Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 107 – 3. október 2019

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 107. Fundur haldinn að Laugarvatni, 3. október 2019 og hófst hann kl. 09:00 Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnafulltrúi.

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
1. Þrastahólar 3 (L203284); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1909059
Fyrir liggur umsókn Valgeirs Bergs fyrir hönd Braga Ólafssonar og Alfreðs Alfreðssonar dags. 18.09.2019 móttekin 19.09.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 105,5 m2 á sumarhúsalóðinni Þrastahólar 3 (L203284) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
2.  Birkibraut 8 (L172577); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarhús – viðbygging – 1909058
Fyrir liggur umsókn Trausta Leóssonar fyrir hönd Þorgeirs Pálssonar dags. 19.09.2019 móttekin sama dag um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarhús 18,6 m2 á sumarhúsalóðinni Birkibraut 8 (L172577) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 73,6 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
3. Syðri – Brú lóð (L179186); umsókn um byggingarleyfi, vélageymsla – 1909028
Fyrir liggur umsókn Jónínu Loftsdóttur dags. 29.08.2019 móttekin 30.08.2019 um byggingarleyfi til að byggja vélageymslu 75 m2 á sumarhúsalóðinni Syðri-Brú (L179186) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
4.  Freyjustígur 13 (L206226); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús og geymsla – sauna – 1902003
Lögð er fram umsókn Söndru Yunhong She dags. 01.02.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 102,4 m2 og geymslu/sauna 14,6 m2 á sumarhúsalóðinni Freyjustígur 13 (L206226) í Grímsnes- og Grafningshreppi
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5.  Réttarhólsbraut 13 (L169956); tilkynningarskyld framkvæmd; geymsluhús – 1906075
Lögð er fram umsókn Péturs Inga Hilmarssonar og Jóhönnu Sigmundsdóttur um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 12.06.2019 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði, Jóhanni Einarssyni til að byggja geymsluhús 39,6 m2 á sumarhúsalóðinni Réttarhólsbraut 13 (L169956) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
6.  Norðurbraut 1 (L199562); umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd; geymsla – 1909066
Fyrir liggur umsókn Gunnars Bjarnasonar og Þórunnar S. Eiðsdóttur dags. 24.09.2019 móttekin sama dag um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja geymslu 21,8 m2 á sumarhúsalóðinni Norðurbraut 1 (L199562) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
7.  Villingavatn lóð (L170976); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – viðbygging – 1909068
Fyrir liggur umsókn Þorleifs Eggertssonar fyrir hönd Sigurðar Sigurðssonar dags. 13.09.2019 móttekin 25.09.2019 um byggingarleyfi til að byggja við sumarhúsið 21,8 m2 á sumarhúsalóðinni Villingavatn lóð (L170976) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarhúsi verður 65,5 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
8. Villingavatn (L170954); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1909057
Fyrir liggur umsókn Stefáns D. Ingólfssonar dags. 19.09.2019 móttekin 20.09.2019 fyrir hönd Páls Enos um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 122,4 m2 á sumarhúsalóðinni Villingavatn (L170954) í Grímsnes- og Grafningshreppi ásamt niðurrifum á sumarhúsi mhl 01, 37,4 m2 og bátaskýli mhl 02, 31,1 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
9.  Kothólsbraut 8 (L170023); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarhús – viðbygging – 1908069
Fyrir liggur umsókn Ívars Ragnarssonar f.h. Kristins Guðna Hrólfssonar dags. 06.08.2019 móttekin 14.08.2019 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarhús 30 m2 á sumarhúsalóðinni Kothólsbraut 8 (L170023) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarhúsi eftir stækkun verður 79,9 m2
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
10. Brúnavegur 35 (L190728); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1908074
Fyrir liggur umsókn Þórhalls Garðarsonar fyrir hönd Dódó ehf. móttekin 15.08.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 118,3 m2 á sumarhúsalóðinni Brúnavegur 35 (L190728) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
11. Öndverðarnes 1 (168299); umsókn um byggingarleyfi; rotþró – 1909076
Fyrir liggur umsókn Sigurðar H. Sigurðssonar fyrir hönd Öndverðanes ehf. dags. 30.09.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að setja niður rotþró fyrir tuttugu sumarhús á Hlíðarhólsgötu í Öndverðarnesi. Rotþróin verður staðsett á jörðinni Öndverðarnes 1 (L168299) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
Bláskógabyggð – Almenn mál
12. Borgarás 3 (L226467); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 1909034
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurðssonar fyrir hönd Ólafs Þórðar Kristjánssonar og Guðrúnar Sólveigar Vignisdóttur dags. 05.09.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 157,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Borgarás 24 (L226467) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
13. Hvönn (L227468); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 1909055
Fyrir liggur umsókn Bents Larsen Fróðasonar dags. 19.09.2019 móttekin 24.09.2019 fyrir hönd Kathrina Andersen og Jóns Þórs Birgissonar um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 170 m2 á lóðinni Hvönn (L227468) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
14. Kjóastaðir 2 (L167132); stöðuleyfi; gámar – 1909065
Fyrir liggur umsókn Náttúra-Yurtel ehf. móttekin 25.09.2019 um stöðuleyfi fyrir tvo gáma sem eru innréttaðir fyrir salerni og sturtur á jörðinni Kjóastaðir 2 (L167132) í Bláskógabyggð.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Byggingarfulltrúi fer fram á að sótt verði um byggingarleyfi fyrir umræddri salernisaðstöðu.
