Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 140 – 7. apríl 2021

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-140. fundur haldinn að Laugarvatni, 7. apríl 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Húsar 1 land (L165334); Sumarbústaður viðbygging og auka byggingar á lóð – 2103016
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Gunnars Helgasonar og Bjarkar Jakobsdóttur, sótt er um viðbyggingu við sumarbústað 6,8 m2, geymslu 21 m2, baðhús 12,7 m2 og opið hestaskýli 20,5 m2 á lóðinni Húsar 1 land (L165334) í Ásahreppi.
Samþykkt.
2.  Bólsstaður lóð (L165272); umsókn um niðurrif; niðurfelling á mhl 01 – sumarbústaður – 2104006
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar S. Jónsdóttur, Guðlaugar Jónsdóttur og Þórhalls Jónssonar, móttekin 06.04.2021 um niðurfellingu á skráningu á fasteign á sumarbústaðalandinu Bólsstaður lóð (L165272) í Ásahreppi, afskrá á sumarbústað mhl 01, 32,9 m2 og byggingarár 1973.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
3.  Tjarnardalur 10 (L202038); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2103060
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Bjarna Víðissonar og Önnu L. Guðmundsdóttur, móttekin 25.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 81,6 m2 á sumarbústaðalandinu Tjarnardalur 10 (L202038) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4. Svanabyggð 3 (L166877); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2103077
Fyrir liggur umsókn Einars Ingimarssonar fyrir hönd Sigurjóns H. Ólafssonar og Kristínar Briem, móttekin 15.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja geymslu 18,8 m2 á sumarbústaðalandinu Svanabyggð 3 (L166877) í Hrunamannahreppi.
Samþykkt.
5.  Laufskálabyggð 4 (L213303); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2103092
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Laufskálar ehf., móttekin 23.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 40,4 m2 á sumarbústaðalandinu Laufskálabyggð 4 (L213303) í Hrunamannahreppi.
Samþykkt.
6.  Hrunamannavegur 3 (L224583); umsókn um byggingarleyfi; þjónustuhús á tveimur hæðum með kjallara – breyting – 1706016
Erindið sett að nýju fyrir fund, sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á þjónustuhúsi á Hrunamannavegi 3 (L224583) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7. Iðjuslóð 2 (L230962); umsókn um byggingarleyfi; iðnaðarhúsnæði – 2103116
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd B.R. Sverrisson ehf., móttekin 29.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði með 12 iðnaðarbilum, 1.071,2 m2 á iðnaðar- og athafnalóðinni Iðjuslóð 2 (L230962) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
8. Sólheimar (L168279); umsókn um byggingarleyfi; baðhús – 2007038
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Helga M. Halldórssonar fyrir hönd Sólheimar ses., móttekin 15.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja baðhús/þjónustuhús 84 m2 á jörðinni Sólheimar (L168279) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9.  Hlíð (L170821); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla – 2102030
Erindi sett að nýju fyrir fund, fyrir liggur umsókn Vals Arnarssonar fyrir hönd K.J. ehf., móttekin 10.02.2021 um byggingarleyfi til að byggja véla- og verkfærageymslu 378 m2 á jörðinni Hlíð (L170821) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10.  Kambsbraut 5 (L202420); tilkynningarskyld framkvæmd; bílageymsla með opnu skýli – 2103046
Fyrir liggur umsókn Önnu B. Sigurðardóttur fyrir hönd Þorleifs F. Magnússonar, móttekin 10.03.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja bílageymslu 40 m2 ásamt opnu skýli 24.5 m2 samtals 64.5 m2 á sumarbústaðalandinu Kambsbraut 5 (L202420) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins er heimilt að reisa geymslu þó ekki stærri en 40 m2. Umsókn og gögn samræmast því ekki deiliskipulagi svæðisins og er umsókn synjað.
