Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 142 – 5. maí 2021

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-142. fundur haldinn að Laugarvatni, 5. maí 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál
1.  Holtabyggð 203 (L198760); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2104094
Fyrir liggur umsókn Sæmundar Á. Óskarssonar fyrir hönd Hús og Harðviður ehf., móttekin 27.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 34 m2 á sumarbústaðalandinu Holtabyggð 203 (L198760) í Hrunamannahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
2.  Grímkelsstaðir 21(L170864); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2101030
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Guðrúnar Stefánsdóttur fyrir hönd Halldórs Harðarsonar og Þuríðar Einarsdóttur, móttekin 14.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja 14,8 m2 sólstofu við sumarbústað ásamt 12,8 m2 óupphituðum kjallara á sumarbústaðalandinu Grímkelsstaðir 21 (L170864) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 79,4 m2.
Samþykkt.
3.  Kiðjaberg lóð 129 (L201719); umsókn um byggingarleyfi, sumarbústaður og geymsluskýli – breyting – 1805070
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru breyttar aðalteikningar frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn frá Grími V. Magnússyni fyrir hönd Principal Holdings ehf., dags. 01.02.2020 um byggingarleyfi til að breyta fyrri samþykkt, sótt er um leyfi til að byggja milliloft í þremur svefnherberjum, yfirbyggja verönd að hluta og breyta í upphitað lokað rými fyrir sumarbústaðinn sem verður samtals eftir breytingu 331,4 m2, geymsluskýli samtals 40 m2 óbreytt frá fyrri samþykkt á lóðinni Kiðjaberg lóð 129 (L201719) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
4.  Grafningsafréttur (L223942); umsókn um byggingarleyfi; vindmælimastur – 1907038
Erindi sett að nýju fyrir fund, fyrir liggur umsókn Norconsult ehf. fyrir hönd Zephyr Iceland ehf., um framlengingu á byggingarleyfi til júlí 2022, byggingarleyfi var veitt þann 9.07.2019 til 15 mánaða til uppsetningar á búnaði til að mæla vindaðstæður á Mosfellsheiði á lóðinni Grafningsafréttur (L223942) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
5.  Hvítárbraut 27 (L169726); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2104058
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar H. Brynleifsdóttur, móttekin 19.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 67,4 m2 á sumarbústaðalóðinni Hvítárbraut 27 (L169726) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 132,9 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
6.  Kiðjaberg lóð 64 (L210713); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2104062
Fyrir liggur umsókn Páls Gunnlaugssonar fyrir hönd Kiðjaberg ehf., móttekin 20.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 124,6 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 64 (L210713) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.  Hestur lóð 54 (L168563); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2104029
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Gunnlaugs Jónassonar fyrir hönd Valdimars Ó. Óskarssonar og Kristínar S. Guðmundsdóttur, móttekin 08.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja 130,5 m2 sumarbústað og 31 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 54 (L168563) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8.  Göltur (L168244); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla mhl 18 breyting á notkun í gestahús – 2104047
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Jóns Guðmundssonar fyrir hönd Gunnlaugs Guðmundssonar, móttekin 16.04.2021 um byggingarleyfi til að breyta notkun á véla- og verkfærageymslu mhl 18, 116,3 m2, byggingarár 1985 í gestahús á jörðinni Göltur (L168244) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
9.  Þrastahólar 34 (L205678); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með innbyggðri geymslu – 2104079
Fyrir liggur umsókn Önnu B. Sigurðardóttur fyrir hönd Matheo ehf. og Bjarka Áskelssonar, móttekin 20.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með innbyggðri geymslu 171,5 m2 á sumarbústaðalandinu Þrastahólar 34 (L205678) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10.  Giljatunga 26 (L225156); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2104080
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Hjördísar Bergsdóttur og Þorgeirs Guðmundssonar, móttekin 20.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 114,2 m2 á sumarbústaðalandinu Giljatunga 26 (L225156) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11.  Klausturhólar lóð (L175929); umsókn um byggingarleyfi; fjarskiptamastur – 2104085
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Míla ehf., móttekin 23.04.2021 um byggingarleyfi til að reisa 30m fjarskiptamastur á viðskipta- og þjónustulóðinni Klausturhólar lóð (L175929) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. 
12.  Austurbrúnir 20 (L193190); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús – 2104086
Fyrir liggur umsókn Vals Arnarssonar fyrir hönd Guðna Arinbjarnar og Svanlaugu I. Skúladóttur, móttekin 23.04.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja gestahús 40 m2 á sumarbústaðalandinu Austurbrúnir 20 (L193190) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
13.  Borgarholtsbraut 11 (L170013); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2104087
Fyrir liggur umsókn Svövu B. Hjaltalín Jónsdóttur fyrir hönd Gunnlaugs Helgasonar, móttekin 23.04.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 29 m2 á sumarbústaðalandinu Borgarholtsbraut 11 (L170013) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 88,5 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
14.  Hraunsalir 4 (L212386); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með innbyggðri bílageymslu – 2104088
Fyrir liggur umsókn Heiðars R. Sverrissonar fyrir hönd Sigurbjarts Halldórssonar, móttekin 23.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með innbyggðri bílageymslu 153,8 m2 á sumarbústaðalandinu Hraunsalir 4 (L212386) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
15.  Djúpahraun 19 (198675); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2104091
Fyrir liggur umsókn Hauks Ásgeirssonar fyrir hönd Sumarlönd ehf., móttekin 26.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 113,3 m2 á sumarbústaðalandinu Djúpahraun 19 (198675) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. 