15. V-Gata 18 (L170746); umsókn um byggingarleyfi; bátaskýli – 1907035
Fyrir liggur umsókn Margrétar Sigurðardóttur dags. 21.12.2018 móttekin 03.07.2019 um byggingarleyfi til að byggja bátaskýli 30,1 m2 á sumarhúsalóðinni V-Gata 18 (L170746) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
16. Árbrún (L167219); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1907037
Fyrir liggur umsókn Þuríðar Erlu Sigurgeirsdóttur og Ágústar Eiríkssonar dags. 05.07.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti að hluta 75,2 m2 á sumarhúsalóðinni Árbrún (L167219) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
17.  Þingplan salernishús (L228862); umsókn um byggingarleyfi; aðstöðuhús – 1910001
Fyrir liggur umsókn frá Sigbirni Kjartanssyni fyrir hönd Ríkissjóður Íslands dags. 30.09.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja aðstöðuhús 95,6 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Þingplan salernishús (L228862) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
18.  Valhallarplan salernishús (L229123); umsókn um byggingarleyfi; aðstöðuhús – 1910003
Fyrir liggur umsókn frá Sigbirni Kjartanssyni fyrir hönd Ríkissjóður Íslands dags. 30.09.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja aðstöðuhús 43,4 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Valhallarplan salernishús (L229123) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
19.  Lindarbraut 8 (L167841); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús og bílskúr – breyting – 1903059
Fyrir liggur umsókn Bláskógabyggðar dags. 28.03.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta einbýlishúsi og bílskúr mhl 01 og mhl 02 skv. Þjóðskrá Íslands í kennslurými á íbúðarhúsalóðinni Lindarbraut 8 (L167841) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
20. Sporðholt 4 (L202231); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – 1909075
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Ketilssonar fyrir hönd Enginn ehf. dags. 25.09.2019 móttekin 27.09.2019 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús á sumarhúsalóðinni Sporðholt 4 (L202231) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Flóahreppur – Almenn mál
21. Arnarstaðakot (L166219); umsókn um byggingarleyfi; Íbúðarhús – 1909061
Fyrir liggur umsókn Gunnars Karls Ársælssonar dags. 23.09.2019 móttekin 24.09.2019 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 149,9 m2 á jörðinni Arnarstaðarkot (L166219) í Flóahreppi. Fyrir liggur samþykki Ríkisjóð Íslands (ríkiseignir).
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
22. Kelduland (L228225); umsókn um byggingarleyfi; tvö aðstöðuhús – 1909056
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Jónsdóttur dags. 19.09.2019 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja tvö aðstöðuhús, 11,3 m2 og 13,9 m2 á lóðinni Kelduland (L228225) í Flóahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir
23.  Sólheimar Veghús (L177051) og Sólheimar Brekkukot (L177184); umsögn um rekstrarleyfi; stærra gistiheimili – 1908012
Móttekinn var tölvupóstur þann 01.08.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, stærra gistiheimili (B) frá Sólheimasetur ses. á viðskipta- og þjónustulóðinni Sólheimar Veghús (F222 4786) og íbúðarhúsalóðinni Sólheimar Brekkukot (F220 7068) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 45 manns.
Gistirými sundurliðast þannig;
Veghús fastanr. 222 4786, 16 manns.
Brekkukot fastanr. 220 7068, 29 manns.
24. Heimaás (L226734); umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1909069
Móttekinn var tölvupóstur þann 23.09.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, frístundahús (G), séreign 01 0101 frá Urðarholti ehf. kt. 570118 – 0560 á viðskipta- og þjónustulóðinni Heimaás (F2500302), í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 4 manns.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir
25.  Árborg verslun (L166627); umsögn um rekstrarleyfi; veitingastofa og greiðasala – 1909042
Móttekinn var tölvupóstur þann 05.09.2019 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingastofa og greiðasala (C) frá Versluninni Árborg ehf. kt. 581200 – 3150 á viðskipta- og þjónustulóðinni Árborg verslun (F220-2761) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 49 manns.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00