Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 118 – 1. apríl 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 118. fundur haldinn að Laugarvatni, 1. apríl 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Fundurinn var haldinn í fjarfundarbúnaði.

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1. Krókur (l165302); stöðuleyfi; sumarbústaður – 2003036
Fyrir liggur umsókn Reynis Arnar Pálmasonar, móttekin 20.03.2020 um stöðuleyfi fyrir sumarhús 91,7 m2 í byggingu á jörðinni Krókur (L165302) í Ásahreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir sumarhúsi í byggingu til 1.4.2021
2. Þóristungur (L229271); tilkynningarskyld framkvæmd; skáli – breyting – 2003022
Fyrir liggur umsókn Andra Þórs Jónssonar fyrir hönd Fish Partner ehf. móttekin 13.03.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að breyta innra skipulagi í skála á viðskipta – og þjónustulóðinni Þóristungur (L229271) í Ásahreppi.
Frestað, athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
3.  Kríubraut 4 (L217085); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – breyting – 1805001
Erindið er sett að nýju fyrir fund, móttekinn er tölvupóstur þann 25.03.2020 frá hönnuði með breyttri aðalteikningu. Sótt er um leyfi til að breyta þakgerðinni á baðhúsi, breytt mænisþak, á sumarhúsalóðinni Kríubraut 4 (L217085) í Hrunamannahreppi.
Samþykkt.
4.  Syðra-Sel (L166822); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með bílgeymslu – 2003033
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnars Sigurðssonar fyrir hönd Guðmundar Böðvarssonar, móttekin 24.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með sambyggðri bílgeymslu 269,2 m2 á jöðrinni Syðra-Sel (L166822) í Hrunamannahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
5.  Akurgerði 8 (L166744); umsókn um byggingarleyfi; bílskúr-breyting – 1503019
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekinn var tölvupóstur þann 27.03.2020 frá Helgu Björgu Bragadóttur fyrir hönd Gott bú ehf., sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi sem var samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 27.03.2015 á íbúðarhúsalóðinni Akurgerði 8 (L166744) í Hrunamannahreppi.
Samþykkt
6.  Túnsberg (L166835); tilkynningarskyld framkvæmd; fjós með áburðarkjalla mhl 05 – breyting – 2003041
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Gunnars Kristins Eiríkssonar, móttekin 30.03.2020 um byggingarleyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á fjósi með áburðarkjallara mhl 05, byggingarár 2007, 935,9 m2 á jörðinni Túnsberg (L166835) í Hrunamannahreppi.
Samþykkt.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
7.  Kerhraun B 113 (L208900); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003018
Fyrir liggur umsókn Ingvars Bjarnasonar fyrir hönd Lárusar Gestssonar og Elísabetar Pálsdóttur, móttekin 13.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 44,4 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun B 113 (L208900) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8.  Kerhraun B 130 (L208899); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003026
Fyrir liggur umsókn Bjarka Más Sveinssonar fyrir hönd Halldórs Þorvaldssonar og Regínu Scheving Valgeirsdóttur, móttekin 23.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með lagnakjallara 40 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun B 130 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9.  Lækjarbrekka 1 (L208530); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003031
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurbjartssonar fyrir hönd Súperbygg ehf., móttekin 02.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 101,9 m2 á sumarbústaðalandinu Lækjarbrekka 1 (L208530) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10.  Lækjarbrekka 8 (L229435); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003032
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurbjartssonar fyrir hönd Súperbygg ehf., móttekin 02.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 101,9 m2 á sumarbústaðalandinu Lækjarbrekka 8 (L229435) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11. Rimamói 7 (L169866); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2001009
Fyrir liggur umsókn Samúels Smára Hreggviðssonar fyrir hönd Kolbrúnar Jónsdóttur móttekin 03.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti 85,4 m2 í stað sumarhúss sem var fyrir á sumarbústaðalandinu Rimamói 7 (L169866) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
12.  Goðhólsbraut 19 (L169970); umsókn um byggingarleyfi; geymsluskúr – 2003027
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar fyrir hönd Gylfa Héðinssonar, móttekin 20.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja geymsluskúr 40 m2 á sumarbústaðalandinu Goðhólsbraut 19 (L169970) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
13.  Við Kálfá lóð 4 (L195542); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003024
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnars Sigurðssonar fyrir hönd Barrholt ehf. móttekin 16.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 62 m2 á sumarbústaðalandinu Við Kálfá lóð 4 (L195542) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls. Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Bláskógabyggð – Almenn mál
14.  V-Gata 36 (L170755); fyrirspurn um byggingaráform; sumarbústaður – viðbygging – 2002015
Fyrir liggur umsókn Ívars Haukssonar fyrir hönd Gunnarsfell eignir ehf. móttekin 03.02.2020 sem fyrirspurn um hvort megi byggja við núverandi sumarbústað 35 m2 á sumarbústaðalandinu V-Gata 36 (L170755) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 85 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
15.  Gufuhlíð (L167096); umsókn um byggingarleyfi; gróðurhús mhl 23 ásamt tengibyggingu – 2003023
Fyrir liggur umsókn Ólafs Tage Bjarnasonar fyrir hönd Gufuhlíð ehf., móttekin 13.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja gróðurhús mhl 23 ásamt tengibyggingu 2.293 m2 á jörðinni Gufuhlíð (L167096) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
16. Leynir lóð (L167906); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2003039
Fyrir liggur umsókn Haraldar Ásgeirssonar, móttekin 27.03.2020 um byggingarleyfi til að fjarlægja geymslu sem fyrir er 19,4 m2, byggingaár 1989 og byggja nýja 40 m2 á sumarbústaðalandinu Leynir lóð (L167906) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Flóahreppur – Almenn mál
17.  Lækur (L166266); tilkynningarskyld framkvæmd; lausagöngu-hjarðfjós mhl 04 – endurbætur – 2003030
Fyrir liggur umsókn Ágústs Guðjónssonar og Margrétar Drífu Guðmundsdóttur, móttekin 24.03.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að fara í endurbætur á lausagöngu/hjarðfjósi mhl 04 á jörðinni Lækur (L166266) í Flóahreppi.
Samþykkt.
18.  Súluholt (L216736); umsókn um byggingarleyfi; frístundahús mhl 06 – breyting – 1709005
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin var ný umsókn og aðalteikning frá Victori B. Victorssyni og Sigrúnu H. Arnarsdóttur, þar sem sótt er um breytingu á fyrri samþykkt dags. 20.09.2017. Nú er sótt um leyfi til að byggja frístundahús mhl 06, 33 m2 á jörðinni Súluholt (L216736) í Flóahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað þar sem lóð skv. deiliskipulagi hefur ekki verið stofnuð.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00