. – Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
| Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
|
||
| 5. | Villingavatn bátaskýli (L237203); byggingarheimild; bátaskýli – 2406011 | |
| Erindi sett að nýju fyrir fund, skipulagsnefnd hefur tekið það til umfjöllunar. Móttekin var umsókn þann 04.06.2024 um byggingarheimild fyrir 580 m2 bátaskýli á landinu Villingavatn bátaskýli (L237203) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
| Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
| 6. | Langirimi 56 (L235654); byggingarheimild; gestahús – 2511007 | |
| Móttekin var umsókn þann 30.10.2025 um byggingarheimild fyrir 40 m2 sumarhúsi á sumarbústaðalandinu Langirimi 56 (L235654) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
| Afgreiðslu máls er frestað og verður tekið fyrir að nýju þegar breytingu á deiliskipulagi og skráningu lóðar verður lokið. | ||
| Bláskógabyggð – Almenn mál
|
||
| 7. | Heiðarbær lóð (L170256); byggingarheimild; sumarhús – viðbygging – 2507044 | |
| Erindi sett að nýju fyrir fund, erindi synjað af skipulagsnefnd athugasemd kom við grenndarkynningu. Móttekin var umsókn þann 10.07.2025 um 25,3 m2 viðbyggingu við sumarhús á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð (L170256) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 153,4 m2. | ||
| Umsókn er synjað á grundvelli athugasemda sem bárust frá Framkvæmdasýslu Ríkisins. | ||
| 8. | Helludalur 1 og 2 land (L193422); byggingarheimild; gróðurhús – 2507014 | |
| Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Móttekin var umsókn þann 07.07.2025 um byggingarheimild fyrir 92,8 m2 gróðurhúsi á jörðinni Helludalur 1 og 2 land (L193422) í Bláskógabyggð. | ||
| Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
| 9. | Reykjabraut 1 (L192616); byggingarheimild; bílskúr – 2511010 | |
| Móttekin var umsókn þann 02.11.2025 um byggingarheimild fyrir 74,9 m2 bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Reykjabraut 1 (L192616) í Bláskógabyggð. | ||
| Umsókn er synjað. Bygging sem sótt er um er ekki staðsett innan byggingarreits lóðar. | ||
| 10. | Mosaskyggnir 22 (L240401); byggingarheimild; sumarhús – 2511017 | |
| Móttekin var umsókn þann 07.11.2025 um byggingarheimild fyrir 144 m2 sumarhúsi á sumarbústaðalandinu Mosaskyggnir 22 (L240401) í Bláskógabyggð. | ||
| Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
| Flóahreppur – Almenn mál
|
||
| 11. | Rimar 23 (L212367); byggingarheimild; gestahús – 2511036 | |
| Móttekin var umsókn þann 13.11.2025 byggingarheimild fyrir 45,5 m2 gestahúsi á íbúðarhúsalóðinni Rimar 23 (L212367) í Flóahreppi. | ||
| Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra. |
||
| 12. | Mosató 3 hótel (L225133); byggingarleyfi; hótel – viðbygging – 2408023 | |
| Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin var umsókn þann 16.11.2025 um frekari stækkun, bílakjallari og breyting á innri rýmum á viðskipta- og þjónustulóðinni Mosató 3 hótel (L225133) í Flóahreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 3.460 m2. Áður var samþykkt á afgreiðslufundi þann 04.09.2024 1.755,8 m2 viðbygging við hótel. | ||
| Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
| Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir
|
||
| 13. | Lækjarbrekka 33 (L207028); Umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2511029 | |
| Móttekinn var tölvupóstur þann 05.11.2025 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarhús frá Bjarka Jóhannessyni fyrir hönd Ívó ehf. kt. 550617 – 0720 á sumarbústaðalandinu Lækjarbrekka 33 (F229 5417) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
| Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. | ||
| 14. | Ljósafossskóli (L168468); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2511028 | |
| Móttekinn var tölvupóstur þann 10.11.2025 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (B) Stærra gistiheimili, rýmisnúmer 01 0101 gistiheimili frá Ilona Gorash fyrir hönd Nyja budin ehf. kt. 690925 – 0600 á viðskipta- og þjónustulóðinni Ljósafossskóli (F220 – 7340) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
| Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis þar sem ekki hefur verið sótt um tilskilin leyfi fyrir mannvirkjum sem risið hafa á lóðinni. | ||
| Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir
|
||
| 15. | Skógarskarð (L228226); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2405040 | |
| Móttekinn var tölvupóstur þann 02.05.2024 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Björgvini G. Sigurðssyni fyrir hönd Draumahöll ehf. kt. 670905 – 1010 á sumarbústaðalandinu Skógarskarð (F250 4429) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
| Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00