Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 172 – 19. október 2022

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 22-172. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 19. október 2022 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál

1.    Sauðholt A (L233472); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með svefnlofti – 2208011
Erindi sett að nýju fyrir fund, fyrir liggur umsókn Ingvars Arnarsonar og Petru Vilhjálmsdóttur, móttekin 08.08.2022 um byggingarheimild fyrir 115,1 m2 sumarbústað með svefnlofti á sumarbústaðalandinu Sauðholt A (L233472) í Ásahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
2.    Vesturás (L204643) (áður Ás 3 II-2land); umsókn um byggingarleyfi; garðskáli við íbúðarhús – 2105021
Erindi sett að nýju fyrir fund, þann 09.10.2022 voru mótteknir breyttir aðaluppdrættir, 10,7 m2 garðskáli við íbúðarhús á lóðinni Vesturás (L204643) í Ásahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 144,1 m2.
Samþykkt.
 
Hrunamannahreppur – Almenn mál

3.    Túngata 5 (L232412); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús á tveimur hæðum – 2206100
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Þóreyjar E. Elíasdóttur fyrir hönd Hús og stigar ehf., móttekin 19.08.2022 um byggingarleyfi fyrir 194,9 m2 íbúðarhúsi á tveimur hæðum á íbúðarhúsalóðinni Túngötu 5 (L232412) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
4.    Birkibyggð 1 (L227457); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2210036
Fyrir liggur umsókn Halldórs K. Ragnarssonar, móttekin 12.10.2022 um byggingarheimild fyrir 117 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Birkibyggð 1 (L227457) í Hrunamannahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
5.    Syðra-Langholt 4 (L166821); umsókn um byggingarheimild; vélageymsla – 2010096
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggja uppfærð gögn frá hönnuði fyrir hönd Foldvegur ehf., móttekin 13.10.2022 um byggingarheimild til að byggja vélageymslu 420 m2 á jörðinni Syðra-Langholt 4 (L166821) í Hrunamannahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem meira en 12 mánuðir eru frá samþykkt sveitarstjórnar.
 
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

6.    Hólsbraut 10-12 (L208944); umsókn um byggingarleyfi; tveggja hæða parhús með bílskúrum – 2206069
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Páls Kristjánssonar fyrir hönd Zebor ehf., móttekin í tölvupósti 02.09.2022, fyrir byggingarleyfi 406 m2 tveggja hæða parhúsi með bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Hólsbraut 10-12 (L208944) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
7.   Hraunbraut 5-7 (204146); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2210006
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd North 66 Properties ehf., móttekin 3.10.2022 um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóðinni Hraunbraut 5-7 (L204146) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Gögn samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins þar sem lóðin er skilgreind fyrir fjölbýlishús á tveim hæðum.
 
8.   Hraunbraut 9-11 (L204145); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2209108
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd New Design ehf., móttekin 3.10.2022 um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóðinni Hraunbraut 9-11 (L204145) í Grímsnes- og Grafningshreppi
Afgreiðslu máls er frestað. Gögn samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins þar sem lóðin er skilgreind fyrir fjölbýlishús á tveim hæðum.
 
9.    Undirhlíð 41 (L214869); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður á tveimur hæðum og gestahús – 2209080
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn móttekin. Fyrir liggur umsókn Jóhannesar Þórðarsonar fyrir hönd Geirs Magnússonar, móttekin 21.09.2022 um byggingarheimild fyrir 134,4 m2 sumarbústað á tveimur hæðum og 25,1 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Undirhlíð 41 (L214869) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
10.    Minni-Bær land (L192690); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og niðurrif – 2210019
Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Önnu K. Geirsdóttur, móttekin 06.10.2022 um niðurrif á um 9 m2 og byggja 45,4 m2 viðbyggingu á sumarbústaði á sumarbústaðalandinu Minni – Bær land (L192690) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir breytingu verður 107,5 m2.
Málinu er vísað í grenndarkynningu.
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 757/2013.
 
11.   Miðengi (L168261); umsókn um stöðuleyfi; gámar – 2210021
Fyrir liggur umsókn Benedikts Gústavssonar, móttekin 07.10.2022 um stöðuleyfi fyrir sex gáma sem innihalda búnað fyrir farsímaeiningar og skýjatölvur á jörðinni Miðengi (L168261) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samkvæmt skilgreiningu 38. tölul. 1.2.1. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 er gámur „staðlaður geymir fyrir vöruflutninga á sjó og landi“.

Umsókn er synjað þar sem mannvirkið sem sótt er um fellur ekki undir gr. 2.6.1 í byggingarreglugerð 112/2012. Huga þarf að skilmálum aðalskipulags svæðisins vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og eðlis hennar m.t.t. skilgreindrar landnotkunar svæðisins. Að auki liggur ekki fyrir deiliskipulag innan svæðisins sem tilgreinir um byggingarheimildir innan þess.

