Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 131 – 18. nóvember 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20-131. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, 18. nóvember 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Berustaðir 1A (L229758); umsókn um niðurrif; hlaða mhl 05, hlaða mhl 06 og geymsla mhl 11 – 2011020
Fyrir liggur umsókn Egils Sigurðssonar, móttekin 10.11.2020 um niðurrif á hlaða mhl 05, 56,1 m2, byggingarár 1964, hlaða mhl 06, 56,1 m2, byggingarár 1963 og geymsla mhl 11, 29,7 m2, byggingarár 1960 á landinu Berustaðir 1A (L229758) í Ásahreppi.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
2.  Tjarnardalur 8 (L202036); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2011017
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Bjarnar Víðissonar og Önnu L. Guðmundsdóttur, móttekin 10.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 67,3 m2 á sumarbústaðalandinu Tjarnardalur 8 (L202036) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 3. Hvammur 1 (L166771); umsókn um byggingarleyfi; fjárhús mhl 15 og hlaða mhl 16 – breyting á notkun í hesthús og í starfsmannahús með bílskúr – 2011024
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Hvammur 1 ehf., um byggingarleyfi til að breyta fjárhús 135 m2, byggingarár 1958 í hesthús og hlaða mhl 16, byggingarár 1958 í starfsmannaíbúð á efri hæð og hluta á neðri hæð í bílskúr og vinnuherbergi á jörðinni Hvammur 1 (L166771) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4.  Syðra-Langholt 3 lóð (L198343); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1906030
Fyrir liggur umsókn Snorra F. Jóhannessonar dags. 02.06.19 mótt. 06.06.19 um byggingarleyfi til að byggja tvö gestahús, 44,9 m2 og 19,6 m2 á lóðinni Syðra-Langholt 3 lóð (L198343) í Hrunamannahrepp. Heildarstærð 64,5 m2.
Samþykkt
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
5.  Tjarnholtsmýri 3 (L195837); umsókn um flutning; sumarbústaður mhl 01 – 2011026
Fyrir liggur umsókn Bryndísar Ævarsdóttur og Þorvaldar Friðþjófssonar, móttekin 11.11.2021 um að fjarlægja sumarhústað 30,8 m2, mhl 01, byggingarár 2005 af sumarbústaðalandinu Tjarnholtsmýri 3 (L19587) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
6.  Hallkelshólar lóð 56 (L174042); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009044
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Brjáns Árnasonar og Trausta B. Gunnarssonar, móttekin 11.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 95,4 m2 á sumarbústaðalóðinni Hallkelshólar lóð 56 (L174042) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7. Kiðjaberg lóð 114 (L200172); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2011023
Fyrir liggur umsókn Ívars Haukssonar fyrir hönd Gunnars Guðjónssonar, móttekin 11.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja geymslu 26 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 114 (L200172) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn er synjað. Byggingar skulu standa innan byggingarreits lóðar og eru byggingarreitir sýndir í deiliskipulagi svæðisins. Eiganda ber að fjarlægja geymsluna.
8.  Bíldsfell III (L170818); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – tengibygging og sólskáli – 2011016
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Árna Þorvaldssonar, móttekin 09.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús, tengibyggingu 15,3 m2 og sólaskála 32,8 m2 á jörðinni Bíldsfell III (L170818) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 165,6 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
9.  Laugarimi 25 (L199541); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með innbyggðri bílgeymslu og gestahús – 2010048
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd Vitex ehf., móttekin 13.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með innbyggðri bílgeymslu 174,6 m2 og gestahús 24,7 m2 á sumarbústaðalóðinni Laugarimi 25 (L199541) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10.  Farbraut 13 (L169470); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2010022
Fyrir liggur umsókn Gríms Þ. Valdimarssonar, móttekin 08.10.20 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Farbraut 13 (L169470) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað að beiðni eiganda.
11.  Minni-Borg verslun (L169681); umsókn um byggingarleyfi; rými og skrifstofa- breyting á notkun í gistiheimili – 2009028
Fyrir liggur umsókn Katrínar Hjálmarsdóttur fyrir hönd Heilsu og útivist ehf., móttekin 08.09.2020 um byggingarleyfi til að breyta notkun á hluta af rýmum byggingarinnar í gistiaðstöðu á viðskipta- og þjónustulóðinni Minni-Borg verslun (L169681) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
12.  Undirhlíð 29 (L207606); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2011025
Fyrir liggur umsókn Bjarka M. Sveinssonar fyrir hönd Harðar I. Guðmundssonar, móttekin 11.11.2020 um byggingarleyfi til að flytja sumarbústað 30,8 m2, mhl 01 af Tjarnholtsmýri 3 (L195837) á sumarbústaðalandið Undirhlíð 29 (L207606) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
13.  Birkibraut 13 (169803); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging og gestahús – 2010088
Fyrir liggur umsókn Eyjólfs Valgarðssonar fyrir hönd Karíus ehf., móttekin 27.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 38,1 m2 og gestahús 30 m2 á sumarbústaðalandinu Birkibraut 13 (L169803) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 99,3 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.  Hlíð (L170821); umsókn um niðurrif; bogaskemma mhl 07 og bogaskemma mhl 09 – 2011044
Fyrir liggur umsókn Kára Jónssonar fyrir hönd K.J. ehf. móttekin 13.11.2020 um niðurrif á bogaskemmu 147,8 m2, mhl 07, byggingarár 1970 og bogaskemmu 93,8 m2, mhl 09, byggingarár 1976 á jörðinni Hlíð (L170821) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Heimilað að rífa húsin. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
15.  Hæll 1 (L166651); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2011018
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Steingríms Dagbjartssonar, móttekin 10.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hæll 1 (L166651) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 108,4 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Bláskógabyggð – Almenn mál
16.  Torfastaðakot 13 (L205126); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2010073
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Stefán Hallsonar fyrir hönd SVK ehf., móttekin 19.10.2020 um byggingarleyfi að byggja sumarbústað 108 m2 og gestahús 39,6 m2 á sumarbústaðalandinu Torfastaðakot 13 (L205126) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 17. Torfastaðakot 17 (L205128); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús-geymsla – 2007030
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Stefáns Hallssonar fyrir hönd SVK ehf., móttekin 10.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 107,8 m2 og gestahús/geymslu 40 m2 á sumarbústaðalandinu Torfastaðakot 17 (L205128) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00