Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 148 – 1. september 2021

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-148. fundur  haldinn með fjarfundarbúnaði, miðvikudaginn 1. september 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður bygginngarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1.    Hestheimar (L212134); umsókn um byggingarleyfi; gistihús – viðbygging – 2108006
Fyrir liggur umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Eignarhaldsfélagið Einhamar, móttekin 22.07.2021 um byggingarleyfi til að byggja 45,6 m2 viðbyggingu við gistihúsið á Hestheimum (L212134) í Ásahreppi. Heildarstærð á húsi eftir stækkun verður 416,1 m2.
Samþykkt.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
2.   Mýrarstígur 5 (L204518); umsókn um byggingarleyfi; aðstöðuhús – 2108052
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Varmalækur ehf., móttekin 18.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 84 m2 aðstöðuhús á viðskipta- og þjónustulóðinni Mýrarstígur 5 (L204518) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
3.   Haukholt 2 (L166759); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús; – 2108062
Fyrir liggur umsókn Gríms V. Magnússonar fyrir hönd Jón Þ. Oddleifssonar, móttekin 22.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 197,3 m2 íbúðarhús með millilofti á jörðinni Haukholt 2 (L166759) í Hrunamannahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
4.   Gilvegur 3 (L194826); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2005108
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Gunnars Bergmann Stefánssonar fyrir hönd Jóns Inga Sigvaldasonar og Valborgu Sigrúnu Jónsdóttur, móttekin 29.05.2020 um byggingarleyfi til að setja 31 m2 geymslu úr gámaeiningu á sumarbústaðalandið Gilvegur 3 (L194826) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um byggingarleyfi er synjað. Hönnuður hefur ekki sýnt fram á að fyrirskrifuð uppbygging mannvirkis standist kröfur byggingarreglugerðar 112/2012 gr. 4.5.2 Upplýsingar um efniseiginleika byggingarvöru.
5.    Kambsbraut 38 (L202404); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með millilofti – 2106052
Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Hreiðars Hermannssonar, móttekin 14.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 162,5 m2 sumarbústað með millilofti á sumarbústaðalandinu Kambsbraut 38 (L202404) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
6.    Hestvíkurvegur 8 (L170887); umsókn um byggingarleyfi; bátaskýli – gestaherbergi, breyting – 1912009
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Sótt er um byggingarleyfi til að byggja 40 m2 gestahús með geymslulofti á sumarbústaðalandinu Hestvíkurvegur 8 (L170887) í Grímsnes- og Grafningshreppi í stað bátaskýli/gestaherbergi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.    Álftavatn 2A (L168307); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106037
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkyningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Þórðar Sverrissonar, móttekin 09.06.2021 um byggingarleyfi til að fjarlægja sumarbústað 45 m2, mhl 01, byggingarár 1985 og byggja 144 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Álftavatn 2A (L168307) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8.    Hestur lóð 22 (L168534); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2107035
Fyrir liggur umsókn Vífils M. Magnússonar fyrir hönd Valdísar Vífilsdóttur, móttekin 05.07.2021 um byggingarleyfi að fjarlægja 60 m2 sumarbústað mhl 01, byggingarár 1993 og byggja 165,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 22 (L168534) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9.    Kiðjaberg lóð 110 (L198885); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2108005
Fyrir liggur umsókn Inga G. Þórðarsonar fyrir hönd Gests Jónssonar, móttekin 20.07.2021 um byggingarleyfi til að byggja 45,4 m2 við sumarbústaðinn á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 110 (L198885) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 148,4 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10.    Kiðjaberg 28 Hlíð (L227824); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2108084
Fyrir liggur umsókn Andra M. Sigurðssonar fyrir hönd Úlfars Haraldssonar, móttekin 25.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 207,5 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg 28 Hlíð (L227824) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11.    Kiðjaberg lóð 9 (L204189); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús – 2103034
Erindi sett að nýju fyrir fund, breyting á erindi. Fyrir liggur tölvupóstur móttekinn 31.08.021 frá Gunnari B. Stefánssyni fyrir hönd Andrew Moroz um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja gestahús 38,8 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 9 (L204189) í Grímsnes- og Grafningshreppi, erindi hafði áður fengið samþykkt byggingaráform.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
12.   Farbraut 8 (L169423); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2107077
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Á. Þórðarsonar fyrir hönd TCI Fasteignafélag, móttekin 11.07.2021 um byggingarleyfi til að flytja 30 m2 fullbúin sumarbústað á sumarbústaðalandið Farbraut 8 (L169423) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
