Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 122 – 3. júní 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 122. fundur haldinn að Laugarvatni, 3. júní 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál
1. Gröf lóð 5 (L212061); umsókn um byggingarleyfi; þjónustuhús – 2005057
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hafsteinssonar fyrir hönd Trog ehf., móttekin 18.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja aðstöðuhús 49 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Gröf lóð 5 (212061) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2.  Syðra-Sel (L166822); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með bílgeymslu – 2003033
Erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund, grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnar Sigurðssonar fyrir hönd Böðvars B. Thorsteinssonar, móttekin 24.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með sambyggðri bílgeymslu 269,2 m2 á jöðrinni Syðra-Sel (L166822) í Hrunamannahreppi.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
3.  Kaldbakur (L166790); umsókn um niðurrif; fjárhús mhl 06, hlöður mhl 8 og mhl 9, hesthús mhl 13 – 2005054
Fyrir liggur umsókn Ævars Guðmundssonar, móttekin 08.05.2020 um niðurrif á fjárhúsi 46 m2, mhl 06, byggingarár 1966, hlaða 81 m2, mhl 08, byggingarár 1940, hlaða 27,6 m2, mhl 09, byggingaár 1966 og hesthús 47,6 m2, mhl 7, byggingarár 1961 á jörðinni Kaldbakur (L166790) í Hrunamannahreppi.
Samþykkt. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
4. Efra-Sel (L203094); stöðuleyfi; gámur – 2005110
Fyrir liggur umsókn Kaffi-Sel ehf, móttekin 29.05.2020 á lóðinni Efra-Sel (L203094) í Hrunamannahreppi. Sótt er um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám fyrir áhöld sem tengjast rekstri golfvallarins.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.06.2021.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
5.  Heiðarimi 5 (L169006); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – stækkun – 1905025
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin var tölvupóstur þann 25.05.2020 frá Auði Bergsteinsdóttir um endurupptöku á erindi með óbreyttum teikningum. Sótt var um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús 100,6 m2 á sumarhúsalóðinni Heiðarimi 5 (L169006) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 152,5 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6. Háahlíð 18 (L218559); umsókn um byggingarleyfi; geymsluskúr – 2005096
Fyrir liggur umsókn Pálmars Halldórssonar fyrir hönd Einars Svavarssonar og Guðrúnar Viktorsdóttur, móttekin 27.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja geymsluskúr 24,8 m2 á sumarbústaðalandinu Háahlíð 18 (L218559) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.  Kerhraun C 94 (L197678) ; umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 1912018
Fyrir liggur ný umsókn Indíönu G. Eybergsdóttur móttekin 19.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 98,3 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 94 (L197678) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8.  Kerhraun C 96 (L173006); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2005106
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar fyrir hönd Valentina Simkiene, móttekin 28.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað og gestahús á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 96 (L173006) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
9.  Kerhraun B 125 (L208912); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús með áfastri geymslu – 2005062
Fyrir liggur umsókn Ásrúnar Sæland Einarsdóttur, móttekin 19.05.2020 um byggingarleyfi til að flytja sumarbústað 50,2 m2 með áfastri geymslu 5,2 m2 úr Reykjavík og staðsetja á sumarbústaðalóðina Kerhraun B 125 (L208912) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10. Stóri-Háls (L170827); stöðuleyfi; aðstöðuhús og gámar – 1904006
Erindið sett að nýju fyrir fund, fyrir liggur ný umsókn Sigrúnar Jónu Jónsdóttur dags. 20.05.2020 móttekin 25.05.2020 um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús 14,99 m2, auk 8 feta wc gám, 2×20 feta gáma, samsettir og 3×20 feta gáma, samsettir fyrir reksturinn Sveitagarðurinn á jörðinni Stóra-Hálsi (l170827) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.10.2020. Huga þarf að framtíðaruppbyggingu á svæðinu.
