Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 139 – 17. mars 2021

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-139. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, 17. mars 2021 og hófst hann kl. 11:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál
1.  Ásland (L166989); umsókn um byggingarleyfi; gróðurhús – viðbygging – 2103048
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Georgs M. Ottósonar, móttekin 11.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja við mhl 07 gróðurhús/pökkun-vinnsla 174,1 m2 á jörðinni Ásland (L166989) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð eftir stækkun á gróðurhúsi/pökkun, vinnsla verður 378,5 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
2.  Ölur Sólheimum (L177188); umsókn um byggingarleyfi; þjónustuhús – breyting á notkun í íbúðarhús – 2103017
Fyrir liggur umsókn Halldórs Guðmundssonar fyrir hönd Ölur gróðrarstöð, móttekin 02.03.2021 um byggingarleyfi til að breyta þjónustuhúsi mhl 02, 100,3 m2 og byggingarár 1996 í íbúðarhús á iðnaðar- og athafnalóðinni Ölur Sólheimum (L177188) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
3.  Bíldsfell III (L170818); umsókn um byggingarleyfi; fjárhús mhl 03 og hlaða mhl 04 – breyting á notkun í geymslu – 2101043
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Árna Þorvaldssonar, móttekin 15.01.2021 um byggingarleyfi til að breyta notkun á fjárhúsi með áburðarkjallara mhl 03, 305,6 m2, byggingarár 1984 og hlöðu mhl 04, 200,6 m2, byggingarár 1984 í geymslu. Fjárhúsgólf verður styrkt, milligólf verður sett í hlöðu, innkeyrsluhurðar verða settar á bæði rýmin á jörðinni Bíldsfell III (L170818) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4.  Smalaholt 6 (L168862); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2103002
Fyrir liggur umsókn Haralds B. Haraldssonar fyrir hönd Arnars Jónssonar og Borgars Jónssonar, móttekin 26.02.2021 um byggingarleyfi til að fjarlægja hluta og byggja við sumarbústað með svefnlofti að hluta 38,5 m2 á sumarbústaðalandinu Smalaholt 6 (L168862) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 106,7 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5.  Hrauntröð 7 (L218566); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – kvistar – 2103012
Fyrir liggur umsókn Jakobs Magnússonar og Sigríðar Jakobínudóttur, móttekin 01.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja kvista á sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hrauntröð 7 (L218566) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6. Nesvegur 8 (205647); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2103025
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Ólafs Vigfússonar og Maríu Önnu Clausen, móttekin 03.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 33,4 m2 á sumarbústaðalandinu Nesvegur 8 (L205647) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Í skilmálum deiliskipulags svæðisins kemur fram að heimilt er að byggja gestahús/geymslu að stærð 30 m2 innan byggingareits. Þakhalli skal vera á bilinu 15-45°. Umsókn og gögn samræamast ekki deiliskipulagi svæðisins og er erindinu því synjað.
7.  Undirhlíð 11 (L221676); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2103027
Fyrir liggur umsókn Ólafs Tage Bjarnasonar fyrir hönd Hafsteins Ingólfssonar og Ingibjargar Einarsdóttur, móttekin 03.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 78,2 m2 í Undirhlíð 11 (L221676) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8. Stóra-Borg lóð 13 (L218057); stöðuleyfi; frístundahús til flutnings – 2103029
Fyrir liggur umsókn Ögmundar Gíslasonar, móttekin 05.03.2021 um stöðuleyfi fyrir frístundahús í smíðum til flutnings á lóðina Stóra-Borg lóð 13 (L218057) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls. Samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdrætti er U-gildi yfirbyggingar 1.04 W/(m2 °K), samkvæmt 13.3.2. gr. byggingarreglugerðar 112/2012 er U-gildi byggingarhlutans ekki að uppfylla lámarkskröfur um einangrun kaldra húsa. Umsókn er því synjað.
