Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 121 – 20. maí 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20 – 121. fundur Afgreiðslna byggingarfulltrúa haldinn  að Laugarvatni, 20. maí 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu: Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál
1. Dalbær 3 (L166736); stöðuleyfi; færanlegur söluskáli – 2005022
Fyrir liggur umsókn Magnúsar Páls Brynjólfssonar fyrir hönd Klettholt ehf. móttekin 07.05.2020 um stöðuleyfi fyrir færanlegum söluskála 25 m2 á jörðinni Dalbær 3 (L166736) í Hrunamannahreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 30.9.2020, þó þarf að huga að framtíðar uppbyggingu svæðis.
2. Gröf lóð 5 (L212061); umsókn um byggingarleyfi; þjónustuhús – 2005057
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hafsteinssonar fyrir hönd Trog ehf., móttekin 18.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja aðstöðuhús 49 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Gröf lóð 5 (L212061) í Hrunamannahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
3. Kiðjaberg lóð 88 (L201237); tilkynningarskyld framkvæmd; geymsla – 2004063
Fyrir liggur umsókn Stefáns Aðalsteinssonar, móttekin 30.04.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja geymslu 25,2 m2 á sumarbústaðalóðinni Kiðjaberg lóð 88 (L201237) í Grímnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.

 

4. Vesturkantur 6 (L169407); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús auk stækkun – 1903024
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar Bjargar Ragnarsdóttur og Lárusar Ragnarssonar dags. 01.03.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að endurbyggja sumarhús auk stækka um 15 m2 á sumarhúsalóðinni Vesturkantur 6 (L169407) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun er 52,3 m2
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5. Hamrar 3 (224192); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2004032
Í framhaldi af skipulagsnefndarfundi sem haldinn var 29.04.2020 er erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa. Fyrir liggur umsókn Eiríks Vignis Pálssonar fyrir hönd Gyðuborgir ehf. um byggingarleyfi til að byggja gestahús 54,1 m2 á lóðinni Hamrar 3 (L224192) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6. Hlíðarhólsbraut 13 (L229312); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2002030
Fyrir liggur umsókn Eðvarðs Hallgrímssonar, móttekin 06.02.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 131,7 m2 með steyptum inntakskjallara á sumarbústaðalandinu Hlíðarhólsbraut 13 (L229312) Í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7. Miðengi lóð (L169077); tilkynningarskyld framkvæmd; geymsla – 2005043
Fyrir liggur umsókn Guðnýjar Birnu Rosenkjær, móttekin 12.05.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja geymslu 24 m2 á sumarbústaðalandinu Miðengi lóð (L169077) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
8. Hrauntröð 32 (L222551); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2005032
Fyrir liggur umsókn Guðríðar Guðmundsdóttur og Þórs Reynissonar Björnsssonar, móttekin 07.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 69 m2 á sumarbústaðalandinu Hrauntröð 32 (L222551) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

