Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 129 – 21. október 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 129. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, 21. október 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Lækjartún II (L215415); umsókn um byggingu á haugkjallara og úti nautgripastíu – 2010016
Fyrir liggur umsókn Sveitakarlinn ehf., móttekin 05.10.2020 um. Til stendur að byggja steyptan haugkjallara með úti nautgripastíu á jörðinni Lækjartún II (l215415) í Ásahreppi.
Samþykkt
Hrunamannahreppur – Almenn mál
2. Suðurhof 2 (L210702); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2010017
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Selásbyggingar ehf., móttekin 07.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja raðhús með þremur íbúðum 308,5 m2 á íbúðarhúsalóðinni Suðurhof 2 (L210702) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
3. Ásabyggð 4 (L166944); fyrirspurn; sumarbústaður – stækkun – 2010034
Fyrir liggur umsókn Guðlaugs F. Stephensen, móttekin 12.10.2020 sem fyrirspurn til að byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Ásabyggð 4 (L166944) í Hrunamannahreppi.
Lagst er gegn þessari stækkun. Byggingar skulu vera í samræmi við deiliskipulag svæðisins og innan byggingarreits.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
4.  Þóroddsstaðir 10 (L205321); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2009031
Fyrir liggur umsókn Guðlaugs Aðalsteinssonar, móttekin 09.09.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 8,6 m2 á sumarbústaðalandinu Þóroddsstaðir 10 (L205321) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun á sumarbústaði verður 87,2 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
5.  Laugarimi 25 (L199541); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús með innbyggðri geymslu og bílgeymslu – 2010048
Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd Vitex ehf., móttekin 13.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með innbyggðri geymslu og bílgeymslu 174,6 m2 á sumarbústaðalóðinni Laugarimi 25 (L199541) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
6.  Hraungeisli 3 (L212456); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áfastri geymslu – 2010045
Fyrir liggur umsókn Jóns M. Halldórssonar fyrir hönd Verkeining ehf., móttekin 13.10.2020 um byggingarleyfi, til að byggja sumarbústað með áfastri geymslu

95,4 m2 á sumarbústaðalandinu Hraungeisli 3 (L212456) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.  Brekkur 19 (L225996); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með innbyggðri geymslu og útigeymslu – 2010047
Fyrir liggur umsókn Höllu H. Hamar fyrir hönd Ernu D. E. C. Geirdal, móttekin 13.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með efri hæð að að hluta og innbyggðri geymslu 144,8 m2 og útigeymsla 3,8 m2 á sumarbústaðalandinu Brekkur 19 (L225996) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði ásamt geymslum er 148,6 m2.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
8.  Herjólfsstígur 1 (L202494); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti – 2007022
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru breyttar aðalteikningar frá hönnuði 02.10.2020. Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Sóleyjar Stefánsdóttur um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta 132,8 m2 á sumarbústaðalandinu Herjólfsstígur 1 (L202494) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9. Tjarnavegur 7 (L211292); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1905006
Fyrir liggur umsókn Viðars Guðbjörnssonar, dags. 30.04.2019 móttekin 02.05.2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 25 m2 á sumarhúsalóðinni Tjarnavegur 7 (L211292) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn er synjað þar sem ekki hefur borist fullnægjandi umsókn og gögn.
10.  Stokkasund 7 (L190576); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – endurbygging á þaki – 2010023
Fyrir liggur umsókn Sveins Þrastarsonar móttekin 08.10.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að fara í endurbyggingu/lagfæringu á þaki sumarbústaðar í Stokkasundi 7 (L190576) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
11.  Minni-Borg verslun (L169681); umsókn um byggingarleyfi; rými og skrifstofa – breyting á notkun í gistiheimili – 2009028
Fyrir liggur umsókn Katrínar Hjálmarsdóttur fyrir hönd Heilsu og útivist ehf., móttekin 08.09.2020 um byggingarleyfi til að breyta hluta af rými neðri hæðar í þrjú herbergi með gistiaðstöðu og skrifstofu á efri hæð í fjögur herbergi sem gistiaðstöðu á viðskipta- og þjónustulóðinni Minni-Borg verslun (L169681) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Gera þarf betur grein fyrir breyttri notkun á húsinu og einnig brunahólfun milli rýma. Samkvæmt umsókn er verið breyta notkun á rýmum í gistiheimili sem eru í notkunarflokki 4 sbr. grein 9.1.3 og 9.1.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
12. Neðra-Apavatn lóð (L169306); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2006084
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Ágústs Þórðarsonar fyrir hönd Jóns P. Jónssonar og Jónínu Rútsdóttur, móttekin 29.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 25 m2 á sumarbústaðalandinu Neðra-Apavatn lóð (L169306) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
13.  Hlíðarhólsbraut 10 (L230453); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2010024
Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir hönd Bergs Konráðssonar, móttekin 08.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 149 m2 á sumarbústaðalandinu Hlíðarhólsbraut 10 (L230453) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.  Kiðjaberg 44 (L206924); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009051
Fyrir liggur umsókn Eiríks Benónýssonar, móttekin 14.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 120,3 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg 44 (L206924) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
15.  Ásólfsstaðir 2 lóð 1 (L218810); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009075
Fyrir liggur umsókn Árna G. Kristjánssonar fyrir hönd Skallakot ehf., móttekin 18.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta 112,1 m2 á sumarbústaðalandinu Ásólfsstaðir 2 lóð 1 (L218810) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
16. Gufuhlíð (L167096); tilkynningarskyld framkvæmd; spennistöð – 2010053
Fyrir liggur umsókn Helga Jakobssonar fyrir hönd Gufuhlíðar ehf., móttekin 14.10.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja spennistöð á jörðinni Gufuhlíð (L167096) í Bláskógabyggð.