9. Ferjubraut 7 (L224507); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2103035
Fyrir liggur umsókn Björgvins Snæbjörnssonar, móttekin 05.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 156,2 m2 á Ferjubraut 7 (L224507) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10.  Hvammar 24 (L179282); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2103045
Fyrir liggur umsókn Ástríðar B. Árnadóttur fyrir hönd Ara Skúlasonar og Jane M. Pind, móttekin 10.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 186,1 m2 á sumarbústaðalandinu Hvammar 24 (L179282) í Grímsnes- og Grafningshreppur.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11.  Grafningsafréttur (L223942); umsókn um byggingarleyfi; vindmælimastur – 1907038
Fyrir liggur umsókn Norconsult ehf. fyrir hönd Zephyr Iceland ehf. um framlengingu á byggingarleyfi til júlí 2022, byggingarleyfi var veitt þann 9.7.2019 til 15 mánaðaða til uppsetningar á búnaði til að mæla vindaðstæður á Mosfellsheiði á lóðinni Grafningsafréttur (L223942) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
12.  Áshildarvegur 4 (L230772); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með sambyggðri geymslu – 2103039
Fyrir liggur umsókn Eyjólfs Valgarðssonar fyrir hönd Guðlaugu F. Þorsteinsdóttur, móttekin 09.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með sambyggðri geymslu 74,2 m2 á sumarbústaðalandinu Áshildarvegur 4 (L230772) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
13.  Sólbraut 6 (Víðigerði L167188); umsókn um byggingarleyfi; starfsmannahús – 2101042
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd Hólmars Guðmundssonar, Guðrúnar R. Hólmarsdóttur og Gunnars I. W. Friðrikssonar, móttekin 15.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja starfsmannahús með þremur gistirýmum 49,5 m2 á jörðinni Sólbraut 6 (Víðigerði L167188) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.  Sólbraut 7 (L188593); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging – 2011043
Erindið sett að nýju fyrir fund, fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Espiflöt ehf., móttekin 13.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús 136 m2 á íbúðarhúsalóðinni Sólbraut 7 (L188593) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 264,8 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
15.  Hamarsholt 1 (L229263); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður á tveimur hæðum að hluta og gestahús – 2101065
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknir voru 04.03.2021 lagfærðar aðalteikningar. Fyrir liggur umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur fyrir hönd Bjarnarafl ehf., um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað á tveimur hæðum að hluta 142,5 m2 og gestahús 30 m2 á sumarbústaðalandinu Hamarsholt 1 (L229263) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
16. Laugarás (L167398); umsókn um byggingarleyfi; aðstöðuhús – 2103033
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Vernharðs Gunnarssonar, móttekin 08.03.2021 um byggingarleyfi til að flytja þegar byggt aðstöðuhús 54,7 m2 á lóðina Laugarás (L167398) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
17.  Furustekkur 2 (170559); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2103028
Fyrir liggur umsókn Sveins Ívarssonar fyrir hönd Guðna B. Sigurðssonar og Hjördísar B. Ásgeirsdóttur, móttekin 04.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 98,3 m2 á sumarbústaðalandinu Furustekkur 2 (L170559) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
18.  Heiðarbær lóð (L170252); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2103051
Fyrir liggur umsókn Stefaníu H. Pálmadóttir fyrir hönd Kristínar Sandholt og Ingvar Vilhelmssonar, móttekin 11.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 36,5 m2 á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð (L170252) sem er skráð 3700 m2 að stærð í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 102,3 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
19. Hrosshagi 4 (L228432); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2103054
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Gunnars Sverrissonar og Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur, móttekin 12.03.2021 um byggingarleyfi til að færa aðstöðuhús 122,4 m2 frá Skálholti og breyta notkun í íbúðahús á íbúðarhúsalóðinni Hrosshagi 4 (L228432) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir
20. Bitra land (L215992); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2010077
Móttekinn var tölvupóstur þann 20.10.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gistiskáli (D), frá R. Vigni Guðmundssyni fyrir hönd Árberg ehf., á íbúðarhúsalóðinni Bitra land (f220 0716) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 37 manns.
21. Heiðarbraut 22 (L208468); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2103053
Móttekinn var tölvupóstur þann 12.03.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Steinunni Þorsteinsdóttur fyrir hönd Kaki ehf., á sumarbústaðalandinu Heiðarbraut 22 (L208468) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Heiðarbraut 22 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00