Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 124 – 1. júlí 2020

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20-124. fundur haldinn að Laugarvatni, 1. júlí 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1. Hellatún lóð E (201668); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2006072
Fyrir liggur umsókn Kára Eiríkssonar fyrir hönd Ragnars Kristjánssonar og Elvu D.Á. Kristinsdóttur, móttekin 24.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 25,6 m2 á íbúðarhúsalóðinni Hellatún lóð E (L201668) í Ásahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2. Ás 3 III-2land (L204647); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 1911051
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa verið móttekin frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Eyjólfs Valgarðssonar fyrir hönd Gísla Sveinssonar og Ástu Berghildar Ólafsdóttur móttekin 25.11.2019 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 88,7 m2 á lóðinni Ás 3 III-2land (L204647) í Ásahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
3.  Kriki 1 (L229568); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús ásamt innbyggri bílageymslu og hesthúsi – 2003012
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnar Sigurðssonar fyrir hönd Meistari Loftur ehf, móttekin 11.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja hús sem er skipt upp í þrjú rými, íbúð, bílageymsla og hesthús 250 m2 á íbúðarhúsalóðinni Kriki 1 (L229568) í Hrunamannahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
4.  Jata (L166988); umsókn um byggingarleyfi niðurrif; sumarbústaður mhl 13 – 2007005
Fyrir liggur umsókn Birgis Jóhanssonar fyrir hönd Regla Jötusystkina, móttekin 30.06.2020 um niðurrif á sumarbústaði 24 m2, mhl 13 og byggingarár 1984 á jörðinni Jötu (L166988) í Hrunamannahreppi.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
5.  Kerhraun C 96 (L173006); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2005106
Erindið sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur sent inn lagfærð gögn. Fyrir liggur umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar fyrir hönd Valentina Simkiene, móttekin 28.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 110,9 m2 og gestahús 39,7 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 96 (L173006) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6.  Miðheiðarvegur 14 (L169415); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús – baðhús – 2006049
Fyrir liggur umsókn Ríkharðs Sigmundssonar fyrir hönd Knarrarós ehf., móttekin 16.06.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja gesthús/baðhús 40 m2 á sumarbústaðalandinu Miðheiðarvegur 14 (L169415) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
7.  Kjarrengi 1 (L190884); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi – 2006054
Fyrir liggur umsókn Guðbjörns Þorsteinssonar, móttekin 15.06.2020 um takmarkað byggingarleyfi, til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðum sumarbústaði 113,2 m2 á sumarbústaðalandinu Kjarrengi (L190884) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.
8. Vaðstígur 3 (L227911); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2006074
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Kringluhof ehf., móttekin 24.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 40 m2 á sumarbústaðalandinu Vaðstígur 3 (L227911) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9. Villingavatn (L170963); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2004023
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Fyrir liggur umsókn Rúnars Inga Guðjónssonar fyrir hönd Krystian Jerzy Sadowski og Alicja Brygida Sadowski, móttekin 07.04.2020 um niðurrif á sumarbústaði 46 m2, byggingarár 1973 og byggja nýjan sumarbústað með svefnlofti að hluta 140 m2 á sumarbústaðalandinu Villingavatn (L170963) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10.  Giljatunga 18 (L216345); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006070
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Gests Ó. Auðunssonar, móttekin 24.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 113 m2 á sumarbústaðalandinu Giljatunga 18 (L216345) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11.  Giljatunga 34 (L213513); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006034
Fyrir liggur umsókn Jóhanns Þ. Rúnarssonar, móttekin 11.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 150 m2 á sumarbústaðalandinu Giljatunga 34 (L213513) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
12.  Heiðarbraut 16A (L168459); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006078
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Ragnheiðar Á. Haraldsdóttur, móttekin 24.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 69 m2 á sumarbústaðalandinu Heiðarbraut 16A (L168459) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
13.  Þverholtsvegur 18 (L199206); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006036
