Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 165 – 1. júní 2022

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 22-165. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 1. júní 2022 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál

 

1.    Laufskálabyggð 9 (L213314); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2205012
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd M-Thor ehf., móttekin 30.04.2022 um byggingarheimild fyrir 139 m2 sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Laufskálabyggð 9 (L213314) í Hrunamannahreppi.
Umsókn er synjað þar sem gögn samræmast ekki deiliskipulagi svæðisins.

Í deiliskipulagi kemur fram að sumarhús skulu ekki vera stærri en 100 m2.

2.    Laufskálabyggð 2 (L213301); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2205116
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Rafns Einarssonar, móttekin 23.05.2022 um byggingarheimild fyrir 137 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Laufskálabyggð 2 (L213301) í Hrunamannahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
3.   Miðfell 2 land (L166806); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2205069
Fyrir liggur umsókn og raunteikningar frá Kjartani Ó. Sigurðssyni fyrir hönd Sigurðar B. Gunnarssonar, móttekin 11.05.2022 af íbúðarhúsi á íbúðarhúsalóðinni Miðfell 2 land (L166806) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi er 232,9 m2 byggt árið 1975.
Erindið er móttekið og staðfest er að húsið er byggt í samræmi við framlagða uppdrætti.
4.   Birkihlíð 2-4 (L232269); umsókn um byggingarleyfi; fjöleignahús – 2205056
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Iðjuverk ehf., móttekin 3.05.2022 um byggingarleyfi fyrir 436,1 m2 fjöleignahús með þremur íbúðum og tvær bílageymslur fylgja íbúðum á jarðhæð á íbúðarlóðinni Birkihlíð 2-4 (L232269) í Hrunamannahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
5.    Iðjuslóð 2 (L230962); umsókn um byggingarleyfi; iðnaðarhúsnæði – breyting – 2103116
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd B.R. Sverrisson ehf., móttekin 18.5.2022 um breytingu á áður samþykktu byggingarleyfi, milliloft er sett í rými 0103 á iðnaðar- og athafnalóðinni Iðjuslóð 2 (L230962) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

 

6.    Minni-Borg lóð B (L198597); umsókn um byggingarheimild; starfsmannahús – 2108009
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Haraldar Ingvarssonar fyrir hönd Minniborgir ehf., móttekin 03.08.2021 um byggingarheimild til að byggja 95,7 m2 starfsmannahús á sumarbústaðalandinu Minni-Borg lóð B (L198597) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
7.    Kiðjaberg lóð 107 (L201721); umsókn um byggingaheimild; sumarbústaður og bílageymsla – 2203071
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Arnar Kjartanssonar fyrir hönd Barkar Arnviðarsonar, móttekin 29.03.2022 um byggingarheimild til að byggja 227 m2 sumarbústað og 36 m2 bílageymslu á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 107 (L201721) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
8.    Húshólsbraut 3 (L169988); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2204030
Fyrir liggur umsókn Inga G. Þórðarsonar fyrir hönd Sigþórs Hilmarssonar, móttekin 08.04.2022 um byggingarheimild fyrir 47,2 m2 viðbyggingu við sumarbústaðinn Húshólsbraut 3 (L169988) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 98,5 m2.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
9.    Bakkavík 3 (L216383); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2205090
Fyrir liggur umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Jóhanns G. Bergþórssonar, móttekin 14.05.2022 um byggingarheimild fyrir 130,4 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Bakkavík 3 (L216383) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
10.    Álfabyggð 53 (L231845); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2205108
Fyrir liggur umsókn Árna J. Sigfússonar fyrir hönd Þorvaldar E. Sigurðssonar og Ingveldar B. Jónsdóttur, móttekin 18.05.2022 um byggingarheimild fyrir 178,0 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Álfabyggð 53 (L231845) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
11.    Hraunbraut 35 (L204121); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – 2205083
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Friðriks H. Ólafssonar fyrir hönd Óskar Guðmundssonar, móttekin 12.05.2022 um byggingarleyfi fyrir 165,6 m2 íbúðarhús með sambyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Hraunbraut 35 (L204121) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld þurfa að vera greidd.
12.    Nesjavellir lóð 13 (L202576); umsókn um byggingarheimild; aðstöðuhús – 2106028
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur fyrir hönd Adrenalín ehf., móttekin 24.5.2022 um byggingarheimild til að byggja 74,6 m2 aðstöðuhús á lóðinni Nesjavellir lóð 13 (L202576) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
13.   Hvítuborgir (L218057); stöðuleyfi; frístundahús til flutnings – 2103029
Fyrir liggur umsókn Ögmundar Gíslasonar, móttekin 24.05.2022 um stöðuleyfi fyrir frístundahús í smíðum á lóðinni Hvítuborgir (L218057) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 01.12.2022.
14.    Nesjar (L170922); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og gestahús – 2205145
Fyrir liggur umsókn Davíðs K. C. Pitt fyrir hönd Baldurs Már Helgasonar, móttekin 27.05.2022 um byggingarheimild fyrir 30,4 m2 stækkun á sumarbústað mhl 01 og 26 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Nesjar (L170922) í Grímsnes- og Grafningshrepp. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 83,2 m2.
Málinu er vísað í grenndarkynningu.
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 757/2013.
15.    Skyggnisbraut 11 (L168836); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2205147
Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir hönd Ingibergs D. Jóhannssonar, móttekin 23.05.2022 um bygggingarheimild fyrir 54,4 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Skyggnisbraut 11 (L168836) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
16.   Galtartangi 1 (L201657); umsókn um byggingarheimild; bátaskýli – 2109064
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Hildar Gunnlaugsdóttur, móttekin 15.09.2021 um byggingarheimild til að byggja 85,2 m2 bátaskýli á sumarbústaðalandinu Galtartangi 1 (L201657) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn er synjað þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
17.    Kerhraun C 89 (L197686); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2204039
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Ingva R. Kristjánssonar fyrir hönd Heimahönnun ehf., móttekin 11.04.2022 um byggingarheimild fyrir 107 m2 sumarbústað og 40 m2 gestahús á sumarbústaðalóðinni Kerhraun C 89 (L197686) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
18.    Suðurbakki 3 (L232548); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2205154
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd AG Hús ehf., móttekin 27.05.2022 um byggingarheimild fyrir 144,2 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Suðurbakki (L232548) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

