Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 114 – 29. janúar 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20-114. fundur haldinn að Laugarvatni, 29. janúar 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál
1.  Hrunamannavegur 3 (L224583); umsókn um byggingarleyfi; þjónustuhús á tveimur hæðum með kjallara – breyting – 1706016
Erindið sett að nýju fyrir fund, sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi á þjónustuhúsi á Hrunamannavegi 3 (L224583) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2. Smiðjustígur 11 A-E (L205619); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 1910030
Fyrir liggur umsókn Jóns Stefáns Einarssonar fyrir hönd Landstólpa ehf. dags. 14.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja raðhús með fimm íbúðum 322,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Smiðjustígur 11 A-E (L205619) í Hrunamannahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
3. Villingavatn (L170954); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 1909057
Í framhaldi á fundi sveitarstjórnar þann 15. janúar 2020 er erindið sett að nýju fyrir fund. Sótt er um leyfi til að byggja sumarbústað 122,4 m2 á sumarbústaðalóðinni Villingavatn (L170954) í Grímsnes- og Grafningshreppi ásamt niðurrifum á sumarbústaði mhl 01, og bátaskýlunum mhl 02 og mhl 03.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir verða sendar á hönnuð.
4.  Hvítárbraut 19a (L221345); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2001040
Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd Hvítárnes ehf. móttekin 21.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 111,4 m2 og gestahús 38,2 m2 á sumarbústaðalandinu Hvítárbraut 19a (L221345) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn er synjað þar sem hún er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Í skilmálum gildandi deiliskipulags er ekki gert ráð fyrir byggingu raðhúsa.
5.  Kambsbraut 34 (L 202400); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – stækkun – 2001037
Fyrir liggur umsókn Orra Árnasonar fyrir hönd Lindu Arilíusardóttur og Ólafs Sigurðssonar, móttekin 17.01.2020 um byggingarleyfi til að stækka og breyta fyrrum lagnakjallara í tómstundarrými í sumarbústaðnum á sumarbústaðalandinu Kambsbraut 34 (L202400) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarhúsi verður 179,1 m2.
Samþykkt.
Bláskógabyggð – Almenn mál
6. Framafréttur (L223995); stöðuleyfi; braggar og skáli – 1810004
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekin er ný umsókn frá Sölva Rúnari Guðmundssyni fyrir hönd Straumhvarf ehf. dags. 21.01.2020 þar sem sótt er um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir tveimur 150 m2 bröggum og skála 116 m2 á lóðinni Framafréttur (L223995) í Bláskógabyggð.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.10.2020.
7.  Miðdalskot Lundur (L167967); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús og bílskúr-þvottahús – 2001041
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Karls Eiríkssonar og Margrétar S. Lárusdóttur móttekin 09.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 138,9 m2 og bílskúr/þvottahús 127,6 á sumarbústaðalandinu Miðdalskot Lundur (L167967) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Flóahreppur – Almenn mál
8.  Árheimar 3 (L227370); umsókn um byggingarleyfi; hesthús og reiðskemma – 1810039
Erindi sett að nýju fyrir fund og fyrri fundarbókun dags. 04.12.2019 verður ógild. Sótt er um leyfi til að byggja hesthús og reiðskemmu 1.589,9 m2 á hesthúsalóðinni Árheimar 3 (L227370) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9. Hnaus (L166346); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2001042
Erindi sett að nýju fyrir afgreiðslufund byggingarfulltrúa í framhaldi á grenndarkynningu sem var samþykkt á fundi skipulagsnefndar þann 14.08.2019 (one 1907052). Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Mar tours ehf. móttekin 19.12.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 56 m2 á jörðinni Hnaus (L166346) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30