Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 201 – 20. mars 2024

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24-201. fundur  haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 20. mars 2024 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál

1.   Framnes (L165278); umsókn um niðurrif; fjárhús mhl 07 – 2009020
Erindi sett að nýju fyrir fund, fyrir liggur umsókn Jónu Guðbjörnsdóttur f.h. eigenda, móttekin 8. mars 2024, um niðurrif á mhl 04 fjárhúsi 43,6 m2, mhl 05 fjárhúsi 43,6 m2, mhl 06 hesthúsi 52,9 m2 og mhl 09 hlöðu 119,2 m2 á jörðinni Framnes (L166250) í Ásahreppi.
Samþykkt. Niðurrif mannvirkja fellur undir umfangsflokk 1 skv. byggingarreglugerð gr. 1.3.2 og er háð byggingarheimild.
Farga skal efni á viðurkenndan hátt.

 
Hrunamannahreppur – Almenn mál

2.    Gata lóð 5 (L192260); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2402033
Móttekin er umsókn 12.02.2024 um byggingarheimild fyrir 62,9 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Gata lóð 5 (L192260) í Hrunamannahrepp. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 253,3 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
3.    Ásgarður (L223398); umsókn um byggingarleyfi; skáli – viðbygging með tengigangi við gistihús – 2105048
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi til að byggja lokað forrými fyrir aðalinngang og vörumóttöku við mhl 01 hálendismiðstöð

á viðskipta- og þjónustulóðinni Ásgarður (L223398) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á byggingu verður 1.066,9 m2.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010

og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.

 
4.    Krummabraut 4 (L194757); byggingarheimild; sumarbústaður – breyting – 2403012
Móttekin er umsókn 06.03.2024 um byggingarheimild fyrir endurbyggingu og breytingu á sumarbústað á sumarbústaðalandinu Krummabraut 4 (L194757)

í Hrunamannahrepp.

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

5.   Lambanes lóð 2 (L169830); byggingarheimild; sumarbústaður – 2310060
Móttekin er umsókn 19.10.2023 um byggingarheimild fyrir 263 m2 sumarhúsi á sumarbústaðalandinu Lambanes lóð 2 (L169830) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
6.   Skagamýri 10 (L230105); byggingarheimild; þrjú gestahús – 2402034
Erindi sett að nýju fyrir fund, skipulagsnefnd hefur tekið það til umfjöllunar. Móttekin er umsókn 26.01.2024 um byggingarheimild fyrir þremur 35 m2 smáhýsum á landinu Skagamýri 10 (L230105) í Grímsnes-og Grafningshrepp.
Í bókun skipulagsnefndar þann 28.02.2024 kom fram að uppbygging 3ja gistihúsa

á lóðinni er ekki í takt við meginnotkun svæðisins á meðan ekkert annað hefur verið byggt á lóðinni. Umsókn er því synjað.

 
7.    Borgarholtsbraut 3 (L170009); byggingarheimild; sumarbústaður – stækkun – 2403031
Móttekin er umsókn 07.03.2024 um byggingarheimild fyrir 55,4 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Borgarhólsbraut 3 (L170009) í Grímsnes- og Grafningshrepp. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 106,9 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
8.   Grensás 22 (L215135); byggingarheimild; sumarbústaður – 2403017
Móttekin er umsókn 06.03.2024 um byggingarheimild fyrir 113,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Grensás 22 (L215135) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
9.   Hestur lóð 7a (L196063); byggingarheimild; geymsla – 2309047
Móttekin er umsókn 07.09.2023 um byggingarheimild fyrir 25,9 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 7a (L196063) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
10.   Tungubraut 15 (L169222); byggingarheimild; sumarbústaður – 2403053
Móttekin er umsókn 18.03.2024 um byggingarheimild fyrir 35,3 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Tungubraut 15 (L169222) í Grímsnes-og Grafningshrepp.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulagsskilmálar liggja ekki fyrir.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

11.    Ásbrekka (L166535); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með kjallara og risi – 2104101
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Davíð K. Chatham Pitt fyrir hönd Finns B. Harðarsonar, móttekin 18.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með kjallara og risi og innbyggðum tvöföldum bílskúr 499,8 m2 á jörðinni Ásbrekka (L166535) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
Bláskógabyggð – Almenn mál

12.   Holtsgata 13b (L221901); byggingarheimild; gróðurhús – 2401056
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Móttekin var umsókn 17.01.2024 um byggingarheimild fyrir 13,8 m2 gróðurhúsi á íbúðar- og atvinnulóðinni Holtsgata 13b (L221901) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
13.   Lóustekkur 3 (L170590); byggingarheimild; bátaskýli – 2402026
Móttekin er umsókn 09.02.2024 um byggingarheimild fyrir 47 m2 bátaskýli

á sumarbústaðalandinu Lóustekkur 3 (L170590) í Bláskógabyggð.

Í bókun skipulagsnefndar þann 28.02.2024 kom fram að ekki er heimild fyrir uppbyggingu á stöku bátaskýli á lóð Lóustekk 3. Skipulagsnefnd mæltist til þess að sótt verði um breytingu á deiliskipulagi þar sem skilgreind verði heimild fyrir uppbyggingu á bátaskýli á lóð Lóustekks 3.
Umsókn um byggingarheimild fyrir bátaskýli er því synjað. Málið verður tekið fyrir að nýju ef deiliskipulagsskilmálum verði breytt.

