Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 170 – 21. september 2022

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 22-170. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 21. september 2022 og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál

 

1.   Skollagróf (L166828); umsókn um byggingarheimild; fjós mhl 16 – 2208030
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Sigurðar H. Jónssonar og Fjólu Helgadóttur, móttekin 11.08.2022 um byggingarheimild fyrir 1.171,3 m2 fjós mhl 16 á jörðinni Skollagróf (L166828) í Hrunamannahrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
2.    Tjarnardalur 5 (L202033); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2209036
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hallgrímssonar fyrir hönd Ólafs Garðarssonar og Laufeyjar Johannessen, móttekin 07.09.2022 um byggingarheimild fyrir 24,6 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Tjarnardalur 5 (202033) í Hrunamannahrepp. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 161,5 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
3.    Þverlág 16 (L201193); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með sambyggðri bílageymslu – 2205011
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd Guðlaugs Sigurgeirssonar og Sædísar M. Hilmarsdóttur, móttekin 29.04.2022 um byggingarheimild fyrir

149,7 m2 sumarbústað með sambyggðri bílageymslu á sumarbústaðalandinu Þverlág 16 (L201193) í Hrunamannahrepp.

Umsókn er synjað þar sem hönnuður hefur ekki sýnt fram á að fyrirskrifuð uppbygging húsbyggingar standist kröfur byggingarreglugerðar 112/2012 gr. 9.6.10 um brunaeiginleika einangrunar.
4.    Birkibyggð 3 (L227459); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2209055
Fyrir liggur umsókn Jóns D. Ásgeirssonar fyrir hönd Sveins Reynissonar og Lenu Haraldsdóttir, móttekin 09.09.2022 um byggingarheimild fyrir 200 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Birkibyggð 3 (L227459) í Hrunamannahrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

 

5.    Grýluhraun 12 (L202579); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og geymsla – 2205074
Fyrir liggur umsókn Þórs Sæbjörnssonar, með umboð landeiganda, móttekin 3.05.2022 um byggingarheimild fyrir 117 m2 sumarbústað og 24 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Grýluhraun 12 (L202579) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
6.    Baulurimi 25 (L168976); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – 2207007
Fyrir liggur umsókn Sveins Ívarssonar fyrir hönd Runólfs G. Þórðarsonar, móttekin 30.06.2022 um byggingarheimild fyrir 17,5 m2 viðbyggingu við sumarbústað og

9,8 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Baulurimi 25 (L168976) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 82,7 m2.

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
7.    Hallkelshólar lóð 54 (L219440); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með geymslulofti að hluta – 2208009
Fyrir liggur umsókn Alberts Óskarssonar og Kolbrúnar A. Hjartardóttur, móttekin 08.08.2022 um byggingarheimild fyrir 95,8 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 54 (L219440) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
8.    Tröllahraun 11 (L202122); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2207026
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Magnúsar Sigurðssonar og Berglindar Fróðadóttur, móttekin 06.07.2022 um byggingarheimild fyrir 248 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Tröllahraun 11 (L202122) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
9.    Borgarholtsbraut 11 (L170013); umsókn um byggingarheimild; geymsla – 2208093
Fyrir liggur umsókn Svövu B. Hjaltalín Jónsdóttur fyrir hönd Gunnlaugs Helgasonar, móttekin 29.08.2022 um byggingarheimild fyrir 39,2 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Borgarholtsbraut 11 (L170013) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
10.    Kerhraun 10 (L168888); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2208094
Fyrir liggur umsókn Guðna Pálssonar fyrir hönd Sveins Bjarnasonar, móttekin 29.08.2022 um byggingarheimild fyrir 126 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kerhraun 10 (L168888) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
11.    Öndverðarnes 2 lóð (L170111); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2208095
Fyrir liggur umsókn Arnar Jóhannessonar fyrir hönd Þórðar Friðrikssonar og Sólborgar A. Pétursdóttur, móttekin 29.08.2022 um byggingarheimild fyrir

15,5 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð (L170111) í Grímsnes- og Grafningshrepp. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 55,5 m2.

Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
12.    Hestur lóð 11 (L198269); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2209001
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálsonar fyrir hönd Vilhjálms Sigurðssonar og Guðnýjar B. Svansdóttur, móttekin 31.08.2022 um 12,1 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 11 (L198269) í Grímsnes- og Grafningshrepp. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 105,1 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
13.    Álfasteinssund 4 (L174105); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2209010
Fyrir liggur umsókn Sveins Valdimarssonar fyrir hönd Margeirs Elentínusarsonar, móttekin 02.09.2022 um byggingarheimild fyrir 11,2 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Álfasteinssund 4 (L174105) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 78,4 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
14.    Hlíðarhólsbraut 20 (L229314); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2209005
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Ásgeirssonar fyrir hönd Elvars T. Guðmundssonar og Jóhönnu L. Hjörleifsdóttur, móttekin 31.08.2022 um byggingarheimild fyrir 150,3 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hlíðarhólsbraut 20 (L229314) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
15.    Hraungeisli 3 (L212456); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2209013
Fyrir liggur umsókn Jóns M. Halldórssonar fyrir hönd Einars Ó. Einarssonar, móttekin 31.08.2022 um byggingarheimild fyrir 149,8 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hraungeisli 3 (L212456) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
16.    Farbraut 15 (L169478); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og garðskáli – 2209014
Fyrir liggur umsókn Heimis Þ. Gíslasonar og Hrefnu H. Guðnadóttur, móttekin 05.09.2022 um byggingarheimild til að byggja 16,1 m2 viðbyggingu við sumarbústað mhl 01 og 30,7 m2 garðskála mhl 03 á sumarbústaðalandinu Farbraut 15 (L169478) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 38,8 m2.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
17.    Giljabakki 1 (L233753); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2209039
Fyrir liggur umsókn Guðna S. Sigurðssonar fyrir hönd Jónínu H. Haraldsdóttur, móttekin 08.09.2022 um byggingarheimild fyrir 60,8 m2 sumarbústað sem verður fluttur fullbúinn af lóð Hestur lóð 22 á sumarbústaðalandið Giljabakki 1 (L233753) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
18.    Suðurbakki 4 (L232549); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2209040
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Martin I. Sigurðssonar og Önnu Björnsdóttur, móttekin 09.09.2022 um byggingarheimild fyrir 123,2 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Suðurbakki 4 (L232549) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
19.    Víðibrekka 16 (L203650); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2209050
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Sævars Hjálmarssonar og Dagnýjar Guðmundsdóttur, móttekin 14.09.2022 um byggingarheimild fyrir 18,2 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Víðibrekka 16 (L203650) í Grímsnes- og Grafningshrepp. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 94,1 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
20.    Kambsbraut 16 (L202390); umsókn um byggingarheimild; bílageymsla – 2209053
Fyrir liggur umsókn Ágústs Þórðarsonar fyrir hönd Gísla Björgvinssonar og Nönnu Hreinsdóttur, móttekin 14.09.2022 um byggingarheimild fyrir 40 m2 bílageymslu á sumarbústaðalandinu Kambsbraut 16 (L202390) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
21.    Mánabakki 3 (L210856); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2201024
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Gunnlaugs Johnson fyrir hönd Hilmars Sigurðssonar og Þórdísar Sigurðardóttur, móttekin 11.01.2022 um byggingarheimild fyrir 150 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Mánabakki 3 (L210856) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
22.    Mánabakki 4 (L210857); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2209058
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Jón B. Guðmundssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur, móttekin 15.09.2022 um byggingarheimild fyrir 149,5 m2 sumarbústað og 39,8 gestahús á sumarbústaðalandinu Mánabakki 4 (L210857) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
23.    Giljatunga 12 (L233410); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2209060
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Grænukinn ehf., móttekin 12.09.2022 um byggingarheimild fyrir 138,2 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Giljatunga 12 (L233410) í Grímsnes- og Grafningshrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Bláskógabyggð – Almenn mál

 