 
12.   Kambsbraut 36 (L202403); umsókn um byggingarheimild; geymsla – 2210022
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar F. Sigurðardóttur, fyrir hönd Guðmundar J. Jónssonar og Þórhildar H. Ingólfsdóttur, móttekin 07.10.2022 um byggingarheimild fyrir 25 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Kambsbraut 36 (L202387) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
13.    Klausturhólar 10 (L168962); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2208046
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Vilhjálms H. Walterssonar og Helgu E. Jónsdóttur, móttekin 17.08.2022 um byggingarheimild fyrir 33,7 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Klausturhólar 10 (L168962) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
14.    Villingavatn (L170952); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og niðurfelling á mhl 01 sumarbústaður – geymsla – 2208081
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Í framhaldi á fyrirspurn sem var tekin fyrir á skipulagsnefndarfundi þann 15.02.2021 liggur fyrir umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Ólafar H. Bjarnadóttur og Stefáns Kristjánssonar, móttekin 24.08.2022 um byggingarheimild fyrir niðurrifi á 23,5 m2 sumarbústaði, mhl 01 byggingarár 1968 og 21,4 m2 geymslu, mhl 02, byggingarár 1978 og byggja 119,8 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Villingavatn (L170952) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

15.    Áshildarvegur 35 (L210304); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – breyting á notkun í íbúðarhús – 2210020
Sótt er um byggingarleyfi að breyta 55,7 m2 sumarbústað mhl 01, byggingarár 2014 í íbúðarhús á sumarbústaðalandinu Áshildarvegur 35 (L210304) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt.
 
16.    Strengur veiðihús (L166685) (áður Skarð); umsókn um byggingarleyfi; veiðihús mhl 02 – 2112021
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Stóru-Laxárdeild Veiðifélags Árnesinga, móttekin 09.12.2021 um byggingarleyfi til að byggja

324,3 m2 veiðihús mhl 02 á lóðinni Strengur veiðihús (L166685) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur sem staðgengil sinn við afgreiðslu máls.
Samþykkt er að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.
 
Bláskógabyggð – Almenn mál

17.    Brekkuholt 9A-9B (L231181); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr – 2209052
Fyrir liggur umsókn Birkis K. Péturssonar fyrir hönd Gullverk ehf., móttekin 13.09.2022 um byggingarheimild fyrir (340 m2) íbúðarhúsi á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Brekkuholt 9A-9B (L231181) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Frágangur á lóðamörkum þarf að liggja fyrir ásamt útfærslu á frárennsli frá jarðhæð.
 
18.    Brekkuholt 11A-11B (L231183); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr – 2209051
Fyrir liggur umsókn Birkis K. Péturssonar fyrir hönd Egils B. Guðmundssonar, móttekin 13.09.2022 um byggingarheimild fyrir (340 m2) íbúðarhúsi á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Brekkuholt 11A-11B (L231183) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Frágangur á lóðamörkum þarf að liggja fyrir ásamt útfærslu á frárennsli frá jarðhæð.
 
19.    Birkiberg (L234553); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2210009
Fyrir liggur umsókn Jónínu G. Einarsdóttur með umboð landeiganda, móttekin 03.10.2022 um byggingarheimild fyrir (68,8 m2) sumarbústað á sumarbústaðalandinu Birkiberg (L234553) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað þangað til að breytt deiliskipulag liggur fyrir.
 
20.   Sólbraut 5 (L167084); umsókn um niðurrif; gróðurhús mhl 11 – 2210012
Fyrir liggur umsókn Áslaugar Sveinbjarnadóttur fyrir hönd Espiflatar ehf., móttekin 04.10.2022 um niðurrif á byggingu á jörðinni Sólbraut 5 (L167084) í Bláskógabyggð, niðurrif er á mhl 11 gróðurhús 6, 240 m2, byggingarár 1957.
Niðurrif mannvirkja fellur undir umfangsflokk 1 skv. byggingarreglugerð gr. 1.3.2 og er háð byggingarheimild og er samþykkt.
Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
 
21.    Víkurholt 2 (L190967); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2210025
Fyrir liggur umsókn Bergs Þ. Arthúrssonar og Guðrúnar K. Gunnarsdóttur, móttekin 10.10.2022 um byggingarheimild fyrir 86 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Víkurholt 2 (L190967) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 
22.    Traustatún 1 (L234167); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – 2210037
Fyrir liggur umsókn Bents L. Fróðasonar fyrir hönd Smára Stefánssonar, móttekin 11.10.2022 um byggingarleyfi fyrir 227,4 m2 íbúðarhúsi með sambyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Traustatún 1 (L234167) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
Flóahreppur – Almenn mál

23.   Rimar 8 (L212351); umsókn um byggingarheimild; skemma – 2210024
Fyrir liggur umsókn Jakobs V. Ófeigssonar og Elfu Kristinsdóttur, móttekin 10.10.2022 um byggingarheimild fyrir 147,3 m2 skemmu á íbúðarhúsalóðinni Rimar 8 (L212351) í Flóahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir

24.   Úlfljótsvatnsbær (L223638); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2203047
Móttekinn var tölvupóstur þann 17.03.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, minna gistiheimili (C) frá Elisabeth Jeanne M. H. Bernard fyrir hönd Skógræktarfélag Íslands, kt. 600269-3809 á íbúðarhúsalóðinni Úlfljótsvatnsbær (F235 – 7285) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 10 manns.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir

25.   Áshildarvegur 35 (L210304); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2209097
Móttekinn var tölvupóstur þann 28.09.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (H) frá Öldu B. Ólafsdóttur fyrir hönd Hulduhólar Sumarhús ehf., kt. 450312 – 1180 á séreigninni 02-0101 sumarbústaður á sumarbústaðalandinu Áshildarvegur 35 (F231 4664) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 4 manns.
 
26.   Þrándartún 3 (L209157); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2210027
Móttekinn var tölvupóstur þann 11.10.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, minna gistiheimili (C) frá Einari Jónssyni kt. 050955 – 3629 á íbúðarhúsalóðinni Þrándartúni 3 (F220 – 7103) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 10 manns.
 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30