Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 198 – 7. febrúar 2024

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 24-198. fundur  haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 7. febrúar 2024 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson

áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
1.   Baulurimi 14 (L168979); byggingarheimild; sumarbústaður – 2311037
Móttekin er umsókn 09.11.2023 um byggingarheimild fyrir 248,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Baulurimi 14 (L168979) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
2.    Grímkelsstaðir 2 (L170855); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2308090
Fyrir liggur umsókn Magnúsar Ólafssonar með umboð landeiganda, Bjargar Eiríksdóttur, móttekin 28.08.2023 um byggingarheimild að byggja 32,1 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Grímkelsstaðir 2 (L170855) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 66,1 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
3.   Hraungeisli 4 (L212457); byggingarheimild; sumarbústaður – 2312067
Móttekin er umsókn 21.12.2023 um byggingarheimild fyrir 100,6 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hraungeisli 4 (L212457) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
4.   Þrastahólar 15 (L205946); byggingarheimild; sumarbústaður – 2401071
Móttekin er umsókn 30.01.2024 um byggingarheimild fyrir 50,7 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Þrastarhólar 15 (L205946) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Umsókn um byggingarheimild er synjað þar sem bygging fer út fyrir byggingarreit lóðar skv. deiliskipulagi svæðis.
 
5.    Hólmasund 15 (L168695); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og sólstofa – 2402001
Móttekin er umsókn um byggingarheimild fyrir 18,6 m2 viðbyggingu og 16,7 m2 sólstofu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hólmasund 15 (L168695) í Grímsnes- og Grafningshrepp. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 79,9 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
6.    Lyngborgir 13 (L227465); byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2401067
Móttekin er umsókn 29.01.2023 um byggingarheimild fyrir 199,1 m2 sumarbústað og 40 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Lyngborgir 13 (L227465) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
7.   Hraunvellir (L203194); byggingarheimild; skemma – 2401019
Móttekin er umsókn 05.01.2024 um byggingarheimild fyrir 240 m2 skemmu á jörðinni Hraunvellir (L203194) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
8.   Hraunvellir (L203194); byggingarheimild; starfsmannahús – 2401069
Móttekin er umsókn 30.01.2024 um byggingarheimild fyrir 34,4 m2 starfsmannahúsi á jörðinni Hraunvellir (L203194) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
9.   Brautarholt L166445; byggingarleyfi; sundlaug – viðbygging – 2402004
Móttekin er umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum og 434,4 m2 viðbyggingu við mhl. 09 sundlaug á viðskipta- og þjónustulóðinni Brautarholt (L166445) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Heildarstærð eftir stækkun verður 806 m2.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
Bláskógabyggð – Almenn mál
10.   Neðra-Apavatn lóð (L169305); byggingarheimild; geymsla – 2308064
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Sturlu S. Frostasonar með umboð landeiganda, Bjarna Frostasonar og Sigurðar G. Sigurðssonar, móttekin 17.08.2023 um byggingarheimild fyrir 16,5 m geymslu á sumarbústaðalandinu Neðra-Apavatn lóð (L169305) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
11.   Furulundur 1 (L170404); byggingarheimild; sumarbústaður – 2401003
Móttekin er umsókn 22.12.2023 um byggingarheimild fyrir 74,1 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Furulundur 1 (L170404) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
12.   Furulundur 3 (L170406); byggingarheimild; sumarbústaður – 2312064
Móttekin er umsókn 22.12.2023 um byggingarheimild fyrir 74,1 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Furulundur 3 (L170406) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
13.    Röðulsgata 4 (L191272); byggingarheimild; geymsla – viðbygging, verður gestahús – 2401060
Móttekin er umsókn 23.01.2024 um byggingarheimild fyrir 15,5 m2 viðbyggingu við geymslu, mhl. 02 á Röðulsgata 4 (L191272) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á geymslu/gestahúsi eftir stækkun verður 26,2 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
14.    Myrkholt 1 (L217197); byggingarheimild; ferðaþjónustuhús – breytingar innanhúss – 2402003
Móttekin er umsókn 01.02.2024 um byggingarheimild fyrir breytingum innanhúss á ferðaþjónustuhúsi á viðskipta- og þjónustulóðinni Myrkholt 1 (L217197) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
15.    Reykholtsskóli (Mosar 1) (L167198); byggingarleyfi; íbúðarhús – breyta notkun í skólahúsnæði – 2401005
Móttekin er umsókn 29.12.2023 um byggingarleyfi að breyta notkun á Reykholtsskóli (Mosar 1) L167198, mhl. 04 einbýlishús í skólahúsnæði í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
 
Flóahreppur – Almenn mál
16.   Mjósyndi (L166367); byggingarheimild; sumarbústaður – 2305079
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Friðriks Ólafssonar um byggingarheimild fyrir hönd Önnu L. Gunnarsdóttur og Grétar G. Halldórssonar, móttekin 22.05.2023 fyrir 121,5 m2 sumarbústað á jörðinni Mjósyndi (L166367) í Flóahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykki á byggingaráformum er með þeim fyrirvara að hæð hússins verði tekin út m.t.t hugsanlegrar flóðahættu með aðliggjandi byggingar á svæðinu til hliðsjónar gagnvart hæð í landi.
 
17.   Brennuhóll (L235139); byggingarheimild; geymsla – 2401068
Móttekin er umsókn 29.01.2024 um byggingarheimild fyrir 37,6 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Brennuhóll (L235139) í Flóahrepp.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir
18.    Sumarliðabær 2 (L165307); umsögn um rekstrarleyfi; gisting mhl 03 – 2401064
Móttekinn var tölvupóstur þann 22.01.2024 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, mhl 03 starfsmannahús, rýmisnúmer 03-0101 frá Birgi M. Ragnarssyni f.h. Svarthöfði-Hrossarækt ehf., kt. 590516 – 1120 á jörðinni Sumarliðabær 2 (F219 8108) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II.
 
19.    Sumarliðabær 2 (L165307); umsögn um rekstrarleyfi; gisting mhl 26 – 2401065
Móttekinn var tölvupóstur þann 22.01.2024 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H), mhl. 26, milliloft rýmisnúmer 26-0101 frá Birgi M. Ragnarssyni f.h. Svarthöfði-Hrossarækt ehf., kt. 590516 – 1120 á jörðinni Sumarliðabær 2 (F219 8108) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II.
 
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir
20.   Móadalur 8 (L201176); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2402018
Móttekinn var tölvupóstur þann 25.01.2024 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01-0101 sumarbústaður frá Svavari Þ. Guðmundssyni fyrir hönd E&S 140 ehf., kt. 271177 – 4109 á sumarbústaðalandinu Móadalur 8 (F230-8820) í Hrunamannahreppi.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Móadal 8 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00