Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 181 – 15. mars 2023

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 23 – 181. fundur  haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 15. mars 2023 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa um fjarfundarbúnað og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál

 

1.   Jata (L166988); niðurrif; sumarbústaður mhl 04 – 2303014
Fyrir liggur umsókn Birgis Jóhannessonar fyrir hönd Reglu Jötusystkina, móttekin 06.03.2023 um niðurrif á byggingu á jörðinni Jötu (L166988) í Hrunamannahrepp, niðurrif er á mhl 04 sumarbústaður 22,5 m2, byggingarár 1975.
Niðurrif er samþykkt og fellur umsókn undir umfangsflokk 1 skv. byggingarreglugerð gr. 1.3.2 og er háð byggingarheimild.
Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
2.    Birtingaholt 3 (L174000); byggingarheimild; íbúðarhús – viðbygging og breyting á innri rýmum – 2303025
Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Skúla Guðmundssonar, móttekin 13.03.2023 um byggingarheimild til að breyta útliti og innra skipulagi ásamt byggja (43,5 m2) viðbyggingu við íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Birtingaholt 3 (L17400) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður (155,3 m2).
Málinu er vísað í grenndarkynningu.
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Hrunamannahrepps nr. 251/2022.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

 

3.    Kiðjaberg lóð 94 (L192292); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2211060
Fyrir liggur umsókn Einars S. Hjartarsonar, móttekin 21.11.2022 um byggingarheimild fyrir 39,7 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 94 (L192292) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
4.   Kiðjaberg (L168940); niðurrif; sumarbústaður mhl 01 – 2303030
Fyrir liggur umsókn Hilmar Þ. Kristinssonar, móttekin 14.03.2023 um niðurrif á byggingu á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg (L168940) í Grímsnes- og Grafningshreppi, niðurrif er á mhl 01 sumarbústaður 47,8 m2, byggingarár 1993.
Niðurrif mannvirkja fellur undir umfangsflokk 1 skv. byggingarreglugerð gr. 1.3.2 og er háð byggingarheimild.
Byggingarheimild til niðurrifs verður gefið út þegar yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð sína á framkvæmd liggur fyrir skv. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar.
Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
5.    Illagil 17 (L209154); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og baðhús – 2201064
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Sveinbjarnar Jónssonar fyrir hönd Ágústs S. Egilssonar og Soffíu G. Jónasdóttur, móttekin 19.01.2022 um byggingarheimild til að byggja 153,7 m2 sumarbústað og 30 m2 baðhús á sumarbústaðalandinu Illagil 17 (L209154) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
6.    Illagil 19 (L209155); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með rishæð að hluta og geymsla – 2110039
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Sveinbjörns Jónssonar fyrir hönd Ágúst S. Egilssonar, móttekin 14.10.2021 um byggingarheimild til að byggja 158,5 m2 sumarbústað með rishæð að hluta og 40 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Illagil 19 (L209155) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd.
Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar.
Ekki er vitað um skráningu ábyrgðaraðila né verktryggingar á verkið.
Framkvæmdin er öll á ábyrgð eiganda, sbr. 15. gr. mannvirkjalaga.
7.    Kerhraun 38 (L168913); byggingarheimild; sumarbústaður með kjallara – 2302047
Fyrir liggur umsókn Jóns H. Hlöðverssonar fyrir hönd Þórðar V. Jónssonar, móttekin 22.02.2023 um byggingarheimild fyrir (55 m2) sumarbústað með kjallara á sumarbústaðalandinu Kerhraun 38 (L168913) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
8.   Hestur lóð 57 (L168566); byggingarheimild; geymsla – 2302062
Fyrir liggur umsókn Árna Friðrikssonar fyrir hönd Stefáns Skjaldarsonar, móttekin 27.02.2023 um byggingarheimild fyrir 27,7 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 57 (L168566) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
9.    Hvítuborgir (L218057); byggingarheimild; tjaldhýsi fyrir atvinnustarfsemi – 2102039
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Ögmundar Gíslasonar, móttekin 11.02.2021 um byggingarheimild til að reisa tjaldhýsi fyrir atvinnustarfsemi 60,7 m2 á lóðinni Hvítuborgir (L218057) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Erindi er í umsagnarferli og afgreiðslu máls er frestað.
10.   Borgarholtsbraut 12 (L169998); byggingarheimild; sumarbústaður – 2303007
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hallgrímssonar fyrir hönd Svans K. Grétarssonar og Sigríðar Geirsdóttur, móttekin 02.03.2023 um byggingarheimild að fjarlægja sumarbústað 48,6 m2, byggingarár 1976 og byggja 150 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Borgarholtsbraut 12 (L169998) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
11.    Víkurbarmur 34 (L168337); byggingarleyfi; geymsla – breyting á notkun í gestahús – 2303009
Fyrir liggur umsókn Jóns D. Ásgeirssonar fyrir hönd Elmars Sæmundssonar, móttekin 06.03.2023 um byggingarleyfi til að breyta 13,1 m2 geymslu, mhl 02, byggingarár 1991 í gestahús á sumarbústaðalandinu Víkurbarmur 34 (L168337) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
12.    Bústjórabyggð 15 L222449; Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús (mhl 02) – viðbygging – 1609031
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin er ný aðalteikning frá Friðriki Ólafssyni fyrir hönd Viðars Ágústssonar og Lilju H. Sturludóttur. Sótt er um leyfi til að byggja (15,5 m2) viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Bústjórabyggð 15 (L222449) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður (52,1 m2).
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
13.   Heiðarimi 42 (L206806); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2203032
Fyrir liggur umsókn Hermanns G. Jónassonar, móttekin 14.03.2022 um byggingarheimild fyrir 30,4 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Heiðarimi 42 (L206806) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

