Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 128 – 7. október 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 128. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, 7. október 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnafulltrúi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
1.  Kiðjaberg 27 Hlíð (L227823); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2008005
Fyrir liggur umsókn Finns Björgvinssonar fyrir hönd Fenris ehf., móttekin 23.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með kjallara 429,6 m2 á sumarbústaðalóðinni Kiðjaberg 27 Hlíð (L227823) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um byggingarleyfi er synjað þar sem byggingarmagn fer yfir leyfilega stærð skv. deiliskipulagi.
2.  Kiðjaberg 44 (L206924); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009051
Fyrir liggur umsókn Eiríks Benónýssonar, móttekin 14.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 113,5 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg 44 (L206924) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir verða sendar á hönnuð.
3.  Illagil 15 (L209153); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með bílgeymslu – 2008085
Fyrir liggur umsókn Úlfars Erlingssonar, móttekin 26.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað á tveimur hæðum 171,8 m2 á sumarbústaðalandinu Illagil 15 (L209153) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4. Freyjustígur 1 (L202486); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2010002
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurbjartssonar fyrir hönd Iron Fasteignir ehf., móttekin 01.12.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 27,3 m2 á sumarbústaðalandinu Freyjustígur 1 (L202486) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5. Freyjustígur 20 (L206229); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2010004
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurbjartssonar fyrir hönd Iron Fasteignir ehf., móttekin 01.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 27,3 m2 á sumarbústaðalandinu Freyjustígur 20 (L206229) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6. Herjólfsstígur 14 (L202481); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2010005
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurbjartssonar fyrir hönd Iron Fasteignir ehf., móttekin 01.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 27,3 m2 á sumarbústaðalandinu Herjólfsstígur 14 (L202481) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.  Heiðarimi 11 (L168997); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2008052
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa verið móttekin frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Önnu M. Hauksdóttur fyrir hönd Guðmundar Jóhannessonar og Evu Þ. Ingólfsdóttur, móttekin 17.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 85,2 m2 á sumarbústaðalandinu Heiðarimi 11 (L168997) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 124,2 m2
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8. Brekkur 14 (L225994); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009054
Fyrir liggur umsókn Óla F. Böðvarssonar, móttekin 15.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 159,7 m2 á sumarbústaðalandinu Brekkur 14 (L225994) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
9. Berjaás 10 (L230222); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009078
Fyrir liggur umsókn Gunnars L. Gunnarssonar fyrir hönd Sigurð I. Eiríkssonar, móttekin 14.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 119,9 m2 á sumarbústaðalandinu Berjaás 10 (L230222) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10. Ásborgir 44 (L199041); umsókn um byggingarleyfi; hótel – 2010010
Fyrir liggur umsókn Odds K. Finnbjarnarsonar fyrir hönd Grímsborgir ehf., móttekin 30.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja hótel á einni hæð með tíu herbergjum á íbúðarhúsalóðinni Ásborgir 44 (L199041) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Óvissa er um heildarbyggingarmagn lóðar sem þarf að leysa áður en samþykkt verður á heildar byggingaráformum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
11.  Skeiðháholt 2 lóð 1 (L217165); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús – 2009024
Fyrir liggur umsókn Gunnars S. Óskarssonar fyrir hönd Jóhönnu Ólafsdóttur, móttekin 07.09.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja gestahús 21 m2 á sumarbústaðalandinu Skeiðháholt 2 lóð 1 (L217165) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
12.  Hrafnaklettur 4 (L230101); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009029
Fyrir liggur umsókn Guðnýjar Benediktsdóttur, móttekin 08.09.2020 umsókn um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 103 m2 á sumarbústaðalandinu Hrafnaklettur 4 (L230101) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012
Bláskógabyggð – Almenn mál
13.  Skálholt (L167166); umsókn um niðurrif; sumarhús (Rangæingabúð) – 1809036
Lögð er fram umsókn Kirkjumálssjóð dags. 29.08.2018 móttekin sama dag um niðurrif á sumarhúsi 82,5 m2, mhl 13, byggingarár 1965 á jörðinni Skálholt (L167166) í Bláskógabyggð.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
14. Skálholt (L167166); umsókn um niðurrif; fjárhús mhl 05 – 2009067
Fyrir liggur umsókn Arnars Skúlasonar fyrir hönd Þjóðkirkjan-Biskupsstofa, móttekin 18.09.2020 um niðurrif á fjárhúsi með áburðarkjallara 449,7 m2, mhl 05, byggingarár 1967 á jörðinni Skálholt (L167166) í Bláskógabyggð.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
15.  Útey 1 lóð 40 (L191733); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2009056
Fyrir liggur umsókn Bjarka M. Sveinssyni fyrir hönd Friðriks Haraldssonar og Kristrúnar H. Zakaríasardóttur, móttekin 15.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað á einni hæð með lagnakjallara að hluta 104,9 m2 á sumarbústaðalóðinni Útey 1 lóð 40 (L191733) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
16.  V-Gata 14 (L170744); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús-geymsla – 2009089
Fyrir liggur umsókn Samúel S. Hreggviðssonar fyrir hönd Þórðar Vilhjálmssonar og Guðmundu Haraldsdóttur, móttekin 24.09.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja gestahús/geymslu 36 m2 á sumarbústaðalandinu V-Gata 14 (L170744) í Bláskógabyggð.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
17. Kjarnholt 2 land 6 (L205291); umsókn um byggingarleyfi; hesthús – 2009077
Fyrir liggur umsókn Hrólfs K. Cela fyrir hönd Gylfa Gíslasonar, móttekin 01.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja hesthús 107 m2 á lóðinni Kjarnholt 2 land 6 (L205291) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
18. Stórafljót land (L167511); umsókn um byggingarleyfi; sorpskýli – 2010008
Fyrir liggur umsókn Ágústs Hafsteinssonar fyrir hönd Efling Stéttarfélag, móttekin 01.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja opið sorpskýli 37 m2 á lóðinni Stjórafljót land (L167511). Sorpskýli er fyrir íbúðarhús á lóðum Mosar 2,4,6,8,9,10,11,12,13,14,16 og 18 í Bláskógabyggð.
