Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 115 – 19. febrúar 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 115. fundur  haldinn að Laugarvatni, 19. febrúar 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Lilja Ómarsdóttir, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa

Dagskrá:

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
1.  Villingavatn (L170955); fyrirspurn um byggingaráform; sumarbústaður – 2002028
Fyrir liggur umsókn Rúnars Inga Guðjónssonar fyrir hönd Krystian Jerzy Dadowski og Alicja Brygida Sadowska, móttekin 19.01.2020 sem fyrirspurn um hvort megi fjarlægja núverandi sumarbústað 46 m2, byggingarár 1973 ásamt byggja sumarhús á tveimur hæðum, grunnflötur um 90 m2 á sumarbústaðalandinu Villingavatn L170963) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
2. Villingavatn (L170954); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 1909057
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur sent inn lagfærð gögn. Sótt er um leyfi til að byggja sumarbústað 122,4 m2 á sumarbústaðalandinu Villingavatn (L170954) í Grímsnes- og Grafningshreppi ásamt niðurrifum á sumarbústaði mhl 01, og bátaskýlunum mhl 02 og mhl 03.
Afgreiðslu máls er frestað. Óskað er eftir frekari gögnum frá hönnuði.
3. Hestur lóð 117 (L168623); stöðuleyfi; gámar – 2001049
Fyrir liggur umsókn Soffíu Ákadóttur, dags. 27.01.2020 um stöðuleyfi fyrir tvo gáma á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 117 (L168623) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Sumarhúsalóðir í frístundabyggð eru ekki ætlaðar til geymslu á gámum. Byggingarfulltrúi bendir á að til eru svæði sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna.
4.  Kiðjaberg lóð 66 (L207493); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2001060
Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd Ragnars Sigurðssonar sem Húnbogi J. Andersen er með umboð fyrir, móttekið 29.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 123,4 m2 á sumarbústaðalóðinni Kiðjaberg lóð 66 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Óskað er eftir frekari gögnum frá hönnuði.
5.  Hvítárbraut 19a (L221345); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2001040
Móttekinn var tölvupóstur dags. 17.02.2020 frá hönnuði þar sem óskað er eftir endurupptöku á máli vegna breyttrar uppdrátta. Sótt er um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 111,4 m2 og gestahús 38,2 m2 á sumarbústaðalandinu Hvítárbraut 19a (L221345) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Óskað er eftir frekari gögnum frá hönnuði.
6.  Berjaholtslækur 3 (L198422); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2002041
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Haukssonar og Hauks Guðjónssonar, móttekin 18.02.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 35,9 m2 á sumarbústaðalóðinni Berjaholtslækur 3 (L198422) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarbústað verður 96,3 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
7. Sandholt 6 (L228781); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 1811016
Í framhaldi af takmörku byggingarleyfi sem var samþykkt 09.07.2019 er erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur ný umsókn móttekin 07.09.2019 frá Jóni S. Einarssyni fyrir hönd Fjölskyldubúið ehf. um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 164,5 m2 á lóðinni Sandholt 6 (L228781) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8. Þrándarholt (L166618); umsókn um byggingarleyfi; fjós – 2002037
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnar Sigurðssonar fyrir hönd Arnórs Hans Þrándarsonar, Ingvars Þrándarsonar, Magneu Gunnarsdóttur og Sigríðar Bjarkar Marinósdóttur, móttekin 13.02.2020 um byggingarleyfi til að byggja fjós 1.723,5 m2, mhl 17 á jörðinni Þrándarholt (L166618) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Bláskógabyggð – Almenn mál
9.  Drumboddsstaðir 1 lóð 1 (L221321); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla – 1911018
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið án athugasemda. Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Straumhvarf ehf. um byggingarleyfi til að byggja véla- og verkfærageymslu 169,1 m2 á íbúðarhúsalóðinni Drumboddsstaðir 1 lóð 1 (L221321) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Óskað er eftir frekari gögnum frá hönnuði.
10.  Dalbraut 8 (167838); Umsókn um byggingarleyfi; upplýsingaskilti og skjólveggur – 1804086
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekið var samþykki aðliggjandi lóðarhafa dags. 31.01.2010 að viðunandi úrbætur hafa verið gerðar. Sótt er um leyfi til að reisa upplýsingarskilti 7 m hátt og 2,3 m breitt og skjólvegg 7 m langan og 2 m háan við norður enda lóðar á Dalbraut 8.
Samþykkt.
Flóahreppur – Almenn mál
11.  Neistastaðir 1 (L220252); umsókn um byggingarleyfi; tvö frístundahús – 2001059
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Unnar Sigurðssonar fyrir hönd Sigurðar Magnússonar, móttekin 29.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja tvö frístundahús 24,8 m2 á lóðinni Neistastaðir 1 (L220252) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Davíð Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu máls.
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir
12. Goðhólsbraut 11 (L169974); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2002039
Móttekinn var tölvupóstur þann 17.02.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Hólmari Ástvaldssyni fyrir hönd Infer ehf. kt. 410612 – 1780 á sumarbústaðalandinu Goðhólsbraut 11 (F220 8541) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Goðhólsbraut 11 á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir
13. Þingborg (L166286); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2001055
Móttekinn er tölvupóstur þann 28.01.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gistiskáli (D) frá Eydísi Þ. Indriðadóttur fyrir hönd Flóahrepps á viðskipta- og þjónustulóðinni Þingborg (L166286) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 100 manns.
14. Þingborg (L166286); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2001054
Móttekinn er tölvupóstur þann 28.01.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, samkomusalir (G) frá Eydísi Þ. Indriðadóttur fyrir hönd Flóahrepps á viðskipta- og þjónustulóðinni Þingborg (L166286) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 340 manns.
15. Félagslundur (L165473) umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2001053
Móttekinn var tölvupóstur þann 28.01.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gistiskáli (D) frá Eydísi Þ. Indriðadóttur fyrir hönd Flóahrepps á viðskipta- og þjónustulóðinni Félagslundur (F219 8985) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 70 manns.
16. Félagslundur (L165473); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2001052
Móttekinn var tölvupóstur þann 28.01.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, samkomusalir (G) frá Eydísi Þ. Indriðadóttur fyrir hönd Flóahrepps á viðskipta- og þjónustulóðinni Félagslundur (F219 8985) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 190 manns.
17. Þjórsárver (L166407); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2001056
Móttekinn var tölvupóstur þann 28.01.2020 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, samkomusalir (G) frá Eydísi Þ. Indriðadóttur fyrir hönd Flóahrepps á viðskipta- og þjónustulóðinni Þjórsárver (F220 1639) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 170 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00