Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 136 – 3. febrúar 2021

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-136. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, 3. febrúar 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
1. Nesjar (L170905); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2010089
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Ólafs Ó. Axelssonar fyrir hönd Ragnheiðar Haraldsdóttur og Hallgríms Guðjónssonar, móttekin 27.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 40 m2 á sumarbústaðalandinu Nesjar (L170905) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2. Brúarey 3 (L225702); tilkynningarskyld framkvæmd; geymsla – 2101045
Fyrir liggur umsókn Ara Sigurðssonar, móttekin 18.01.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja geymslu 39,7 m2 á sumarbústaðalandinu Brúarey 3 (L225702) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
3.  Suðurbakki 20 (L212144); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2101046
Fyrir liggur umsókn Jeannot A. Tsirenge fyrir hönd Grétars Sölvarssonar, móttekin 18.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 171,7 m2 á sumarbústaðalandinu Suðurbakki 20 (L212144) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
4.  Hamrahlíð 8 (L230891); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með innbyggðri geymslu – 2101048
Fyrir liggur umsókn Baldurs Ó. Svavarssonar fyrir hönd Halldóru Káradóttur, móttekin 18.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með innbyggðri geymslu 143 m2 á sumarbústaðalandinu Hamrahlíð 8 (L226949) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
5.  Borgarleynir 37 (L198518); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – breyting – 2101049
Fyrir liggur umsókn Páls H. Zóphóníassonar fyrir hönd Sýn fasteignir hf., móttekin 18.01.2021 um byggingarleyfi til breytinga á innra skipulagi í sumarbústaði á sumarbústaðalóðinni Borgarleynir 37 (L198518) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
6.  Stangarbraut 19 (L202453); tilkynningarskyld framkvæmd; bílageymsla – 2011055
Erindið sett að nýju fyrir fund. Móttekin var tölvupóstur frá Ágústi Þórðarsyni fyrir hönd Eiríks Péturssonar og Hildar S. Backman um breytingu á erindi, sótt er um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja bílageymslu 40 m2 á sumarbústaðalandinu Stangarbraut 19 (L202453) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
7.  Ásólfsstaðir 2 lóð 1 (L218810); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009075
Erindið sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru breyttar aðalteikningar frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Árna G. Kristjánssonar fyrir hönd Skallakot ehf., móttekin 01.02.2020 um byggingarleyfi til að breyta fyrri samþykkt, sótt er um að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta 120,4 m2 á sumarbústaðalandinu Ásólfsstaðir 2 lóð 1 (L218810) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
8.  Lindargata 7 (L186575); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging, sólskáli – 1805031
Erindi sett að nýju fyrir fund, skipulagsnefnd hefur tekið erindið til umfjöllunar og vísar því til afgreiðslu hjá byggingarfulltrúa. Fyrir liggur umsókn frá Lind 7 sf., dags. 15.05.2019 móttekin 22.05.2019 um byggingarleyfi til að byggja sólskála 28,3 m2 við sumarbústað á sumarhúsalóðinni Lindargata 7 (L186575) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
9. Snorrastaðir lóð (L168091); umsókn um byggingarleyfi; skjólveggur – 2011075
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Páls V. Bjarnasonar fyrir hönd Rthor ehf., móttekin 23.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja skjólvegg meðfram lóðarmörkum á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir lóð (L168091) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
10.  Sóltún (L212116); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús, viðbygging – bílskúr – 2011081
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Birkis K. Péturssonar fyrir hönd Sigurþórs Jóhannessonar, móttekin 26.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja bílskúr við íbúðarhús 61,7 m2 á íbúðarhúsalóðinni Sóltún (L212116) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á íbúðarhúsi með bílskúr verður 198,1 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11.  Eiríksbraut 2 (L218744); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús – sauna – 2101027
Fyrir liggur umsókn Hrafnhildar Arnarsdóttur, móttekin 12.01.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd, til stendur að byggja gestahús/sauna 39,8 m2 á sumarbústaðalandinu Eiríksbraut 2 (L218744) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
12.  Sólbraut 6 (Víðigerði L167188); umsókn um byggingarleyfi; starfsmannahús – 2101042
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd Hólmars Guðmundssonar, Guðrúnar R. Hólmarsdóttur og Gunnars I. W. Friðrikssonar, móttekin 15.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja starfsmannahús með þremur gistirýmum 49,5 m2 á jörðinni Sólbraut 6 (Víðigerði L167188)í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
13.  Seljaland 16 (L167953); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2101047
Fyrir liggur umsókn Ingaþórs Björnssonar fyrir hönd Valgerðar U. Sigurvinsdóttur, móttekin 18.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 24,9 m2 á sumarbústaðalandinu Seljaland 16 (L167953) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 82,5 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
14.  Hamarsholt 1 (L229263); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður á tveimur hæðum og gestahús – 2101065
Fyrir liggur umsókn Hugrúnar Þorsteinsdóttur fyrir hönd Bjarnarafl ehf., móttekin 27.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað á tveimur hæðum 142,5 m2 og gestahús 30 m2 á sumarbústaðalandinu Hamarsholt 1 (L229263) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
15. Hrosshagi (L167118); umsókn um byggingarleyfi; aðstöðuhús – 2101074
Fyrir liggur umsókn Ólafs T. Bjarnasonar fyrir hönd Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur og Gunnars Sverrissonar, móttekin 29.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja aðstöðuhús 24,3 m2 á jörðinni Hrosshagi (L167118) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
Flóahreppur – Almenn mál
16.  Sölvholt (L166276); umsókn um niðurrif; véla-verkfærageymsla mhl 17 – 2101052
Fyrir liggur umsókn Jóns Þórðarsonar, Guðjóns Þ. Sigfússonar og Sigfúsar Kristjánssonar, móttekin 19.01.2021 um niðurrif á véla- og verkfærageymslu 100,4 m2, mhl 17, byggingaár 1979 á jörðinni Sölvholt (L166276) í Flóahreppi.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir
17. Áshamrar (L165337); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2101003
Móttekinn var tölvupóstur þann 16.12.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, minna gistiheimili (C) frá Laufey Ó. Christensen fyrir hönd Áshamrar sf., séreign 010101 gestahús á jörðinni Áshamrar (219227)í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 gesti.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45