Samþykkt
17. Birkilundur 9-13 (L205492); tilkynningarskyld framkvæmd; spennistöð – 2010054
Fyrir liggur umsókn Knúts R. Ármanns fyrir hönd Friðheima ehf., móttekin 16.10.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja spennistöð á viðskipta- og þjónustulóðinni Birkilundur 9-13 (L205492) í Bláskógabyggð.
Samþykkt
18.  Hamarsvegur 6 (L203711); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – viðbygging – 2006035
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Páls H. Zóphóníassonar fyrir hönd Öglu R. Sveinbjörnsdóttur, Sveinsbjörns Úlfarssonar og Gunnars S. Úlfarssonar, móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja við geymslu 16,7 m2 á sumarbústaðalandinu Hamarsvegur 6 (L203711) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á geymslu eftir stækkun verður 32,7 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
19.  Heiði lóð 2 (L 167317); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 1906069
Fyrir liggur umsókn Skúla Ágústssonar fyrir hönd Guðbjargar M. Sveinsdóttur, móttekin 01.06.2019 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 25 m2 og geymslu 6,5 m2 á sumarhúsalóðinni Heiði lóð 2 (L167317) í Bláskógabyggð.
Umsókn er synjað þar sem ekki hafa borist fullnægjandi gögn frá hönnuði.
20. Útey I lóð 80 (L212059); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2008035
Fyrir liggur umsókn Páls G. Pálsonar og Ragnheiðar D. Bjarnadóttur, móttekin 12.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta 91,9 m2 á sumarbústaðalandinu Útey I lóð 80 (L212059) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
21. Sandamýri (L223807); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús – 2010044
Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Björgvins Þórissonar og Rögnu E. Simson, móttekin 13.10.2020 um byggingarleyfi. Til að byggja einbýlishús með innbyggðri geymslu 91,3 m2 á lóðinni Sandamýri (L233807) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
22.  Græntóftagata 4 (L178418); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti að hluta – 2010001
Fyrir liggur umsókn Davíð K.C. Pitt fyrir hönd Maríu K. Þrastardóttur og Óskars Svavarssonar, móttekin 29.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta 99,4 m2 á sumarbústaðalandinu Græntóftagata 4 (L178418) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Flóahreppur – Almenn mál
23. Arnarstaðakot (L166219); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 1909061
Fyrir liggur umsókn Gunnars Karls Ársælssonar dags. 23.09.2019 móttekin 24.09.2019 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 149,9 m2 á jörðinni Arnarstaðarkot (L166219) í Flóahreppi. Fyrir liggur samþykki Ríkisjóð Íslands (ríkiseignir).
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
24. Merkurhraun 1 (L173885); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2008059
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Friðriks Ólafssonar fyrir hönd Jóns B. Bjarnasonar og Hildar Melsted, móttekin 20.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 16,7 m2 á sumarbústaðalandinu Merkurhraun 1 (L173885) í Flóahreppi.
Samþykkt
25.  Súluholt (L166387) (Hrafnaklettar); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – breyting á notkun – 1905024
Erindið er sett að nýju fyrir fund, aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi. Fyrir liggur umsókn Jónasar Haraldssonar og Sigrúnar Sigurðardóttur móttekin 08.05.2019 um byggingarleyfi til að breyta skráningu á sumarbústaði í íbúðarhús í Súluholti (L166387)(Hrafnaklettar) í Flóahreppi.
Samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00