 

19.    Ásar spennistöð (L233201); umsókn um byggingarheimild; spennistöð – 2205115
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Þ. Jakobssonar fyrir hönd Rarik ohf., móttekin 20.05.2022 um byggingarheimild. Til stendur að byggja 7,7 m2 spennistöð á viðskipta- og þjónustulóðinni Ásar spennistöð (L233201) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
20.    Hólabraut 2 (L215753); umsókn um byggingarheimild; hesthús – stækkun – 2205111
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Gunnars Egilssonar, móttekin 19.05.2022 um byggingarheimild fyrir 49,8 m2 stækkun á hesthúsi á Hólabraut 2 (L215753) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Heildarstærð á hesthúsi eftir stækkun verður 162,1 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Bláskógabyggð – Almenn mál

 

21.   Einiholt 1 (L167081); umsókn um byggingarheimild; reiðskemma – 2203005
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Valdimars Grímssonar, móttekin 01.03.2022 um byggingarheimild að byggja 725 m2 reiðskemmu á jörðinni Einiholt 1 (L167081) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
22.    Bæjarholt 10 (L202321); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús á tveimur hæðum – 2202079
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Brynhildar Sólveigardóttur fyrir hönd Jóns S. Indriðasonar, móttekin 25.02.2022 um byggingarleyfi fyrir 170,1 m2 tveggja hæða íbúðarhúsi á Bæjarholti 10 (L202321) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld þurfa að vera greidd.
23.    Birkilundur 9-13 (L205492); umsókn um byggingarleyfi; gróðurhús mhl 03 – breytt notkun aðstöðuhús – 2205058
Fyrir liggur umsókn Reynis Adamssonar fyrir hönd Friðheima ehf. dags 10.05.22 um byggingarleyfi til að breyta notkun gróðurhúss mhl 03, 400 m2, í aðstöðuhús á lóðinni Birkilundi 9-13 (L205492) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
24.    Brúarhvammur (L167071); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús á tveimur hæðum – 2205089
Fyrir liggur umsókn og raunteikningar móttekin 16.05.2022 af 120,0 m2 íbúðarhúsi byggt árið 1970 á jörðinni Brúarhvammur (L167071) í Bláskógabyggð.
Erindið er móttekið og staðfest er að húsið er byggt í samræmi við framlagða uppdrætti.
25.    Helgastaðir 1 (L167105); umsókn um byggingarheimild; vélaskemma og hesthús – 2205110
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hallgrímssonar fyrir hönd Ólafs F. Gunnarssonar og Ólafar K. Kristjánsdóttur, móttekin 19.05.2022 um byggingarheimild fyrir 446,1 m2 hesthúsi og 250 m2 vélaskemmu á jörðinni Helgastaðir 1 (L167105) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
26.    Eyjarland (L167649); umsókn um byggingarleyfi; laxeldishús – viðbygging – 2205002
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Veiðifélag Eystri-Rangár, móttekin 27.04.2022 um byggingarheimild fyrir 268,7 m2 viðbyggingu við laxeldishús á iðnaðar- og athafnarlóðinni Eyjarland (L167649) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á laxeldishúsi eftir stækkun verður 776,5 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráform eru samþykkt fyrir þeim áfanga framkvæmdarinnar sem tekur til undirstaðna undir ný eldisker og uppsetningu þeirra.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
27.    Kjarnholt 3A (L197094); umsókn um byggingarheimild; íbúðarhús – stækkun – 2205151
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Andréssonar fyrir hönd Kjarnholts ehf., móttekin 27.05.2022 um bygggingarheimild fyrir 86,4 m2 viðbyggingu við íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Kjarnholt 3A (L197094) í Bláskógabyggð. Heildarstærð íbúðarhúss eftir stækkun verður 154,1 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
28.   Austurbyggð 26 (L167406); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2205155
Fyrir liggur umsókn Ingunnar H. Hafstað fyrir hönd Haraldar A. Haraldssonar, móttekin 30.05.2022 um byggingarheimild fyrir 36,5 m2 gestahúsi á íbúðarhúsalóðinni Austurbyggð 26 (L167406) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
29.    Efristígur 15 (L170325); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður breyting á innra rými og gestahús – geymsla – 2203043
Fyrir liggur umsókn Stefaníu Sigfúsdóttur fyrir hönd Halldórs K. Halldórssonar og Önnu K. Vilhjálmsdóttur, móttekin 15.03.2022 um byggingarheimild fyrir breytingu á innra rými í sumarbústað, tilfærsla á baðherbergi og eldhúsi og byggja 15 m2 gestahús/geymslu á sumarbústaðalandinu Efristígur 15 (L170325) i Bláskógabyggð.
Erindi var tekið fyrir á 489. fundi Þingvallanefndar þar sem lóðin er innan þjóðgarðs á Þingvöllum. Þingvallanefnd lagðist gegn umsókn um byggingu gestahúss á lóðinni, með vísan til greinar 1:1, 2. mgr. í byggingarskilmálum Þingvallanefndar. Þingvallanefnd lagðist ekki gegn breytingum á innra rými sumarbústaðar, með þeim fyrirvara að allar breytingar skulu vera í samræmi við ákvæði gildandi byggingarskilmála fyrir frístundahús innan marka þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Byggingarfulltrúi synjar byggingu gestahúss.
Skila þarf inn fullunnum aðaluppdráttum af breytingum á innri rýmum sumarbústaðaðar sem uppfylla byggingarreglugerð 112/2012.
30.    Hulduland (L180194); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús og gestahús – 2203034
Fyrir liggur umsókn Steinunnar M. Guðmundsdóttur fyrir hönd Hafsteins V. Árnasonar og Guðmundu Valdimarsdóttir, móttekin 14.03.2022 um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og gestahúsi á lóðinni Hulduland (L180194) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu áður en jarðvegsskipti hefjast.
Flóahreppur – Almenn mál

