Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 119 – 22. apríl 2020

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 119. fundur  haldinn að Laugarvatni, 22. apríl 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnafulltrúi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Fundur haldinn með fjarfundarbúnaði

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1. Ás 3 III-2land (L204647); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 1911051
Fyrir liggur umsókn Eyjólfs Valgarðssonar fyrir hönd Gísla Sveinssonar og Ástu Berghildar Ólafsdóttur móttekin 25.11.2019 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 88,7 m2 á lóðinni Ás 3 III-2land (L204647) í Ásahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
2. Fljótsbakki 30 (L168302); umsókn um byggingarleyfi; bílageymsla – 2004018
Fyrir liggur umsókn Reynis Adamssonar, móttekin 04.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja bílageymslu 39,8 m2 á sumarbústaðalandinu Fljótsbakki 30 (L168302) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
3. Kiðjaberg lóð 128 (L199987); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með bílskúr-geymslu – 2004024
Fyrir liggur umsókn Evu Bryndísar Helgudóttur, móttekin 14.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með áfastri bílskúr/geymslu 229 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 128 (L199987) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
4. Villingavatn (L170963); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2004023
Fyrir liggur umsókn Rúnars Inga Guðjónssonar fyrir hönd Krystian Jerzy Sadowski og Alicja Brygida Sadowski, móttekin 07.04.2020 um niðurrif á sumarbústaði 46 m2, byggingarár 1973 og byggja nýjan sumarbústað með svefnlofti að hluta 140 m2 á sumarbústaðalandinu Villingavatn (L170963) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
5. Ásabraut 23 (L193300); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2004016
Fyrir liggur umsókn Rögnvaldar G. Einarssonar og Elísabetar Jónasdóttur, móttekin 01.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 31,7 á sumarbústaðalandinu Ásabraut 23 (L193300) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6.  Réttarhólsbraut 22 (L169945); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – viðbygging – 2004019
Fyrir liggur umsókn Óla Rúnars Eyjólfssonar fyrir hönd Einars Einarssonar, Sigrúnar Össurardóttur, Björgu Össurardóttur og Haralds Ólafssonar, móttekin 06.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhús 91,5 m2 á sumarbústaðalandinu Réttarhólsbraut 22 (L169945) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 145,1 m2.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
7.  Kerhraun C 103-104; umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – breyta notkun í íbúðarhús – 2004027
Fyrir liggur bréf frá Guðfinni Traustasyni, dagsett 03.12.2018 um leyfi til að breyta skráningu á sumarbústaði 214,3 m2, byggingarár 2017 í íbúðarhús á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 103/104 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um breytta skráningu á notkunun sumarhús að Kerhraun C103/104 er synjað.
Lóðin er í skipulagðri frístundabyggð Kerhrauns í landi Klausturhóla samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var 17. nóvember 1999. Samkvæmt skilmálum deiliskipulagsins er einvörðungu heimilt að byggja frístundahús á lóð umsækjanda og í skilmálum deiliskipulagsins er tekið fram að hús skuli einungis vera ætluð til samfelldrar dvalar að sumri til, en á öðrum árstíumum til styttri dvalar, t.d. yfir helgi.
8. Gilvegur 1 (L199211); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2002050
Fyrir liggur umsókn Sigurjóns Pálssonar fyrir hönd Leslie Andres Bocanegra Delgado, móttekin 21.02.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 48,9 m2 á sumarbústaðalóðinni Gilvegur 1 (L199211) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9.  Hvítárbraut 31c (L197193); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús með áfastri geymslu – 2003040
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Ólafsdóttur fyrir hönd Magnúsar Diðriks Baldurssonar og Sigríðar Þorgeirsdóttur, móttekin 30.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 100 m2 með áfastri geymslu 13,5 m2 á sumarbústaðalandinu Hvítárbraut 31c (L197193) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Ljúka þarf breytingu á gildandi deiliskipulagi áður en byggingaráform verða samþykkt.
10.  Selhólsvegur 10 (L169406); umsókn um niðurrif; sumarbústaður mhl 02, geymsla mhl 01 og mhl 03 – 2004031
Fyrir liggur umsókn Helga Rúnars Óskarssonar og Bjarneyjar Harðardóttur um niðurrif á geymslu 23,1 m2, mhl 01, byggingarár 1960, sumarbústaði 50,5 m2, mhl 02, byggingarár 1982 og geymslu 5,7 m2, mhl 03, byggingaár 1960 á sumarbústaðalóðinni Selhólsvegur 10 (L169406) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
11. Hamrar 3 (224192); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2004032
Fyrir liggur umsókn Eiríks Vignis Pálssonar fyrir hönd Gyðuborgir ehf. um byggingarleyfi til að byggja gestahús 54,1 m2 á lóðinni Hamrar 3 (L224192) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
12. Kerhraun 42 (L168917); stöðuleyfi; vinnuskúr – 2004034
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Símonarsonar, móttekin 21.04.2020 um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr á meðan framkvæmdum stendur á sumarbústaðalandinu Kerhraun 42 (L168917) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.04.2021
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
13.  Klettar (L166589); umsókn um byggingarleyfi; véla-verkfærageymsla mhl 05 – breyting á notkun – 1910041
Fyrir liggur umsókn Ásgeirs S. Eiríkssonar dags. 15.10.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta notkun á hluta af véla/verkfærageymslu mhl 05, 1.610 m2, í tvær 48 m2 starfsmannaíbúðir og 26 m2 þvottahús á jörðinni Klettar (L166589) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
14. Kálfhóll 2 (L166477); stöðuleyfi; fimm frístundahús – 2003011
Fyrir liggur umsókn Gests Þórðarsonar, móttekin 28.02.2020 um stöðuleyfi fyrir fimm frístundahús, hvert hús er 46 m2. Húsin verða geymd á jörðinni Kálfhóll 2 (L166477) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.12.2020.
