Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 113 – 15. janúar 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 113. fundur haldinn að Laugarvatni, 15. janúar 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál
1. Miðhof 4 (L210699); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 1912005
Fyrir liggur tölvupóstur Guðna Vilbergs Baldurssonar fyrir hönd Murneyri ehf., móttekin 02.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja raðhús 286,7 m2 á lóðinni Miðhof 4 (L210699) í Hrunamannahreppi. Erindið sett að nýju fyrir fund var áður búið að fá samþykkt takmarkað byggingarleyfi þann 04.12.2019
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2.  Reykjaból lóð 15 (L167013); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – 2001021
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Guðrúnar Björnsdóttur, móttekin 08.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 29,6 m2 og byggja geymslu 12,8 m2 á sumarbústaðalandinu Reykjaból lóð 15 (L167013) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 84,4 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
3.  Akurgerði 6 (L166851); tilkynningarskyld framkvæmd; skrifstofa – breyting – 2001010
Fyrir liggur umsókn Eyrúnar Margrétar Stefánsdóttur fyrir hönd Hrunamannahrepps móttekin 03.01.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að breyta innra skipulagi og breyta útliti á vesturhlið húss vegna viðhalds á gluggum á viðskipta- og þjónustulóðinni Akurgerði 6 (L166851) í Hrunamannahreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
4. Bjarkarbraut 3 (L169153); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1907036
Fyrir liggur umsókn Eiðs H. Haraldssonar f.h. BJBR3 ehf., dags. 04.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja gestahús 29,5 m2 á sumarbústaðalandinu Bjarkarbraut 3 (L169153) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
5.  Bjarkarbraut 34 (L169180); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 1912037
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Sigurðssonar og Hjördísar U. Rósantsdóttur móttekin 16.12.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 30,8 m2 á sumarbústaðalandinu Bjarkarbraut 34 (L169180) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 86 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
6.  Goðhóll (L226412); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – breyting á notkun – 2001022
Fyrir liggur umsókn Jóhannesar Þórólfs Guðmundssonar, móttekin 08.01.2020 um byggingarleyfi til að breyta notkun á geymslu 202,4 m2, byggingarár 1930 í íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Goðhóll (L226412) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Einnig liggur fyrir úrbótaskýrsla dagsett 30.12.2019, unnin af Mannvit verkfræðistofu þar sem farið er yfir tjónasögu hússins og grein gerð fyrir þeim úrbótum sem þarf að ráðast í til að húsið uppylli kröfur sem íbúðarhús.
Byggingaráform eru samþykkt.
7. Rimamói 7 (L169866); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2001009
Fyrir liggur umsókn Samúels Smára Hreggviðssonar fyrir hönd Kolbrúnar Jónsdóttur móttekin 03.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti 85,4 m2 í stað sumarhúss sem var fyrir á sumarbústaðalandinu Rimamói 7 (L169866) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
8. Lyngborgir 43 (L225959); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1905028
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekinn var tölvupóstur Ástríðar Thorarensen dags. 14.01.2020, þar sem sótt er um breytingu á fyrri samþykkt dags. 07.08.2019. Nú er sótt er um leyfi til að byggja gestahús 28,1 m2 á sumarbústaðalandinu Lyngborgir 43 (L225959) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9. Litli-Háls (L170823); umsókn um byggingarleyfi; vélageymsla – 2001019
Fyrir liggur umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd eiganda, Hannesar Gísla Ingólfssonar, móttekin 07.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja vélaskemmu 567,8 m2 á jörðinni Litli-Háls (L170823) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Umsókn er synjað þar sem innsendar teikningar eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðis.