 

31.    Þingdalur land (L203005); umsókn um byggingarheimild; aðstöðuhús – 2205133
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Sveins Sigurmundssonar, móttekin 23.05.2022 um byggingarheimild fyrir tveim aðstöðuhúsum 15,8 m2 og 13 m2 á landinu, Þingdalur land (L203005) í Flóahrepp.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
32.    Þingdalur (L166405); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús og niðurrif á eldra íbúðarhúsi mhl 02 – 2205152
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Maack fyrir hönd Árna G. N. Eyþórssonar og Erlu Guðmundsdóttur, móttekin 27.05.2022 um byggingarheimild fyrir íbúðarhúsi 211,1 m2 og niðurrif á eldra íbúðarhúsi mhl 02 á jörðinni Þingdalur (L166405) í Flóahrepp.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
33.    Mosató hótel 3 (L225133); umsókn um byggingarheimild; fjögur starfsmannahús – 2205129
Fyrir liggur umsókn Hlédísar Sveinsdóttur fyrir hönd 360 gráður ehf., móttekin 24.05.2022 um byggingarheimild fyrir fjórum 36,7 m2 starfsmannahúsum á viðskipta- og þjónustulóðinni Mosató 3 (L225133) í Flóahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
34.    Krókur (L166243); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – 2204004
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Ólafs Bjarnasonar, móttekin 01.04.2022 um byggingarleyfi fyrir 238 m2 íbúðarhús með sambyggðum bílskúr á jörðinni Krókur (L166243) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld þurfa að vera greidd.
35.    Gafl lóð (L191894); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og fjarlægja mhl 01 sumarbústað og mhl 02 geymslu – 2205072
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Baldurs Þ. Halldórssonar með umboð landeiganda, móttekin 12.05.2022 um byggingarheimild að fjarlægja 23 m2 sumarbústað mhl 01, byggingarár 2009 og 3 m2 geymslu mhl 02, byggingarár 2009 og byggja 48,3 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Gafl lóð (L191894) í Flóahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir

 

36.   Lerkilundur 8 (L170468); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2205158
Móttekinn var tölvupóstur þann 31.05.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (H) frá Brynjólfi Flosasyni fyrir hönd Lerkilundur ehf., kt. 611119-1780 á sumarbústaðalandinu Lerkilundur 8 (F222 1444), rýmisnúmer 01-0101 í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Lerkilundi 8 í Bláskógabyggð á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00