Fyrir liggur umsókn Axels R. Överby fyrir hönd Sókrates Verktakar ehf., móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 25,5 m2 á sumarbústaðalandinu Þverholtsvegur 18 (L199206) Í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
14.  Hrauntröð 14 (L224557); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2006037
Fyrir liggur umsókn Svövu Bjarkar Hjaltalín Jónsdóttur fyrir hönd Hrundar Grétarsdóttur, móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 130 m2 og geymslu 19,7 m2 á sumarbústaðalandinu Hrauntröð 14 (L224557) Í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði og geymslu verður 149,7 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
15.  Áshildarvegur 19 (L210298) (verður Áshildarvegur 17); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2006060
Fyrir liggur umsókn Ólafs M. Einarsson og Oddnýjar S. Steinþórsdóttur, móttekin 22.06.2020 um byggingarleyfi, leyfi til að byggja íbúðarhús 170 m2 á íbúðarlóðinni Áshildarvegi 19 (L210298) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
16. Leiti (L166576); umsókn um byggingarleyfi; bílskúr – viðbygging – 2006067
Fyrir liggur umsókn Páls I. Árnasonar, móttekin 23.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja við bílskúr 76,3 m2 á íbúðarhúsalóðinni Leiti (L166576) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á bílskúr eftir stækkun verður 106,3 m2.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
17.  Álfholt 3 (L226450); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og áhaldageymsla – 2006059
Fyrir liggur umsókn Haralds Valbergssonar fyrir hönd IBH ehf., móttekin 22.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja
sumarbústað 136,5 m2 og áhaldageymsla 40 m2 á sumarbústaðalandinu Álfholt 3 (L226450) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/201
18.  Mástunga (L230104); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús sambyggð bílskúr – 2006065
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Hauks Haraldssonar og Önnu Ásmundsdóttur, móttekin 23.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 157,8 m2 með svefnlofti að hluta ásamt sambyggðum bílskúr 46,3 á íbúðarhúsalóðinni Mástunga (L230104) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi með bílskúr er 204,1 m2.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
19. Skálabrekka lóð (L170768); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 2005092
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hallgrímssonar fyrir hönd Jóns Benediktssonar, móttekin 26.05.2020 um byggingarleyfi til að fjarlægja núverandi sumarbústað 60,1 m2, mhl 01, byggingarár 1987 og byggja nýjan 130 m2 á sumarbústaðalandinu Skálabrekka lóð (L170768) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
20. Ferjuholt 12 (L203689); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006055
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Rebecca Schnobl, móttekin 16.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 24,6 m2 á sumarbústaðalandinu Ferjuholt 12 (L203689) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
21.  Múli (L167152); umsókn um byggingarleyfi; niðurrif á fjósi og byggingu á áhaldahúsi – 2005095
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Helga Mar Hallgrímssonar fyrir hönd Múlaskógur ehf., móttekin 27.05.2020 um byggingarleyfi til að rífa niður fjós mhl 04, 227,7 m2, byggingarár 1973 og byggja áhaldahús með aðstöðu fyrir starfsmenn sem er samtengt núverandi hlöðu á jörðinni Múli (L16712) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
22.  Eyvindartunga (L167632); umsókn um byggingarleyfi; útihús – viðbygging að hluta og breyting á notkun – 2006033
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn frá Jóni Snæbjörnssyni fyrir hönd Eyvindartunga ehf. móttekin 10.06.2020 um byggingarleyfi að byggja við fjóshlöðu og haughús ásamt breytingu á notkun á útihúsum í viðburðarými fyrir 150 manns á jörðinni Eyvindartunga (L167632) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir breytingu og stækkun verður 360,2 m2.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
23.  Skógarberg (L167207); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging – 2006011
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Bjarnar Skaptasonar fyrir hönd Jóns Bjarna Gunnarssonar og Elínar Bjartar Grímsdóttur, móttekin 31.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús 80,1 m2 á íbúðarhúsalóðina Skógarberg (L167207) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun á íbúðarhúsi verður 214,6 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
24.  Einiholt 3 (L192608); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi – 2006058
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd 770 ehf., móttekin 19.06.2020 um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu íbúðarhúsi, ásamt að leggja veg og búa til bílastæði á jörðinni Einiholt 3 (L192608) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.