11.  Goðhóll (L226412); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – endurbygging – 2005093
Fyrir liggur umsókn Maríu Guðmundsdóttur fyrir hönd Jóhannes Þórólfs Guðmundssonar, móttekin 22.05.2020 um byggingarleyfi til að endurbyggja íbúðarhús, 202,4 m2 á þremur hæðum á íbúðarhúsalóðinni Goðhóll (L226412) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
12.  Hraunhvarf 1(L212462); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2005090
Fyrir liggur umsókn Ragnars Guðlaugssonar, móttekin 25.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 136,6 m2 á sumarbústaðalandinu Hraunhvarf 1 (L212462) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
13.  Kambsbraut 6 (L202384); umsókn um byggingarleyfi; Sumarbústaður með bílskúr – 1905022
Í framhaldi að samþykktu takmörkuðu byggingarleyfi, dagsett 19.09.2019 er erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Inga Gunnars Þórðarsonar móttekin í tölvupósti 31.01.2020 fyrir hönd Halldórs Stígssonar um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 173,1 m2 með innbyggðum bílskúr 32,7 á sumarbústaðalóðinni Kambsbraut 6 (L202384) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði ásamt bílskúr verður 205,8 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14.  Kambsbraut 10 (L202387); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2003035
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar Fanneyjar Sigurðardóttur fyrir hönd Helga Guðmundar Sigurðssonar og Hrafnhildar Sigþórsdóttur, móttekin 26.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 169,7 m2 og geymslu 25,2 m2 á sumarbústaðalóðinni Kamsbraut 10 (L202387) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
15. Lerkigerði 2: stöðuleyfi: sumarhús – 1605052
Erindið sett að nýju fyrir fund, fyrir liggur tölvupóstur móttekin 12.05.2020 frá eiganda, Ársæli Ármannssyni. Sótt er um stöðuleyfi fyrir sumarhúsi á sumarhúsalóðinni Lerkigerði 2 (L169289) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um stöðuleyfi á sumarhúsi er synjað. Sækja skal um byggingarleyfi fyrir sumarhúsum og skulu þau uppfylla skilyrði byggingarreglugerðar nr 112/2012 ásamt áorðnum breytingum.
16. Brúnavegur 35 (L190728); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1908074
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekinn er tölvupóstur þann 25.05.2020 frá hönnuði með breyttum aðalteikningum. Sótt er um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 98 m2 á sumarbústaðalandinu Brúnavegur 35 (L190728) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
17. Gilvegur 3 (L194826); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2005108
Fyrir liggur umsókn Gunnars Bergmann Stefánssonar fyrir hönd Jóns Inga Sigvaldarsonar og Valborgu Sigrúnu Jónsdóttur, móttekin 29.05.2020 um byggingarleyfi til að setja geymslu á sumarbústaðalandið Gilvegur 3 (L194826) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um byggingarleyfi er synjað þar sem húsið uppfyllir ekki skilmála gildandi deiliskipulags.
18.  Neðan-Sogsvegur 45 (L169336); umsókn um niðurrifi; sumarbústaður mhl 01 – 2005109
Fyrir liggur umsókn Valgerðar Marinósdóttur, móttekin 19.05.2020 um niðurrif á sumarbústaði 58 m2, mhl 01, byggingarár 1965 á sumarbústaðalóðinni Neðan-Sogsvegur 45 8L169336) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
19. Brjánsstaðir 2 (L205365); umsókn um byggingarleyfi; skemma – 2004049
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Davíðs Ingvasonar, móttekin 23.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja skemmu 112 m2 á íbúðarhúsalóðinni Brjánsstaðir 2 (L205365) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
20.  Borgarás 5 (L226469); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2004029
Fyrir liggur umsókn Snorra Traustasonar og Magdalenu Helgu Óskarsdóttur, móttekin 16.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 132.8,6 m2 á íbúðarhúsalóðinni Borgarás 5 (L226469) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
21.  Múli (L167152); umsókn um byggingarleyfi; niðurrif á fjósi og byggingu á áhaldahúsi – 2005095
Fyrir liggur umsókn Helga Mar Hallgrímssonar fyrir hönd Múlaskógur ehf., móttekin 27.05.2020 um byggingarleyfi til að rífa niður fjós mhl 04, 227,7 m2, byggingarár 1973 og byggja áhaldahús með aðstöðu fyrir starfsmenn sem er samtengt núverandi hlöðu á jörðinni Múli (L16712) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
22.  Hvítárbakki lóð 2 (L219241); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2004020
Erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund, grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Fyrir liggur umsókn Sigurbjarts Loftssonar fyrir hönd Margeirs Jóhannessonar, móttekin 06.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 14,4 m2 á sumarbústaðalandinu Hvítárbakki lóð 2 (L219241) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 64,8 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
23. Birkilundur 9 -13 (L205492); umsókn um byggingarleyfi; gróðurhús – 2005091
Fyrir liggur umsókn Reynis Adamssonar fyrir hönd Friðheimar ehf. móttekin 24.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja gróðurhús 5.557 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Birkilundur 9 – 13 (L205492) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
24.  Dalbraut 1 (L167859); umsókn um byggingarleyfi; söluskáli mhl 1 – breyting á notkun – 2005033
Fyrir liggur umsókn Halldórs Eiríkssonar fyrir hönd Gullkistan, miðstöð sköpun ehf., móttekin 08.05.2020 um byggingarleyfi að breyta skráningu á matshluta 01 úr söluskála í vinnustofu listamanna á viðskipta- og þjónustulóðinni Dalbraut 1 (L167859) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
25.  Helludalur 1&2 land (L193422); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður mhl 04 – breyting á notkun – 2005060
Fyrir liggur beiðni Jóhanns Fannars Guðjónssonar fyrir hönd Sigurgeirs M. Jenssonar og Helgu Þorbergsdóttur landeigenda á jörðinni Helludalur 1&2 land (L193422) í Bláskógabyggð um breytingu á notkun á sumarhúsi 79,5 m2, byggingarár 2003 í íbúðarhús.
Samþykkt
26. Krossholt 7 (L166723); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2005066
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Gunnars Guðnasonar fyrir hönd Sigrúnar Þorkelsdóttur, móttekin 18.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 67,7 m2 á sumarbústaðalandinu Krossholt 7 (L1677723) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
27.  Mosaskyggnir 10 (L220948); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – bílskúr – 2004039
Fyrir liggur umsókn Samúels Smára Hreggviðssonar fyrir hönd Guðmundar Sigurðssonar og Sigurborgar Gunnarsdóttur, móttekin 22.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja gesthús/bílskúr 40 m2 á sumarbústaðalandinu Mosaskyggnir 10 (L220948) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
28. Skálabrekka lóð (L170768); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 2005092
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hallgrímssonar fyrir hönd Jóns Benediktssonar, móttekin 26.05.2020 um byggingarleyfi til að fjarlægja núverandi sumarbústað 60,1 m2, mhl 01, byggingarár 1987 og byggja nýjan 130 m2 á sumarbústaðalandinu Skálabrekka lóð (L170768) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Flóahreppur – Almenn mál
29.  Vatnsholt 1 (L166395); umsókn um niðurrif; alifuglahús mhl 03 og geymsla mhl 07 – 2005059
Fyrir liggur umsókn Erlings Péturssonar og Aðalheiðar Sveinbjarnardóttur, móttekin 07.05.2020 um niðurrif á alifuglahúsi 120,7 m2, mhl 03, byggingarár 1940 og garðávaxtageymslu 35,9 m2, mhl 07, byggingaár 1940 á jörðinni Vatnsholt 1 (L166395) í Flóahreppi.
Samþykkt. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir
30. Hrunamannavegur 1 (L166906); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2005068
Móttekinn var tölvupóstur þann 13.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingahús (A) frá Azeb Kahssay Gebre á viðskipta- og þjónustulóðinni Hrunamannavegur 1 (F220 4042) í Hrunamannahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis í fl II, til veitinga, þ.e. veitingastofa og greiðasala fyrir allt að 30 manns.
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir
31. Öndverðarnes 1 (L168299); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2005069
Móttekinn var tölvupóstur þann 15.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, kaffihús (E) frá Söndru Sif Sverrisdóttur fyrir hönd Reykjavík Taco ehf., á séreigninni 04 0201 golfskáli á jörðinni Öndverðarnes 1 (F220 7200) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis í fl II, til veitinga, fyrir allt að 160 manns
32. Borg Félagsheimili (L194470); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2005067
Móttekinn var tölvupóstur þann 11.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. III, samkomusalir (G) frá Ingibjörgu Harðardóttur fyrir hönd Grímsnes- og Grafningshrepps á viðskipta- og þjónustulóðinni Borg Félagsheimili (F220 7321) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé rekstrarleyfi í fl. III. fyrir allt að 300 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00