Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 120 – 6. maí 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20-120. fundur haldinn að Laugarvatni, 6. maí 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
1.  Kiðjaberg lóð 128 (L199987); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með bílskúr-geymslu – 2004024
Fyrir liggur umsókn Evu Bryndísar Helgudóttur, móttekin 14.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með áfastri bílskúr/geymslu 229 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 128 (L199987) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2. Reykjalundur (L168273); stöðuleyfi; tveir geymslugámar – 2004061
Fyrir liggur umsókn Áslaugar Einarsdóttur með umboð fyrir Gísla Einarsson og Júlíus K. Einarsson, móttekin 21.04.2020 um stöðuleyfi fyrir tvo geymslugáma á jörðinni Reykjalundur (L168273) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.05.2021 vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu.
3.  Kambsbraut 10 (L202387); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og geymsla – 2003035
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar Fanneyjar Sigurðardóttur fyrir hönd Helga Guðmundar Sigurðssonar og Hrafnhildar Sigþórsdóttur, móttekin 26.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 169,7 m2 og geymslu 25,2 m2 á sumarbústaðalóðinni Kamsbraut 10 (L202387) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.
4.  Réttarhólsbraut 22 (L169945); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2004019
Fyrir liggur umsókn Óla Rúnars Eyjólfssonar fyrir hönd Einars Einarssonar, Sigrúnar Össurardóttur, Björgu Össurardóttur og Haralds Ólafssonar, móttekin 06.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 91,5 m2 á sumarbústaðalandinu Réttarhólsbraut 22 (L169945) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 145,1 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5.  Hvítárbraut 31c (L197193); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústað með áfastri geymslu – 2003040
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Ólafsdóttur fyrir hönd Magnúsar Diðriks Baldurssonar og Sigríðar Þorgeirsdóttur, móttekin 30.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 100 m2 með áfastri geymslu 13,5 m2 á sumarbústaðalandinu Hvítárbraut 31c (L197193) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
6.  Þjórsárdalur Stöng (L178333); umsókn um byggingarleyfi; safnhús – endurbætur og viðbygging – 2002058
Fyrir liggur umsókn Karls Kvaran fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepp, móttekin 28.02.2020 um byggingarleyfi til að byggja við safnahús 55 m2, gera endurbætur innanhúss og einnig byggja útsýnispall á viðskipta- og þjónustulóðinni Þjórsárdalur Stöng (L178333) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð eftir stækkun á safnhúsi verður 386,5 m2.
Afgreiðslu máls er frestað. Til að erindi fáist samþykkt þarf að ljúka ferli deiliskipulags sem nú er í gangi.
7. Klettar (L166589); umsókn um byggingarleyfi; véla-verkfærageymsla mhl 05 – breyting á notkun – 1910041
Fyrir liggur umsókn Ásgeirs S. Eiríkssonar dags. 15.10.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta notkun á hluta af véla/verkfærageymslu mhl 05, 1.610 m2, í tvær 48 m2 starfsmannaíbúðir og 26 m2 þvottahús á jörðinni Klettar (L166589) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8. Brjánsstaðir 2 (L205365); umsókn um byggingarleyfi; skemma – 2004049
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Davíðs Ingvasonar, móttekin 23.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja skemmu 112 m2 á íbúðarhúsalóðinni Brjánsstaðir 2 (L205365) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Bláskógabyggð – Almenn mál
9. Mosar 9 (L229306); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2004050
Fyrir liggur umsókn Ágústs Hafsteinssonar fyrir hönd Efling stéttarfélag, móttekin 26.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 99,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Mosar 9 (L229306) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10. Mosar 11 (L229307); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2004051
Fyrir liggur umsókn Ágústs Hafsteinssonar fyrir hönd Efling stéttarfélag, móttekin 26.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 99,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Mosar 11 (L229307) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11. Mosar 13 (L229308); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2004052
Fyrir liggur umsókn Ágústs Hafsteinssonar fyrir hönd Efling stéttarfélag, móttekin 26.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 99,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Mosar 13 (L229308) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
12. Mosar 14 (L229309); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2004053
Fyrir liggur umsókn Ágústs Hafsteinssonar fyrir hönd Efling stéttarfélag, móttekin 26.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 99,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Mosar 14 (L229309) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
13. Mosar 16 (L229310); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2004054
Fyrir liggur umsókn Ágústs Hafsteinssonar fyrir hönd Efling stéttarfélag, móttekin 26.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 99,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Mosar 16 (L229310) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14. Mosar 18 (L229311); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2004055
Fyrir liggur umsókn Ágústs Hafsteinssonar fyrir hönd Efling stéttarfélag, móttekin 26.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 99,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Mosar 18 (L229311) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
15. Kjarnholt 5 (L228409); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús – 2003019
Í framhaldi á grenndarkynningu er erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa. Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Nebbi ehf., móttekin 13.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 178,3 með opnu bílskýli 70,3 m2 á lóðinni Kjarnholti 5 (L228409) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
16. Leynir lóð (L167906); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2003039
Í framhaldi á grenndarkynningu er erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Haraldar Ásgeirssonar, móttekin 27.03.2020 um byggingarleyfi til að fjarlægja geymslu sem fyrir er 19,4 m2, byggingaár 1989 og byggja nýja 40 m2 á sumarbústaðalandinu Leynir lóð (L167906) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Lilja Ómarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu máls.
17.  Mosaskyggnir 10 (L220948); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – bílskúr – 2004039
Fyrir liggur umsókn Samúels Smára Hreggviðssonar fyrir hönd Guðmundar Sigurðssonar og Sigurborgar Gunnarsdóttur, móttekin 22.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja gesthús/bílskúr 40 m2 á sumarbústaðalandinu Mosaskyggnir 10 (L220948) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
18.  Gunnarsbraut 5 (L219892); umsókn um takmarkað byggingarleyfi; graftarleyfi fyrir gróðurhús – 2005001
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurbjartssonar fyrir hönd Stefáns Þórs Benediktssonar, móttekin 03.05.2020 umsókn um takmarkað byggingarleyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu gróðurhúsi 50 m2 á á sumarbústaðalandinu Gunnarsbraut 5 (L219892) í Bláskógabyggð. Skráð stærð lóðar er 6322 m2.
Umsókn er synjað þar sem erindið samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins.
19. Heiðarbær lóð (L170249); stöðuleyfi; vinnuskúr – 2005003
Fyrir liggur umsókn frá 1001 Verk ehf., móttekin 29.04.2020 um stöðuleyfi fyrir kaffi/vinnuskúr 20 fet á sumarbústaðalandinu Heiðabær lóð (L170249) í Bláskógabyggð.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.05.2021.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00