Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 200 – 6. mars 2024

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24-200. fundur  haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 6. mars 2024 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Þórarinn Magnússon áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál

1.    Ásatúnsvallarland (L218490); umsókn um byggingarleyfi; breytt notkun í íbúðarhús – 2205092
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir að breyta notkun á mhl 03, golfskála 85,5 m2 í íbúðarhús og mhl 02, 30,2 m2 í gestahús á landinu Ásatúnsvallarland (L218490) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010

og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.

 
2.    Ásgarður (L223398); umsókn um byggingarleyfi; skáli – viðbygging með tengigangi við gistihús – 2105048
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi til að byggja lokað forrými fyrir aðalinngang og vörumóttöku við mhl 01 hálendismiðstöð á viðskipta- og þjónustulóðinni Ásgarður (L223398) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á byggingu verður 1.066,9 m2.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

3.   Álfabyggð 52 (L236433); byggingarheimild; sumarbústaður – 2402055
Móttekin er umsókn 19.02.2024 um byggingarheimild fyrir 129,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Álfabyggð 52 (L236433) í Grímsnes og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
4.    Hestvíkurvegur 18 (L170895); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2402035
Móttekin er umsókn þ. 11.12.2023 um byggingarheimild fyrir 69,4 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hestvíkurvegur 18 (L170895) í Grímsnes- og Grafningshrepp. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 147,2 m2.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
5.    Hlauphólar 3 (L236881); byggingarheimild; sumarbústaður og sauna – 2403002
Móttekin er umsókn 01.03.2024 fyrir 20,2 m2 sumarbústað og 4,2 m2 saunahúsi

á sumarbústaðalandinu Hlauphólar 3 (L236881) í Grímsnes-og Grafningshrepp.

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
6.   Kerhraun 45 (L168920); byggingarheimild; gestahús – 2402042
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin er umsókn 15.02.2024 um byggingarheimild fyrir 40 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Kerhraun 45 (L168920) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

7.   Móholt (L215759); byggingarheimild; íbúðarhús – viðbygging – 2402062
Móttekin er umsókn 19.02.2024 um byggingarheimild fyrir 33,6 m2 viðbyggingu við íbúðarhús á lóðinni Móholt (L215759) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 297,2 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
Bláskógabyggð – Almenn mál

8.   Skálholt (L167166); byggingarheimild; gistihús – 2402032
Móttekin er umsókn 13.02.2024 um byggingarheimild fyrir 157,5 m2 gistihúsi

á jörðinni Skálholt (L167166) í Bláskógabyggð.

Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
9.   Hverabraut 1 (L198516); byggingarleyfi; baðhús – viðbygging – 2402066
Móttekin er umsókn 23.02.2024 um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við baðhús á viðskipta-og þjónustulóðinni Hverabraut 1 (L198516) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Gögn máls verða send í umsagnir til umsagnaraðila.
 
10.   Spóastaðir (L167168); byggingarheimild; gestahús – 2402069
Móttekin er umsókn 26.02.2024 um byggingarheimild fyrir 39,2 m2 gestahúsi

á íbúðarhúsalóðinni Spóastaðir 1 (L167168) í Bláskógabyggð.

Málinu er vísað í grenndarkynningu.
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar nr. 280/2022
 
11.    Laugarás – tækjahús (L176855); umsókn um byggingarheimild; fjarskiptamastur – 2112028
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Jóns G. Magnússonar fyrir hönd Míla ehf., móttekin 01.03.2024 um byggingarheimild til að reisa 18m fjarskiptamastur á viðskipta- og þjónustulóðinni Laugarás (L176855) í Bláskógabyggð.
Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag þéttbýlis í Laugarási.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
12.   Skálholtsvegur 1 (L167389); byggingarleyfi; þjónustuhús – 2311093
Erindi sett að nýju fyrir fund. Mótteknar eru breyttar teikningar frá fyrri samþykkt. Sótt er um byggingarleyfi fyrir þjónustuhúsum mhl 02, 1.601 m2, mhl 03, 74,2 m2 og mhl 04, 12,1 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Skálholtsvegur 1 (L167389) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Gögn máls verða send í umsagnir til umsagnaraðila.
 
13.    Neðristígur 5 (L170301); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – endurbygging og stækkun – 1509023
Sótt er um endurbyggingu og stækkun á sumarhúsi úr timbri á lóðinni Neðristígur 5 (L170301) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun er 48,4 m2, lóðin er innan þjóðgarðar á Þingvöllum.
Vísað til Þingvallanefndar til afgreiðslu.
 
Flóahreppur – Almenn mál

14.   Ármótsflöt 2 (L233899); byggingarheimild; einbýlishús – 2402073
Móttekin er umsókn 28.02.2024 um byggingarheimild fyrir 75,3 m2 íbúðarhúsi á íbúðarhúsalóðinni Ármótsflöt 2 (L233899) í Flóahrepp.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
15.   Maríuhólar 25 (L236588); byggingarheimild; einbýlishús – 2402074
Móttekin er umsókn 29.02.2024 um byggingarheimild fyrir 101 m2 einbýlishúsi á íbúðarhúsalóðinni Maríuhólar 25 (L236588) í Flóahrepp.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir

16.   Vatnsholtsvegur 7 (L202310); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2402070
Móttekinn var tölvupóstur þann 22.02.2024 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Axel Vicente Gomez kt. 011267 – 4839 á sumarbústaðalandinu Vatnsholtsvegur 7 (F231-8575) í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Vatnsholtsvegur 7 (L202310) á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00