Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 179 – 15. febrúar 2023

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-179. fundur  haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 15. febrúar 2023 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og um fjarfundarbúnað Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

 

1.    Kiðjaberg 19 Hlíð (L229556); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með áfastri geymslu og sauna – 2210084
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Brynjars Daníelssonar fyrir hönd Heimdallar ehf., móttekin 27.10.2022 um byggingarheimild fyrir (220,5 m2) sumarbústað með áfastri geymslu og sauna á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 19 (L229556) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn er synjað þar sem gögn samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins.
2.   Hallkelshólar lóð 77 (L202613); byggingarheimild; gestahús – 2301013
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Birnu E. Guðmundsdóttur, móttekin 04.01.2022 um byggingarheimild fyrir 24,3 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 77 (L202613) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
3.    Sogsbakki 17 (L203200); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2301057
Fyrir liggur umsókn Inga G. Þórðarsonar fyrir hönd Þorsteins Stígssonar og Þóru Hauksdóttur, móttekin 17.01.2023 um byggingarheimild fyrir (14,8 m2) viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Sogsbakki 17 (L203200) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður (130,8 m2)
Umsókn er synjað þar sem viðbygging fer út fyrir byggingarreit lóðar.
4.   Öndverðarnes 2 lóð (L170108); byggingarheimild; gestahús – 2302008
Fyrir liggur umsókn Alberts G. Sigurðssonar fyrir hönd Aske.ehf., móttekin 01.02.2023 um byggingarheimild fyrir 63,8 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð (L170108) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
5.    Álfabyggð 41 (L234157); byggingarheimild; sumarbústaður með sambyggðri bílgeymslu – 2302010
Fyrir liggur umsókn Eyjólfs Valgarðssonar fyrir hönd Jóns V. Viðarssonar, móttekin 06.02.2023 um byggingarheimild fyrir 170,6 m2 sumarbústað með sambyggðri bílgeymslu á sumarbústaðalandinu Álfabyggð 41 (L234157) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
6.   Starmýri 1 (L200825); byggingarheimild; sumarbústaður – 2302017
Fyrir liggur umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Elíasar Ó. Illugasonar með umboð landeiganda, móttekin 25.01.2023 um byggingarheimild fyrir 97,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Starmýri 1 (L200825) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

 

7.    Vesturkot (L166500); umsókn um byggingarheimild; íbúðarhús – viðbygging – 2212021
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Bents L. Fróðasonar fyrir hönd Vesturkot ehf., móttekin 05.12.2022 um byggingarheimild fyrir 39 m2 viðbyggingu við íbúðarhús á Vesturkoti (L166500) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 213,4 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
8.    Árhraunsvegur 17 (L210285); byggingarleyfi; sumarbústaður – breyting á notkun í íbúðarhús – 2212055
Fyrir liggur umsókn Hauks Friðrikssonar fyrir hönd Ósar ehf., móttekin 05.01.2022 um byggingarleyfi til að breyta 112,1 m2 sumarbústaði, mhl 01, byggingarár 2020 í íbúðarhús á sumarbústaðalandinu Árhraunsvegur 17 (L210285) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað.
9.   Ásólfsstaðir 1A (L166536); umsókn um byggingarheimild; gistihús – 2212088
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Jóhannesar H. Sigurðssonar og Marie L. F. Schougaard, móttekin 19.12.2022 um byggingarheimild fyrir 40 m2 gistihúsi mhl 16 á jörðinni Ásólfsstaðir 1 (L166536) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
10.   Áshildarvegur 7 (L230355); byggingarheimild; gestahús – 2302006
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Skúla Baldurssonar og Ingunnar G. Magnúsdóttur, móttekin 02.02.2023 um byggingarheimild fyrir 57,6 m2 gestahús á íbúðarhúsalóðinni á Áshildarvegi 7 (L230355) í Skeiða – og Gnúpverjahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Bláskógabyggð – Almenn mál

 

11.    Rjúpnavegur 6 (L167284); byggingarheimild; sumarbústaður-viðbygging – 2301003
Fyrir liggur umsókn Óla J. Sigurðssonar fyrir hönd Magnúsar Torfasonar, móttekin 22.12.2022 um byggingarheimild fyrir 19,8 m2 viðbygginu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Rjúpnavegur 6 (L167284) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 69 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
12.    Bringur 1 (L167241); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2208078
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin ný aðalteikning frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Ásu L. Pálsdóttur með umboð landeiganda um byggingarheimild fyrir 121,8 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Bringur 1 (L167241) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
– Skila skal inn áætlun um verkframvindu.
13.   Krossholt 1 (L167717); byggingarheimild; sumarbústaður – 2302011
Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Kjartans Þorkelssonar, móttekin 07.02.2023 um byggingarheimild fyrir 74,5 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Krossholt 1 (L167717) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
14.    Skógarberg lóð 1 (L201529); byggingarleyfi; véla-og verkfærageymsla – breyting á notkun að hluta í íbúðarhúsnæði – 2302018
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Tréhaus ehf., móttekin 10.02.2023 um byggingarleyfi að breyta afmörkuðum hluta véla- og verkfærageymslu í íbúðarhúsnæði á bílskúrsslóðinni Skógarbergi lóð 1 (L202529) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á véla- og verkfærageymslunni skv. HMS er 295,4 m2.
Umsókn er synjað. Í gildandi byggingareglugerð nr. 112/2012 og í leiðbeiningum Mannvirkjastofnunar er afdráttarlaust kveðið á um að notkun á PIR samlokueiningum sé ekki heimil í notkunarflokki 3.
Flóahreppur – Almenn mál

 

15.    Heiðargerði 5 (L188574); byggingarleyfi; kjötmjölsverksmiðja mhl 01 – viðbygging og ketilhús – 2302020
Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Orkugerðin ehf., móttekin 13.02.2022 um byggingarleyfi fyrir (211,8 m2) viðbyggingu við kjötmjölsverksmiðju mhl 01 og byggja (86,4 m2) ketilhús mhl 03 á viðskipta- og þjónustulóðinni Heiðargerði 5 (L188574) í Flóahreppi. Heildarstærð á kjötmjölsverksmiðju mhl 01 eftir stækkun verður (776,3 m2).
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
16.   Syðri-Gróf 2 (L166373); byggingarheimild; reiðskemma – 2302019
Fyrir liggur umsókn Axels Páls Einarssonar með umboð landeiganda, móttekið 13.02.2023 um byggingarheimild fyrir 299,1 m2 reiðskemmu á jörðinni Syðri-Gröf 2 (L166373) í Flóahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir

 

17.   Blesastaðir 1 lóð (L166440); rekstrarleyfi; gisting – 2301080
Móttekinn var tölvupóstur þann 30.01.2023 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstraleyfi í fl. II (C) minna gistiheimili frá Hrafnhildi Magnúsdóttur fyrir hönd Rist ehf., kt. 420206 – 0380 á íbúðarhúsalóðinni Blesastaðir 1 lóð (F225-1433) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II fyrir allt að 4 gesti.
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir

 

18.   Önundarholt (L166408); rekstrarleyfi; gisting – 2301051
Móttekinn var tölvupóstur þann 17.01.2023 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (G) íbúðir frá Þorvaldi Steinþórssyni fyrir hönd ÞS ehf., kt. 690409 – 2160 á jörðinni Önundarholt (F220 1640) rýmisnúmer 02 0101 einbýlishús í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00