Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 160 – 2. mars 2022

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 22-160. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 2. mars 2022 og hófst hann kl. 10:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál

1.   Hestás (L204647); umsókn um byggingarheimild; bílskúr – 2201007
Fyrir liggur umsókn Ástu B. Ólafsdóttur og Gísla Sveinssonar, móttekin 03.01.2021 um byggingarheimild til að byggja 56 m2 bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Hestás (L204647) í Ásahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
2.    Hestás (L204647); umsókn um byggingarheimild; íbúðarhús – breyting, viðbygging – garðskáli – 1911051
Erindi sett að nýju fyrir fund, ný aðalteikning móttekin 03.01.2021. Sótt er um byggingarheimild til að byggja 44,9 m2 garðskála við íbúðarhús á lóðinni Hestás (L204647) í Ásahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 134,7 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
Hrunamannahreppur – Almenn mál
3.    Tungufell (L173944); umsókn um niðurrif; niðurfelling á mhl 01 sumarbústaður – 2202070
Fyrir liggur umsókn Björns K. Broddasonar, móttekin 24.02.2022 um niðurfellingu á skráningu á fasteign á sumarbústaðalandinu Tungufell (L173944) í Hrunamannahreppi, afskrá mhl 01 sumarbústað 16 m2, byggingarár 1994.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
 
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
4.    Öndverðarnes 2 lóð (L170117); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – 2111002
Fyrir liggur umsókn Sveinbjörns Jónssonar fyrir hönd Skarphéðins Kjartanssonar og Kjartans Antonssonar, móttekin 30.10.2021 um byggingarheimild til að byggja 115 m2 sumarbústað og 40 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð (L170117) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
5.    Farbraut 8 (L169423); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2107077
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Guðmundar Á. Þórðarsonar fyrir hönd TCI Fasteignafélag ehf., móttekin 11.07.2021 um byggingarheimild til að flytja 30 m2 fullbúinn sumarbústað á sumarbústaðalandið Farbraut 8 (L169423) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
6.    Hraunbyggð 23 (L212406); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með svefnlofti og opnu bílskýli – 2112016
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Luigi Bartolozi fyrir hönd Vittorio Arash Herman, móttekin 08.12.2021 um byggingarheimild til að byggja 93,1 m2 sumarbústað með svefnlofti og opnu bílskýli á sumarbústaðalandinu Hraunbyggð 23 (L212406) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um byggingarheimild er synjað þar sem ekki hefur verið sýnt fram á að húsið uppfylli kröfur byggingarreglugerðar 112/2012.
 
7.    Hlíðarhólsbraut 1 (L231500); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús-geymsla – 2202028
Fyrir liggur umsókn Brynjars Einarssonar og Steinunnar B. Ingvarsdóttur, móttekin 08.02.2022 um byggingarheimild að byggja 110 m2 sumarbústað og 40 m2 gestahús/geymslu á sumarbústaðalandinu Hlíðarhólsbraut 1 (L231500) í Grímsnes- og Grafningshreppar.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
8.    Hraunsalir 10 (L212395); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2202052
Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Þorbergs Dagbjartssonar og Maríu K. Gunnlaugsdóttur, móttekin 19.02.2022 um byggingarheimild til að byggja 150,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hraunsalir 10 (L212395) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
9.    Þórsstígur 19 (L202609); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – breyting – 1512018
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar breyttar aðalteikningar frá hönnuði. Sótt er um byggingarheimild til að breyta þaki í einhalla og byggja 3,7 m2 við geymslu á sumarbústaðalandinu Þórsstígur 19 (L202609) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði með stækkun á geymslu verður 134,4 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
10.    Kerhraun C 101 (L173009); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2202072
Fyrir liggur umsókn Guðmundar G. Guðnasonar fyrir hönd Guðmundar Jóhannssonar og Margrétar Kjartansdóttur, móttekin 25.02.2022 um byggingarheimild að byggja 102 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandið Kerhraun C 101 (L173009) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
11.    Efri-Markarbraut 8 (L179294); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2201055
Fyrir liggur umsókn Svövu B. Hjaltalín Jónsdóttur fyrir hönd Jóns Björnssonar og Lovísu Stefánsdóttur, móttekin 18.01.2022 um byggingarheimild til að byggja 180 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Efri-Markarbraut 8 (L179294) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
12.   Steinsholt 2 lóð (L178860); endurinnrétting á kjallaraíbúð – 2202069
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Gunnars Arnar Marteinssonar, móttekin 24.02.2022. Sótt er um leyfi til að endurinnrétta íbúðarherbergi í kjallara í mhl 01 íbúðarhúsi í Steinsholti 2 (L178860) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd er samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 og 2.3.6 byggingarreglugerðar 112/2012.
 
Bláskógabyggð – Almenn mál

13.    Lyngholt 9 (L214926); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2109055
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur sent lagfærð gögn. Fyrir liggur umsókn Guðmundar Ó. Unnarssonar fyrir hönd Maríu Guðmundsdóttur, móttekin 14.09.2021 um byggingarheimild til að byggja 113,4 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Lyngholt 9 (L214926) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
14.    Lautir 17 (L229594); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2202040
Fyrir liggur umsókn Óskars A. Ásgeirssonar og Svanhildar Stellu J. Guðmundsdóttur, móttekin 14.02.2022 um byggingarheimild að byggja 109,1 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Lautir 17 (L229594) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
15.   Einiholt 1 (L167081); umsókn um byggingarheimild; reiðskemma – 2203005
Fyrir liggur umsókn Valdimars Grímssonar, móttekin 01.03.2022 um byggingarheimild að byggja 725 m2 reiðskemmu á jörðinni Einiholt 1 (L167081) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 
Flóahreppur – Almenn mál
16.    Rimar 20 (L212364); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með bílskúr – 2202060
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Hjördísar I. Sigurðardóttur, móttekin 23.02.2022 um byggingarleyfi að byggja 149,3 m2 íbúðarhús með bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Rimar 20 (L212364) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
– Aðaluppdrættir hafi verið skilað undirritaðir af hönnuði.
– Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd og hann skilað inn starfsábyrgðartryggingu á framkvæmdina
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri hafi lagt fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld hafi verið greidd.
 
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir
17.   Sumarliðabær 2 lóð (L217623); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2202029
Móttekinn var tölvupóstur þann 10.02.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (H) frá Birgi M. Ragnarssyni fyrir hönd Svarthöfði-Hrossarækt ehf., kt. 590516-1120, séreign 01-0101 gestahús á íbúðarhúsalóðinni á Sumarliðabær 2 lóð (F234 1635) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 8 manns.
 
18.   Sumarliðabær 2 (L165307); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2202030
Móttekinn var tölvupóstur þann 10.02.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, íbúðir (G) frá Birgi M. Ragnarssyni fyrir hönd Svarthöfði-Hrossarækt ehf., kt. 590516-1120, séreign 22-0101 íbúð 133,3 m2 á jörðinni Sumarliðabær 2 (F219 8108) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 9 manns.
 
19.   Steinahlíð (L165347); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2202032
Móttekinn var tölvupóstur þann 10.02.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (H) frá Birgi M. Ragnarssyni fyrir hönd Svarthöfði-Hrossarækt ehf., kt. 590516-1120, séreign 01-0101 íbúð á íbúðarhúsalóðinni Steinahlíð (F219 8233) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 7 manns.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30