11.  Stangarbraut 5 (L202460); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með innbyggðri bílageymslu – 2103098
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Hinriks Péturssonar, móttekin 25.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með innbyggðri bílageymslu 214,8 m2 á sumarbústaðalandinu Stangarbraut 5 (L202460) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
12.  Snæfoksstaðir lóð (L169675); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2103079
Fyrir liggur umsókn Guðlaugar S. Ásgeirsdóttur, móttekin 18.03.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 38,5 m2 á sumarbústaðalandinu Snæfoksstaðir lóð (L169675) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 106,7 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
13. Kringla 2 lóð 11 (L191501); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2103083
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hreinssonar fyrir hönd Ib Hansen Göttler, móttekin 16.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja geymslu 40 m2 á sumarbústaðalandinu Kringla 2 lóð 11 (L191501) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.  Hraunkot (L168252); tilkynningarskyld framkvæmd; fjarskiptamastur – 2103091
Fyrir liggur umsókna Gauta Þorsteinssonar fyrir hönd Míla ehf., móttekin 23.03.2021. Til stendur að setja fjarskiptamastur og skáp á jörðina Hraunkot (L168252) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
15. Farbraut 19 (L169485); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 1802024
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru 23.03.2021 breyttar aðalteikningar frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Einars B. Haukssonar og Kristínar Óskarsdóttur um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 75 m2 á sumarbústaðalandinu Farbraut 19 (L169485) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
16.  Brúnavegur 4 (L168343); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2103095
Fyrir liggur umsókn Ólafs T. Bjarnasonar fyrir hönd Heimis Björgvinssonar og Þóru K. Sigurðardóttir, móttekin 24.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 79,5 m2 á sumarbústaðalandinu Brúnavegur 4 (L168343) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
17.  Hrauntröð 1 (L229371); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2103096
Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir hönd Sigurðar U. Kristjánssonar, móttekin 24.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 151 m2 og gestahús 25,9 m2 á sumarbústaðalandinu Hrauntröð 1 (L229371) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
18.  Þóroddsstaðir 14 (L179363); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2007023
Fyrir liggur umsókn Þórarins G. Péturssonar og Kristínar Þórðardóttur, móttekin 07.07.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd, til stendur að byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Þóroddsstaðir 14 (L179363) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 96,9 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
19.  Kerhraun 24 (L168899); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2103102
Fyrir liggur umsókn Guðlaugs I. Maríassonar fyrir hönd Dagnýjar E. Gunnarsdóttur, móttekin 25.03.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 26 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun 24 (L168899) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 81,8 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
20.  Bakkavík 14 (L216394); tilkynningarskyld framkvæmd; geymsla-vinnustofa – 2103115
Fyrir liggur umsókn Sigurðar I. Geirssonar, móttekin 26.03.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja geymslu/vinnustofu 25 m2 á sumarbústaðalandinu Bakkavík 14 (L216394) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
21. Ásborgir 44 (L199041); umsókn um byggingarleyfi; hótel – 2010010
Erindið sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru 13.01.2021 aðalteikningar frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Odds K. Finnbjarnarsonar fyrir hönd Grímsborgir ehf., um byggingarleyfi til að byggja hótel á einni hæð með tíu herbergjum 739,7 m2 á íbúðarhúsalóðinni Ásborgir 44 (L199041) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
22.  Þrastahólar 14 (L205945); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2103052
Fyrir liggur umsókn Önnu B. Sigurðardóttur fyrir hönd Ástu B. Björnsdóttur og Rúnars Björnssonar, móttekin 12.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 112,2 m2 og gestahús 37,5 m2 á sumarbústaðlandinu Þrastahólar 14 (L205945) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
23.  Búrfellsvirkjun (L166701U); umsókn um byggingarleyfi; Sámsstaðir 6-7-8-9-10, breyting úr tvíbýli í fjórbýli – 2103078
Fyrir liggur umsókn Guðna B. Valbergs fyrir hönd Landsvirkjun, móttekin 19.03.2021 um byggingarleyfi til að breyta tvíbýlishúsum í fjórbýli á Sámsstaðir 6,7,8,9 og 10 (L166701) á viðskipta- og þjónustulóðinni Búrfellsvirkjun (L166701) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
24. Áshildarvegur 6 (L210290); stöðuleyfi; gámur – 2011001
Fyrir liggur umsókn Guðlaugar F. Þorsteinsdóttur, móttekin 22.03.2021 um stöðuleyfi, til að setja 40 feta gám á lóð Áshildarvegur 6 (L210290) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á meðan framkvæmdum stendur á lóð Áshildarvegar 4 sem umsækjandi á einnig.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 06.04.2022.
