Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 135 – 20. janúar 2021

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-135. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, 20. janúar 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
1.  Snæfoksstaðir lóð 48 (L196792); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2011070
Fyrir liggur umsókn Sveins Ívarssonar fyrir hönd Stefáns E. Matthíassonar og Ásdísar Ó. Gestsdóttur, móttekin 20.11.2020 um byggingarleyfi, til að byggja 40 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Snæfoksstaðir lóð 48 (L196792) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
2.  Bíldsfell III (L170818); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – tengibygging og sólskáli – 2011016
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Árna Þorvaldssonar, móttekin 09.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús, tengibyggingu 15,3 m2 og sólskála 32,8 m2 á jörðinni Bíldsfell III (L170818) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 198,4 m2.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
3.  Hrauntröð 6 (L227059); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymslu-gestahús – 2012019
Fyrir liggur umsókn Svavars M. Sigurjónssonar fyrir hönd Óskars R. Olgeirssonar og Jónínu Ómarsdóttur, móttekin 11.12.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 118,7 m2 og geymslu/gestahús 56,8 m2 á sumarbústaðalandinu Hrauntröð 6 (L227059) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
4.  Kiðjaberg lóð 100 (L212610); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti og geymslu – 2101034
Fyrir liggur umsókn Davíð K. C. Pitt fyrir hönd Ágústs H. Leóssonar, móttekin 14.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti 93,9 m2 og geymslu 22,1 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 100 (L212610) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
5.  Sogsvegur 10A (L169545); umsókn um niðurif; sumarbústaður mhl 01 – 2101013
Fyrir liggur umsókn Kristbjargar Jóhannsdóttur og Jóhönnu A. Jóhannsdóttir, móttekin 07.01.2021 um niðurrif á sumarbústaði 49,2 m2 , mhl 01, byggingarár 1987 á sumarbústaðalandinu Sogsvegur 10A (L169545) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
6.  Grímkelsstaðir 21(L170864); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2101030
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar Stefánsdóttur fyrir hönd Halldórs Harðarsonar og Þuríðar Einarsdóttur, móttekin 14.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja 14,8 m2 gróðurstofu við sumarbústað ásamt 12,8 m2 óupphituðum kjallara á sumarbústaðalandinu Grímkelsstaðir 21 (L170864) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 79,4 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
7.  Sólheimar (L168279) – Fagrabrekka mhl 23; umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – breyting í sambýli – 2012020
Erindið sett að nýju fyrir fund, umsagnargögn hafa borist til embættisins. Fyrir liggur umsókn Helga M. Halldórssonar fyrir hönd Sólheimar ses., móttekin 11.12.2020 um byggingarleyfi að breyta íbúðarhúsinu Fagrabrekka mhl 23 í sambýli á jörðinni Sólheimar (L168279) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8.  Viðeyjarsund 17 (L168665); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2101023
Fyrir liggur umsókn Svövu B. H. Jónsdóttur fyrir hönd Leifs Arnar Leifssonar og Ingu N. Matthíasdóttur, móttekin 08.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 109,1 m2 á sumarbústaðalandinu Viðeyjarsund 17 (L168665) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
9.  Hæll 1 (L166651); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2011018
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Steingríms Dagbjartssonar, móttekin 10.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hæll 1 (L166651) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 108,4 m2.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
10.  Krossholtsmýri 1 (L230543); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með innbyggðri geymslu – 2101026
Fyrir liggur umsókn Jóns Snæbjörnssonar fyrir hönd Ingu H. Kjartansdóttur, móttekin 12.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með innbyggðri geymslu 103,7 m2 á sumarbústaðalandinu Krossholtsmýri 1 (L230543) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11.  Lækjarbraut 3 (L220554); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2101039
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Halldórsdóttur fyrir hönd Benedikts Jónssonar, móttekin 15.01.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 27,4 m2 á sumarbústaðalóðinni Lækjarbraut 3 (L220554) í Grímnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarbústaðir verður 86,2 m2.
Umsókn er synjað þar sem viðbygging hússins fer út fyrir byggingarreit lóðar.
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir
12. Vesturbrúnir 4 (L206778); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2101036
Móttekinn var tölvupóstur þann 11.01.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Brynjari E. Sæmundssyni fyrir hönd Undur hafs og himins ehf., á sumarbústaðalandinu Vesturbrúnir 4 (F231 5510) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Vesturbrúnum 4 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
13. Vörðás 9 (L175191); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2101038
Móttekinn var tölvupóstur þann 14.01.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Jóhannesi Stefánssyni fyrir hönd Kvörnin ehf., á sumarbústaðalandinu Vörðás 9 (F223 2079) í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Vörðuás 9 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30