Samþykkt
19.  Ketilvellir lóð (L167815); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2009086
Fyrir liggur umsókn Björns Helgasonar fyrir hönd Halldórs Guðbjarnarsonar, móttekin 24.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 41,5 m2 á sumarbústaðalandinu Ketilvellir lóð (L167815) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 107,3 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
20. Efri-Reykir (L167080); stöðuleyfi; frístundahús í smíðum – 2009073
Fyrir liggur umsókn Rúnars Gunnarssonar um stöðuleyfi, móttekin 14.09.2020 um stöðuleyfi fyrir frístundarhús í smíðum á jörðinni Efri-Reykir (L167080) í Bláskógabyggð.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 6.apríl 2021
21.  Mosaskyggnir 20 (230295); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2008034
Fyrir liggur umsókn Unnsteins Jónsonar og Kristínar Sigurgeirsdóttur, móttekin 12.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 119 m2 og geymslu 13,5 m2 á sumarbústaðalandinu Mosaskyggnir 20 (L230295) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
22.  Lindarskógur 5b (L219747); umsókn um byggingarleyfi; iðnaðarhúsnæði – 2009084
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Melavík ehf., móttekin 24.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði með sex bilum, 598,8 m2 á iðnaðar- og athafnalóðinni Lindarskógur 5b (L219747) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
23. Grenilundur 14 8L170427); umsókn um niðursetningu á rotþró – 2010009
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Stefánsdóttur, móttekin 01.10.2020 um að setja niður þriggja þrepa rotþró á sumarbústaðalandinu Grenilundur 14 (L170427) í Bláskógabyggð.
Umsókn og gögn samræmast deiliskipulagi svæðisins og er fyrirhuguð framkvæmd samþykkt.
24. Framafréttur (L223995); stöðuleyfi; braggar og skáli – 1810004
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekin er ný umsókn frá Sölva Rúnari Guðmundssyni fyrir hönd Straumhvarf ehf. dags. 02.10.2020 þar sem sótt er um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir 150 m2 bragga og skála 116 m2 á lóðinni Framafréttur (L223995) í Bláskógabyggð.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.ágúst 2021.
25.  Græntóftagata 4 (L178418); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti að hluta – 2010001
Fyrir liggur umsókn Davíð K.C.Pitt fyrir hönd Maríu K. Þrastardóttur og Óskars Svavarssonar, móttekin 29.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti að hluta 99,4 m2 á sumarbústaðalandinu Græntóftagata 4 (L178418) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir verða sendar á hönnuð.
Flóahreppur – Almenn mál
26. Langholt 2 land (L205113); umsókn um byggingarleyfi; gistihús – 2007008
Fyrir liggur umsókn Sveins Ívarssonar fyrir hönd Baldurs Eiðssonar, móttekin 30.06.2020 um byggingarleyfi fyrir gistihús með 11 herbergjum á lóðinni Langholt 2 land (L205113) í Flóahreppi. Heildarstærð á gistihúsi verður 483,7 m2, kjallari 193,7 m2 og 1.hæð 300 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
27.  Hjálmholt (L166235); umsókn um byggingarleyfi; fjós – viðbygging mhl 18 – 2008033
Erindið sett að nýju fyrir fund, skipulagsnefnd telur ekki þörf á grenndarkynningu. Fyrir liggur umsókn Sæmundar Á. Ólafssonar fyrir hönd Þormóðs Ólafssonar, móttekin 12.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja við fjós 178 m2 á jörðinni Hjálmholt (L166235) í Flóahreppi. Heildarstærð á fjósi eftir stækkun verður 695,5 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
28. Rimar 23 (L212367); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús – 2008081
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Þórdísar H. Elísabetardóttur, móttekin 25.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús 99,7 m2 á íbúðarhúsalóðinni Rimar 23 (L212367) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
29. Neistastaðir 1 (L220252); umsókn um byggingarleyfi; bílskúr – 2009074
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Sigurðar Magnússonar, móttekin 18.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja bílskúr 124,6 m2 á lóðinni Neistastaðir 1 (L220252) í Flóahreppi.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls. Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
30. Háholt 11 (L187874); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2009068
Móttekinn var tölvupóstur þann 17.09.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Gísla Gíslasyni á sumarbústaðalandinu Háholt 11 (F231 8871) í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Háholti 11 Bláskógabyggð á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00