Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 177 – 18. janúar 2023

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 23-177. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 18. janúar 2023 og hófst hann kl. 08:45

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi um fjarfundarbúnað.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

1.    Giljatunga 29 (L216346); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2212004
Fyrir liggur umsókn Jóns M. Halldórssonar fyrir hönd Húsaverk ehf., móttekin 01.12.2022 um byggingarheimild fyrir 133 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Giljatunga 29 (L216346) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
2.    Háahlíð 8 (L186622); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2211004
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur skilað inn lagfærðum gögnum. Fyrir liggur umsókn Gunnars B. Stefánssonar fyrir hönd Reynis A. Guðlaugssonar með umboð lóðarhafa, móttekin 14.10.2022 um byggingarheimild fyrir (168,9 m2) sumarbústað á sumarbústaðalandinu Háahlíð 8 (L186622) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn er synjað þar sem gögn samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins.
 
3.    Lyngbrekka 10 (L207036); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2211033
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Ómars Guðmundssonar, móttekin 08.11.2022 um byggingarheimild fyrir 145,1 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Lyngbrekka 10 (L207036) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
4.    Neðan-Sogsvegar 14 (L169341); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður, breytt notkun í gestahús – 2212091
Fyrir liggur umsókn Páls Gunnlaugssonar fyrir hönd Kristjáns Arnarssonar og Sifjar Arnarsdóttur, móttekin 22.12.2022 um byggingarheimild fyrir breyttri notkun í gestahús á þegar byggðum 54,1 m2 sumarbústaði mhl 01, byggður árið 1960 sem er staðsettur á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegar 14 (L169341) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
5.   Hestur lóð 50 (L168559); byggingarheimild; gestahús – 2301004
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Á. Þórðarsonar fyrir hönd Glóru ehf., móttekin 23.12.2022 um byggingarheimild fyrir 39,9 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 50 (L168559) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
6.   Arnarhólsbraut 11 (L169922); byggingarheimild; geymsla – 2301015
Fyrir liggur umsókn Gunnars B. Stefánssonar fyrir hönd Ævars Einarssonar með umboð landeiganda, móttekið 04.01.2023 um byggingarheimild fyrir 25 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Arnarhólsbraut 11 (L169922) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
7.    Laugarimi 15 (L230873); byggingarheimild; sumarbústaður með rishæð að hluta og áfastri geymslu – 2301039
Fyrir liggur umsókn Hákons Inga Sveinbjarnarsonar fyrir hönd Hjörleifs Kristjánssonar og Heklu Tang, móttekin 11.01.2023 um byggingarheimild fyrir 342,8 m2 sumarbústað með rishæð að hluta og áfastri geymslu á sumarbústaðalandinu Laugarimi 15 (L230873) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
8.   Heiðarbraut 1 (L168448); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2210028
Fyrir liggur umsókn Guðnýjar A. Olgeirsdóttur og Gunnsteins Olgeirssonar, móttekin 11.10.2022 um byggingarheimild fyrir (12 m2) gestahús á sumarbústaðalandinu Heiðarbraut 1 (L166448) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn er synjað þar sem ekki hafa borist fullnægjandi gögn.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

9.   Sandholt 3 (L228779); byggingarleyfi; íbúðarhús – 2301026
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Margrétar H. Arnarsdóttur, móttekin 04.01.2023 um byggingarleyfi fyrir 29,1 m2 íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Sandholt 3 (L228779) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
 
10.    Áshildarvegur 22 (L220294); byggingarleyfi; sumarbústaður – breyting á notkun í íbúðarhús – 2301027
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Birgis Þórðarsonar, móttekin 05.01.2023 um byggingarleyfi til að breyta 88,6 m2 sumarbústað, mhl 01, byggingarár 2019 í íbúðarhús á lóðinni Áshildarvegur 22 (L220294) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt.
 
Bláskógabyggð – Almenn mál

11.    Bæjarholt 6 (L202317); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðum bílskúr – 2212077
Fyrir liggur umsókn Sigurbjarts Loftssonar fyrir hönd Sigurbjörns Þorbergssonar, móttekin 08.12.2022 um byggingarleyfi fyrir 190,2 m íbúðarhús með innbyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Bæjarholt 6 (L202317) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
12.    Skyggnisvegur 23 (L167552); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2212085
Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Hlöðvers Sigurðssonar og Guðnýjar E. Aðalsteinsdóttur, móttekin 17.12.2022 um byggingarheimild fyrir

17,8 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Skyggnisvegur 23 (L167552) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 65,3 m2.

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
13.    Guðmundarbraut 1 (L231153); byggingarheimild; sumarbústaður með svefnlofti að hluta – 2301028
Fyrir liggur umsókn Davíðs Árnasonar fyrir hönd Óskars T. Guðmundssonar og Jóhönnu H. Leifsdóttur, móttekin 06.01.2023 um byggingarheimild fyrir 48,8 m2 sumarbústað með svefnlofti að hluta á sumarbústaðalandinu Guðmundarbraut 1 (L231153) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
14.    Eyjarland (L167649); umsókn um byggingarheimild; laxeldishús – viðbygging og klakhús – 2205002
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin 20.12.2022 breytt aðalteikning frá Sigurði U. Sigurðssyni. Nú er sótt um leyfi fyrir klakhús 33,6 m2 við seyðaeldishús, fyrir liggur samþykkt 268,7 m2 viðbygging við laxeldishús á iðnaðar- og athafnarlóðinni Eyjarland (L167649) í Bláskógabyggð. Heildarstærð með klakhúsi við seyðaeldishús verður 776,5 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir

15.   Steinás 2 (L233613); rekstrarleyfi; gisting – 2301035
Móttekinn var tölvupóstur þann 10.01.2023 frá fulltrúa sýslumanns á Suðulandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, minna gistiheimili (C) frá Nönnu M. Norðdahl fyrir hönd Tectonic Travel ehf., kt. 580517 – 0560 á viðskipta- og þjónustulóðinni Steinás 2 (F252 0986) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 4 gestir.
 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00