25.  Syðri-Reykir lóð 31A (L167467); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2004001
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Guðna Sigurbjörns Sigurðssonar fyrir hönd Iðinn ehf., móttekin 31.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 35,1 m2 á sumarbústaðalóðinni Syðri-Reykir lóð 31A (L167467) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 80,9 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
26. Hlíðarholt 2 L190578); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2006023
Erindi sett að nýju fyrir fund, Fyrir liggur umsókn Ólafs Tage Bjarnasonar fyrir hönd Kolbrúnar S. Benediktsdóttir, móttekin 02.06.2020 um byggingarleyfi fyrir gestahús 30 m2 á sumarbústaðalandinu Hlíðarholt 2 (L190578) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
27. Skyrklettagata 1b (L190595); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2006079
Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd Jónasar Haraldssonar og Halldóru Teitsdóttur, móttekin 25.06.2020 um byggingarleyfi, sótt er um leyfi til að flytja gesthús 24,3 m2 á sumarbústaðalandið Skyrklettagata 1b (L190595) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
28. C-Gata 1 (L168000); umsókn um niðurrif; sumarbústaður mhl 01 – 2006057
Fyrir liggur umsókn Brynjars Gunnarssonar, móttekin 18.06.2020 um niðurrif á saumarbústaði 31,7 m2, mhl 01, byggingarár 1966 á sumarbústaðalandinu C-Gata 1 (L168000) í Bláskógabyggð.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
29. Sólbraut 5 (L167084); umsókn um byggingarleyfi; gróðurhús – 2006066
Fyrir liggur umsókn Bents L. Fróðarsonar fyrir hönd Espiflöt ehf. móttekin 23.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja gróðurhús 1.149,6 m2, mhl 23 á jörðinni Sólbraut 5 (L167084) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
30. Reynilundur 6 (L170490); stöðuleyfi; gámur – 2006077
Fyrir liggur umsókn Eggerts Ketilssonar fyrir hönd Ginnir ehf., móttekin 25.06.2020 um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám á sumarbústaðalóðinni Reynilundur 6 (L170490) í Bláskógabyggð.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Þar sem framkvæmdum við viðbyggingu er lokið telur byggingarfulltrúi ekki vera nauðsyn að vera með gám á sumarbústaðalóðinni.
31.  Miðholt 24A-24C (L229714); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi – 2007001
Fyrir liggur umsókn frá Bent L. Fróðason fyrir hönd Geysir ehf., móttekin 29.06.2020 um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir raðhúsi á íbúðarhúsalóðinni Miðholt 24A – 24C (L229714) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.
32.  Miðholt 37A-37C (L203065); umsókn um byggingarleyfi; graftarleyfi – 2007002
Fyrir liggur umsókn frá Bent L. Fróðason fyrir hönd Geysir ehf., móttekin 29.06.2020 um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir raðhúsi á íbúðarhúsalóðinni Miðholt 37A – 37C (L203065) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.