 

14.   Móholt (L215759); byggingarheimild; bílskúr – geymsla – 2302061
Fyrir liggur umsókn Jónasar Jónmundssonar og Ingibjargar M. Guðmundsdóttur, móttekin 27.02.2023 um byggingarheimild fyrir 144 m2 bílskúr/geymslu á lóðinni Móholt (L215759) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
15.   Smalaskyggnir 2 (L216262); byggingarheimild; geymsla – 2303008
Fyrir liggur umsókn Trausta Leóssonar fyrir hönd Sigurðar Guðnasonar, móttekin 04.03.2023 um byggingarheimild fyrir 30 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Smalaskyggnir 2 (L216262) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
16.    Hlemmiskeið 5 (L166468); byggingarheimild; íbúðarhús – viðbygging og endurinnrétting – 2303012
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Ófeigs Á. Leifssonar með umboð landeiganda, Ólafs F. Leifssonar og Eiríks Leifssonar, móttekin 06.03.2023 um byggingarheimild fyrir 16 m2 viðbyggingu ásamt endurinnréttingu á skipulagi á íbúðarhúsi á Hlemmiskeiði 5 (L166468) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 86 m2.
Málinu er vísað í grenndarkynningu.
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um
fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Skeiða- og Gnúpverjahrepps nr.758/2013.
17.    Hamragerði 2 (L203289); byggingarheimild; íbúðarhús – viðbygging – 2303016
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Eyþórs Brynjólfssonar, móttekin 07.03.2023 um byggingarheimild fyrir 22,6 m2 viðbyggingu við íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Hamragerði 2 (L203289) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 152,1 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
18.    Nautavað 2 (L231156); byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðum bílskúr – 2303018
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Þórðar G. Ingvasonar, móttekin 07.03.2023 um byggingarleyfi til að byggja 308 m2 íbúðarhús með innbyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðina Nautavað 2 (L231156) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
Flóahreppur – Almenn mál

 

19.   Krókur (L166364); niðurrif; sumarbústaður mhl 01 – 2302051
Fyrir liggur umsókn Eddu Ríkharðsdóttur með umboð landeiganda, móttekin 16.02.2023 um flutning á 50,5 m2 sumarbústaði mhl 01, byggingarár 1990 af sumarbústaðalandinu Krókur (L166364) í Flóahreppi. Sumarbústaður verður fluttur í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Samþykkt.
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir

 

20.   Miðmundarholt 2 (L174565); rekstrarleyfi; gisting – 2302056
Móttekinn var tölvupóstur þann 24.02.2023 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstraleyfi í fl. II (C) minna gistiheimili frá Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur fyrir hönd Margrétarhof hf., kt. 5011069 – 0610 á lóðinni Miðmundarholt 2 (F222 2474) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 manns á neðri hæð.
21.   Miðmundarholt 5 (L191697); rekstrarleyfi; gisting – 2303011
Móttekinn var tölvupóstur þann 05.03.2023 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstraleyfi í fl. II (C) minna gistiheimili frá Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur fyrir hönd Margrétarhof hf., kt. 501109 – 0610 á íbúðarhúsalóðinni Miðmundarholti 5 (F225 6086) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 4 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30