10. Réttarháls 12 (L178708); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – viðbygging – 1912050
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar Stefánsdóttur f.h. Gunnlaugs Guðmundssonar móttekin 19.12.2019 um byggingarleyfi til að byggja gróðurskála 17,6 m2 við sumarbústaðinn á sumarbústaðalóðinni Réttarháls 12 (L178708) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
Bláskógabyggð – Almenn mál
11.  Gufuhlíð lóð 1(L201040); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging – 1912007
Fyrir liggur umsókn Ólafs Tage Bjarnasonar fyrir hönd Gufuhlíð ehf., dags. 02.12.2019 um byggingarleyfi til að rífa eldri viðbyggingu á íbúðarhúsi ásamt að setja nýja viðbyggingu sem er eldra hús sem verður flutt á staðinn og byggingar tengdar saman, á íbúðarhúsalóðinni Gufuhlíð lóð 1 (L201040) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
12. Birkilundur 1 (L170368); umsókn um niðurrif; sumarhús mhl 01 – 2001016
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Kristinssonar móttekin 02.01.2020 um leyfi til niðurrifs á sumarbústaði 36 m3, byggingarár 1970, séreign 01 0101 á sumarbústaðalandinu Birkilundur 1 (L170368) í Bláskógabyggð.
Samþykkt
13. Suðurbraut 13 (170354); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1911008
Fyrir liggur umsókn Guðmundar K. Kjartanssonar og Sigurlaugar Jóhannsdóttur móttekin 30.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 29,4 m2 á sumarbústaðalandinu Suðurbraut 13 (L170354) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
14.  Kjóastaðir 2 tjaldsvæði (L229267); umsókn um byggingarleyfi; tjöld og salernishús – 2001013
Fyrir liggur umsókn Sveinbjörns Sveinbjörnssonar f.h. Náttúra-Yurtel ehf., dagsett 06.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja salernishús og undirstöður fyrir tjöld og fráveitu á viðskipta- og þjónustulóðinni Kjóastaðir 2 tjaldsvæði (L229267) í Bláskógabyggð.
Umsókn er synjað þar sem innsendar teikningar samræmast ekki gildandi deiliskipulagi.
15. Brú (L167070); tilkynningarskyld framkvæmd; spennistöð – 2001026
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Þ. Jakobssonar f.h. Rarik ohf. og eigenda jarðar, Margeirs Ingólfssonar og Sigríðar J. Guðmundsdóttur, dags. 16.10.2019 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja spennistöð 9,9 m2 á jörðinni Brú (L167070) í Bláskógabyggð.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Flóahreppur – Almenn mál
16. Langholt 2 lóð (166321); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 1912049
Fyrir liggur umsókn Hjördísar Þorgeirsdóttur, Sigrúnar Þorgeirsdóttur, Stefaníu Þorgeirsdóttur og Auðar Ingólfsdóttur móttekin 18.12.2019 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 24,3 m2 á sumarbústaðalandinu Langholt 2 lóð (L166321) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
17.  Merkurhraun 10 (L207338; umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með risi og geymsla – 1910033
Fyrir liggur umsókn Sigvaldar Jóns Kárasonar fyrir hönd Leikur slf. dags. 14.10.2019 móttekin 15.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 149 m2 m2 og geymslu 14,8 m2 á sumarbústaðalandinu Merkurhraun 10 (L207338) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir
18. Húsatóftir 2 (L166475); umsögn um rekstrarleyfi; hótel – 1912023
Móttekinn var tölvupóstur þann 10.12.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV. hótel (A) á séreignanúmerin 11 0101 veitingahús og 11 0102 svefnskáli frá Aðalsteini Guðmundssyni, á jörðinni Húsatóftir 2 (F220 1917) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV. Gestafjöldi allt að 22 manns í gistingu og allt að 160 manns í veitingasal
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir
19. Aratunga (L167193); umsögn um rekstrarleyfi; samkomusalir – 1910053
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.10.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. III, samkomusalir (G) frá Bláskógabyggð, kt. 510602 – 4120 á viðskipta- og þjónustulóðinni Aratunga (F220 5281) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki III. Gestafjöldi allt að 300 manns.
20.  Torfastaðakot 5 (L205122); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – frístundahús – 1912042
Móttekinn var tölvupóstur 17.12.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G) frá Útsýn ehf., kt. 610607 – 2330 á sumarbústaðalandinu Torfastaðakot 5 (F 231 2516) í Bláskógabyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 7 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00