Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 108 – 16. október 2019

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 108. fundur haldinn að Laugarvatni, 16. október 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Sigurður Hreinsson aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1. Svartibakki (L226853); umsókn um byggingarleyfi; skemma – 1902031
Fyrir liggur ný umsókn frá Árna Pálssyni fyrir hönd Snilldarverk ehf. dags. 08.10.2019 móttekin 10.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja skemmu 399,4 m2 á lóðinni  Svartibakki (L226853) í Ásahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
2. Brekkur 15 (L203875); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1909060
Fyrir liggur umsókn Luigi Bartolozzi fyrir hönd Matteo Bossoni móttekin 19.09.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 68,2 m2 á sumarhúsalóðinni Brekkur 15 (L203875) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
3.  Hvammar 26 (L179211); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging og gestahús – 1910019
Fyrir liggur umsókn Magnúsar Guðmundssonar dags. 24.09.2019 móttekin 02.10.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 15,6 m2 og gestahús 39,9 m2 á sumarhúsalóðinni Hvammar 26 (L179211) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4.  Grjóthólsbraut 8 (L223460); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 1910032
Fyrir liggur umsókn Elvu Möller og Hlyns Sigurðssonar dags. 15.10.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 124,2 m2 á sumarhúsalóðinni Grjóthólsbraut 8 (L223460) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
5.  Laxárdalur 2 (L166575); umsókn um byggingarleyfi; svínahús – viðbygging mhl 31 – 1910018
Fyrir liggur umsókn Harðar Harðarsonar og Maríu Guðnýju Guðnadóttur dags. 08.10.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja við mhl 24, svínahús mhl 31, 558,4 m2 á jörðinni Laxárdalur 2 (L166575) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
6. Klettar (L166589); umsókn um byggingarleyfi; véla-verkfærageymsla mhl 05 – breyting á notkun – 1910041
Fyrir liggur umsókn Ásgeirs S. Eiríkssonar dags. 15.10.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta notkun á hluta af véla/verkfærageymslu mhl 05, 1.610 m2, í tvær 48 m2 starfsmannaíbúðir og 26 m2 þvottarhús á jörðinni Klettar (L166589) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Bláskógabyggð – Almenn mál
7. Vallarholt 2 (L178703); stöðuleyfi; gámur – 1910016
Fyrir liggur umsókn Ómars Ingvarssonar dags. 03.10.2019 móttekin sama dag um stöðuleyfi fyrir tuttugu feta gámi á sumarbústaðalóðinni Vallarholt 2 (178703) í Bláskógabyggð.
Samþykkt að veita stöðuleyfi í 6 mánuði.
8. Austurey lóð (L167697); umsókn um byggingarleyfi, vélaskemma – 1909029
Fyrir liggur umsókn Ragnars V. Ragnarssonar fyrir hönd Rafiðnaðarsamband Ísland dags. 28.08.2019 um byggingarleyfi til að byggja vélaskemmu 150 m2 á sumarbústaðalóðinni Austurey lóð (L167697) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9. Laugardalshólar (L167637); stöðuleyfi, frystigámur – 1910017
Fyrir liggur umsókn Jóhanns Gunnars Friðgeirssonar dags. 08.10.2019 móttekin sama dag um stöðuleyfi fyrir tuttugu feta frystigámi á jörðinni Laugardalshólar (L167637) í Bláskógabyggð.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.10.2020.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00