33.  Reykjavegur 29 (L167263); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006013
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin eru lagfærð gögn frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Ívars Arnars Guðmundssonar fyrir hönd Orlofssjóður Sameykis, móttekin 02.06.2020 um byggingarleyfi til að fjarlægja sumarbústað 57,8 m2, mhl 01, byggingarár 1982 og skýli 8,5 m2, mhl 02, byggingarár 1990 og byggja sumarhústað 99,2 m á sumarbústaðalandinu Reykjavegur 29 (L167263) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Flóahreppur – Almenn mál
34.  Stóra-Ármót 2 (L178683); tilkynningarskylda framkvæmd; Íbúðarhús – utanhúsklæðningu breytt – 2006061
Fyrir liggur umsókn Jóhannesar H. Símonarsonar og Helgu Sigurðardóttur, móttekin 11.06.2020 um tilkynningaskylda framkvæmd. Til stendur að skipta um utanhússklæðningu á eldri hluta íbúðarhúss sem verður í samræmi við viðbyggingu sem var byggð árið 2016 á íbúðarhúsalóðinni Stóra-Ármót 2 (L178683) í Flóahreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
35. Rimar 13 (L212356); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2006071
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Ívars S. Halldórssonar, Jóhönnu K. Atladóttur og Dagbjartar H. Ívarsdóttur, móttekin 24.06.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 176,6 m2 á íbúðarhúsalóðinni Rimar 13 (L212356) í Flóahreppi.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012
36.  Hnaus (L166346); umsókn um byggingarleyfi; skemma – skipta í tvo matshluta – 2006075
Fyrir liggur aðalteikning á pappír dagsettar 02.06.2020. Til stendur að skipta skemmu til helminga í tvo matshluta. Til stendur að hafa annan matshluta skráðan á Hnaus (L166346)og hinn á lóð sem er óstofnuð en mun heita Hnausklettar í Flóahreppi. Heildarstærð á skemmu er 250 m2 en hvor mhl verður þá 125 m2.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir
37. Smiðjustígur 10 (L167031); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2006083
Móttekinn var tölvupóstur þann 29.06.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingahús (A) frá Emil Þ. Sigurðssyni fyrir hönd NÚJÁ ehf., á séreigninni 02 0101 Smiðjustígur 10 (F220 4225) í Hrunamannahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis í fl II, til veitinga, þ.e. veitingastofa og greiðasala fyrir allt að 30 manns í húsi og 25 manns utandyra.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
38. Kjóastaðir 2 tjaldsvæði (L229267); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2007003
Móttekinn var tölvupóstur þann 30.06.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, stærra gistiheimili (B) frá Steinunni Guðbjörnsdóttur fyrir hönd Náttúra-Yurtel ehf., á viðsktipa- og þjónustulóðinni Kjóastaðir 2 tjaldsvæði (F250 7761) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 30 manns í 10 gistitjöldum þ.e. 3 gestir í hverju gistitjaldi.
39. Svartárbotnar (L189446); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2005100
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, fjallaskálar (E) frá Vilborgu Guðmundsdóttur fyrir hönd Gljásteinn ehf. á séreigninni 01 01010 svefnskáli á lóðinni Svartárbotnar (F225 1015) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 45 manns.
40. Árbúðir v-Svartá (L167350); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2005099
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi i fl. II, fjallaskálar (E) frá Vilborgu Guðmundsdóttur fyrir hönd Gljásteinn ehf. á séreigninni 01 0101 sæluhús á lóðinni Árbúðir v/Svartá (F220 5486) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 32 manns.
41. Árbúðir v-Svartá (L167350); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2005071
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, kaffihús (E) frá Vilborgu Guðmundsdóttur fyrir hönd Gljásteinn ehf., á séreigninni 04 0101 söluskáli á lóðinni Árbúðir v/Svartá (F220 5486) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis í fl II, til veitinga, þ.e. veitingastofa og greiðasala fyrir allt að 50 manns.
42. Fremsta-Ver (L167347); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2005101
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, fjallaskálar (E) frá Vilborgu Guðmundsdóttur fyrir hönd Gljásteinn ehf., á séreigninni 01 0101 fjallaskáli á viðskipta- og þjónustulóðinni Fremsta-Ver (F220 5478) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 30 manns.
43.  Melur (L224158); umsögn um breytingu á rekstrarleyfi; gisting – hótel – 2001045
Móttekinn var tölvupóstur þann 24.01.2020 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um breytingu á rekstrarleyfi í fl. IV, hóteli frá Torfhús hótel ehf. kt. 540311 – 1450 á viðskipta- og þjónustulóðinni Melur (F235 9137), séreign 13-0101, 14-0101, 15-0101, 16-0101 og 17-0101 sem bætist við áður útgefið rekstrarleyfi þann 24.05.2019 af fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. gistihús. Gisting fyrir allt að 30 manns í 5 húsum (í hverju húsi eru 3 gistirými) á mhl 13, 14, 15, 16 og 17 eða 2 manns í hverju gistirými.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00