13.    Suðurbakki 16 (L212142); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2108014
Fyrir liggur umsókn Arnalds G. Schram fyrir hönd Jökuls Tómassonar og RVK Food Lab ehf., móttekin 09.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 149 m2 sumarbústað og 37 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Suðurbakki 16 (L212142) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.    Hlíðarhólsbraut 14 (L229603); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2108025
Fyrir liggur umsókn Hildigunnar Haraldsdóttur fyrir hönd Ástvalds Traustasonar og Gyðu D. Tryggvadóttur, móttekin 12.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 79,7 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hlíðarhólsbraut 14 (L229603) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
15.    Bjarkarás 8 (L230337); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2106128
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Tómasar Gíslasonar og Sigþrúðar E. Arnarsdóttur, móttekin 21.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 134,8 m2 sumarbústað og 24 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Bjarkarás 8 (L230337) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
16.    Bjarkarás 10 (L230338); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2106130
Fyrir liggur umsókn Salóme Á. Arnardóttur, móttekin 21.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 78,5 m2 sumarbústað og 24 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Bjarkarás 10 (L230338) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
17.    Bakkavík 13 (L216393); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2108038
Fyrir liggur umsókn Höllu H. Hamars fyrir hönd Sigurðs Jens Sæmundssonar og Hildar Örnu Hjartardóttur, móttekin 09.08.2021 um byggingarleyfi til að flytja 45 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Bakkavík 13 (L216393) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
18.   Húsasund 20 (L168785); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús – 2108041
Fyrir liggur umsókn Jóns K. Stefánssonar og Jóhönnu K. Pálsdóttur, móttekin 18.08.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 21,5 m2 gestahús á sumarbústaðalóðinni Húsasund 20 (L168785) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
19.    Kerengi 38 (L176103); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2108040
Fyrir liggur umsókn Inga G. Þórðarsonar fyrir hönd Páls I. Arnarsonar, móttekin 12.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 134,7 m2 sumarbústað og 40 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Kerengi 38 (L176103) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
20.   Litlabraut 2 (Ll190146); umsókn um byggingarleyfi; bílageymsla – 2108047
Fyrir liggur umsókn Reynis Kristjánssonar fyrir hönd Helgu K. Hauksdóttur og Reynis Kristjánssonar, móttekin 17.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 39,9 m2 bílageymslu á sumarbústaðalandinu Litlabraut 2 (L190146) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
21.   Hraunhvarf 4 (L212465); umsókn um stöðuleyfi; hjólhýsi – 2108058
Fyrir liggur umsókn Hjörvars O. Jensson og Nönnu Baldursdóttur, móttekin 19.08.2021 um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi á sumarbústaðalandinu Hraunhvarf 4 (L212465) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Frístundasvæðið í Kerhrauni svæði E er ekki ætlað til geymslu á lausafjármunum.
22.   Mosabraut 11 (L212968); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2108066
Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir hönd Ottó Hafliðarsonar og Kristínar Þ. Eðvarðsdóttur, móttekin 23.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 40 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Mosabraut 11 (L212968) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
23.    Akurgerði 3-5 (L169232); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2108076
Fyrir liggur umsókn Hauks Margeirssonar fyrir hönd Sigmars Á. Sigurðssonar, móttekin 25.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 85,1 m2 sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Akurgerði 3-5 (L169232) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
24.    Kerhraun 42 (L168917); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2108079
Fyrir liggur umsókn Hildigunnar Haraldsdóttur fyrir hönd Þorgeirs Símonarsonar, móttekin 25.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 148 m2 sumarbústað með kjallara á sumarbústaðalandinu Kerhraun 42 (L168917) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
25.    Neðan-Sogsvegar 17 (L169419); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður mhl 03 – 2108095
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Hrafnhildar H. Ragnarsdóttur og Péturs Gunnarssonar, móttekin 30.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 74,5 m2 sumarbústað mhl 03 á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegar 17 (L169419) í Grímsnes- og Grafningshreppi). Sumarbústaður sem er skráður sem mhl 01 skv. Þjóðskrá Íslands verður skráð sem gestahús á lóð.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

