Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 180 – 1. mars 2023

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 23 – 180. fundur  haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 1. mars 2023 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfullttrúa og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál

1.    Reynihlíð 2 (L200861); byggingarleyfi; íbúðarhús – breytt notkun í gistihús – 2301074
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Byggð á Bríkum ehf., móttekin 27.01.2023 um byggingarleyfi að breyta íbúðarhúsi, byggingarár 1964 í gistihús á íbúðarhúsalóðinni Reynihlíð 2 (L200861) í Hrunamannahreppi. Stærð á húsi eftir breytingu og endurbætur verður 208,1 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
 
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

2.    Undirhlíð 52 (L209848); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2302023
Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Sveins Björnssonar og Ingibjargar M. Gunnlaugsdóttur, móttekin 13.02.2023 um byggingarheimild fyrir 61,4 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Undirhlíð 52 (L209848) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 81,2 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
3.   Snæfoksstaðir (L168278); byggingarheimild; fjarskiptamastur – 2301005
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Gautar Þorsteinssonar fyrir hönd Nova hf. með umboð landeiganda, móttekin 21.12.2022 um byggingarheimild að reisa 8m fjarskipamastur á jörðinni Snæfoksstaðir (L168278) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
4.    Hraunbraut 31 (L204135); byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðri bílgeymslu – 2302013
Fyrir liggur umsókn Jóns D. Ásgeirssonar fyrir hönd Irinu B. Ragnarsson, móttekin 08.02.2023 um byggingarleyfi fyrir 243,8 m2 íbúðarhús með sambyggðri bílgeymslu á íbúðarhúsalóðinni Hraunbraut 31 (L204135) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
 
5.    Farbraut 8 (L169423); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2107077
Erindi sett að nýju fyrir fund, nýr aðaluppdráttur móttekin 31.01.2023, sótt er um 12 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Farbraut 8 (L169423) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 42 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
6.   Kothólsbraut 2 (L170020); byggingarheimild; gestahús – 2302046
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd Odds Gunnarssonar, móttekin 17.02.2023 um byggingarheimild fyrir (40,2 m2) gestahús á sumarbústaðalandinu Kothólsbraut 2 (L170020) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn er synjað þar sem heildarbyggingarmagn fer yfir 3% lóðar sem er 4.625 m2 að stærð. Í deiliskipulagi kemur fram að nýtingarhlutfall lóðanna má ekki vera hærri en 0.03.
 
7.   Kóngsvegur 21a (L220186); byggingarheimild; sumarbústaður – 2302050
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hreinssonar fyrir hönd Benedikts Jóhannssonar, móttekin 22.02.2023 um byggingarheimild fyrir 97 m2 sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Kóngsvegur 21a (L220186) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

8.    Vorsabær 1A (L229266); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – breyting á notkun í íbúðarhús – 2208045
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Hrafnhildar H. Guðmundsdóttur, móttekin 17.08.2022 um byggingarleyfi að breyta 111,6 m2 sumarbústað, mhl 01 byggingarár 2019 í íbúðarhús á lóðinni Vorsabær 1A (L229266) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
9.   Gunnbjarnarholt (L166549); stöðuleyfi; söluhús – 2301088
Erindi sett að nýju fyrir fund, skipulagsnefnd hefur tekið það til umfjöllunar. Fyrir liggur umsókn frá Fjölskyldubúið ehf., móttekin 31.01.2023 um tímabundið stöðuleyfi fyrir þrjú söluhús með vörur beint frá býli á jörðinni Gunnbjarnarholt (L166549) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 28.02.2024.
 
Bláskógabyggð – Almenn mál

10.    Útey 2 lóð 3 (L174818); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2203035
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Sigríðar Maack fyrir hönd Magneu Einarsdóttur, móttekin 14.03.2022 um byggingarheimild fyrir (53,5 m2) viðbyggingu við sumarbústað á Útey 2 lóð 3 (L174818) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður (110,1 m2).
Umsókn er synjað þar sem innsend gögn samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins. Í deiliskipulagi kemur fram að sumarhús skulu ekki vera stærri en 100 m2 á lóðum sem eru minni en 1/3ha að stærð.
 
11.    Traustatún 2 (L234168); byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðum bílskúr – 2301072
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Bjarna Þorkelssonar og Margrétar Hafliðadóttur, móttekin 25.01.2023 um byggingarleyfi fyrir 147,6 m2 íbúðarhús með innbyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Traustatún 2 (L234168) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
 
12.    Kötluholt 19 (L232782); byggingarheimild; sumarbústaður með innbyggðri bílageymslu – 2302030
Fyrir liggur umsókn Arnars I. Ingólfssonar fyrir hönd Gallerý Tótu ehf., móttekin 14.02.2023 um byggingarheimild fyrir sumarbústað með innbyggðri bílageymslu á sumarbústaðalandinu Kötluholt 19 (L232782) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
 
13.   Miðhús (L167415); byggingarheimild; dæluhús – 2302049
Fyrir liggur umsókn Arnars I. Ingólfssonar fyrir hönd VR um byggingarheimild fyrir (7,1 m2) dæluhús í stað þess sem fyrir er á sumarbústaðalandinu Miðhús (L167415) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
14.    Leynir lóð (L167906); byggingarheimild, sumarbústaður – viðbygging – 2302041
Fyrir liggur umsókn Sverris Ágústssonar f.h. Baldurs Kristjánssonar og Gígju Þórarinsdóttur, móttekin 15.02.2023 um byggingarheimild fyrir 36,7 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Leynir lóð (L167906) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústað verður 121 m2.
Málinu er vísað í grenndarkynningu.
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar nr. 280/2022
 

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15