Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 117 – 18. mars 2020

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 117. fundurhaldinn að Laugarvatni, 18. mars 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Steinás (L176490); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús með bílgeymslu – 1905020
Fyrir liggur umsókn Nönnu Maju Norðdahl og Reynis Arngrímssonar dags. 06.05.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús með bílageymslu og millilofti 256,3 m2 í tveimur áföngum á lóðinni Steinás (L176490) í Ásahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2. Steinás (L176490); umsókn um byggingarleyfi; gistihús – 1909045
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurbjartssonar fyrir hönd Reynis Arngrímssonar og Nönnu Maju Norðdahl um byggingarleyfi til að byggja gistihús 39,9 m2 á lóðinni Steinás (L176490) í Ásahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
3.  Reykjaból lóð 15 (L167013); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – 2001021
Í framhaldi af skipulagsnefndarfundi þann 22. janúar er erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Guðrúnar Björnsdóttur, móttekin 08.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 29,6 m2 og byggja geymslu 12,8 m2 á sumarbústaðalandinu Reykjaból lóð 15 (L167013) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 84,4 m2.
Samþykkt.
4.  Smiðjustígur 13A-13C (L229521); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2003016
Fyrir liggur umsókn Bent Larsen Fróðasonar fyrir hönd Pálmatré ehf. móttekin 10.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja 3ja íbúða raðhús 289,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Smiðjustígur 13A-13C (L229521) í Hrunamannahrepp.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
5.  Þórsstígur 15 (L206812); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003017
Fyrir liggur umsókn Ingiþórs Björnssonar, móttekin 13.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 76,1 m2 á Þórsstígur 15 (L206812) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6.  Bjarkarbraut 34 (L169180); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 1912037
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Sigurðssonar og Hjördísar U. Rósantsdóttur móttekin 16.12.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 30,8 m2 á sumarbústaðalandinu Bjarkarbraut 34 (L169180) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 86 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
7. Hagi (L166550); umsókn um byggingarleyfi; fjós – 1905059
Fyrir liggur umsókn Hagignúpur ehf. dags. 20.05.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja fjós 954,2 m2 á jörðinni Haga (166550) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 8.  Ásar 2 (L224490); umsókn um byggingarleyfi; parhús – breyting – 1911021
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Viðars Gunngeirssonar og Höllu Guðmundsdóttur móttekin 07.11.2019 um byggingarleyfi til að breyta innra skipulagi í parhúsi til að íbúðir verði þrjár á íbúðarhúsalóðinni Ásar 2 (L224490) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls og setur Stefán Short sem staðgengil sinn við afgreiðslu máls.
Samþykkt.
9.  Ólafsvellir lóð (L187515); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging, sólskáli – 2003010
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnar Sigurðssonar fyrir hönd Georgs Kjartanssonar, móttekin 10.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sólskála 34 m2 við íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Ólafsvellir lóð (L187515).
Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls og setur Lilju Ómarsdóttur sem staðgengil sinn við afgreiðslu máls.
Samþykkt.
Bláskógabyggð – Almenn mál
10.  Brekka (L167067); umsókn um byggingarleyfi; hesthús með reiðskemmu -breyting, milliloft – 1908029
Erindið sett að nýju fyrir fund, breyttar aðalteikningar mótteknar 16.03.2020 frá hönnuði. Sótt er um byggingarleyfi fyrir milliloft fyrir kaffistofu/kennslustofu 55,2 m2 og starfsmannaíbúð 61,8 m2. Einnig er sótt um leyfi fyrir tengibyggingu frá hesthúsi/reiðhöll við hlöðu mhl 07, 30,6 m2 á jörðinni Brekku (L167067) í Bláskógabyggð. Heildarstærð verður 1.613,7 m2
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11. Þverbrekknamúli (L226730); umsókn um byggingarleyfi; svefnskáli – 1801065
Fyrir liggur umsókn Stefáns Jökuls Jakobssonar fyrir hönd Ferðafélags Íslands, móttekin 24.01.2018 um byggingarleyfi til að flytja svefnskála 25,8 m2 við Þverbrekknamúli (L226730) í Bláskógabyggð frá Álftavatni.
Samþykkt.
12.  Snorrastaðir (L168101); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003003
Fyrir liggur umsókn Eiríks Vignis Pálssonar fyrir hönd Félag Skipstjórnamanna, móttekin 03.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 108 m2 á sumarbústaðalandinu Snorrastaðir (L168101) í Bláskógabyggð
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
13.  Brekkuheiði 114(L206885); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2003013
Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Guðfinnu Sifjar Helgadóttir, móttekin 11.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 109,1 m2 á sumarbústaðalóðinni Brekkuheiði 114 (L206885) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
14. Kjarnholt 5 (L228409); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús – 2003019
Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Nebbi ehf., móttekin 13.03.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 178,3 með opnu bílskýli 70,3 m2 á lóðinni Kjarnholti 5 (L228409) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir
15.  Bíldsfell II II veiðihús (L227365); umsögn um rekstrarleyfi; frístundahús – 2003007
Móttekinn var tölvupóstur þann 28.02.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Guðmundi Þorvaldssyni á lóðinni Bíldsfell II II veiðihús (F220 9430) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 8 manns, 4 gestir í hverju húsi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00