 

26.    Hofskot 7 (L220408); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður á tveimur hæðum með bílageymslu – 2105034
Fyrir liggur umsókn Kristjáns G. Leifssonar fyrir hönd Inga V. Þorgeirssonar, móttekin 11.05.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað á tveimur hæðum með bílageymslu á neðri hæð á sumarbústaðalandinu Hofskot 7 (L220408) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
27.    Sælugrund 8 (L231679); umsókn um byggingarleyfi; þjónustu- og geymsluhús – 2106147
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Renata Vilhjálmsdóttur, móttekin 24.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 29,9 m2 þjónustu- og geymsluhús á viðskipta- og þjónustulóðinni Sælugrund 8 (L231679) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Umsókn um byggingarleyfi er synjað. Hönnuður hefur ekki sýnt fram á að fyrirskrifuð uppbygging mannvirkis standist kröfur byggingarreglugerðar 112/2012 gr. 4.5.2 Upplýsingar um efniseiginleika byggingarvöru.

 

28.   Flatir lóð 9 (L208461); tilkynningarskyld framkvæmd; geymsla – 2108070
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Múr og Mynstur ehf., móttekin 24.08.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 15,7 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Flatir lóð 9 (L208461) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls. Umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd er synjað. Hönnuður hefur ekki sýnt fram á að fyrirskrifuð uppbygging mannvirkis standist kröfur byggingarreglugerðar 112/2012 gr. 4.5.2 Upplýsingar um efniseiginleika byggingarvöru.
Bláskógabyggð – Almenn mál

 

29.   Borgarás 2 (L229264); umsókn um stöðuleyfi; vinnubúðir – 2005051
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Gunnars Páls Viðarsonar fyrir hönd Smersh ehf., móttekin 04.05.2020 um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á íbúðarhúsalóðinni Borgarás 2 (L229264) í Bláskógarbyggð.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað þar sem engin samþykkt byggingaráform eru á lóðinni.
30.    Seljaland 16 (L167953); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2101047
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Ingaþórs Björnssonar fyrir hönd Valgerðar U. Sigurvinsdóttur, móttekin 18.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 24,9 m2 á sumarbústaðalandinu Seljaland 16 (L167953) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 82,5 m2.
Umsókn um byggingarleyfi er synjað þar sem áætluð viðbygging verður nær árbakka en 50 metra sbr. 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar eins og fram kemur í afgreiðslu skipulagsnefndar með fundabókun þann 10.2.2021.
31.   Aphóll 9 (L167659); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106050
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hafsteinssonar fyrir hönd Ástrúnar B. Ágústsdóttur, móttekin 14.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 102,6 m2 sumarbústað og fjarlægja sem fyrir er mhl 01, 39,1 m2, byggingarár 1968 á sumarbústaðalandinu Aphóll 9 (L167659) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
32.    Stóranefsgata 4 (L167678); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2106038
Erindi sett að nýju fyrir fund, sótt er um byggingarleyfi til að byggja 47,8 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Stóranefsgata 4 (L167678) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
33.    Brú land (L180627); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – kjallari – 2108036
Fyrir liggur umsókn Magnús M. Þorvarðssonar fyrir hönd Sveinbjargar Haraldsdóttir, móttekin 12.08.2021, sótt er um leyfi til að stækka kjallara 71,8 m2 á sumarbústaðnum á sumarbústaðalandinu Brú lóð (L180627) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 174 m2.
Samþykkt.
34.   Stekkatún 2 (L167297); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2108053
Fyrir liggur umsókn Svavars M. Sigurjónssonar með umboð landeiganda, móttekið 19.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 38,6 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Stekkatún 2 (L167297) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
35.    Austurbyggð 15 Árós (L167390); umsókn um byggingarleyfi; endurbætur á íbúðarhúsi – 2108056
Fyrir liggur umsókn Páls Gunnlaugssonar fyrir hönd Sigríðar T. Erlendsdóttur, móttekin 19.08.2021 um byggingarleyfi að fara í endurbætur á 185,2 m2 íbúðarhúsi mhl 01, byggingarár 1980 á Austurbyggð 15 Árós (L167390) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
36.    Háholt 4 (L194910); umsókn um byggingarleyfi; parhús með innbyggðum bílskúrum – 2108073
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Melavík ehf., móttekin 19.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 265 m2 parhús með innbyggðum bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Háholt 4 (L194910) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
37.    Háholt 6 (L194912); umsókn um byggingarleyfi; parhús með innbyggðum bílskúrum – 2108071
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Melavík ehf., móttekin 19.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 265 m2 parhús með innbyggðum bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Háholt 6 (L194912) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
38.    Reynivellir 9 (L212330); umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti að hluta og sambyggðri geymslu – breyting – 2104064
Erindi sett að nýju fyrir fund, höfum móttekið nýjar aðalteikningar frá hönnuði, breyting frá fyrri samþykkt. Sótt er um leyfi til að stækka sumarbústað um 17,8 m2 á sumarbústaðalandinu Reynivellir 9 (L212330) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 92 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
39.    Skólavegur 1 (L188589); umsókn um byggingarleyfi; starfsmannahús og breyta notkun á þvottarhúsi í starfsmannahús – 2108067
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurbjartssonar fyrir hönd Stök Gulrót ehf., móttekin 23.08.2021 um byggingarleyfi að flytja 25 m2 fullbúið hús frá Syðri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi og færa þvottahús mhl 02, 23,8 m2, byggingarár 2017 til á lóð og breyta notkun í starfsmannahús. Einnig á að færa tvö starfsmannahús til á viðskipta- og þjónustulóðinni Skólavegur 1 (L188589) í Bláskógabyggð. Eftir breytingu og stækkun verða tvö starfsmannahús 47,6 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
40.    Árbrún (L167219); umsókn um niðurrif; niðurfelling á mhl 01 – sumarbústaður – 2108096
Fyrir liggur umsókn Þuríðar E. Sigurgeirsdóttur og Ágústs Eiríkssonar, móttekin 30.08.2021 um niðurfellingu á skráningu á fasteign á sumarbústaðalandinu Árbrún (L167219) í Bláskógabyggð, afskrá á mhl 01, sumarbústaður 29,6 m2, byggingarár 1989.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
Flóahreppur – Almenn mál