24.    Efsti-Dalur lóð 11(L167747); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2203019
Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Drífu Alfreðsdóttur og August Hakansson, móttekin 04.03.2022 um byggingarheimild að byggja (31 m2) viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Efsti-Dalur lóð 11 (L167747) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður (85,6 m2).
Umsókn er synjað þar sem gögn samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins.
25.    Birkilundur 9-13 (L205492); umsókn um byggingarleyfi; gróðurhús mhl 03 – breytt notkun aðstöðuhús – 2205058
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Reynis Adamssonar fyrir hönd Friðheima ehf. dags 10.05.22 um byggingarleyfi til að breyta notkun gróðurhúss mhl 03, 400 m2, í aðstöðuhús á lóðinni Birkilundi 9-13 (L205492) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld þurfa að vera greidd.
26.   F-Gata 4 (L168022); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2209008
Fyrir liggur umsókn Viðars Janussonar, móttekin 01.09.2022 um byggingarheimild fyrir (18,8 m2) gestahús á sumarbústaðalandinu F-Gata 4 (L168022) í Bláskógabyggð.
Umsókn er synjað þar sem gögn samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins.
27.    Háholt 4 (L191054); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2209011
Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir hönd Óskar Gústafsdóttur, móttekin 05.09.2022 um byggingarheimild fyrir 52 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Háholt 4 (L191054) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
28.    Mosabrúnir 11 (L203037); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging, bílageymsla og sauna – 2206053
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Helguson ehf., móttekin 11.06.2022 um byggingarheimild fyrir (140,3 m2) viðbyggingu við sumarbústað, bílageymsla/sauna á sumarbústaðalandinu Mosabrúnir 11 (L203037), lóðarstærð 5000 m2 í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður (264,3 m2).
Umsókn er synjað þar sem innsend gögn samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins. Í skilmálum deiliskipulags kemur fram að nýtingarhlutfall lóða má ekki vera hærra en 0.03.
29.    Birkibraut 4 (L190566); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2205047
Fyrir liggur umsókn Katrínar H. Reynisdóttur og Sigtryggs Harðarsonar, móttekin 03.05.2022 um byggingarheimild fyrir (62,9 m2) sumarhús á sumarbústaðalandið Birkibraut 4 (L190566) í Bláskógabyggð.
Umsókn er synjað þar sem ekki hafa borist fullnægjandi gögn sem uppfylla kröfur byggingarreglugerðar 112/2012.
30.   Hulduland (L180194); umsókn um byggingarheimild; hesthús – 2206024
Erindi sett að nýju fyrir fund, veitt var takmörkuð byggingarheimild 15.06.2022. Fyrir liggur umsókn Steinunnar M. Guðmundsdóttur fyrir hönd Hafsteins V. Árnasonar og Guðmundu Valdimarsdóttur, móttekin 08.06.2022 um byggingarheimild fyrir 124,1 m2 hesthús á íbúðarhúsalóðinni Hulduland (L180194) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
31.   Kjóastaðir (L167374); umsókn um niðurrif; tengihús – 2209069
Fyrir liggur umsókn Steindórs G. Magnússonar fyrir hönd Mílu ehf., móttekin 21.09.2022 um niðurrif á byggingu á viðskipta- og þjónustulóðinni Kjóastaðir (L167374) í Bláskógabyggð, niðurrif er á mhl 01 tengihús, 7,1 m2, byggingarár 1990.
Niðurrif mannvirkja fellur undir umfangsflokk 1 skv. byggingarreglugerð gr. 1.3.2 og er háð byggingarheimild.
Byggingarheimild til niðurrifs er samþykkt.
Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
Flóahreppur – Almenn mál

 

32.    Dalsmynni (L166326); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – 2209031
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Telmu Halldórsdóttur og Ágústs Hjálmarssonar, móttekin 08.09.2022 um byggingarleyfi fyrir 250 m2 íbúðarhús með sambyggðum bílskúr á jörðinni Dalsmynni (L166326) í Flóahrepp.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
33.   Lynghæð (L196512); umsókn um byggingarleyfi; skemmtihús – 2205059
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Halldórssonar fyrir hönd Þorvaldar Árnasonar með umboð jarðareiganda, móttekin 02.05.2022 um byggingarheimild að byggja

(130,8 m2) hús á jörðinni Lynghæð (L196512) í Flóahreppi.

Umsókn er synjað þar sem gögn samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins.
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir

 

34.   Hamarskot (L207129); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2209047
Móttekinn var tölvupóstur þann 12.09.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, stærra gistiheimili (B) frá Gerði Hreiðarsdóttur fyrir hönd Siggagerði ehf., kt. 450908 – 1420 á séreignunum 03-010 og 04-010 á jörðinni Hamarskoti (F229 8190) í Flóahrepp.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II.
Gestafjöldi allt að 30 manns sem sundurliðast þannig:
Mhl. 01 gestafjöldi 10.manns.
Mhl. 03 gestafjöldi 10.manns.
Mhl. 04 gestafjöldi 10.manns.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00