Bláskógabyggð – Almenn mál
15.  Kjóastaðir 2 tjaldsvæði (L229267); umsókn um byggingarleyfi; tjöld og salernishús – 2001013
Fyrir liggur umsókn Náttúra-Yrtel ehf. dagsett 06.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja salernishús og undirstöður fyrir tjöld og fráveitu á viðskipta- og þjónustulóðinni Kjóastaðir 2 tjaldsvæði (L229267) í Bláskógabyggð.
Samþykkt
16. Sporðholt 4 (L202231); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 1909075
Erindi sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa í framhaldi á afgreiðslu skipulagsnefndar þann 22.11.2019 þar sem erindið fór í grenndarkynningu, sem er lokið án athugasemda. Sótt er um leyfi til að byggja sumarbústað 99,9 m2 á sumarbústaðalandinu Sporðholt 4 (L202231) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
17.  Brattholt lóð (193452); umsókn um byggingarleyfi; þjónustuhús 3. áfangi – breyting (3. breyting) – 1807027
Fyrir liggur ný umsókn Svavars Njarðarsonar dags. 21.03.2020 móttekin 07.04.2020 um byggingarleyfi til að breyta samþykktu byggingarleyfi dagsett 15.05.2019. Nú er sótt um leyfi til að breyta aðaleldhúsi, bílstjóra/leiðsögumannarými, starfsmannarými og verslun á viðskipta- og þjónustulóðinni Brattholt lóð (L193452)í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
18. Vallarholt 2 (L178703); stöðuleyfi; gámur – 1910016
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekin var umsókn 06.04.2020 frá Ómari S. Ingvarssyni um framlengingu á stöðuleyfi fyrir 20 feta gám fram í ágúst 2020 á sumarbústaðalóðinni Vallarholt 2 (178703) í Bláskógabyggð.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 15.08.2020
19. Kjarnholt 5 (L228409); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús – 2003019
Í framhaldi á grenndarkynningu er erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa. Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Nebbi ehf., móttekin 13.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 178,3 með opnu bílskýli 70,3 m2 á lóðinni Kjarnholti 5 (L228409) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
20.  Syðri-Reykir lóð 31A (L167467); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2004001
Fyrir liggur umsókn Guðna Sigurbjörns Sigurðssonar fyrir hönd Iðinn ehf., móttekin 31.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 35,1 m2 á sumarbústaðalóðinni Syðri-Reykir lóð 31A (L167467) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 80,9 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
21.  Syðri-Reykir lóð (L167465); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2004028
Fyrir liggur umsókn Aðalsteins Snorrasonar fyrir hönd Páls Gunnars Pálssonar, móttekin 16.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 52,3 m2 á sumarbústaðalandinu Syðri-Reykir lóð (L167465) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 122,1 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
22.  Snorrastaðir (L168101); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003003
í framhaldi á grenndarkynningu er erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa. Fyrir liggur umsókn Eiríks Vignis Pálssonar fyrir hönd Félag Skipstjórnamanna, móttekin 03.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 108 m2 á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir (L168101) í Bláskógabyggð
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
23.  Snorrastaðir lóð (L168075); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2004021
Fyrir liggur umsókn Stefáns Þórarinssonar, móttekin 12.04.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 13,3 m2 á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir lóð (L168075) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun á sumarbústaði verður 47,1 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
24.  Hvítárbakki lóð 2 (L219241); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústað – viðbygging – 2004020
Fyrir liggur umsókn Sigurbjarts Loftssonar fyrir hönd Margeirs Jóhannessonar, móttekin 06.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 14,4 m2 á sumarbústaðalandinu Hvítárbakki lóð 2 (L219241) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 64,8 m2.
Afgreiðslu máls er frestað þar til niðurstöðu grenndarkynningar liggur fyrir skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
25.  Heiðarbær lóð (L170266); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2004030
Í framhaldi á grenndarkynningu er erindið sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa. Fyrir liggur umsókn Bents Larsen Fróðasyni fyrir hönd Harðar Ólafssonar og Jórunnar Óskar Frímannsdóttur Jensen, móttekin 15.04.2020 um byggingarleyfi til að fjarlægja sumarbústað 44 m2, byggingarár 1965 og geymslu 11,1 m2, byggingarár 1965 og byggja sumarbústað 108,2 á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð (L170266) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
26.  Borgarás 5 (L226469); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús samtengt gróðurhúsi – 2004029
Fyrir liggur umsókn Snorra Traustasonar og Magdalenu Helgu Óskarsdóttur, móttekin 16.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 115,6 m2 samtengt með gróðurhúsi 34,9 m3 á íbúðarhúsalóðinni Borgarás 5 (L226469) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á húsi verður 150,5 m2.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
Flóahreppur – Almenn mál
27.  Stóru-Reykir II (L166275); tilkynningarskyld framkvæmd; fjós mhl 19 – endurbætur – 2004025
Fyrir liggur umsókn Gísla Haukssonar og Jónínu Einarsdóttur, móttekin 06.04.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að fara í endurbætur á fjósi mhl 19 á jörðinni Stóru-Reykir II (L166275) í Flóahreppi. Skipt er um mjaltaaðferð úr mjaltagryfju í róbót ásamt velferðasvæðum og legusvæðum verður breytt.
Samþykkt.
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
28. Launrétt 1 (L167386); umsögn um rekstrarleyfi; minna gistiheimili – 2001032
Móttekinn var tölvupóstur þann 14.01.2020 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, minna gistiheimili (C) frá Erlingi Sæmundssyni, á íbúðarhúsalóðinni Launrétt 1 (F220 5534) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 8 manns í fjórum herbergjum á neðri hæð.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00