 

41.    Hróarsholt (L192451); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðum bílskúr – 2104038
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Óskars Þ. Óskarssonar fyrir hönd Dako ehf., móttekin 14.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja 291,3 m2 íbúðarhús með innbyggðum bílskúr á jörðinni Hróarsholt (L192451) í Flóahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
42.    Hallandi lóð (L166315); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2106065
Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Margrétar Hauksdóttur, móttekin 14.06.2021 um byggingarleyfi til að byggja 30,8 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hallandi lóð (L166315) í Flóahreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 48,1 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
43.   Hnausás 1 (L231714); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2108064
Fyrir liggur umsókn Helga M. Halldórssonar fyrir hönd Elfu L. Gísladóttur, móttekin 23.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 138,3 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hnausás 1 (L231714) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
44.    Hjálmholt (L216498); sumarbústaður – breyting á notkun í íbúðarhús – 2108065
Fyrir liggur umsókn Jóns D. Hreinssonar og Sigrúnar Guðjónsdóttur, móttekin 23.08.2021. Til stendur að breyta sumarbústaði mhl 01, 104,3 m2, byggingarár 2011 í íbúðarhús á sumarbústaðalandinu Hjálmholt (L216498) í Flóahreppi.
Samþykkt.
45.    Jaðarkot 1 (L224215); tilkynningarskyld framkvæmd, íbúðarhús – viðbygging – 2108069
Fyrir liggur umsókn Sigmar Arnar Aðalsteinssonar, móttekin 24.08.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 22 m2 við íbúðarhúsið á íbúðarhúsalóðinni Jaðarkot 1 (L224215) í Flóahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 225,8 m2.
Við afgreiðslu máls vék Lilja Ómarsdóttir af fundi. Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
46.   Grænhólar 1 (L218185); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2108078
Fyrir liggur umsókn Guðmundar G. Guðnasonar fyrir hönd Önnu S. Árnadóttur og Helga Gunnarssonar, móttekin 25.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 153 m2 íbúðarhús á lóðinni Grænhólar 1 (L218185) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
47.   Grænhólar 1 (L218185); umsókn um stöðuleyfi; aðstöðuhús – 2108088
Fyrir liggur umsókn Helga Gunnarssonar og Önnu S. Árnadóttur, móttekin 26.08.2021 um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr meðan á byggingartíma á sumarbústaði stendur yfir á landinu Grænhólar 1 (L218185) í Flóahreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 31.08.2022.
48.    Egilsstaðakot 2 (L191087); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging og breyting – 2107007
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Sveins O. Einarssonar og Kristínar L. Sigurjónsdóttur, móttekin 01.07.2021 um byggingarleyfi til að breyta innra rými og byggja 119,5 m2 við íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Egilsstaðakot 2 (L191087) í Flóahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 255,9 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
49.   Skólavegur 1 (L188589); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2106056
Móttekinn var tölvupóstur þann 09.06.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV, hótel (A) frá Jóhanni G. Reynissyni fyrir hönd Stök gulrót ehf., 440907-0910, séreign 05 0101 hótel á viðskipta- og þjónustulóðinni Skólavegur 1 (F224 8206) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV. Gestafjöldi allt að 80 manns.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00