 
14.   Seljaland 12 (L167950); byggingarheimild; sumarbústaður – 2402050
Móttekin er umsókn 31.01.2024 um byggingarheimild að flytja fullbúið 98 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandið Seljaland 12 (L167950) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
15.    Suðurbraut 6 (L170348); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2402054
Erindi sett að nýju fyrir fund, skipulagsnefnd hefur tekið það til umfjöllunar. Móttekin er umsókn 18.02.2024 um byggingarheimild fyrir 65,2 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Suðurbraut 6 (L170348) sem er 3.340 m2 að stærð í Bláskógabyggð. Heildarstærð sumarhúss eftir stækkun verður 115 m2.
Í bókun skipulagsnefndar þann 28.2.2024 kom fram að samkvæmt skilmálum aðalskipulags Bláskógabyggðar skal nýtingarhlutfall frístundalóða ekki fara umfram nýtingarhlutfall 0,03 nema á lóðum sem eru minna en 1/3 ha að stærð en þar er leyfilegt byggingarmagn 100 fm. Framlagðir uppdrættir gera ráð fyrir því að nýtingarhlutfall lóðar fari umfram uppgefið hámarksnýtingarhlutfall og húsið verði eftir viðbygginu 115,2 fm að stærð. Að auki benti nefndin á að samkv. gr. 5.3.2.12 skipulagsreglugerðar skal innan frístundasvæða ekki byggja nær lóðarmörkum en 10 m. Samkvæmt framlögðum gögnum er gert ráð fyrir að viðbygging sé í 7,66 m fjarlægð frá lóðarmörkum.
Byggingarfulltrúi synjar umsókn.

 
16.   Spóastaðir (L167168); byggingarheimild; gestahús – 2402069
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin er umsókn 26.02.2024 um byggingarheimild fyrir 39,2 m2 gestahúsi á íbúðarhúsalóðinni Spóastaðir 1 (L167168) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
17.    Birkilundur 9-13 9R (L205492); byggingarheimild; gróðurhús – breytingar innanhúss – 2403032
Móttekin er umsókn 09.03.2024 um byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss

í gróðurhúsi á viðskipta- og þjónustulóðinni Birkilundur 9-13 (L205492) í Bláskógabyggð.

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
18.   Kóngsvegur 24 (L198320); byggingarheimild; tvö gestahús – 2403033
Móttekin er umsókn 11.03.2024 um byggingarheimild fyrir tvö 40 m2 gestahús,

mhl 08 og 09 á sumarbústaðalandinu Kóngsvegur 24 (L198320) í Bláskógabyggð.

Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
19.    Suðurbraut 1 (L170343); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2403038
Móttekin er umsókn 11.03.2024 um byggingarheimild fyrir 21,2 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Suðurbraut 1 (L170343) í Bláskógabyggð. Stærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 71,4 m2.
Málinu er vísað í grenndarkynningu.
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis- og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar nr. 280/2022.
 
20.   Skútabraut 3 (L167558); byggingarheimild; gestahús – 2403044
Móttekin er umsókn 14.03.2024 um byggingarheimild fyrir 31,5 m2 gestahúsi

mhl 02 á sumarbústaðalandinu Skútabraut 3 (L167558) í Bláskógabyggð.

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
21.   Skálholt (L167166); byggingarheimild; gistihús – 2402032
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur skilað inn lagfærðum gögnum. Móttekin er umsókn 13.02.2024 um byggingarheimild fyrir 157,5 m2 gistihúsi á jörðinni Skálholt (L167166) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010

og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.

 
Flóahreppur – Almenn mál

22.    Villingaholt 2 (L166403); byggingarleyfi; geymsla mhl 04 – breyting á notkun í íbúðarhús – 2312057
Móttekin er umsókn 20.12.2023 um byggingarleyfi að breyta notkun á mhl 04 geymslu 120 m2, byggingarár 1985 í íbúðarhús á jörðinni Villingaholt 2 (L166403) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
23.   Brennuhóll (L235139); byggingarheimild; geymsla – 2401068
Erindi sett að nýju fyrir fund, skipulagsnefnd hefur tekið það til umfjöllunar. Móttekin var umsókn 29.01.2024 um byggingarheimild fyrir 37,6 m2 geymslu á landinu Brennuhóll (L235139) í Flóahrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir

24.   Þrastahólar 2 (L205939); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2403036
Móttekinn var tölvupóstur þann 8.03.2024 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi

þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (C) minna gistiheimili, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Alfreð G. Baarregaard f.h. Norðrið ehf.,

kt. 510313 – 0620 á sumarbústaðalandinu Þrastahólar 2 (F234 4055) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Þrastahólar 2 (L205939) á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
 
25.   Fljótsbakki 31 (L168303); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2403058
Móttekinn var tölvupóstur þann 19.03.2024 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Birni Valdimarssyni f.h. Næði ehf., kt. 580997 – 2609 á sumarbústaðalandinu Fljótsbakki 31 (F220 7213) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Fljótsbakki 31 (L168303) á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00