9. Kiðjaberg lóð 128 (199987); stöðuleyfi; vinnuskúr – 2005040
Fyrir liggur umsókn Evu Bryndísar Helgadóttur, móttekin 11.05.2020 um stöðuleyfi fyrir 25 m2 vinnuskúr á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 128 (L199987) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi vegna framkvæmda til 1.5.2021.
10. Hvítárbraut 24 (L169684) ; umsókn um niðurrif; sumarbústaður mhl 01 – 2005056
Fyrir liggur umsókn Torbjörn Andersen og Eyglóar Jónsdóttur, móttekin 18.05.2020 um niðurrif á sumarbústað mhl 01, 34,7 m2, byggingarár 1970 á sumarbústaðalandinu Hvítárbraut 24 (L169684) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
11. Syðri-Brú (L168277); stöðuleyfi; gestahús – 2005058
Fyrir liggur umsókn Steinars Árnasonar fyrir hönd Syðri-Brú Sog ehf. móttekin 06.05.2020 um stöðuleyfi fyrir 25 m2 frístundahúsi í smíðum , sem ætlað er til flutnings, á jörðinni Syðri-Brú (L168277) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.12.2020
12. Oddsholt 24 (L169188); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarhús – viðbygging – 2004064
Fyrir liggur umsókn Sveins Alfreðssonar, móttekin 30.06.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 22 m2 á sumarbústaðalandinu Oddsholt 24 (L169188) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
13. Litli-Háls (L170823); umsókn um byggingarleyfi; vélageymsla – 2001019
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd eiganda, Hannesar Gísla Ingólfssonar, móttekin 07.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja vélaskemmu 465 m2 á jörðinni Litli-Háls (L170823) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
14. Flatir lóð 23 (L209180); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2005031
Fyrir liggur umsókn Þórðar G. Ingvasonar fyrir hönd Bilun ehf., móttekin 07.05.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 40 m2 á sumarbústaðalandinu Flatir lóð 23 (L209180) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 89 m2.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla við afgreiðslu máls.Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
15. Klettar (L166589); umsókn um byggingarleyfi; geymsla mhl 07 – breyting á notkun – 1501091
Erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa og óskað eftir endurnýjun á byggingarleyfi sem var samþykkt 23.07.2015. Sigrún Margrét Einarsdóttir sækir um byggingarleyfi til að breyta notkun á geymslu mhl 07 í yoga- og gistiaðstöðu á jörðinni Klettar (L166589) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
16. Kálfhóll 2 (L166477); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2004037
Í framhaldi af grenndarkynningu er erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa. Fyrir liggur umsókn Gests Þórðarsonar fyrir hönd Kálfhóll ehf. og umboð fyrir hönd Elínar Þórðardóttur og Valgeirs Þórðarsonar, móttekin 22.04.2020 um byggingarleyfi til að flytja fimm 46 m2 hús frá Brekkuskógi á jörðina Kálfhóll 2 (L166477) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt
17. Áshildarvegur 37 (L216177) verður Áshildarvegur 29 (L166515); umsókn um byggingarleyfi; breyting á notkun – 2005061
Fyrir liggur umsókn Aðalheiðar Snæberg Magnúsardóttur, dags. 12.05.2020 móttekin sama dag um breytingu á notkun á sumarhúsi mhl 01, 187,6 m2, byggingarár 2017 (bstig 4) í íbúðarhús á Áshildarvegi 37 (L216177) sem verður skv. deiliskipulagsbreytingu Áshildarvegur 29 (L166515) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt.
Bláskógabyggð – Almenn mál
18. Laugarvatn (L167638); stöðuleyfi; sölutjald og gámur – 1905007
Erindið sett að nýju fyrir fund, umsókn frá Sólstaðir ehf. móttekin 12.05.2020, óskað eftir endurnýjun á stöðuleyfi fyrir veitingartjald og gámaklósett við Laugarvatnshella, Laugarvatn (L167638) í Bláskógabyggð.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.11.2020. Huga þarf að framtíðaruppbyggingu svæðisins.

 

19. Dalbraut 1 (L167859); umsókn um byggingarleyfi; Matshluti 01 og 02 – breyting á notkun – 2005033
Fyrir liggur umsókn Halldórs Eiríkssonar fyrir hönd Gullkistan, miðstöð sköpun ehf., móttekin 08.05.2020 um byggingarleyfi að breyta skráningu á matshluta 01 úr söluskála í vinnustofu listamanna og íbúð listamanna, matshluta 02 úr starfsmannahús í íbúð listamanna á viðskipta- og þjónustulóðinni Dalbraut 1 (L167859) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
20. Skálholt (L167166); umsókn um byggingarleyfi; einbýli mhl 16 – breyting á notkun – 2005042
Fyrir liggur umsókn Sigurlaugar Sigurjónsdóttur fyrir hönd Kirkjumálasjóður, móttekin 12.05.2020 um byggingarleyfi til að breyta notkun á einbýli mhl 16 á jörðinni Skálholt (L167166) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
21. Helludalur 1&2 land; umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður mhl 04 – breyting á notkun – 2005060
Fyrir liggur beiðni Jóhanns Fannars Guðjónssonar fyrir hönd Sigurgeirs M. Jenssonar og Helgu Þorbergsdóttur landeigenda á jörðinni Helludalur 1&2 land (L193422) í Bláskógabyggð um breytingu á notkun á sumarhúsi 79,5 m2, byggingarár 2003 í íbúðarhús.
Máli er frestað þar til skoðun byggingarfulltrúa á húsnæði hefur farið fram.
22. Brekkuheiði 5 (L206844); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2005065
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Kára Kárasonar Þormar og Sveinbjargar Halldórsdóttur um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 57,8 m2 á sumarbústaðalandinu Brekkuheiði 5 (L206844) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Óskað er eftir frekari gögnum.
Flóahreppur – Almenn mál
23. Þingás (L224358); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2005035
Fyrir liggur umsókn Guðlaugs I. Maríassonar fyrir hönd BS Festa ehf., móttekin 08.05.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 107,9 m2 á lóðinni Þingás (L224358) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
24. Vatnsendi (L166394); umsókn um byggingarleyfi; eldishús mhl 15 og mhl 16 – 2003034
Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Litlholt ehf., móttekin 26.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja tvö eldishús mhl 15, 877 m2 og mhl 16, 877 m2 á jörðinni Vatnsendi (L166394) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir
25. Flatir lóð 14 (L208462); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – frístundahús – 2005072
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.05.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Javier Galvez Martin fyrir hönd Arctic yeti ehf.á sumarbústaðalandinu Flatir lóð 14 (F220 2632) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Flötum lóð 14 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00