16.  Djúpahraun 21 (L198676); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með innbyggðri geymslu – 2104092
Fyrir liggur umsókn Hauks Ásgeirssonar fyrir hönd Sumarlönd ehf., móttekin 26.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja 113,3 m2 sumarbústað með innbyggðri geymslu á sumarbústaðalandinu Djúpahraun 21 (198676) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
17.  Skógarholt 16 (L168398); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús-geymsla – 2104093
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Haraldar Leví Gunnarssonar og Eddu Ýr Georgsdóttur Aspelund, móttekin 26.04.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja gestahús/geymslu 30 m2 á sumarbústaðalandinu Skógarholt 16 (L168398) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
18.  Öndverðarnes lóð 2 (L170095); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og bátaskýli – endurbygging – 2104095
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Íslenski bærinn ehf., móttekin 27.04.2021 um byggingarleyfi að endurbyggja sumarbústað 56,4 m2 og bátaskýli 18 m2 á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð (L170095) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands vegna endurbyggingu.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
19. Öndverðarnes lóð 2 (L170095); umsókn um stöðuleyfi; vinnuskúr – 2104096
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Íslenski bærinn ehf., móttekin 27.04.2021 um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á sumarbústaðalóðinni Öndverðarnes 2 lóð (L170095) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 01.05.2022.
20.  Dvergahraun 28 (L202170); umsókn um byggingarleyfi; tengibygging fyrir sumarbústað og gestahús og byggja bílageymslu – 2104097
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd Guðnýjar Stefánsdóttur, móttekin 27.04.2021 um byggingarleyfi til að sameina sumarbústað og gestahús með 53,4 m2 tengibyggingu og byggja bílageymslu 39,9 m2 á sumarbústaðalandinu Dvergahraun 28 (L202170) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir breytingu ásamt bílgeymslu verður 221,1 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
21.  Sogsvegur 10A (L169545); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með millilofti – 2105001
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Kristbjargar Jóhannsdóttur og Jóhönnu A. Jóhannsdóttur, móttekin 30. apríl 2021 um byggingarleyfi til að byggja 40,3 sumarbústað með millilofti á sumarbústaðalandinu Sogsvegur 10A í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
22.  Hamragerði 14 (L231285); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðum bílskúr – 2104078
Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd Sigurlaugar Ó. Reimarsdóttur og Grétars Ólafssonar, móttekin 21.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með innbyggðum bílskúr 200,6 m2 á íbúðarhúsalóðinni Hamragerði 14 (L231285) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
23.  Hæll 3 Ljóskolluholt (L166571); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2104033
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin eru lagfærð gögn frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Höllu S. Bjarnadóttur, móttekin 13.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 143,4 m2 á jörðinni Hæll 3 Ljóskolluholt (L166571) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
24.  Ásbrekka (L166535); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með kjallara og risi – 2104101
Fyrir liggur umsókn Davíð K. Chatham Pitt fyrir hönd Finnar B. Harðarsonar, móttekin 18.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með kjallara og risi og innbyggðum tvöföldum bílskúr 499,8 m2 á jörðinni Ásbrekka (L166535) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Bláskógabyggð – Almenn mál
25.  Slakki (L167393); tilkynningarskyld framkvæmd; salernishús-geymsla – 2104051
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Slakka 1993 ehf., móttekin 19.04.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja salernishús/geymslu 14,4 m2 á jörðinni Slakki (L167393) í Bláskógabyggð.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
26.  Brekkuholt 5A-5B (L231177); umsókn um byggingarleyfi; parhús með innbyggðum bílskúrum – 2104084
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Selásbyggingar ehf., móttekin 23.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja 367 m2 parhús með innbyggðum bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Brekkuholt 5A-5B (L231177) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
27.  Brekkuholt 7A-7B (L231179); umsókn um byggingarleyfi; parhús með innbyggðum bílskúrum – 2104008
Fyrir liggur umsókn Arnars I. Ingólfssonar fyrir hönd Silvia Popescu og Mihai Lucian Rochian, móttekin 28.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja 427,6 m2 parhús með innbyggðum bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Brekkuholt 7A-7B (L231179) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Flóahreppur – Almenn mál
28. Eystri-Loftsstaðir 2 (L227141); stöðuleyfi; húseiningar – 2105003
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Þórs Emilssonar fyrir hönd Hafrúnar Óskar Gísladóttir, móttekin 27.04.2021 um stöðuleyfi, sótt er um leyfi til að geyma húseiningar á íbúðarhúsalóðinni Eystri-Lofsstaðir 2 (L227141) í Flóahreppi. Einingar verða notaðar til þess að byggja einbýlishús á lóðinni.
Umsókn um stöðuleyfi fyrir húseiningum er synjað. Sækja skal um byggingarleyfi fyrir byggingum og skulu þau uppfylla skilyrði byggingarreglugerðar nr 112/2012 ásamt áorðnum breytingum.
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir
29.  Efra-Sel golfvöllur (L203094); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – breyting – 2104055
Móttekinn var tölvupóstur þann 09.04.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um breytingu á rekstrarleyfi í gildi í fl. III, veitingastofa og greiðasala, nýr forsvarmaður Halldóra Halldórsdóttir fyrir hönd Kaffi-Sel ehf., auk leyfi til útiveitingar á lóðinni Efra-Sel golfvöllur (F220 3164) í Hrunamannahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki III. Gestafjöldi allt að 200 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00