25. Útverk (L166499); umsókn um byggingarleyfi; garðskáli – 2103118
Fyrir liggur umsókn Grétars Arnar Guðmundssonar fyrir hönd Odds Einarssonar, móttekin 29.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja 80 m2 garðskála á jörðinni Útverk (L16649) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
26.  Áshildarvegur 7 (L230355); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðum bílskúr – 2103081
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurbjartssonar fyrir hönd Skúla Baldurssonar og Ingunnar G. Skúladóttur, móttekin 22.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með innbyggðum bílskúr 209,5 m2 á íbúðarhúsalóðinni Áshildarvegur 7 (L230355) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
27.  Ketilvellir lóð (L167815); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2009086
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Björns Helgasonar fyrir hönd Halldórs Guðbjarnarsonar, móttekin 24.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 41,5 m2 á sumarbústaðalandinu Ketilvellir lóð (L167815) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 107,3 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
28. Hrosshagi 4 (L228432); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2103054
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Gunnars Sverrissonar og Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur, móttekin 13.03.2021 um byggingarleyfi til að færa aðstöðuhús 122,4 m2 frá Skálholti og breyta notkun í íbúðahús á íbúðarhúsalóðinni Hrosshagi 4 (L228432) í Bláskógabyggð.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls. Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
29.  Skólatún 9 (L231185); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðri bílageymslu – 2103110
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Gríms Kristinssonar, móttekin 26.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með innbyggðri bílageymslu 198,2 m2 á Skólatún 9 (L231185) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
30.  Fellsendi (L170155); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla mhl 10 – breyting á notkun í íbúðarhús og viðbygging – 2103112
Fyrir liggur umsókn Kristjáns G. Leifssonar fyrir hönd Borgþórs Þorgeirssonar og Berglindar Júlíusdóttur, móttekin 29.03.2021 um byggingarleyfi til að breyta notkun á véla- og verkfærageymslu mhl 10 í íbúðarhús með svefnlofti ásamt að byggja við það 57,9 m2 á jörðinni Fellsendi (L170155) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 162,9 m2
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
31.  Skálabrekkugata 7 (L230919); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með sambyggðri bílageymslu – 2104001
Fyrir liggur umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar fyrir hönd Andra Þórs Gestssonar og Sigurborgar Önnu Ólafsdóttur, móttekin 01.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með sambyggðri bílageymslu 198,9 m2 á sumarbústaðalandinu Skálabrekkugata 7 (L230919) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
32.  Brekkuholt 7A-7B (L231179); umsókn um byggingarleyfi; parhús með innbyggðum bílskúrum – 2104008
Fyrir liggur umsókn Arnars I. Ingólfssonar fyrir hönd Silvia Popescu og Mihai Lucian Rochian, móttekin 28.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja 427,6 m2 parhús með innbyggðum bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Brekkuholt 7A-7B (L231179) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.
33. Brekkuholt 4A-4D (L231176); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2103004
Erindi sett að nýju fyrir fund, sótt um byggingarleyfi til að byggja 4ra íbúða raðhús 350 m2 á íbúðarhúsalóðinni Brekkuholt 4A-4D (L231176) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
34. Brekkuholt 8A-8D (L231180); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2103005
Erindi sett að nýju fyrir fund, sótt um byggingarleyfi til að byggja 4ra íbúða raðhús 350 m2 á íbúðarhúsalóðinni Brekkuholt 8A-8D (L231180) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
35. Brekkuholt 10A-10C (L231182); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2103006
Erindi sett að nýju fyrir fund, sótt um byggingarleyfi fyrir til að byggja 4ra íbúða raðhús 373,5 m2 á íbúðarhúsalóðinni Brekkuholt 10A-10D (L231182) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
36. Dalbraut 10 (L167860); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2103087
Móttekinn var tölvupóstur þann 23.03.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV, gistiskáli (D) frá Þórhalli Erni Hinrikssyni fyrir hönd Laugarvatn Gisting ehf., á viðskipta- og þjónustulóðinni Dalbraut 10 (F220 6328) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV. Gestafjöldi allt að 80 manns í gistingu og veitingum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00