Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 133 – 16. desember 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 133. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, 16. desember 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Lækjartún II tengivirki (L230714); umsókn um byggingarleyfi; tengivirki – 2011003
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Andra M. Sigurðarsonar fyrir hönd Landsnet hf., móttekin 02.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja tengivirki sem samanstendur af rofahúsi 226,4 m2 og afgirtu spennarými á iðnaðar- og athafnalóðinni Lækjartún II tengivirki (L230714) í Ásahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
2.  Reykjaból lóð 13 (L167011); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2011077
Fyrir liggur umsókn Sigurðar E. Gylfasonar og Unnar V. Kristjánsdóttur, móttekin 24.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 81,3 m2 á sumarbústaðalandinu Reykjaból lóð 13 (L167011) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
3. Stangarbraut 19 (L202453); umsókn um byggingarleyfi; bílageymsla – 2011055
Fyrir liggur umsókn Eiríks Péturssonar og Hildar S. Backman, móttekin 17.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja bílageymslu 40 m2 á sumarbústaðalandinu Stangarbraut 19 (L202453) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4.  Hallkelshólar lóð 113 (L198346); umsókn um byggingarleyfi; bílageymsla – 2008012
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Guðmundar A. Adolfssonar, móttekin 10.08.2020 um að byggja bílageymslu 35,5 m2 á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 113 (L198346) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
5.  Ásabraut 24 (L194479); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áföstu gestahúsi – 2011078
Erindi sett að nýju, lagfærð gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Páls V. Bjarnasonar fyrir hönd Baldurs Þ. Davíðssonar og Kolbrúnar Gísladóttur, móttekin 24.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með áföstu gestahúsi 180 m2 á sumarbústaðalandinu Ásabraut 24 (L194479) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir sendar á hönnuð.
6.  Lokastígur 10 (L211129); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með kjallara og baðhús – 2011068
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Lárusar K. Ragnarssonar fyrir hönd Finnboga Halldórssonar, móttekin 19.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með kjallara 241,3 m2 og baðhús 25,6 m2 á sumarbústaðalandinu Lokastígur 10 (L211129) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7. Minni-Borg Baula (L169146); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2012021
Fyrir liggur umsókn Höllu H. Hamar fyrir hönd Önnu Ó. Sigurðardóttur og Stefáns Hrafnkelssonar, móttekin 11.12.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 62 m2 á íbúðarhúsalóðinni Minni-Borg Baula (L169146) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Bláskógabyggð – Almenn mál
8. Kjarnholt 2 land 6 (L205291); umsókn um byggingarleyfi; hesthús – 2009077
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Hrólfs K. Cela fyrir hönd Gylfa Gíslasonar, móttekin 01.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja hesthús á lóðinni Kjarnholt 2 land 6 (L205291) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Flóahreppur – Almenn mál
9.  Hallandi (L197704); umsókn um takmarkað byggingarleyfi, íbúðarhús – viðbygging – 1908034
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Magnúsar S. Magnússonar og Ingunnar Jónsdóttur dags. 08.08.2019 móttekin 09.08.2019 um takmarkað byggingarleyfi, til að jarðvegsskipta undir fyrirhugaðri viðbyggingu á íbúðarhúsi 89 m2 á íbúðarhúsalóðinni Hallanda (L197704) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.
10.  Súluholt 2 (L228667); umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhúsi skipt upp í tvær eignir – 2012007
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Guðmundar V. Sigurðssonar, Hafdísi Örvars og Guðrúnar Hjörleifsdóttur, undirritað umboð móttekið 03.12.2020 um byggingarleyfi til að skipta íbúðarhúsi mhl 01 í tvær eignir á íbúðarhúsalóðinni Súluholt 2 (L228667) í Flóahreppi.
Samþykkt.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
11. Dalbraut 8 (L167838); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2011084
Móttekinn var tölvupóstur þann 30.11.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingastofa og greiðasala (C) frá Ómari Valdimarssyni fyrir hönd Samkaup hf., á viðskipta- og þjónustulóðinni Dalbraut 8 (f220 6278) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 40 manns.
12. Haukadalur 4 (L167101); umsögn um rekstrarleyfi; veitingahús – 2001031
Móttekinn var nýr tölvupóstur þann 08.12.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingahús (A) frá nýjum aðila, Elínu S. Thoroddsen fyrir hönd Geysir ehf., á jörðinni Haukadalur 4 (F221 4542) í Bláskógabyggð.
Umsögn um rekstrarleyfi er frestað. Beðið er eftir uppfærðum aðalteikningum af húsinu.
13. Eiríksbraut 4 (L223856); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2011079
Móttekinn var tölvupóstur þann 19.11.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Jóhanni G. Reynissyni fyrir hönd Stök Gulrót ehf. á sumarbústaðalandinu Eiríksbraut 4 (F235 7666) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 10 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00